Fálkinn


Fálkinn - 22.10.1943, Blaðsíða 5

Fálkinn - 22.10.1943, Blaðsíða 5
F Á L K I N N 5 krónur. Og samkvæmt reynslu síðasta árs mun mega ætla að iðgjöldin á yfirstandandi starfs- ári nemi um 11 miljónum, svo að alls mun mega áætla iðgjöld in samtals, á þesum fyrst árs- fjórðungi fjelagsins um tFimtíu og sex miljón krónur. Þá er að líta á gjaldahliðina. Fram til loka síðasta reiknings- árs hafa verið greiddar i tjóna- bætur um 27 miljónir auk 1I4 miljónar, sem Líftryggingadeild hefir greitt í dánarbætur, út- borganir til fólks i lifanda lífi og bónus. Við tjónabæturnar má bæta tjónavarasjóði frá fyrra ári, sem nam urn kr. 2.725.- 823.00, með þvi að sú uppbæð kemur til með að ganga inn í tjónabætur yfirstandandi árs. í síðastliðin árslok nam Ið- gjaldavarasjóður Líftryggingar- deildar kr. 5.176.101.00, en þar af eigin iðgjaldavarasjóður kr. 1.466.357.00. Aulc ofangreindra tjóna- og iðgjaldasjóða átti fje- lagið í s.l. árslok viðlagasjóð að upphæð kr. 158.179.67 og enn- fremur varasjóð að uppliæð kr. 362.800.00, sem er kr. 50.000 bærra en innborgað lilutafje, en það liefir frá uppbafi verið lcr. 312.500.00, eða fjórði hluti hlutafjárupphæðarinnar, sem er kr. 1.250.000.00. Launagreiðslur til starfsfólks fjelagsins til loka þessa árs munu nema um þremur milj- ónurn króna, en starfsfólkið er nú um 50 manns. Til umboðs- manna liafa verið greiddar, á- samt innheimtulaunum, um 1.6 miljón krónur, en í skatta og útsvör liafa farið um 735 þús- und krónur. Samanlagður tekj uafgangur þau 24 ár, sem reikningar ná til, er kr. 1.367.500, en af þeirri upphæð hefir verið greitt til hluthafanna kr. 703.149.80, 9.4% á ári. Sýnir það góða afkomu fjelagsins og sannar það, að það átti ekki fyrir því að liggja að „fara á bausinn“, eins 'og sumir spáðu. Þó hefir ekki á vantað, að fjelagið hafi fengið marga vonda „skelli“, sem kall- aðir eru. En það stóð óliaggað eftir, og fyrir það ber að þakka stjórn þess og framkvæmda- stjórum. Fjelaginu hefir aldrei verið stýrt „af kappi“ en ávalt „með forsjá“. Því getur það litið yfir starf liðins aldarfjórð- ungs með gleði, og því mega landsmenn allir fagna tilkomu þess og þakka starf þess. Hjer hefir verið gerð nokkur grein fyrir fjárhagslegri afkomu Sjóváti’yggingarfjelags íslands. En hefir eigi verið minst þeirra manna, sem setið hafa þar við stýrið, og stundum orðið að sigla milli brims og boða. Fyrsti formaður í stjórn fje- lagsins var Ludvig heitinn Kaaber bankastjóri. Næstur tók við af lionum formannsstarfinu Jes Zimsen konsúll en er hann fjell frá var Halldór Kr. Þor- steinsson útgerðarmaður kosinn eftirmaður hans og er það enn. Er hann sá eini, sem setið hefir í stjórn Sjóvátryggingarfélags- ins alla æfi þess, og er það vel til fallið, að jafn ágætur kunn- áttumaður í siglingum sitji í forsæti í þessu félagi. Því fyrst og fremst var það sjóvátrygg- ingafjelag og er það enn, þó að fleiri starfsgreinir hafi bæst við. En það er mælt um Halldór Þorsteinsson, að hann þyki jafnan tillögugóður og glöggur maður til athafna og skilnings á livaða sviði sem er — hvort lieldur er á sjó eða landi. — Meðstjórnendur hans eru nú Lárus Fjeldsted hæstarjettar- málaflutningsmaður, Hallgrím- ur Tulinius