Fálkinn


Fálkinn - 16.07.1943, Qupperneq 12

Fálkinn - 16.07.1943, Qupperneq 12
12 F Á L K I N N Æfintýri sjómannsins Framhaldssaga eftir Philip Macdonald 20 Tom krosslagði liandleggina og liallaði sjer áfram. Hann mælti hægt og með þunga. „Jeg vil að þú lofir mjer því, að vera ekki sá bansettur, ekkisen asni að fara á hnotskóg þangað! Það væri ekki til ann- ars, en að stinga hausnum beint í snör- una!“ „Jeg er staðráðinn í því að fara,“ sagði sjómaðurinn og fór að sápa á sjer kinn- arnar. Tom hristi höfuðið. „Farðu þá norður og niður!“ sagði hann með ástúðlegri auð- sveipni. „En mundu það, að þú ert frægur maður.“ Að svo mæltu tók liann blaða- ströngul upp úr vasa sínum, ræksti sig og byrjaði að lesa. Sjómaðurinn hlustaði með athygli á með- an hann rakaði sig. Það var auðheyrt, að Tehús-harmleikurinn, Mallow-morðið eða Watkyn-málið eins og það var ýmist nefnt hafði komið eins og himnabrauð til hungr- aðra blaðanna. Hann fjekk að vita „að hjeraðslögreglan hefði tekið málið föstum tökum“, að „merkilegra tiðinda væri að vænta innan skamms“, og að „hjeraðs- lögreglan hefði ekki að svo stöddu leitað aðstoðar Scotland Yards; að „lögreglunni væri kappsmál að liafa upp á tveim per- sónum, átján ára gamalli frænku hinnar mýrtu, og ókunnum manni,, er hafði sjest þar í nágrenninu daginn, sem morðið var framið og einnig daginn áður. (Hjer fylgdi löng og ótrúlega nákvæm lýsing á sjó- manninum). „Oss hefir skilist, að upplýs- ingar, er leitt geti i Ijós, livar þessar tvær persónur sjeu niðurkomnar, muni berast innan fárra klukkustunda. En milli þess- ara tveggja hefir ekkert samband verið til þessa, svo að vitað sje.“ „Skrúfaðu fyrir,“ sagði sjómaðurinn blíðlega. „Ertu búinn að fá nóg?“ Tom leit upp úr blaðinu. Sjómaðurinn þerraði sápuna af rak- hnífnum. „Skárra er það nú kjaftæðið! Hvað ætli þeir viti þessir aulabárðar.“ Tom liristi höfuðið efasamur. „Vertu elcki of viss .... En nú veistu að minsta kosti, að þeir liafa allar klær úti eftir þjer, svo hverfsvegna viltu endilega ......“ „Það vissi jeg áður,“ greip sjómaðurinn fram í. Það breytir engu, nema ef það yrði til þess að halda mjer enn betur valc- andi. Jeg kæri mig ekki um að verða eilíf- ur augnakarl hjer. Undir eins og dimmir, legg jeg af stað — livað sem tautar og raular.“ „Það er góð stund þangað til,“ sagði Tom. „Ætlarðu niður?“ Hann benti á gólfið. Sjómaðurin þurkaði sápuna vandlega framan úr sjer og ljet svo niður áhöldin sín alveg steinþegjandi. Tom horfði á liann ransakandi undan loðnmn brúnunum. „Verðurðu niðri þangað til þú ferð? spurði liann enn. Sjómaðurinn vafði saman strigahulstrið sitt og svaraði neitandi eftir nokkra um- liugsun. „Nei, tímin liður einlivern veginn.“ Og tímin leið. Þeir þvoðu upp diskana og pottana, skrúhbuðu borðið og gólfið og seinast þvoðu þeir sjálfa sig. Þeir unnu verk sín þegjandi, því að sjómaðurinn var svo niðursokkinn í hugsanir sínar, að það tók því ekki að yrða á liann. Tom dró fram rúmið, lyfti upp steininum og hvarf niður um gatið. Hann var æði lengi í burtu, en þegar hann kom upp aftur, var ekki sjáanlegt að sjómaðurinn liafði hrært legg nje lið síðan hann skildi við liann. Tom virti liann fyrir sjer. „Valli langar til að sjá þig.