Fálkinn


Fálkinn - 15.10.1943, Blaðsíða 3

Fálkinn - 15.10.1943, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Simi 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6 Blaðið kemur út hvcrn föstudag Allar áskriftir greiðist fyrirfram HERBERTSpren/. „Bóndi er bústólpi — bú er land- stólpi“, segir gamalt og gott orðtak. Og vist er um það, að frá upphafi íslandsbygðar, befir bóndinn, sem yrkti jörðina, verið máttarstólpi ís- lenskrar þjóðar. Því neitar enginn, ekki lieldur síðasta kynslóð, sem hef- ir upplifað það, að sjá sjávarútveg- inum fleygja fram jafn rösklega og liann hefir gert það siðan um alda- mótin. Það er oft á það minst núna síð- ustu þrjú árin, að við lifum á óheil- brigðum tímum. Við höfum lifað við þá tegund velmegunarinnar, sem peningarnir veita. En nú er fólki loks farið að skiljast, að peninga- flóðið eitt nægir ekki. Peningarnir hafa sýkt þjóðarlíkamann, og það mun sannast, að undir eins og þeir liætta að flæða, stendur þjóðin ver að vigi um að halda við lífi sínu, en áður en flóðið hófst. Undanfarin ár liafa kent okkur þann ósið að gera kröfurnar, en gleyma skyldun- um. En ekkert land í heimi er svo gott, að það geti sjeð íbúum sinum farborða, ef þeir láta kröfurnar ein- ar gilda — en gleyma skyldunum. — Nú er bústólpinn — allir bænd- ur íslands — í raun og veru kom- inn á Landssjóðinn. Nú þarf að „verðbæta“ hverja þá vöru, sem bændastjettin framleiðir. En — hvar endar ísland þá? Hvar endar þú, íslendingur nú, ef aðeins á að lcrefjast? Þú veist það vel, einstaklingurinn, en þjóðin, sem kemur fram í einstaklingsins nafni, virðist ekki vita það eins vel. Þessi forherla samkunda, sem kölluð er Alþingi, mætti vissulega blygðast sín, lesa upp og læra betur. Það eru þarna margir menn, sem ekkert mega af þessum skraddara- jjönkum læra. Þeim er hægt að skifta í tvent: mönnunum, sem ekkert er hægt að kenna, og mönnunum, sem eklci kunna að skammast sín. Þriðji flokkurinn er sá, sem jeg þarf ekkert að segja við: Sá, sem lifir og hugs- ar. Hann þykir mjer vænt um, og um hann mun allri þjóðinni þykja vænt um — áður en lýkur. Það deyr stundum í nútíðinni, sem gert er á samri stund. En það, sem gert er fyrir framtíðina, fyrnist aldrei — því siður að það muni nokkurntíma deyja. Fjelagar stúkunnar Verðandi nr. 9 sem nú eru i embættum i stúkunni. 3000 FUNDIR Næstkomandi þriðjudag 19. þ. m. heldur stúkan Verðandi nr. 9 iiinn þrjúþúsundasta fund sinn. Mun það i fyrsta sinn á íslandi, sem nokkurt fjelag hefir getað haldið upp á slikt afmæli. Stúkan Verðandi nr. 9 er stofnuð 3. júli 1885 og hefir þvi starfað nú í rúm 58 ár. Stúkan Verðandi varð fyrsta stúkan i Reglu Góðtemplara á Suðurlandi, og þvi brautryðjandi í málefnum Reglunnar sunnanlands. Fyrir forgöngu og með aðstoð stúk- unnar Verðandi voru síðan stofnað- ar stúkur um alt suðurland, og þótt aðrir og fleiri bættust síðar i hóp- inn er unnu að útbreiðslu Reglunn- ar, þá mun þó þáttur Verðandi- manna verða stærstur. Stúkan Verðandi hefir alla tíð verið einn af aðalmáttarstólpum Góðtemplarareglunnar á íslandi, og nú er stúkan heldur sin þrjúþúsund- asta fund er liún fjölmennasta stúka á landinu. Af stofnfjelögum er nú aðeins einn enn í stúkunni, Sveinn Jónsson trjesmíðameistari Tjarnargötu 16. Hann er nú sem að líkum lætur fyrir löngu kjörinn heiðursfjelagi stúkunnar, hann mætir Sveinn Jónsson. enn á hverjum fundi, og lætur þá sem yngri eru njóta góðs af þekk- ingu sinni og lífsreynslu. Hjer verður ekki skráð að neinu leyti saga stúkunnar, því að það væri á mörgum sviðum sama og að skrá sögu Reglunnar, en ekki er hægt að komast hjá, úr því þessa merkisdags í sögu stúkunnar er að nokkru getið, að minnast eins manns, er lengur en nokkur annar fjelagi stúkunnar hefir starfað óslit- ið fyrir stúkuna, en það er Pjetur Zophoniasson ættfræðingur. Pjetur gekk í stúkuna árið 1900 frá þeim degi og til þessa dags hefir Pjetur verið sístarfandi lengst af í hinu virðulegasta embætti stúkunnar sem umboðsmaður Stórtemplars. Hefir því að sjálfsögðu starf og stefna stúkunnar mótast mjög af viðhorfi P. Z. til málefna Reglunnar alla þessa öld. Stjórn stúkunnar skipa nú Bryn- jólfur Þorsteinsson og Pjetur Zoph- oniasson, æt., Þóranna Símonardóttir og Sigriður Jónsdóttir v.t. og Jakob Möller umb.m. st. templars. FRÁ DAUÐA SIKORSKI. Foringi Pólverja, Sikorski hers- höfðingi, fórst sem kunnugt er skamt frá Gibraltar og var lik hans flutt þangað og siðan flutt til Englands með pólska tundurspillinum „Ork- am“. Kveðjuathöfn fór fram í St. Mary-kirkjunni í Gibraltar og stjórn- aði kaþólski biskupinn á staðnum henni. Hjer sjest fallbyssuvagninn með líkkistu Sikorskis og gengur biskupinn næstur á undan. i

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.