Fálkinn


Fálkinn - 25.06.1943, Blaðsíða 9

Fálkinn - 25.06.1943, Blaðsíða 9
FALKINW 9 — ÞaS mun tíminn sanna. — Þaklca þjer fyrir liluttekn- inguna, sagði hún ögrandi. — HvaS ætlast þú eiginlega til aS jeg geri . . kalla á lög- regluna .... eSa hrunaliSiS. — Þykistu vera fjmdinn? Nú hló hann eins og brellinn strákur. — Vertu viss um, aS þú finnur festina aftur — eig- um viS veSja um þaS? Hún varS æ reiSari. — Þú heldur auSvitaS eins og vant er, aS jeg sje hirSulaus, og láti dót- iS mitt iiggja á víS og dreif . . þú heldur aS jeg finni festina einhversstaSar, til dæmis i skápnúm ? Hann leil upp: — Nei, ekki voru þaS mín orS. — En þú meintir þaS samt . . Og hjer gekk jeg um í sárum kvíSa og vissi ekki hvernig jeg ætti aS koma orSum aS því aS segja þjer þaS. Nei, jeg er erki- hjáni! Hún hratt stól til hliS- ar frá sjer. — ViS skulum láta þaS golt heita, þó aS þú sjerl reiS viS mig, en stólgarmurinn hefir víst ekki gert þjer mein, sagSi Jean ávítandi. Ilún staSnæmdist andspænis honum í vígahug. — Jeg fer aS þreytast á skósunum þinum! Ef til vill er jeg ekki eins greind og sumt fólk i þinni ætt .... — Vertu elcki að blanda fólk- inu mínu inn í þetta mál; þaS er festinni óviSkomandi. Ilann stóS augnahlik og horfSi á blaSiö, sem liann v.ar meS í liendinni og sagSi svo: — Á jeg aS segja þjer livar fest- in þín er? — Nei. — Eins og þú vilt . . Hvenær eigum viS aS borSa? — Á venjulegum tíma. — ÆttirSu þá ekki aS fara aS hugsa um aS hafa fataskifti? — Jeg kæri mig ekki um aS fara neitt út, sagSi hún hæSi- lega. — Er þaS út af festinni? — BæSi út af henni og ýmsu öSru, sagSi hún kuldalega. Jean þagSi viS þessu og nú rann straumurinn af ásökunum upp úr henni. Gamlir og löngu gleymdir smámunir komu upp úr kafinu, hún misti gersam- lega stjórnar á sjer — fimm ára smámunir ruddust upp úr henni eins og árstraumur, svo aS viS lá aS orSin rækist á. Hann sat og horfSi í gaupnir sjer á meSan, án þess aS líta upp eSa hreyfa legg eSa liS. Alt í einu þagnaSi hún, hún var orSin máttlaus — heilinn i henni var þurausinn. En hann þagSi áfram, og þá fór hún aS verSa óróleg. Hún hafSi víst sagt miklu meira, en hún eig- inlega vildi. — ÞaS þurfti þá ekki annaS en eina týnda hálsfesti til þess aS ...... — Jeg er aS segja þjer, aS henni hefir veriS stoliS .... jeg setti liana sjálf á sinn staS! Nú þraut hann loksins þolin- mæSina. — Ekki eru neinir þjófar hjer. ÁSur en maSur ber fram svona ákærur leitar maS- ur .... bíSur átekta .... Hún lijelt enn, aS hann væri aS dylgja meS liirSuIeysiS í henni og sagSi: — Jeg véit aS jeg setti festina á sinn staS. — Já, og jeg liefi boSiS þjer aS segja þjer hvar hún sje, en þú hefir ekki viljaS hlusta á mig. HeldurSu aS Valentine hafi hirt djásniS þitt? ESa Adele, gamla og trúa eldhússtúlkan foreldra þinna? — Þær eru ekki þær einu, sem ganga hjerna um húsiS. — Hverjir ganga hjer um fleiri — yiltu segja mjer þaS? Hann var svo sjálfsviss, aS hana langaSi til aS lækka í hon- um drambiS, en ljet sjer þó nægja aS muldra: — Gleymir þú ekki neinum? — HvaS í dauöanum áttu viS? Þú grunar einhvern sjerstalcan, og jeg heimta aS fá aÖ vita hver þaS er. Aldrei hafSi hann talaS svo harSneskjulega til hennar nje horft jafn fjandsamlega á liana. Þetta átti hún líka upp á hann mág sinn; nú hafSi maSurinn hennar orSiS reiÖur viS hana, lians vegna. Hann vissi vel aS André hafSi komiö í gær; þeir höfSu talaS saman undir fjögur augu í nærri klukkutíma, liún hafSi heyrt aS maSurinn henn- ar var gramur viS hann; en hann haföi ekki minst neitt á þetta viö hana. En í dag átti hún aö líöa fyrir þaS .... — Nú er mælirinn fullur, sagSi hún og lá viS gráti; þaS þarf ekki annaS til, en jeg nefni hann bróSur þinn .... — BróSur minn. ÆtlarSu aÖ gefa í skyn, aS hann hafi stol- iS festinni? I rauninni fanst henni fráleitt aS mágur hennar gæti gert sig sekan um slíkt; en hann liafði jafnan hagaS sjer þannig þar á heimilinu, að hana langaði til aS gera athugasemd við þaS. Hún vildi ekki láta undan, en ljet nægja að ypta öxlum og segja: — Þú tekur altaf svari Andrés .... ÁSur en hún gat haldið lengra