Fálkinn - 16.07.1943, Side 6
6
F Á L K I N N
- LITLfi SfiBfm -
G BRANDT:
Flutningastúss
Þegar forfeöur víkinganna sáu aS
snjórinn var farinn að bráðna og
þeim var orðið of heitt i loðskinns-
úlpunum, fóru þeir út úr hreysinu,
þefuðu af sunnanvindinum og sögðu:
Nú er komið vor — nú flytjum
viðl
Svo töluðu þeir við krakkana,
stráðu sandi á öskuhauginn og fluttu
sig með konu og krakka i næsta
rjóður í skóginum.
Og síðan hefir fólk altaf fiutt sig
á vorin, því að allir vilja komast
á nýjan stað þegar liitnar i veðri.
— En þó ætti maður að hugsa sig
um tvisvar áður en maður dregur
upp tjaldhælana. Nýja ibúðin er
nfl. sjaldnast betri en sú, sem maður
hafði og svo er þetta að flytja litið
skárra en stríð, stjórnarbylting eða
jarðskjálfti.
Jeg hlýt að minast ameríkanska
auglýsingastjórans, sem átti heima i
gömlu, fallegu kyrlátu húsi. Konan
hans hafði verið að kvarta yfir fá-
menninu þarna utanbæjar og vildi
komast í borgina, og loksins settist
hann og skrifaði auglýsingu um,
að húsið væri til sölu.
Jeg man ekki gjörla hvað hann
skrifaði en það var eitthvað á þessa
leið: „Yndislegt, gamalt hús með
öllum nýtísku þægindum, nærri skóg
og baðfjöru, er til sölu ódýrt. Rjetti
staðurinn fyrir 'fólk, sem vill anda
að sjer ilm furuskógarins og hlusta
á nið sjávarins. Yillivínviður breið-
ist upp eftir framhlið liússins og
garðurinn er blómstrandi Paradís.
Undir háum hausthimninum er Ioft-
ið tært eins og vín, og þegar heim
kemur logar eldurinn á arninum.“
Jeg man ekki livað hann skrifaði
meira, en svo bar hann frumvarpið
undir konu sína, sem að vörmu
spori fór að skæla, og spurði hvort
hann „dirfðist að ætla að selja
yndislega hú—hú—húsið þeirra.“
Jæja, ef þjer ætlið að Ieita nýrra
húsakynna þá er betra að vera þol-
inmóður, því að hús i smiðum er
aldrei fullgert á tilskildum tíma.
Bjartsýnni menn en húsameistarar
og trjesmiðir eru ekki til. Maður
rekst svo oft á holu grafna í jörðu,
en hjá stendur auglýsing á spjaldi:
„Nýtísku 2. og 3. herberja íbúð til
leigu, eftir tvo mánuði.“
Sje maður bjartsýnn getur maður
reynt að líta á húsið, sem maður á
að flytja inn i, svona mánuði eftir
þessa tvo mánuði. Þá vantar bæði
hurðir og glugga, og niðri í stof-
unni er múrari, sem horfir angist-
araugum á vegginn. En hann múrar
ekki. Hann segist ekki komast að
fyr en trjesmiðirnir sjeu farnir.
í kjallaranum er trjesmiður, sem
lika horfir angistaraugum og hreyf-
ir sig ekki úr stað. Þá fer maður til
húseigandans og hann segir manni
að tala við húsameistarann, en hann
ráðlegur manni að vera þolinmóð-
ur. Tveimur mánuðum síðar kemur
sú gleðifregn, að maður geti flutt
inn eftir viku. Maður þýtur af stað
til þess að sjá hvernig liúsið lítur
út. Nú er komið þak og reykliáfur
og handrið á stigana, en þegar komið
er inn í stofuna sljákkar í manni.
Liturinn sem átti að vera þar, er á
eldhúsveggjunum en stofan er emal-
íublá.
En hver setur slíka smámuni fyr-
ir sig, þegar hugsað er til þess, að
nú er hið mikla augnablik að nálg-
ast? Nú fær maður flutningsmann
og einn góðan veðurdag stendur
maður með lífið í lúkunum meðan
flutningsmennirnir eru að kútvelta
hinum viðkvæmu húsgögnum. Það
þarf stáltaugar til að horfa á þegar
fjórum—fimm stólum er hlaðið upp
á borð og krystalskál sett á hvolf,
ofan á.
Loks þolir maður ekki að sjá
meira, en fer út i heimsókn. Þegar
maður svo kemur heim aftur að
kvöldi á nýja staðinn, er alt afstað-
ið og maður setur nafnplötuna á
dyrnar og flutningurinn er búinn
í það skiftið.
En, æ, þetta er ekki íbúð, sem
maður er kominn í, heldur skot-
grafir. Að undantekinni útihurð-
inni eru engar hurðir komnar á
sinn stað ennþá, og eina huggunin
i því máli er sú, að þá geti krakk-
arnir ekki skelt þeim.
