Fálkinn


Fálkinn - 22.10.1943, Blaðsíða 6

Fálkinn - 22.10.1943, Blaðsíða 6
6 F Á L K I N N - LITLfl 5flBnn - Eria hin óvinnandi Saga frá Armeníu. Ería var 18 ára þegar þessi saga hefst. Hún átti heima í þorpinu Eriwan. Faðir hennar var nýlega dáinn. Hann hjet Napljewanz og hafði verið kaupmaður. Foreldrar Eríu höfðu verið mjög dugleg. Menn urðu því ekki hissa er það frjettist að Ería ætlaði að taka við verslun- inni og stjórna henni. Þeir sögðu aðeins: „Eplið fellur sjaldan langt frá eikinni.“ Þó voru einstakar mæður, er áttu uppkomna syni, að henni væri mikil nauðsyn að giftast. Og vildu þær gjarnan fá hana fyrir tengdadóttir, þvi hún var bæði' efnuð og fögur. Þær færðu þetta, sumar, í tal við hana. En liún kvaðst enga hjálp þurfa. Og giftirigu vildi hún ekki heyra nefnda. Hún sagði öllum biðl- um að hjónaband væri mjög viður- hlutamikið. Svo kvaðst hún of ung til þess að giftast. Hún hafði engan frið fyrir á- leitni ungu mannanna. Hún sagði þeim er þeir hittu liana úti að þeir gætu talað við sig í búðinni. Hún vissi, að þeir versluðu um leið og þeir kæmu og fá tækifæri væru þar til þess að tala um ástamál. Svo liðu tvö ár. Verslunin jókst. Faðir hennar hefði aldrei getað hleypt þessum vexti í hana. En biðlar Eríu voru hyggnir eins og hún sjálf. Þeir voru Armenar eins og liún. Þeir sáu, að liún hafði þá óbeinlinis að fjeþúfu. Þeir vildu hefna sín. Þeir fóru að segja ýmsar slúðursögur um Eriu. Hún brosti að- eins. Verslunin blómgaðist þrátt fyr- ir baknag þeirra. 1 Eriwan var götusali er hjet Tzuirlian. Hann fór um bæinn með vin í geitarskinnsbelg og seldi mönnum vín i glösum. Hann var kátur og fjörugur. Við- hafði glens og gamanyrði og fann upp á mörgu skringilegu. En hvern- ig hann ljelt á Eríu og þó hans lang- besta bragð. Hann hafði heyrt ýmislegt um hana, og ákvað að leika á liana, gera hana hlægilega. Það var hans líf og yndi. Þegar Tzuirlian kom inn í búð- ina mælti Ería: „Jeg versla ekki við þig. Jeg drekk ekki vín.“ „En jeg vil versla við þig,“ sagði götusalinn. Þá varð Ería strax vingjarnlegri í bragði. „Það er ekki stórt sem jeg vil fá. Jeg hefi nú grætt allgóða upphæð. Jeg á 20 gullpeninga. Stúlkurnar þyrpast að mjer á götunni. Þeim geðjast að mjer.“ „Áttu 20 gullpeninga,“ sagði Ería. „Já, sem jeg er lifandi. Og jeg skal borga þjer fjórða hlutann af þeim fyrir einn koss.“ „Hvað ertu að segja, freki götu- sali? Farðu út á stundinni.“ Ería reiddist. Tzuirlian fór. En hann kom eftir stundarkorn. „Jeg hef liugsað málið,“ sagði hann. „Jeg býð 10 gullpeninga fyrir einn koss.“ „Ertu vitlaus maður minn! Álít- urðu að jeg sje til kaups,“ svaraði Ería fjúkandi reið. „Nei. Ef jeg áliti það mundi jeg ekki vilja kaupa kossa þína!“ Ería gat ekki stilt sig um að lilæja. En liún ítrekaði skipun sína um að hann færi. En hann gekk nær Eriku og hvísl- aði: „15 gullpeninga, dúfan mín. Það er góð borgun fyrir kossinn. Það tekur marga daga fyrir þig að græða þá upphæð". Hann fór um þetta fleiri orðum og útskýrði fyrir henni hve heimskulegt það væri að neita svo ágætu boði. Það var komið að lokunartíma. Mótspyrna Eríu fór minkandi. Hún mælti: „En ef einhver kemst að þessu?