Fálkinn


Fálkinn - 15.10.1943, Blaðsíða 7

Fálkinn - 15.10.1943, Blaðsíða 7
F Á L K I N N 7 NAUTGRIPIR ÚR ERMASUNDSEYJUM. RÚSSNESKT ÞORP 1 HOLLYWOOD. Myndir þessar eru af nautgripa- sýningu, sem haldin var í Exeter i Englandi. Þar sýndi Bretakonungur tvo gripi af búi sínu í Stokeclims- land í Cornwall. Er ekki að sjá að takmarkanir þær sem eru á fóðri til bænda, hafi dregið úr fóðrun búpenings, ef marka má af gripum þeim, sem sýndir voru og voru frá 61 bæ. Allir gripirnir voru af hrein- ræktuðu kyni og tuberkulinprófaðir. Bolinn, sem sjest hjer á efri mynd- inni heitir „King Arthur“. Kynið frá Jersey í Ermasundi, „En þær eru allar á öftustu síðu,“ sagði blaðasalinn. „Dánarfregnin, sem jeg er að leita að, verður á fyrstu siðu,“ sagði kon- an og labbaði fussandi á burt. Þorpið Warburton i Norðaustur- Englandi, hefir aðeins 354 íbúa. En þeir hljóta að vera loðnir um lóf- ana, því að þeir söfnuðu 11.343 sterlingspundum til flughersins í vor. Það verða 32 pund, eða 832 krónur á mann. sem löngum hefir verið talið besta nautgripakyn i heimi, vakti sjerstaka athygli á sýningu þessari. Þó að gera megi ráð fyrir að litið verði eftir af nautgripum þar, þegar her- námi Þjóðverja linnir, þá er það bót í máli, að afar mikið er til i Bret- landi af þessu kyni, og voru nýlega seld 25 kynbótanaut af -Jerseykyni. Eitt þeirra, „Normanby Edna’s Pat- rician“, var selt fyrir 14.400 krónur. Neðri myndin er af nauti á sýn- ingunni, sem heitir „Brightley Re- flector III“. Þegar rússneski leikarinn tíenno Schneider. heimsótti Samuel Gold- wyn leikstjóra í Hollywood sýndi hann honum tíu ekra stórt land meö rússneskn þorpi, sem átti að nota i mynd frá Rússlandi, er heitir ..Norö- urstjarnan". ,,Hvernig lýst yöur á þetta — er þaö ekki rjett bygt?“ spuröi Goldwyn. „Jeg hefi bara eitt út á þaö aö setja,' sagöi Schneider og hló. „t Rússlandi eru þorpin eign fólksins, en þetta er eign kvik- myndafjelags.“ Gömul og falleg kona hafði það fyrir sið, að staðnæmast fyrir fram- an blaðsölumannshillu fyrir framan óperuleikhúsið í Wien og kaupa sið- ustu útgáfuna af nazistablaðinu Völk- ische Beobacliter. Þegar hún hafði keypt eintakið leit hún yfir forsíð- una, gretti sig, reif blaðið í tætl- ur og fleygði því. Þegar blaðasalinn hafði sjeð hana gera þetta i nokkra mánuði, spurði hann konuna hvers vegna hún keypti blaðið úr því að hún læsi aldrei orð í því. Svaraði gamla konan þvi þá, að hún hefði aðeins áhuga fyrir dánarfregnunum. ,Fálkinn‘ er viðlesnasta heimilisblaðið NÝR SÖNGFLOKKUR í WESTMINSTER ABBEY. Þegar söngskólinn í Westminster Abbey i London eyöilagðist af sprengingu skömmu fyrir jólin 19W var skólinn lagöur niöur og flokk- urinn sendur heim. En nú hefir nýr söngflokkur veriö stofnaöur við kirkjuna. Söng hann fyrir drotn- inguna nýlega, er hún var viöstödd guösþjónustu i kirkjunni. í janúar siöastliðnum sendi dr. Peasgood organisti kirkjunnar barna skólastjórum i London og Middles- ex brjef og baö um aö benda sjer á líkleg efni i nýjan söngflokk. Bár- ust honum þá liundruð umsókna. Voru próf haldin i skólunum yfir umsækjendunum og 200 drengir valdir úr, sem prófaðir skyldu á ný af dr. Peasgood. En i kórnum eru aöeins 40 drengir, á aldrinum niu til þrettán ára. Þessi nýi kór hefir nú verið æfÖ- ur og hefir meðal annars sungið sálma i enska útvarpið á páskun- um og hvitasunnunni. Um jólin mun hann og láta til sín heyra í enska útvarpinu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.