■Þarna er hvorki gas eða rafmagn
og maður verður að jeta kalda ket-
snúða við tólgarkerti. Til þess að
reyna að gleyma býðst maður til
þess að þvo upp, meðan betri helm-
ingur manns er að liengja upp
gluggatjöldin. En þegar maður hell-
ir þvottaskólpinu i vaskinn fær
maður steypubað yfir lappirnar, því
að niðurfallspípan er ekki komin
ennþá. Maður fer inn til þess að
kvahta en dettur þá uin þvottafötu
og rekur sköflungana i brún á kassa
með postulíni. Næst uppgötvar mað-
ur að börnin eru að leika kafbáta-
hernað með bestu vindlana á heim-
ilinu. Svo rekst maður á kollustól
og rennur í grænsápuklessu, gripur
til stuðnings í gluggatjaldið og að
vörmu spori kemur gluggatjalds-
stöngin i hausinn á manni og maður
lympast niður á stól í hálfgildings
öngviti. Maður situr þó ekki lengi
á stólnum, því að þar er heill
söfnuður af teiknibólum, sem allar
snúa oddunum upp.
Svo reynir á hvort maður er þoi-
inmóður eins og Job gamli og tekur
við löðrungunum í þeirri röð sem
þeir koma. Líka kemur það fyrir,
að lesa má morguninn eftir í blöð-
unum svolátandi frjett:Maður myrð-
ir konu sína og börn og hengir sig
í lampakróknum!
Já, það er vitleysa að flytja í
nýja ýbúð, en stundum er þó varra
að flytja í íbúð, sem önnur fjöl-
skylda er nýflutt úr. Jeg fluttist
einu sinni í ibúð heiðursmanns
sem hjet Olsen og því nafni gleymi
jeg aldrei.
Fyrsta morguninn sem við vökn-
uðum þar stóð mjólkurflaska við
dyrnar og þó við hefðum ekki pant-
að neina mjólk afrjeðum við að
hirða flöskuna og hita okkur kókó-
bolla. En þetta reyndist þá súr-
mjólk. Bragðið að kókóinu er enn
í munninum á mjer.
En þetta var ekki eina bölvunin,
sem þessi ókunni Olsen gerði mjer.
Mónuðum saman gerði jeg ekki ann-
að en skýra ýmsu fólki frá því, að
jeg hjeti ekki Olsen. Einn gesturinn
vildi fá ábyrgðartryggingu fyrir
hund, þó að við ættum ekki aðrar
skepnur en gullfiska. Og annar
lieimtaði að stemma hljóðfærið okk-
ar, þó að við hefðum aldrei eign-
ast annað hljóðfæri en útvarp.
En svo var okkur hótað lögtaki
sama dag, þvi að Olsen hafði keypt
rit Grundtvigs upp á afborgun, og
ausið yfir okkur skömmum vegna
þess að við vildum ekki gerast á-
skrifendur að mánaðarriti um kan-
ínurækt. Þá sá jeg að nú voru góð
ráð dýr. Jeg fjekk prentsmiðju til
að prenta sex eintök af auglýsingu,
með stærstu stöfum sem hún átti.
Þar stóð:
OLSEN ER FLUTTUR.
Og jeg límdi þær allar á útidyrn-
ar. Þá loksins fengum við frið —
en jeg liugsa með skelfingu hvernig
hefði farið, ef jeg hefði líka heitað
Olsen.
Já, það er kvöl að þurfa að flytja.
En nú má jeg til að hætta. Hjerna
eru nefnilega komnir tveir krafta-
menn að sækja skrifborðið mitt. Jeg
er nefnilega að flytja ......
/r
Theodór Árnason: Operur, sem lifa.
La Trauiaía
(L jettúðardrósin)
Efnis-ágrip.
Þriggja þátta ópéra, eftir ít-
alska tónskáldið Verdi (1813—
1901). Textinn saminn upp úr
skáldsögu Alexander Dumas
(yngri) „La Dame aux Camil-
ias“ („Kamilíufrúin"), stilfærð-
ur af italska rithöfundinum
Piave. Frumsýningar: Teatro
Fenice, Feneyjum 6. mars 1853,
Her Majesty Theatre, London 24.
maí 1856, Acadepiy of Music,
New York 3. júni 1856, Theatre
Italien, Paris 6. desember 1856.
„La Traviata“ kom fram þriðja
í röðinni þeirra þriggja ópera, sem
vinsælastar hafa orðið af þeim 30,
er Verdi samdi, og þóttu á sinni
tíð meistaraverk, hvort heldur mið-
að var við fyrri verk hans sjálfs,
eða annara óperuhöfunda. Hitt er
annað mál, að „Aida“ er talin full-
komnust og sjerkennilegust allra
tónsmiða Verdis, og kom fram
löngu siðar (1871) (og eins er „Fal-
staff“, sem er með alt öðru yfir-
bragði, en allar aðrar óperur höf.).
