Fálkinn


Fálkinn - 15.10.1943, Blaðsíða 12

Fálkinn - 15.10.1943, Blaðsíða 12
F Á L K I N N 1 i GE0RSE5 SIMEnon tn Flæmska búbin Svo sneri hún sjer að Maigret. „Þetta er hún frænka mín.“ Grannri, hanskaðri hendi var stungið i stóra lófahramminn á Maigret. Hún brosti feimnislega. „Já, Anna sagði mjer að það væri von á yður.“ Marguerite var eiukar kvenleg stúlka. Andlilið smágert og fallegt, undir fögru, hrokknu hári. „Mjer er sagt að þjer leikið á píanó.“ „Já, jeg hefi meira gaman af músík en nokkru öðru .... sjei’staklega þegar illa liggur á mjer.“ Manni duttu í hug falleg andlit á auglýs- ingamyndum er hún brosti, varirnar teygð- ust ofurlítið fram, augun blíðleg og and- litið aðeins hallandi fram. „Er María ekki komin?“ „Nei. Lestinni hlýtur að hafa seinkað. Maigret sat á lappagrönnum stól, sem hrikti í þegar hann krosslagði fæturna. „Um livert leyti komuð þjer hingað kvöldið 3. janúar?“ „Núlægt klukkan hálfníu. Við borðum altaf snemma á kvöldin, og í það skiftið átti faðir minn von á gestum til að spila hridge eftir matinn.“ „Hvernig var veðrið?“ „Það var rigning og mjög kalt. Það rigndi alla þá viku.“ „Var kominn vöxtur í ána þá?“ „Hún var óðum að vaxa. En stíflurnar höfðu ekki verið teknir upp þá, og pramm- arnir fóru upp og niður ána.“ „Ofurlítið meiri tei'tu, fulltrúi? .... Er- uð þjer viss um að þjer viljið ekki meira? .... En vindil, þá?“ Anna rjetti fram stokk með belgiskum vindlum, og sagði: „Þeir eru ekki tollsviknir. Helmingurinn af húsinu er í Belgíu en helmingurinn 1 Frakldandi, skiljið þjer!“ „Meðan jeg man: þeir geta ekki flækt hróður yðar inn í þetta mál? Hann hefir verið í Nancy, geri jeg ráð fyrir?“ Anna lxleypti brúnum. „Jeg er hi'ædd um, að það sje ekki svo einfalt mál. Hjerna um daginn kom drykkjrútur til lögregl- unnar og sagði henni, að hann hefði sjeð mótorlijólið hans Josephs aka eftir liafn- ai'bakkanum. Eins og hann gæti munað þetta alveg upp úr þurru hálfum mánuði síðar! .... Þetta er einn af höfuðórum Gérards — hann er bróðir Germaine Pied- bæuf. Þetta er það eina, sem hann hefir fyi'ir stafni, að flækjast milli manna og reyna að Ijúga upp ákærugögnum á okkur. Piedbæufsfólkið gerir sjer mikinn mat úr þessari sögu. Mjer er sagt með sannindum, að það ætli að ki-efjast þi’ú hundruð þús- upd franka af olckur í dótturbætur.“ „Hvar er barnið?“ Þau heyrðu að frú Peeters flýtti sjer úr eldhúsinu fram í búðina, en þar hafði bjallan hringt einu sinni enn. Anna stakk tertunni inn í skenkinn og setti kaffikönn- una á ofninn. Rám rödd heyrðist framan úr búðinni. Prammakarl, sem var að biðja um glas af einiberjabrennivíni. IL kapítuli: „L’ETOILE POLAIRE“. Marguerite Van de Weei't var að róta í handtöskunni sinni með titrandi fingrun- urn. Hana langaði auðsjáanlega til að flýta sjer að sýna eitthvað. „Þú hefir víst ekki sjeð Echo de Givet, hefirðu það?“ Hún rjetti Önnu blaðaúrklippu og ofur- litið bros ljek um varir hennar á meðan. „Hver gaf þjer þessa hugmynd?“ spui'ði Anna. „Enginn. Mjer datt þetta alt í einu í hug sjálfri.“ Anna rjetti Maigret úrklippuna. Þetta var bara auglýsing. AUveruleg þóknun veröur greidd, ef mótor- hjólamaðurinn, sem ók um Meuseveginn að kvöldi 3. janúar, gefur sig fram i versl- un Peeters, í Givet. „Jeg þorði ekki að setja nafnið mitt und- ir auglýsinguna, en hjelt . . . .