Fálkinn


Fálkinn - 25.06.1943, Blaðsíða 13

Fálkinn - 25.06.1943, Blaðsíða 13
KALKINN 13 FLUGVJELARNAR FRÁ HYDERABAD. Hyderabad er eitt af hinum kunnari ríkjum Indtands, þeirra sem hafa heimastjórn og innlendan þjóöhöfðingja. Er furst- inn eða „nizaminn“ í Hyderabad talinn ríkasti þjóhöfðingi i Indlandi og er mikill Bretavinur. Ilydcrabad hefir meðal ann- ars sýnt holliistii sína til Bretlands með því að gefa sveit Hurricane-flugvjela til flughersins breska. Iljer sjást nokkrar af þessum vjelum á flugi yfir borg einni í Norður-Afríku, en flugmenn frá Indlandi tóku þátt í ófriðnum þar og gátu sjer ágætan orðstir. V ALENTINE-SKRIÐDREK ARNIR voru mikið notaðir í eyðimerkurhernaðinum og þóttu einkum koma að góðu gagni vegna þess hve vel þeir voru vopnaðir. Ilöfðu þeir m. a. 25-punda fatlbyssu. Hjer cr Valentine-skrið- dreki í eyðimörku Tunis, en í baksýn hæð, sem Bretar kalla Grenadier Hill. Sjómaðurinn brosti. „Jeg er alveg á sama máli.“ Og þar við sát. Gátan var flóknari en nokkru sinni áður; svör stúlkunnar hertu aðeins á hnútunum, sein liann var staðráð- inn í að leysa — og það sem verra var — hann skildi livorki upp nje niður í sjálfum sjer. VIII. KAFLI. Á ineðan að þessu fór fram i jarðhús- inu var Tom á þönum uppi í kofanum. Hann lagaði svo vel til og var svo fljótur að því, að hann hefði hiklaust getað stað- ist samanburð við livaða fyrirmyndar hús- m'óður sem var. Hann leit yfir verk sitt og gekk svo út að dyrunum. Betty reis á fætur og ýlfraði í ákafa. Tom opnaði og hleypti henni út í steikjándi árdegissólskinið. Siðan fór hann aftur inn og sótti ýmislegt, er hann liafði keypt kvöldinu áður, og einnig dótið, sem hann var vanur að hafa á vagninum. Hann setti það alt rjett fyrir utan dyrnár og læsti svo kofanum vandlega með stærðar lykli skringilega útskornum og stakk lionum að að svo húnu í vasa sinn. Vagnkjálltarnir voru reistir upp við vegg- inn, hægra megin við dyrnar. Tom fór úr jakkanum og ýlti kerrunni þangað sem far- angurinn lá. Svo blístraði liann einkenni- lega, þrjá tóna. Þeir voru naumast hljóðn- aðir, þegar Betty og asninn, sem kallaður var Gihson, komu lallandi út úr skógin- um, lilið við hlið. Tungan í tíkinni lafði öðru megin út úr víður kjaftinum, eins og rauð flónelsdula. Hún kastaði sjer niður í sólvermt grasið og velti sjer hægt og nautna- lega í hálfþornaðri dögginni. Asninn rölti grafalvarlegur til húsbónda síns, sem beið hans með spánýjan, stóran og mjúkhærðan bursta í liendinni. Og nú liófst morgunsnyrtingin. Gibson tók burstastrokunum með innilegri velþóknun en svipurinn og spert eyrun báru vellíðan hans einnig vott. Er búið var að kemha hon- um og leggja á hann aktýgin, stjáklaði hann aftur á hak inn á milli vagnkjálkanna og vaggaði spikuðum lendunum. Litlu seinna stóð rauði og græni kofinn yfirgefinn í sólskininu, en út um hliðið, er sneri niður að þjóðveginum, mjakaðist silaleg fylking. Fremst fór maður, tottandi pípu sína; á hæla honum skokkaði ófrýni- leg hundtík, en hnubbaralegur grár asni, sem dró grænmálaða, fjörlega skröltandi kerru, rak lestina. Þeim miðaði drjúgum, þótt þau sýndust fara sjer hægt. Er komið var út úr hliðinu, heygðu þau til vinstri í átlina til Mallow og hjeldu áfram jafnt og þjett upp á brekku- brúnina, þar sem vegurinn beygði til hægri handar eftir sljettri Derwick-öxíinni. Þann- ig var haldið áfram uns lága, livita húsið kom í Ijós, svo sem hundrað stikuin fyrir neðan veginn. Fyrir utan “ girðinguna um- hverfis trjágarðinn var röð af bifreiðum, og hjá garðshliðinu stóð skuggalegur liópur manna með lögregluhjálma á höfðinu og í dökkum einkennisfötum. Á bak við þá gnæfði stólpinn með auglýsingunni: Te 1/6 — með ávöxtum og- rjóma 2/- Gosdrykkir Tóbak Vindlingar En maðurinn, bundurinn og asninn áttu ekkert erindi i þetta hús. Skamt fyrir ofan það lá mjór akvegur yfir heiðarflákann, sem náði að rönd slcógarins, er umlukti hvíta húsið á þrjá vegu. Þau hjeldu niður eftir þessum stíg og inn um hlið og komu þá brátt út úr skóginum hinum megin. Þau voru nú stödd í sóðalegum, ferhyrnd- um húsagarði, fyrir framan sveitabýli úr rauðum sandsteini. Á miðju hlaðinu stóð lágvaxinn þybbinn maður klæddur að liætti Stöndugra smábænda; hann var að tala við rytjulegan kvenmann í óhreinum kjól, og með enn óhreinni svuntu framan á sjer. Ilúsbóndi asnans stöðvaði hann með stuttri skipun, svo að skröltið hljóðnaði snögglega. Bóndinn leit upp og hvesti aug- un á gestinn. „Hafið þjer nokkuð smávegis handa mjer núna, Ridgeway?“ Bóndinn muldraði eitthvað, og kvenmað- urinn hafði sig burt. „Svo þú ert þá kom- inn aftur, karlinn!“ sagði hann og þramm- aði til þeirra. „Altaf á eilífu randi!“ Hann hló grófum hlátri. „Er þröngt í húi hjá þjer núna, Tom minn?“ „Við getum orðað það þannig,“ svaraði Tom. Hann studdi olnboganum á makka asnans. „Hvernig búnast yður, Ridgeway bóndi?“ „0, þetta líkt og vant er . .“ Bóndi sló stafnum, sem han lijelt á, utan í legglilíf- arnar sínar. „Þetta lílct og vant er, herra Tom, hvers-son-ert-þú-nú-aftur? ...... 0, maður kemst af einhvern veginn.“ „Það er meira en margúr getur sagt . . þurfið þjer ekki að láta dytta að einhverju herra Ridgeway?" Bóndinn horfði afundin á liann, og belgdi út á sjer rauðar og feilar kinnarnar. — „Hvernig ælti jeg að vita það? Farðu inn og spurðu kvenfólkið, karf minn.“ Og alt i einu brosti hann. Tom fanst eilthvað dular- arfult við þetta bros, eins og það ætti sjer leynileg upptök, sem enginn þekti nema maðurinn sjálfur. Hann sagði „Þá geri jeg það, herra Ridgeway .... það er annars þokkalegt þetta sem gengur á hjerna fyrir handan.“ „Ha?“ Bóndinn leit á hann og brosið smá lijaðnaði á vörum hans. Tom benli um öxl sjer með þumalfingr- inum. „Kvenmaðurinn þarna — Watkyn, lijet liún víst. Það er nú ljóta sagan!“

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.