stórkaupmaður, Að- alsteinn Kristinsson forstjóri og Guðmundur Ásbjörnsson kaup- maður. Allir liafa þeir, ásamt fyrri meðstjórnendum fjelags- ins unnið dyggilega að því marki að gera Sjóvátiygginga- fjelagið að því fyrirtæki, sem Islandi megi vera sómi að. Því að meðal fyrirtækja, sem geta haft „ísland“ sem seinni liluta eða síðasta, af nafninu sínu, verður það að vera boðorð, að fjelagið sje fyrst og fremst þjóðinni til prýði, en hitt á lægra bekk sett livort það verði eigendunum lil hagnaðar. — Þetta hefir Sjóvátryggingaf je- fslands prýðilega tekist, það sem af er æfinni. Og þessvegna þalckar landslýður allur þess- um „unglingi“ vel unnið barn- æskustarfið. Fleiri ár munu þar á eftir fara. Á umliðnum aldarfjórðungi liafa aðeins tveir menn setið í forstjórasæti þessa fjelags, Axel V. Tulinius og Brynjólfur Stef- ánsson. Það v&rð fjelaginu til gæfu að eignast sem fyrsta for- stjóra sinn Axel Y. Tulinius fyrv. sýslumann. Hann var landskunnur fyrir víðsýni, bjart huga á það, að ísland ætti fram- tíð, röggsamur í öllum fram- kvæmdum, yndislegur i viðmóti og framkomu, og um leið virðu- legur svo af har. Ekki liafði hann verið sjerfræðingur í vá- tryggingum, en bar gott skyn á þá liluti og var „reikningsglögg- ur“ maður, sem kallað var. Hann hafði flest það til brunns að bera, sem góðan mann má prýða, og um leið það, sem einmitt þurfti á að halda, til þess að koma fótum undir ann- að eins nýmæli og íslensk vá- tryggingarstarfsemi var, árið 1918. Hann kunni að velja sjer sam- starfsmenn. Það leið ekki á löngu þangað til að þeir, sem í upphafi höfðu spurt „livenær skyldi það fara á hausinn“, voru jrðnir viðskiftavinir fjelags- ins. Tulinius, þrekmaðurinn hugsaði sjer það eitt, að fyrir- tæki, sem hann gerðist fram- kvæmdasljóri fyrir, skyldi al- drei fara á liausinn. Og í því tilliti heitti liann kappi með forsjá. Hann var orðinn maður all- fullorðinn, þegar hann tók við starfi sínu lijá Sjóvátrygginga- fjelaginu. Og „engin verður ei- lífur á jörðu“ hugsaði liann. Mjer er kunnugt um, að eftir- maður hans, var hvattur til þess, er hann var við fræðilegt stærðfræðinám í Ivaupmanna- höfn, að .snúa sjer að sjermáli viðvíkjandi tryggingum. Stúd- entinn gerði það. Hann varð fyrstur til að taka próf í þess- ari sjergrein við háskólann í Kaupmannahöfn. Hann gerði það — og með frábærri eink- unn- Það var Brynjólfur Stefáns- son. Hann er annar og núver- andi forstjóri Sjóvátrygginga- fjelags Islands. Tók liann við starfinu er Axel V. Tulinius hafði gegnt því í nákvæmlega 15 ár. Brynjólfur hefir því ver- ið forstjóri í rjett tíu ár. Fvrsti stórviðburðurinn í hans tíð var stofnun líftrygginga- deildarinnar, en sú deild hefir síðan hún var stofnuð tekið að sjer líftryggingar, sem nú nema 26 miljónum króna, og eru þá ekki taldar með tryggingar þær, sem Sjóvátryggingafjelagið tók við af „Thule“ og „Svea“. Enn- fremur hefir verið stofnað til áðurgreindra sjerdeilda. . innan fjelagsins i stjórnartíð Biynj- ólfs. Hann er enn maður á ljettasta skeiði og á vonandi margt eftir óunnið. Auk starfa síns í Sjó- vátryggingafjelaginu hefir hann unnið mikið starf fyrir þjóð- ina. Tryggingamálin hafa verið mikið á dagskrá undanfarin ár, og oftast mun Brynjólfur hafa verið