áfram tók hann fram í, stutt en ákveÖið: — Hættu nú. Þetta er aóg í dag. Jeg veit nú, að þú ert skelfing ógæfusöm, jeg hefi þig útundan, og' sýni þjer enga nær- gætni .... í sama bili barði Valentine á dyrnar og kom inn meS lítinn böggul. Jean tók viS honum og x’jetti hann konu sinni, undir eins og stúlkan var farin út. Hann sagði ekkert, en andlits- di’ættirnir voru svo þi'eytulegir aS lienni hnykti viS. — Jean, muldraði liún, — mjer þykir þetta leitt, jeg sver þjer þaS .... Hann hafði sest aftur og tek- iS báðum höndum um höfuð sjer, en hún færði sig aS lamp- anurn til þess aS sjá betur til, og leysti handið utan af bögglin- um, sem hún vonaði aS myndi hinda enda á þi-ætuna milli hjónanna. í pappírnum var hlátt saffíanshylki, alveg eins og heirnar eigið, en dálítið stærra. Hendui'nar skulfu þeg- ar hún þrýsti á lokuna. Á livítu silkifóðrinu lá liálsfestin henn- ar — og armhand í sama stíl. — Æ, Jean — festin mín .... Loks leit hann upp og sagöi, hægt og dapurlega: — Jæja, sjei’ðu nú, það er jeg sem er þjófurinn. Jeg ætlaði að láta þetta koma þjer á óvart .... „n þú vildir elcki hlusta á mig . . Hún liafði sett öskjuna á borð iö; það var eins og hún vildi ekki snerta á djásnunum — eins og hún ætti ekkei’t í þeim — Bara að jeg hefði vitaÖ þetta ---— en hvernig gat mig grun- að .... — Mig ekki heldur, sagði hann biturt, svo að hana lcendi til fyrir hjai'tanu. Aftur var barið, og nú kom Valentine inn með blómvönd, parmafjólur, ásamt nafnspjaldi. Hún las: „Bestu óskir frá vei’sta mági í heimi“. — Þetta er frá André, en hvað.það var fallegt af honum! Hún hjelt blómunum upp að andlitinu — hara að hún þyrði að gráta, jafn ólukkuleg og hún vaxj! Hún reyndi að hai’ka af sjer, en augun voru full af tár- um, þegar hún leit aftur á Jean. — Ilmurinn af þeim er svo yndislegui’, sagði hún auðmjúk og í'jetti blómin að lxonum. Hann var nú orðin vinalegri en áður og sagði: — Jeg finn engan ilm af þeim. Og svo bætti hann við, enn alúðlegar: — Nú ættirðu aS fara og hafa fata- skifti! Hún hjelt fjólunum í annari hendi og rjetti hina út eftir gjöf- inni. — Jeg hefi elcki einu sinni þakka þjer fyrir, sagði hún hik- andi. — Þykir þjer það fallegt? — Hvei’nig spyrðu? Þetta er einmitt það, sem mig hefir svo lengi langað í. Hún gat ekki sagt rneira, en fór að hágráta og ljet fallast á hnje viS einn stólinn. — Mjer líður svo illa! Jeg á svo hágt, kjökraði hún. Skömmu síðar fann hún, að hann laut niður að henni og strauk lienni háriS. — Reyndu nú að gleyma þessu, góða mín. Reyndu að vei’Sa í-óleg aftur! Og við ástúðaroi'S hans og við raunirnar af sjálfri sjer fann hún, að liún hafði upplifaö at- vik, senx hún mundi aldi'ei geta gleymt. /VlV>V(V<VlV/V(V/VlV>VlVlWlVlV/V)V/V IV/W/V/V/V/V/V Svfar smiða kafbðta. Kockum skipasmíðastöSin í Malmö hefir nýlega afhent sænska flotan- unx nýjan kafbát, sem „Nácken“ heitir. Er hann fyrstur af þremur 600 smálesta kafbátum, sem stööin smíðar fyrir sænska flotann, en þess- ir kafbátar geta lagt tundurdufl- um. Hinir tveir kafbátarnir eru hlaupnir af stokkunum og munu fara reynsluferðir sinar bráðlega. Síðan striðið hófst hefir sænski kaf- bátaflotinn verið aukinn mjög að smáum og miðlungsstórum kafbát- um, sem allir eru gerðir eftir sænsk- um teikningum og ætlaðir til sigl- inga í heimahöfum. Sanxkvæmt þvi sem best er vitað eiga Svíar nú um 30 kafbáta, en mangir eru í smið- um. Öresund-smíðastöðin í I.andskrona hefir nýlega afhent 800 smálesta skip, smíðað fyrir eimskipafjelagið Svea. Er þetta skip bygt sem ísbrjót- ur öðrum þræði og ætlað til sigl- inga með ströndum fram að vetrar- lagi- Skrifstofumaður einn hafði stolið af húsbónda sínum, og liann leitaði ráða hjá kunningjum sínum um, hvernig hann ætti að haga sjer i málinu. — Rektu hann undir eins! sagði Englendingui-inn. — Láttu liann lialda áfram og dragðu stolnu peningana frá kaup- inu hans, sagði Skotinn. — En upphæðin, sem hann liefir dregið sjer, fer langt fram úr kaup- inu lians, sagði húsbóndinn. — Hækkaðu þá við hann kaupið, sagði írlendingurinn.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.