Fálkinn


Fálkinn - 25.06.1943, Blaðsíða 8

Fálkinn - 25.06.1943, Blaðsíða 8
8 fAlkinn Jeanne Maxime-David: Horfna djásnið GABY kom heim fyrr en gert hafSi verið ráS fyrir, og kom aS tómum kofunum. AuS- vitað gat maðurinn hennar ekki verið kominn heim, því hafði hún ekki búist við, þó að hann hefði lofað að koma fljótt. En stúlkurnar hefðu átt að vera heima, sjerstaklega stofustúlk- an, sem hafði ýmsan sauma- skap, er hún átti að ljúlca við. — Þetta er altaf eins.. liugs- aði hún með sjer. Undir eins og jeg fer eittlivað, þá eru stúlk- urnar þotnar út í buskann. Hún gekk milli herbergjanna — nei, þarna var ekki nokkur lifandi sál. |2n af því að hún var ekki vön því að vera ein, þá varð henni órótt, er hún vissi, aö enginn var i húsinu nema hún. Hún Ijet hurðina standa i hálfa gátt, til þess að heyra betur, og fór inn i svefn- herbergið. Þegar hún leit á sig í speglinum hugsaði hún með sjer: — Þessi hattur fer mjer verulega vel! Jeg held að jeg verði með liann í kvöld. Hún ætlaði sem sje út með mannin- um sínum, vegna þess að það var afmælisdagurinn hennar í dag hafði hann pantað aðgöngu- miða í leikhúsið. Og hver veit nema hann byði henni meira að segja á veitingahús á eftir. Hann hafði að vísu ekki minst neitt á það, en hann hafði það fyrir sið, að láta altaf eitthvað koma henni á óvart. Gaby tók af sjer hattinn fór úr kápunni og brosti framan í sjálfa sig í speglinum. Þessi græni kjóll hennar var veru- lega fallegur. Alice hafði víst alveg rjett fyrir sjer er hún sagði, að liturinn á honum væri í fullu samræmi við smaragða- festina hennar. Annars væri auðvelt mál að komast að hinu sanna um það núna undir eins. Jean hafði gefið henni smar- agðafestina, þegar þau höfðu verið gift í eitt áx’. En nú voru liðin fimm ár siðan. Hún opnaði skápinn. Maður- inn hennar varð altaf ergilegur þegar hann leit inn í hann. — Hvernig ferðu að því að finna nokkurn skapaðan hlut í öllum þessum hrærigraut? sagði hann altaf. Og í hvert sinn svaraði hún, að fyrir hennar sjónum væri þetta ekki neinn hræri- grautur, hún vissi hvar hver hlutur væri. En nú vai’ð hún þó að viðui’kenna, að liann hefði haft í’jett fyrir sjer. Hún hafði snúið öllu upp og niður í gær, þegar hún var að leita að háls- klútnum sínum, sem hún hafði alveg gleymt, að hún liafði sent i hreinsun nokkru áður. En askjan með smaragðafestinni lá á sínum stað, innst i skápn- um. Hún tók öskjuna, sem var fóðruð með saffíanskinni, og hugur hennar hvai’flaði til ýms- ra tækifæra, þegar hún hafði verið með þessa festi á hátið- um og tyllidögum. Alt í einu datt henni nokkuð í hug: Askj- an var svo ljetfc! Hún fjekk hjartslátt, er hún þrýsti á lás- inn .... TÓm! .... Hvað var nú þetta? .... Þetta hlaut að vera einhver misskilningur. Hún leitaði í flýti í skápnum. Ef til vili hafði askjan ekki verið lok- uð. Nei, nei, þai-na var hvergi neitt.. Smaragðfestin var horf- in! Hvenær var það nú? Jú, hún hafði vei'ið með smaragðfestina síðast fyrir þremur dögum, þeg- ar hún og Jean átu miðdegis- verð hjá Antoines-hjónunum. Hún mundi svo vel, að þegar hún hafði tekið festina af sjer seint um lcvöldið, hafði hún sagt við manninn sinn, sem var frammi i baðherberginu: Það er eiginlega merkilegt. að þessi festi er altaf í fullu samræmi við tískuna! Og liann hafði svarað: Því betra! Eftir það hafði hún aldrei hugsað til fest- arinnar sinnar — og hvað var nú þetta, enginn hafði snert við neinu öðru í skápnum. Alt í einu hrölck hún við. Það var einhver á gangi í húsinu! — Hver er þetta? kallaði hún hátt. — Það er bara jeg, frú! kall- aði Valentine. En hvað hún var vitlaus að hafa ekki látið sjer detta stofu- stúlkuna í hug undir eins! Hún var nú á leið inn i svefnhei’berg- ið og frú Gaby flýtti sjer því að fela tómu öskjuna inni í skápnum og loka honum. Henni virtist Valentine horfa svo einkennilega á sig, þegar