Fálkinn


Fálkinn - 25.06.1943, Blaðsíða 10

Fálkinn - 25.06.1943, Blaðsíða 10
10 F Á L K I N N VHCS/W U/fiNblNtHIR „Best er heima“ Hjeramamma átti svo erfitt. Minsti anginn hennar var svoddan einstak- ur sóði. „Komdu nú hjerna, Morri sagði hún eitt laugardagskvöldið og kom rambandi með bala með volgu vatni. „Jeg ætla að þvo þjer, sóðinn.“ „Æ, jeg vil ekki láta þvo mjer,“ vældi Morri. „Jeg hleyp á burt.“ „Jæja„“ svaraði mamman og þreif í eyrað á honum og njeri sápu fram- an í hann. Veistu ekki, að þó að þú hlaupir út i buskann, þá kemur þú aftur, því að aitaf er best heima. Og svo sagði hún honum þessa sögu, meðan hún var að þvo honum: "„Það er orðið svo langt síðan, að jeg man ekki hvar það gerðist, en svo mikið er víst, að kongurinn og drotningin þarna i landinu, voru einu sinni úti að ganga. Veðrið var ljómandi, og heima í höllinni ætl- uðu allir að kafna i hita, svo að þau gengu langt og komu að húsi, þar sem allar dyr stóðu opnar. Og út úr dyrunum kom heil skrúðganga. — Fremst kom pervisalegur maður með klukku i annari hendinni og poka í hinni, næst kom stór maður með kommóðu í fanginu, en ofan á henni var bali og þvottabretti, svo komu tveir ósköp litlir menn, ann- ar með diskahlaða og liinn með stóra tösku, og svo komu miklu fleiri. „Hvað eruð þið að gera?‘ sagði kongurinn forviða og nam staðar. „Við erum að flytja búferlum!“ svöruðu mennirnir og flýttu sjer á- fram. Þeir gáfu sjer jafnvel ekki tíma til að svara konginum. „Af hverju eruð þið að flytja?“ spurði kongurinn forvitinn og elti hópinn. „Af því að við viljum eiga heima í öðru húsi,“ svaraði langi maður- inn með gleraugun; hann var að rogast með stóran kassa á bakinu og þrífættan kollustól. „Allir flytja upp í sveit á sumrin — vitið þjer það ekki?“ Upp í sveit? Kongur og drotning góndu hvort á annað— það höfðu þau aldrei gert! En drofning var altaf fljót að hugsa og svo hnipti hún í manninn sinn og sagði: „Komdu með mjer, góðurinn minn. Við skulum flytja upp i sveit eins og alt bitt fólkið gerir.“ Konginum datt i hug, að, gaman væri að reyna þelta, og svo flýttu þau sjer heim í höll, og litli prins- inn og prinsessan urðu liiminlifandi þegar þau heyrðu, að þau ættu að fá að fara upp í sveit. „En hvað það verður gaman!“ hrópuðu þau og klöppuðu saman lófunum. Nú fóru kongshjónin til að velja sjer verustað og liöfðu krakkana með sjer. Þau vildu vera þar, sem bæði væru skógar og akrar og svo sjór- inn rjett hjá, og krakarnir vildu að þar væri hundur og köttur og hænsni. Þau voru orðin steinþppgefin, þegar þau sáu lítið hús með rauðu þaki, sem stóð í skógarjaðri. Fram undan húsinu var litill garður og akrar í kring, alveg niður að sjó. Drotningurinni fanst þetta yndis- legur> staður. Svo flýttu þau sjer heirn og gerðu orð eftir manni ti^að flytja. „Jeg hefi mikið að gera núna,“ sagði hann, „því að allir vinnu- mennirnir mínir eru að flytja fólk i sveitina. En jeg get víst gert þetta sjálfur, ef kongurinn hjálpar mjer með jjað sem þyngst er, og svo get- ur drotningin og krakkarnir borið það ljettasta!“ Þetta fanst þcim ágætt, nema kong- inum, því að hann var óvanur erf- iðisvinnu og vildi ekki wreyna á sig. „Hvað er nú jjetta?" sagði hún, þegar hún sá að þeir komu og rog- uðust með hásætið á milli sín. „Á það að fara í sveitina líka?“ „Vitanlega!" sagði lcongurinn. — „Hver getur sjeð að jeg er kongur, ef jeg sit ekki í hásætinu minu? Og hvar ætti jeg annars að fá mjer mið- degisblund? Þú veist að jeg hefi sofið um miðjan daginn í honum, öll þessi ár, sem við höfum veriö gifl. Heldurðu að jeg geti notað annan stól til þess? Þá býð jeg ekki mikið í svefninn minn.“ „Jæja,“ sagði drotningin. „Bara að við komum honum fyrir.“ Og það var einmitt vandamálið, því að það var ákaflega þröngt þarna í hús- ■inu. Nú komu þau úl í húsið með kynst- ur af húsgögnum, sem ekki virtist fara mikið fyrir heima i stóru höll- inni, því að þar var hver salur stærri en þetla hús alt. Og húsgögn- in reyndust ofviða húsinu. „Hvernig eigum við að koma há- sætinu inn?‘ sagði drotningin. Hún hjálpaði konginum til að koma því inn í forstofuna. Kongurinn bljes af mæði og kórónan hafð: skekst á honum við áreynsluna, en fluln- ingsmaðurinn stóð bara og horfði á. „Farðu burt af dýnunni!