“ Tzuirlian sór það við alt sem heilagt er að hann slcyldi þegja. Hann tók upp leðurbudduna og taldi 15 gull- peninga fram á borðið. Ería blóðroðnaði og fölnaði á víxl. „Bíddu þangað til jeg hefi lok- að búðinni!“ Tzuirlian brosti góð- látlega og beið. Nú var búðin mann- laus. Ería setti slá fyrir dyrnar. Hún taldi peningana og bauð götu- salanum munn sinn. Tzuirlian kysti liana fast og lengi. Henni sortnaði fyrir augum. Síðan sagði hún: — „Farðu.“. Tzuirlian fundust kossar hennar svo góðir, að hann sá ekki efitr peningunum. Hann hafði kyst hana marga langa kossa. Hann fór strax, er hún krafðist þess. Hann var hygg- inn. Ería fór til svefnherbergis síns. Hún afklæddi sig með skjálf- andi höndum og ætlaöi að fara að sofa. En liún varð andvaka. Altaf hugsaði hún um manninn, sem hafði kyst hana og kossa hans. Er hún sofnaði undir morguninn dreymdi hana Tzuirlian. Og er liún liafði þvegið sjer fanst henni hún alls ekki geta þvegið kossa hans af vörunum, eða andlitinu. Allan daginn liugsaði hún um hann. Undir kvöldið kom hann. Hann mælti: „Ería! Kossar þínir kveiktu i hjarta mínu. Jeg er utan við mig. Nú á jeg 5 gullpeninga eftir. Þú skalt fá þá, ef þú kyssir mig aftur!“ Ería hugsaði málið. Þetta voru liagkvæm viðskifti, og henni þótti unun að þvi a'o lcyssa hann. Hún samþykti tilboð hans. Og nú endur- galt hún kossa hans reglulega vel. Ró Eríu var horfin. Næsta dag gekk hún eins og í leiðslu og hugs- aði um kossana. Um kvöldið kom götusalinn enn. „Jeg á enga peninga. En get jeg ekki fengiö að kyssa þig samt sem á'ður?“ „Ætlarðu að hleypa þjer í skuld?“ sagði Ería. Iiún skalf er Tzuirlian kom í áttina til hennar. Þau kyst- ust. Og þessir kossar voru eins og innsigli eða undirskrift undir óupp- segjanlegum samningi. Hún gleymdi öllu sem liðið var, lifði aðeins í augnablikinu, sem ástfangin kona. Næstu tvo daga kom götusalinn ekki . Hann kom á þriðja degi. Ería kom á móti honum í mikilli geðs- hræringu. Hún kom ekki upp nokkru orði. Götusalinn heilsaði henni og sagði síðan: „Ería! Jeg hefi gleymt öllu, nema þjer. Jeg hefi ekkert hugs- að um atvinnu mína. Jeg er kominn í skuldir. Jeg er gjaldþrota! Ef jeg ætti nú 20 gullpeningana, er jeg ljet þig fá, væri líklega mögulegt fyrir mig að komast úr klípunni og hyrja á nýjan le.ik.‘ „Tuttugu,“ sagði Ería. „Alla pen- ingana.‘ „Jeg veit að þú ert fjeföst. En láttu mig fá peningana svo að jeg fari ekki i hundana.“ „Ha, ha, ha, fá þjer peningana? Hvað fæ' jeg fyrir þá?“ „Ería, jeg er fátæklingur. Jeg get ekkert látið þig fá, nema kossa.“ Hann liorfði undir furðulega á hana. Hún leit niður fyrir sig. Þá tók Tzuirlian liana í faðm sinn og kysti hana margsinnis. En hún þrýsti sjer þjettara og þjettara að honum. Hann varð að kyssa hana aftur og aftur. Daginn eftir flaug það um allan bæinn að Ería og Tzuirlian væru trúlofuð. Allir liristu höfuðin. Þeir undruðust að Ería skyldi vilja götu- sala. Tzuirlian var á sama máli. Hann Jón Árnason: Um stjornnspeki Stundsjáin. Stundsjáin (lioroscope) eða æfi- sjáin, sem hún er stundum nefnd, er einskonar landabrjef eða upp- dráttur af himninum og sýnir af- stöður dýrahrings, sólar, tungls og pláneta gagnvart ákveðnum depli á jörðu hjer á ákveðinni stundu og mínútu. Er stundsjáin venjulegast gerð i liringlöngun og er hring þess- um skift i 12 reiti, þannig, að jarð- arlinötturinn er