“ „A—?“ liváði sjómaðurin dræmt. „Þú heyrðir vel hvað jeg sagði! Jeg neyddist til að segja lienni, að þú ætlaðir í burt í kvöld. Jeg sagði henni auðvitað ekki hvert, þú færir — nje hvers vegna sem sagt — liún á von á þjer núna.“ Hann þagnaði andartak; svo geklc liann nær og nam staðar við liliðina á gestinum, sem kímdi liálf aulalegur á stól, sem var alt of lítill fyrir liann. Hann mælti í breyttum tón: „Hvað er um að vera, Stubbur? þú og hún litla okkar — -—“ Sjómaðurin leit upp, og Tom sá, að tím- inn liafði vissulega elcki staðið í stað, því að svo skuggsýnt var orðið, að hann gat alls ekki greint svipbrigðin í andlitinu rjett fyrir neðan hann. 1 þetta sinn reyni sjómaðurinn ekki að misskilja hann. „Tja, það er erfitl að segja,“ svaraði liann. Jeg gæti sagt með sanni að það væri ekkert .... En jeg ætla ekki að segja neitt — það er ekkert að segja. IJann sneri sjer undan til hálfs og þreifaði ofan í vasa sinn eftir tóbaksveskinu. Tom tylti sjer á borðröndina og hallaði sjer ofurlítið áfram. KROSSGATA NR. 461 Lárjett skýring. 1. Kvartar, 7. Vopn, 11. Stúlku, 13. Blað, 15. Toppur, 17. Manni, 18. Söngl, 19. Hest, 20. Ræð frá, 22. Efnafr.ska.st., 24. Tveir eins 25. JarSargróður, 26. Skyldmenni, 28. Á litinn, 31. Þakklæti, 32. SparnaS- ur, 34. Fiskur, 35. Tónverks, 36. Lækkun, 37. Forsetning, 39. Tóm, 40. LoSha, 41. Fjall, 42. Beygja, 45. Stafur, 46. í staS innsiglis, 49. Arða, 47. 'Bókstafur, 51. Ilríð, 53. Vörumerki, 55. ÓsJjettur þf., 56. Brask, 58. Gerð, 60. Sagnmynd, 61. Fjelagsskamst., 62. Forsetning, 64. LeSja, 65. Tónn, 66. Grúa, 68. Bæj- arnafn, 70. Fangamark, 71. Þjón- ustustúlka, 72. Mjúkur, 74. Kven- mannsnafn, 75. Landshlutinn. Lóðrjett skýring. 1. Eldfjall, 2. FriSur, 3. Hita, 4. Framtak, 5. Mannsnafn, 6. Bjartur, 7. Afturenda, 8. Skemd, 9. Utan, 10. Drykkur, 12. ÓgróiS land, 14. Rjett, 16. VandræSi, 19. Mannsnafn þf., 21. Sin, 23. Andlegt samband, 25. Stúlkur, 27. Tveir eins, 29. Spíra, 30. Tveir samhljóðar, 31. Fornafn 33. Innsigla, 35. Detta, 38. Fljót, 39. ViSmót, 43. Blóm, 44. Meitt, 47. Vatnsfall, 48. Huglaus, 50. Goð, 51. Sagnmynd, 52. Á fæti, 54. Ull, 55. Kind, 56. Afkvæmi, 57. Hagræði, 59. Hljóðað, 61. Matvara, 63. Eld, 66. Djásn, 67. Þrír eins, 68. Tíma- bil, 69. Risa, 71. Fornafn, 73. Á símskeytum. LAUSN KROSSGÁTU NR.460 Lóðrjett ráðning: 1. Skálka, 2. Ke, 3. Els, 4. Glás, 5. Galls, 7. Ölfat, 8. Gaur, 9. GuS, 10 If, 11. Nitinn, 12. Sveiga, 14. Nöfnin, 17. Maka, 18. Okra, 21. Ljúf, 23. Kæliskápa, 24. Lafa, 26. Aflstöð, 28. Makráða, 30. Setið, 32. Saura, 34. Yrð—, 35. K k k, 37. Fóstur, Geitur, 44. Mala, 45. Ruku, 49. Dagar, 50. Rotta, 53. Hakk, 54. Torf, 57. S s s, 59. Rór, 62. Mó, 64. . ,a. Lárjett ráðning: 1. Skeggi, 6. Löggin, 12. Skella, 13. Laufin, 15. Vá, 16. Sálm, 18. Ófuð, 19. T Ö, 20. Ell, 22. Slakltar, Mann, 29. Gaufs, 31. Ála. 32. Safni, 24. Lyf, 25. íkja, 27. Skært, 28. 33. Fley, 35. Kaka, 36. Strásykur, 38. Etið, 39. Krár, 42. Óglöð, 44. Már, 46. ASalI, 48. Seið, 49. Dapur, 51. Agar, 52. —tið, 53. Halakot, 55. Ala, 56. Ut, 57. Saga, 58. Utar, 60. Að, 61. Rumska, 63. Trónar, 65. Röskra, 66. Nafrar. Drekkið Egils ávaxtadrykki

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.