“ sagði prinsessan; hún hafði dottið á gólf- ið og röndótt rúmdýna ofan á hana og svo hafði hann bróðir hennar farið að hoppa á dýnunni, svo að telpan náði henni ekki ofan af sjer. „Hásætið er fast!“ sagði kóngur- inn loksins. Þau gátu livorki mjak- að því fram eða aftur. „Hvað eig- um við nú til bragðs að taka?“ Þau voru kófsveitt og sárþreytt, rykug og soltin og þyrst. Þau voru steinuppgefin og gátu ekki meira. „Jeg vil fara heim,“ sagði prins- essan grátandi. Hún hafði flumbrað sig á hnjenu og rifið kjólinn sinn í hengla. „Jeg vil fara heim!“ sagði prins- inn. Kórónan hafði oltið af honum, hann var biksvartur í framan, af þvi að hann hafði verið að athuga, hvað væri inni i ofninum. Og svo var hann að deyja úr hungri. ,Jeg vil fara heim!“ sagði drotn- ingin. Hún þurfti að þvo sjer í fram- an og fara í nýjan kjól, og henni fanst mörg ár væri liðin síðan hún fjekk kaffibolla síðast. „Við förum heim!“ sagði kongur- inn. Hann var jafn óhreinn og svang- ur eins og konan og krakkarnir. „Svo getur flutningsmaðurinn sjeð um húsgögnin — hann getur sagað hásætið í sundur til að losa það — Hún: — Hjerna í blaðinu stendur, að það sjeu hattarnir, sem gera karl- mennina gráhærða. Hann: — Já, hattar kvenfólksins. Blaðamaðurinn (i viðtali við 100 ára gamlan mann): — Og liver hald- ið þjer að sje ástæðan til, að þjer hafið náð svona háum aldri? Sá gamli: — Fyrst og fremst er það af því, að jeg er fæddur árið 1843. Móðirin: — Heyrðir þú ekki rödd samviskunnar þinnar segja, að þú mættir ekki gera þetta? Litli Gúndi: — Jú, mamma, — en þú hefir sagt mjer, að maður eigi ekki að trúa öllu, sem maður heyrir. Pjesi: — Heyrðu, pabbi. Kennar- inn sagði í dag, að öll dýr fengi nýjan loðfeld á hverjum vetri. Pabbinn: — Hafðu ekki svona hátt, drengur. Hún mamma þín er inni í stofu. Apvaz: — Jeg er að hugsa um að fara til New York í sumar. Hvað heldur þú að það kosti? Gapvaz: — Ekki grænan eyri. Apvaz: — Ekki grænan eyri. Ertu genginn af göflunum, maður? Gapvaz: — Nei, það kostar ekki nokkurn skapaðan hlut að hugsa um það! Frú Gordon: — Hjónin hjerna á móti unnast víst mikið. Hann kyssir hana i hvert skifti, sem hann sjer hana. Af hverju gerir þú það ekki? Gordon: — Jeg þekki hana ekki nógu vel til þess. Gamall og siðavandur skoskur bóndi rakst inn í betri stofuna hjá sjer og brá heldur en ekki i brún, er hann sá dóttur sína og unnusta hennar sitja þar á sama stólnum. — Jolin, sagði hann, alveg er jeg hissa á þjer. Þegar jeg var að biðla til konunnar minnar sat hún öðru- megin i stofunni og jeg hinumegin. — Jeg mundi gera alveg það sama ef jeg væri að biðla til konunnar þinnar, svaraði John. mig gildir það einu, bara ef við okkur og fengið eitthvað að borða.“ komumst heim og getum þvegið Og svo löbbuðu þau af stað heim- 1/eiðis og sungu: „Heima — heimal* allar best er heima — heima!" „Og þetta muntu syngja líka, Morri litli ef þú lileypur að lieiman,“ sagði hjeramamma að lokum. Og Morri ljet sjer skiljast, að liklega væri þetta rjett. Og svo var það skoski bíleigand- inn, sem keypti sjer nákvæmlega 10% gallónu af bensíni fyrir 215 mílna ferð, því að honum var sagt að vagninn kæmist ^O^mílur á hverri gallónu. Sjúklingur: — Bötnlangableðill- inn er sagður vita þýðingarlaus fyr- ir okkur. Við getum alveg eins lifað án hans. Læknir: — En við læknarnir gæt- um það ekki. — Af hverju ertu að gráta, Nói litli. — Bræður mínir eiga frí í skól- anum, en jeg ekki. — Hvernig stendur á því? — Jeg er ekki farinn að fara í skóla ennþá. Gangastúlkan (er að vekja gestina) — Á fætur! Hótellið er að brenna! Aberdeenbúi: — Jæjaþá. En ef jeg geri það, þá borga jeg ekki fyrir rúmið, munið þjer það! Kennarinn: — Hvernig stendur á því, að þú getur aldrei lagt rjett saman? Strákur: —,Jeg veit ekki. Kennari: — Læturðu einhvern hjálpa þjer með heimadæmin? Strákur: — Já, hann pabbi gerir það. Kennari: — Hvað er hann? Strákur: — Þjónn. Skoski rakarinn: (er að ráða sjer svein) : — Jeg borga lægra kaup á sumrin, því að þá er minna að gera. Umsækjandi: — Menn láta ekki síður klippa sig á sumrin en á vetr- um. Rakarinn: — Já, en á sumrin þarf ekki að hjálpa nema svo fáum í frakkann. Skoti nokkur lá veikur í skarlat- sótt: — Láttu lánardrotnana mína koma til mín, hvíslaði liann, — loks- ins get jeg gefið þeim dálitið. Hafið þið heyrt um Skotann, sem fann likþornaplásturinn og keypti sjer undir eins of litla skó?

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.