markaður i miðj- unni og liggja svo út frá lionuin 12 línur með jöfnu millibili og skifta sviðinu í þessa reiti, sem vikka eft- ir því sem þeir nálgast hringinn. Annar hringur er gerður með hæfi- legu millibili utan um hinn hring- inn. í þetta bil eru stjörnumerkin skráð, eins og þau eiga að standa út af endum linanna, sem liggja frá miðdepli hringsins eða jarðmynd- inni. Þá eru sól, tungl og plánet- ur sett inn í sviðin milli línanna í myndinni i sambandi við þau stjörnumerki, sem þau eru stödd í á því augnabliki, sem stundsjáin er gerð fyrir. Sólmyrkvinn 1. úgúst 1943. Reikn- að eftir hnattstöðu Reykjavíkur, kl. 2.39 árd. (miðlími R.víkur) og kl. 4.07 úrd. (miðtími í Greenwich, stjörnutími 23.14.35). Fyrir neðan stundsjána eru skráð- ar afstöður sólar, tungls og plánela hverrar gagnvart annari og er það gert í þar til afmarkaða reiti. Einn- ig er þar skráður sá tími, sem hafði aldrei dreymt um að þetta bragð færði sjer þessa fögru konu. Ilann hafði ætlað að gera lienni skó- inn en nú elskaði hann liana. Hann sagði við konu sína brúð- kaupsdaginn: „Þú ert ekki góður kaupmaður, elskan mín og þarft ekki lengur að vera i búðinni. Fyrir þessa fáu gullpeninga mína ljekk jeg hæði þig og verslunina. Jeg bar sigur úr býtum í viðskiftunum!“ Ería liló, og svaraði engu. Hún hugsaði einungis um blíðuatlot hans og hve þau voru lienni mikils virið. Meira virði, en alt annað. Að ári liðnu sat Tzuirlian við vöggu litla barnsins þeirra. Þá mælti Ería: „Þarna hefi jeg borgað toll af kossum þínum lil ríkisins. Og ef þú lieldur þvi enn þá fram að jeg hafi gert slæma verslun, er jeg gift- ist þjer, þá slcilur þú ekki, hvað eru mestu verðmætin.“ Þetta var rjett, sem Ería sagði. t Jóh. Scheving þýddi. stundsjáin er bygð á og staðurinn með breidd og lengd, sem hann hefir á jörðu. Er í þvi sambandi sýnt, hvernig stjörnutíminn er fund- inn, sem er sá eini fasti tími, sem stundsjáin er reiknuð eftir. Til er önnur gerð stundsjár. Er það ferhyrningur með ferhyrningi í miðju, en tólf þríhyrningar eru markaðir alt i kring á milli fer- hyrninganna. Er þetta stundsjár- form upprunalega indverskt og hefi jeg það form til eigin notkunar. Með því að bera stundsjárnar ná- kvæmlega saman, munu menn sjá að þær cru samhljóða og þá geta menn sjeð livernig beri að skilja og lesa indversku stundsjána. í þessari stundsjá las jeg meðal annars spásögn mína, sem birtist í Morgunblaðinu: Rikisstjórnandi eða konungur gæti orðið fyrir örðugleik- um eða aðkasti. 28. ágúst þ. á. ljest Boris Búlgarakonungur,’ fyrverandi Frakldandsforseti Lebrun og frú lians voru flutt sem fangar til Þýska- lands og Iíristján lconungur 10. sett- ur undir hergæslu af Þjóðverjum ásamt stjórn hans hinn 29. ágúst þ. á. Ilinn 28. ágúst fór tunglið yfir staðinn, sem sólmyrkvinn var á i dýrahringnum og veitti hinum fyrri áhrifum nýja orku. Dýrahringurinn. Stjörnuspekin kannast við að minsta kosti tvo dýrahringi. Er ann- ar þeirra fastastjörnuskipanirnar (constellations), sem stjörnufræð- ingar nota eingöngu og eiga við þeg- ar þeir tala um dýrahring. En liinn er sá dýrahringur, sem stjörnuspek- in notar. Er það sólbrautin. Sól- brautinni, beltinu, sem liggur ufan Frh. á bls. 11.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.