kvaddur þar til skrafs og álitsgerðar, sem eðlilegt er. Hefir liann ætíð reynst, eigi að- eins sjerfræðingur, lieldur og strangheiðarlegur málefnum, svo að aldrei hefir það verið dregið í efa, að álit lians sje hið rjetta í hverju máli, sem liann lætur sig skifta. Það verður ekki skilist svo við þessa grein, að eigi sje minst starfsfólksins i Sjóvá- tryggingafjelaginu. Það eru ekki forstjórarnir einir, sem skapa velgengni og álit fjelags síns. Þar þurfa allir að vera samtaka, frá þeim lægsta og til hins hæsta. Engin nöfn skulu hjer nefnd — þvi að þá yrðu þau að vera svo mörg. En sum þeirra hafa verið í þjónustu fje- lagsins um tuttugu ára hil, eða meir. Og öll hafa þau lijálpast að með að gera garðinn frægan. CAPITOL I WASHINGTON. Þegar Washington forseti fól hin- um unga verkfræöingi L’Enfant að gera tillögur um skipulag væntan- iegs sambandsstjórnarseturs Banda- rikjanna, taldi verkfræðingurinn að liæð sú, sem síðar var nefnd Capitol Hill væri „tilvalinn fótstallur undir aðal stórhýsi borgarinnar“. Capitol Hill er 30 metra yfir vatnsflötinn fyrir neðan og þar stendur nú veg- legasta þinghúsbygging allra þjóða, Capitol, 225 metra löng og með 105 metra hreiðum hliðarálmum. Þegar efnt var til samkepni um uppdrætti að Capitol fóru svo leikar að I. verðlaununum var skift milli tveggja húsameistara, Stephen Hail- ett og William Thornton. Hófst verk- ið undir stjórn þeirra árið 1793 eða fyrir rjettum 150 árum. George Washington Bandaríkjaforseti lagði liyrnarstein byggingarinnar, 18. september 1793. En húsið var lengi í smíðum. Á þjóðardegi Bandarikj- anna, 4. júlí 1851, lag'ði Fihnore forseti hyrnarsteinana að þverálm- unum, sunnan og norðan, sem eru úr marmara, en í annari álmunni eru fundarsalir senatsins, en neðri deildarinnar í hinni. Og meðan á borgarastyrjöldinni stóð var livelf- ingin yfir hringsalnum fullgerð, og er hún 86 metra há. Uppi á livelfing- unni stendur risavaxin bronsemynd, „Frelsið“. En undir hringsalnum er kjallari, sem átti að verða krafhýsi hins fyrsta forseta Bandarikjanna, CARLSBAD-HELLARNIR. Svæðin kringum norður- og suð- urheimskautið liafa verið rannsök- uð talsvert ýtarlega, en hinir merki- legu hellar við Carlsbad í suðvest- anverðu New Mexico eru ekki enn kunnir nema að litlu leyti. Á liverju ári finna menn þar nýja afhellira, og til þessa vita menn um tólf kíló- metra lengd af hellirum og lidlis- göngum, stórum neðanjarðarhvelf- ingum með undurfögrum steindröng- um, sem ýmist standa í hellisgólf- num eða hanga niður úr þakinu. Eru þessar hellislivelfingar sumstað- ar um 20 metra liáar undir loft, og taka langt fram öllum öðrum liellir- um, sem menn þekkja í veröldinni. Árið 1930 var landsvæðið kringum þessa hellira, sem er 193 fermílur, friðað og er síðan haft eflirlit með þvi, að engu sje rasltað i hellirun- um. Það er sagt að tveir kúrekar, Jim White og Abijali Long, hafi orðið fyrstir til að finna þessa hellira, árið 1901. Tóku þeir eftir því eitt kvöld um sólarlag, að eimur kom upp úr jörðinni skamt frá þeim. En þegar til kom sáu þeir að þetta var þyrping af leðurblökum, sem hefst við í liellirunum á daginn, en koma út þegar fer að skyggja.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.