hún kom inn og spurði. — Var frúin að kalla? En gagnstætt allri venju svar- aði hún önug: — Hvar hafið þjer verið? Bað jeg yður ekki um að ljúka við saumaskapinn ? Svai'ið var rólegt og ekki laust við kaldhæðni: — Jeg skrapp út í efnalaug- ina til þess að sækja hálsklút- inn. — Og þjer Ijetuð húsið vera mannlaust eftir! — Mannlaust? — Já, svo að liver sem er gat brotist inn! — Bi'otist inn — um miðjan dag? — Já, annað eins hefir nú komið fyrir. Og nú eru smar- agðarnir mínir horfnir. — Frúin finnur þá áx-eiðan- lega aftur, sagði stúlkan án þess að láta sjer hregða. — Það getur verið, en þeir eru nú horfnir samt, — jeg hafði lagt festina hjerna! Hún tók öskjuna fram úr skápnum, en augnaráÖ stúlkunnar var Ijótt, þegar hún sá að askjan var tóm. — Heldur frúin kanske .... nú hefi jeg verið lijerna í fim- tán ár og aldrei .... — Hver er að saka yður um þetta? Festin er horfin og verð- ur að finnast Hefir nokkur kom- ið hjerna inn síðustu dagana? Rafmagnsmaður .... ? — Nei, hjer hefir enginn kom- ið, nema herra André, hann kom snemma i gær og gekk hjerna í gegn, til þess að þvo sjer um hendurnar í baðher- berginu. — Þegar jeg spyr svona, þá á jeg vitanlega ekki við neinn af fjölskyldunni. En nú er víst elcki um annað að gera, en að bíða, þangað til maðurinn minn kemur heim, og láta hann á- kveða hvað gera skal. Stúlkan fór út og Gaby varð ein eftir. Henni kom ekki til hugar að stúlkan væri sek, hún hafði verið hjerna í mörg ár, og aldrei hafði neins verið sakn- að. En hvað hafði stúlkan átt við, þegar hún sagði, að André hefði verið þarna inni? Var það ekki til þess að jafna yfir spor- in, að hún nefndi yngri bróður Jeans? Að vísu var hann nokk- uð ljettúðugur, en samt......? Hvað hafði hann að vilja inn í svefnherbergið .. þvo sjer um hendurnar? Ójú! En gat hann ekki farið hina leiðina, inn úr ganginum? Jean afsakaði altaf bróður sinn, svo að hann þurfti ekki að fara hjá sjer þar á heimilinu. Var það ekki einmitt hann, sem hafði átf sökina á fyrstu rimmunni milli hjón- anna? Aldrei gat hún glejnnt því. Meðan hún var að hugsa um mág sinn liafði hún alveg gleymt tómu öskjunni, en nú mintist hún hennar aftur. Hvað skyldi Jeap segja? Hann yrði ábyggilega reiður .... en ekki var þetta henni að kenna. Hún hafði sett djásnið á sinn stað eftir að hún hafði notað það síð- ast. Ósjálfrátt fór hún að færa til ýmislegt smádót og gá í skápnum, þangað til hún heyrði smelliláslykli Jeans stungið í skráargatið. Hvað átti hún að segja? Hvað átti hún að gera? Það gat ekki hjá því farið, að einhver sem var kunnugur í húsinu hefði tekið smaragðs- festina. Hún fór á móti manninum sínum. — Góðan daginn, þú sjerð að jeg hefi flýtt mjer, kallaði hann glaðlega. — Það var indælt, sagði hún. En rödd hennar var vist með einkennilegum hreim, því að hann leit spyrjandi á frú Gaby. v En ekki gat hún farið að romsa því upp úr sjer þarna á gangin- um, að festinni hefði verið stol- ið. — Jeg er með aðgöngumið- ana. — Jæja, það var ágætt. Þau gengu saman inn í stof- una. Hann gekk að skrifborð- inu og lagði þar blöðin, sem hann hafði komið með, en hún stóð kyrr við dyrnar á meðan, fyrst milli vonar og ótta, en svo tók hún í sig kjark og sagði alt í einu: — Smaragðönum mínum hef- ir verið stoliö. — Ekki annað? Hún sá að hann trúði henni ekki, og hjelt áfram í talsverð- um æsingi: — Jeg er ekki að gera að gamni mínu — þeir eru 'horfnir. Hann horfði enn efandi á hana og sagði rólegur: — Þú finnur þá aftur, sann- aðu til. — Áreiðanlega ekki. — Jú, áreiðanlega. Vertu viss um það. — Það er ómögulegt. Jeg lagði festina í öskjuna kvöldið sem við vorum hjá Antoine . . — Og hefirðu ekki notað fest- ina síðan? Þá getur hún ekki verið glötuð. — Ætli þú getir þá sagt mjer livar liún er? Hann braut sundur blaðið og sagði rólega:

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.