“ Maigret virtist Anna líta dálítið ólundar- lega á frænku sína, um leið og hún muldr- aði í hálfum hljóðum: „Auðvitað .... Þetta var ráð . . En eng- inn mun gefa sig fram.“ Veslings Marguerite, sem hafði gert sjer von um að fá skjall og vekja fögnuð, með þessu úrræði sínu. „Því skyldi enginn gefa sig fram? Hafi einhver farið hjerna fram lijá á mótorhjóli — því skyldi hann þá ekki gefa sig fram? Við vitum, að það var ekki Joseph . .“ Stofudyrnar stóðu opnar, og það heyi'ð- ist suða í katlinum frammi í eldhúsinu, þ,ar sem frú Peeters var að hugsa um mið- degismatinn. Og svo heyrðust líka raddir fi-aman úr búðardyrunum. Báðar stúlkurn- ar fóru undir eins að sperra eyrun. „Komdu inn fyrir, gerðu svo vel. Ætli við höfum ekki dálítið að segja þjer, en . .“ „Joseph!“ stamaði Margurite og stóð upp úr sætinu. Það var frekar ákefð en ástúð, sern skein út úr rödd hennar og breytti henni. Hún stóð þarna, augsýnilega milli vonar og ótta, og beið þess að unnusti hennar kæmi inn. Og það mátti sjá af látbragði liennar og svip, að búast mætti við meirú en meðal- manni — við ofurmenni. Rödd hans heyrðist nú aftur, í þetta skifti framan úr eldhúsinu: „Gott kvöld, mamma . . . . “ Og svo ókunnug rödd: „Jeg vona að þjer afsakið frú, en jeg þurfti að tala ofui’lítið við ykkur, og þegar jeg sá hann son vðar ganga hjá . . . .“ Gestirnir tveir voru nú komnir inn í stofu- dyrnar. Þegar Joseph sá Mariu iileypti hann brúnum lítið eitt. „Komdu sæl, Marguerite,“ sagöi hann með uppgerðar blíðu, sem virtist vera honum óeðlileg. IJún tók báðum höndum um höndina á hönum, „Ertu ekki skelfing þreyttur, Joseph? . . Þú mátt ekki láta þetta draga þig niður.“ Anna, sem var skapfastari, hafði snúið sjer að hinum manninum. „Þetta er Maigi’et fulltrúi. Kanske þjer hafið kynst honum?“ „Machére,“ sagði gesturinn og kynti sig. „Er það satt að þjer .... ?“ Fólkið var alt hálf vandræðalegt, þarna sem það stóð i bendu milli dyranna og borðsins. „Jeg er hjer als eklci í opinberum erind- um,“ tautaði Maigret. ‘„Blessaðir látið þjer eins og þjer vitið ekki af mjer.“ Hann fann að komið var við handlegg- inn á honum. „Þetta er Joseph bróðir minn .... Og Maigret fulltrúi.“ Joseph rjetti fram langa, kalda og beina- mikla hönd. Hann var hálfu höfði liærri en Maigret, þótt sá síðarnefndi væri fimm fet og ellefu þumlungar.. En hann var svo grannvaxinn, þrátt fyrir tuttugu og fimm ár að baki, að hann virtist líkastur hálf- stálpuðum unglingi. Ilvast nef. Þreytuleg augu með dökkum rákum undir. Ljóst hár, snoðklipt. Augnveikur hlaut hann einn- ig að vera, því að liann var alt af að depla augunum, eins og hann þyldi ekki birt- una. „Gleður mig að kynnast yðnr, herra full- trúi ... .“ Það var jafnvel ekkert snið á honum. Þegar hann fór úr olíublettaðri regnkáp- unni sást að hann var í illa sniðnum gráum fotum, sem eiginlega var ekki hægt að lýsa. „Jeg sá til hans á brúnni,“ sagði Machére, lögreglumaðurinn. „Og svo bað jeg liann um að lofa mjer að sitja aftan á hjá sjer.“ Síðan sneri hann sjer að Önnu og ávarp- aði hana eins og hún væri eiginlega hús- móðirin á lieimilinu. Frú Peeters var frammi í eldhúsi hjá bónda sínum, sem hafði ekki’hreyft sig hálfa spönn úr strá- slólnum sínum við eldstóna. „Jeg geri ráð fyrir, að lijer sje stigi upp á þakið?“ sagði Machére. Þau systkinin og Marguerite litu hvert til annars. „Já, í litlu lúkunni í loftinu,“ svaraði Anna. „Viljið þjer komast þangað?“

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.