„Rigoletto" dg „II Trovatore“ var
þegar í upphafi tekið forkunnar vel.
En þegar „La Traviata“ var leikin
í fyrsta sinn i Feneyjum, 6. mars
1853, var heldur en ekki annað
uppi á teningnum. Áheyrendur
hlógu að vísu, en þeir hlóu ekki af
þvi, að þeim þætti óperan sjálf
skemtileg, heldur af því, hvað þeim
fanst liún fáránleg. „La Traviata“
þótti sem sje algerlega mishepnað
verk, — ómögulegt! Verdi skrifaði
vini sínum um þetta, daginn eftir
frumsýninguna: „Það fór alt út um
þúfur með Traviata mína, í gær-
kvöldi. Eru mistökin mjer að kenna,
eða leikurunum? Tíminn leiðir það í
Ijós.“ Og tíminn leiddi það einnig
i ljós, að leikararnir, eða öllu held-
ur þeir, sem völdu leikarana i hlut-
verkin, báru alla ábyrgð á mistölc-
unum. Tenórinn (Graziani) var
kvefaður, en söng samt, liásri rödd
og óáheyrilegri. Þar með var það
lilutverk eyðilagt. Barýton-söngvar-
inn gat ekki hæsi um kent, en fór
svo kæruleysislega með glæsilegt
hlutverk, þó lítið væri, að það fór
alt „í hund og kött“. Og í hlutverk
aðalpersónunnar, viðkvæmrar og
fingerðrar „gleði-konu“, hafði ver-
ið valin einhver „stæðilegasta“ söng-
konan, sem nokkurntíma hafði sjest
á leiksviði (Mme. Donatelli), sem
var að sama skapi „vel á sig kom-
in“. Hafði áhorfendum komið þetta
sjerstaklega skringilega fyrir sjón-
ir i byrjun þriðja þáttar, þegar
Violetta liggur fyrir dauðanum, og
læknirinn lýsir því yfir, að bún
sje þegar langt leidd af brjóstveiki,
sem hafi tœrt hana svo, sem raun
ber vitni um. Þetta stóðust áhorfend-
ekki. Því að hún var ,ekki aldeilis
„tærð“ þessi Violetta, sem var að
stynja og kjökra á leiksviðinu. Og
svo var lilegið og fussað. Ónothæft
verk! Handritinu fleygt i höfund-
inn. í þrjú ár heyrðist ekkert um
„La Traviata“. En árið 1856 er ó-
peran sýnd í • þrem höfuðborgum
heíms, Lundúnum, New York og
Paris, og náði þegar fádæma vin-
sældum, -—- og enn nýtur hún al-
þýðuhylli. I þessari óperu, eins og
öðrum verkum Verdis, úir og grúir
af ljúfum og ljómandi stefum, dá-
samlega fögruin perlum, sem þó
eru þannig fægðar, að ekki þarf
„sjerfræðinga“ til að njóta þeirra,
enda urðu ýms þessara stefa á
hvers manns vörum um heim allan,
þegar „Traviata“ var búin að fara
sigurför sína. Jafnvel kom það ekki
ósjaldan fyrír, að sendisveinar i
Reykjavík blístruðu kalfla úr „Tra-
viata“ hjer á götunum, á árunum
1910—’12. En þá var lijer ágætur
fiðlari á Hótel ísland (Oscar Jo-
hansen), er Ijek oft á kvöldin
„syrpu“ úr þessari óperu. En dreng-
irnir stóðu úti fyrir gluggum og
lærðu lögin. — Óperan hefst eklu
með venjulegum „forleik“, heldur
einskonar „preludiu", — sem að
visu er liklega „forleikur“ líka, á
íslensku, en þó annað en „over-
ture“. Og er þessi „preludia" út af
fyrir sig einkar fögur og ljóðræn
tónsmíð, tignarleg að yfirbragði.
Fullorðnir Reykvíkingar kannast
við Ieikritið „Kameliufrúin", sem
einnig er sarnið upp úr liinni sömu
skáldsögu Dumas, þar sem Stefanía
heitin Guðmundsdóttir skapaði eina
af sínum ógleymanlegu persónum.
í óperunni er söguþræðinum fylgt
á mjög svipaðan liátt og í sjónleikn-
um, þótt að vísu sjeu geþð ýmis-
konar liliðarstökk. En efnið er
þetta, í stuttu máli:
Aðalpersónan, Violetta Valery, er
ein orðlagðasta ljettúðar-„dama“
Parisar-borgar, og forkunnar fögur.
Alfred Germout verður ástfanginn
aí lienni, „upp fyrir bæði eyru“ og
Violetta finnur það, að tilfinningar
hans gangvart henni eru á annan
Frh. á blí. 11.
t