Fálkinn


Fálkinn - 22.10.1943, Blaðsíða 4

Fálkinn - 22.10.1943, Blaðsíða 4
4 F Á L K I N N 25 ÁRA Sjóvátryggingarfjelag íslands Það þótti tíðindum sæta um þetta leyti fyrir 25 árum síð- an, er það spurðist um bæinn, að hjer væri verið að stofna innlent sjóvátryggingarfjelag með yfir miljón króna hlutafje. Flestir fögnuðu frjettinni og ljetu sjer skiljast að hjer væri verið að hrinda i framkvæmd nauðsynlegu íslensku framfara-’ máli, aðrir hristu höfuðið og sögðu „hvað skyldi verða langt þangað til það fer á hausinn“, og enn aðrir voru undrandi yfir því, að fjelag væri hægt að stofna lijér á landi með svona miklum höfuðstóli. Þá mun eigi hafa verið nema eitt fjelag til hjer á landi með meiru hluta- fje, nefnilega Eimskipafjelag Islands, og um hverja miljón- ina mátti segja í þá daga: „Það er stórt orð Hákot“. Það er því miður borin minni virðing fyrir orðinu miljón nú, en var í þá daga. Þá hafði styrjöld staðið í rúm fjögur ár, eins og nú, og margir höfðu grætt fje. Þess vegna reyndist það hægt að stofna svo sterkt fjelag með þátttöku tiltölulega fárra manna. Það hafði kostað ærna vinnu og undirbúning, mikil blaðaskrif og áróður að safna fje í Eim- skipafjelagið, og var þó leitað til allrar þjóðarinnar. En undir- búningurinn að stofnun Sjóvá- tryggingarfjelagsins fór fram í kyrþey og án þess að nema fáir vissu. Hins er gaman að minn- ast, að það var einmitt þáver- andi form. og hvatamaður að stofnun Eimskipafjelagsins, sem einnig hafði starfað að stofnun Sjóvátryggingarfjelagsins, nú- verandi ríkisstjóri vor, Sveinn Björnsson þáverandi yfirdóms- lögmaður. En ásamt honum starfaði Ludvig heitinn Kaaber bankastjóri ötullega að stofnun Sjóvátryggingarfjelagsins. Þeir voru 24 alls, stofnendurnir, all- ir meiri háttar atvinnurekend- ur, og langflestir úr Reykjavík. Og stofndagurinn var 20 októ- ber, þannig að afmæli fjelags- ins var í fyrradag. Að vísu tók Axel V. Tulinius, fyrv. sýslumaður. Hann var fyrsti forstjóri Sjóvátryggingafjelagsins i fimtán ár. það ekki til starfa þegar í stað, því að margvíslegan undirbún- ing varð að gera undir rekstur- inn. En tæpum þremur mánuð- um síðar tók fjelagið til starfa, nfl. 15. janúar 1919. Brynjólfur Stefánsson, maq. scient., núverandi forstjóri fje- lagsins. Almenningur gerði sjer ekki ljóst í fyrstu hve mikilsvert spor verið var að stíga. Þá var ekkert innlent vátryggingafjelag eiginlega til, nema samtrygging ísl. botnvörpueigenda. Vátrygg- ingar á sjó og landi svo og líf- tryggingar voru nær eingöngu i höndum útlendra fjelaga. En hjer var brotinn ísinn og mikið lxefir umliorfið breyst á sviðinu í siðastliðinn aldarfjórðung. Má minna á lijer, hvern þátt Sjó- vátryggingarfjelagið hefir átt í því, að koma öðrum trygging- um inn í landið. í Sjódeild (þ. e. j arðskj álftatryggingar o. fl í Brunadeild (17 ár) ........ í Bifreiðadeild (6 ár)....... 1 Líftryggingadeild (8 ár) . Halldór Kr. Þorsteinsson útgerð- armaður, núverandi formaður fjelagsstjórnarinnar. Hann hef- ir átt sæti í stjórninni frá upp- hafi. erlendu brunabótafjelög er hafa hjer umboð. Síðan 1. apríl 1939 hefir fjelagið haft á hendi trygg ingar allra húseigna í Reykja- vík. 1 sambandi við brunatrygg- ingar tekur þessi deild einnig að sjer rekstursstöðvunartrygg- ingar vegna bruna. Þegar fjelagið var rúmlega 16 ára (1. des. 1934) stofnaði það líftryggingadeild. Eitt stærsta útlenda umboðið hvarf síðar inn í þessa deild og ýms út- lend umboð í greininni hafa horfið úr sögunni. Þessi deild fer sívaxandi, sumpart vegna aukinnar velmegun landsmanna og sumpart vegna þess að öll- um almenningi skilst betur nú en áður hve góð eign liftrygging er. Deildin tók við tryggingum lífsábyrgðarfjelagsins „Thule“ frá nýjári 1937 og rjettu ári síð- ar yfirtók hún tryggingar fje- lagsins „Svea“. Sama dag sem fjelagið yfir- tók „Thule“ 1. janúar 1937, tók til starfa ný deild fyrir bifreiða- tryggingar og tók að sjer trygg- ingar „Danske Lloyd“ i þeirri grein. — Ennfremur selur fje- lagið tryggingar í ýmsum sjer- greinum, svo sem stríðs- lífeyr- is-, ferða-, flugvjela-, og jarð- sk jálf ta tryggingar. f þau 24 ár, sem reikningar liggja fyrir um, hafa verið Skal hjer greidd til fjelagsins samtals ið- gjöld, sem hjer segir: sjóvátryggingar, stríðstryggingar Kr. 29.247.300.00 — 6.585.931.00 — 2.533.293.00 — 5.047.308.00 nefnt: Þegar Sjóvátryggingarfjelagið var á sjöunda árinu stofnaði það nýja deild fyrir bruna- tryggingar. Sú deild hefir farið sívaxandi og nú tryggir deildin fyrir meiri upphæð en öll þau Við þetta bætist 1.300.000 krón- ur, iðgjöld af tryggingum þeim, sem Sjóvátryggingarfjelagið tók við af sænsku lífsábyrgðarfje- lögunum „Thule“ og „Svea“. Verður upphæð greidrra ið- gjalda á undanförnum árum um því samtals um 45 miljón

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.