Fálkinn


Fálkinn - 22.10.1943, Blaðsíða 10

Fálkinn - 22.10.1943, Blaðsíða 10
10 PÁLKINN Æfintýri Buffalo Bill Lesendur eru beðnir að atliuga, að sögur þessar af Buffalo Bill eru liver um sig sjálfstæð og ekki allar í beinu samhengi. Athugið einnig að Vilti-Bill í upphafi þessarar sögu er ekki Buffalo Bill, heldur vinur hans, sem þið munið eftir úr sög- unni af Buffulsreiðinni. Hinn ungi bandamaður Vilta Bills. Það var suð og hávaði í þorpinu Abiline eins og í býkúpu þar sem alt væri á ferð og flugi. Ef maður horfði á þorpið hátt úr lofti mundu íbúar þess án efa hafa litið út eins og ský og býflugum, þar sem þeir þutu að einum vissum stað úr öllum áttum, staðurinn var markaðstorgið fyrir framan Occi- dental hótelið. Flestir mennirnir voru fótgangandi, þeir höfðu skilið liesta sína eftir í stórum hópum við iiina mörgu hestageymslustaði, þar sem hestagreyin stóðu nú stappandi niður fótunum og sveiflandi taglinu til að losna við hin eiiífu óþægindi af flugunum, sem sveimuðu óaflát- anlega i kringum þá. Aðrir menn voru enn á hestbaki til að sjá betur yfir höfuðin í hópn- um og Ijetu heldur illa, æptu upp eða skutij út i loftið til að undirstrika orð ræðumannsins, sem talaði til mannfjöldans af óheflhðu pílviðar- arborði. Þessu borði hafði verið draslað undir laufgaða trjákrónu eikur einn- ar, eins af hintim fáu trjám, sem Abjline gat státað af, og yfir þykkri grein hjekk reipi. Annar endi reip- isins var í hönduin þriggja skugga- legra kúreka, en hinn var með lykkju, sem brugðið var utan um háls lireyfingarlausrar mannveru, sem stóð fast við hlið mannsins á borðinu. Þessi mannvera var aðeins ung- ur drengur, stuttklipptur, frekknótt- ur með uppbrett nef, árvökur blá augu og stór eyru, sem stóðu langt út í loftið. Hann var særður á enn- inu. Hann var í blárri skyrtu, geit- arskinnsbuxum og gæruskinnshúfu með hnjestígvjel á fótunum, sem sterkir sporar voru festir við. Allur þessi búningur virtist vera óhentugur fyrir hann að vera i og var nokkrum númerum of stór, aug- sýnilega af fullorðnum manni og illa breytt til að hæfa drengnum. Drengurinn gat varla verið orð- inn fjórtán ára, en hinn alvarlegi og rólegi svipur hans, ásamt hinum stóra búningi hans gáfu honum ein- kennilegt sambland af dverg og manni i útliti. „Trúið mjer, piltar,“ æpti ræðu- maðurinn, „það verður að stoppa þennan nautgripaþjóf. Viku eftir viku hefir það veriÖ sama gamla sag- an frá einum bæ til annars, hest- unum stolið, nautgripunum dreift i allar áttir, menn skotnir saklausir hrönnum saman eða bæirnir brend- ir, þar til við geium varla kallað einu sinni okkar eigin líkama okkar cign. Meira en helmingur tíma okkar fer í það að 'ðltast við þessa þrjóta eða skepnurnar, sem þeir stela. -—- Þelfa er óþolandi ástand og við verðum að binda enda á það. Við erum mintir á stjórnina, en livað er unnið við það. Hún gerir ekkert, og mjer virðist hún ekkert hafa á- lcveðið að gera lieldur i framtíð- inni. Nú, hvað eigum við þá að gera? Setjast niður og láta þetta haldast við? Nei, vinur minn! Jeg hefi ekki liugsað mjer það og jeg geri ráð fyrir að þið hafið ekki hugsað ykkur það lengur!“ Mannfjöldinn rak upp óp til sam- þykkis. „Við sjáum um þetta mál sjálfir!" „Við skerum upp herör á hendur þessum fjendum. Við byrjum á þess- um!“ Svona voru ópin, sem fjöldinn rak upp og liið síðasta var borið fram háværast og endurtekið al' öll- um hópnum aftur og aftur. Bæðumaðurinn rjetti upp hend- urnar. „Já, piltar," hjelt hann áfram. „Svoleiðis á það að vera. Það eru margir hlutir, sem mæla á móti þvi að hengja dreng eins og þennan. En nú er enginn tími til að vera með neinar veikgeðja grillur. Þegar rottu- pest kemur yfir okkur, þá drepum við þær allar, rotturnar, ungar sem gamlar. Ungu rotturnar eru engu betri, en þær gömlu. Eins er þetta með mennina. Ef við tökuin þenn- an strák til dæmis. Við náöum hon- um á búgarði nokkrum eftir að hann hafði skotið Curley Royd í fátinu, drepið hesta fyrir tveim öðrum og var lagður af stað með nautgripahjörðina. Hann er að vísu ungur, en ekkert nema þrælmenskan frá hvirfli til ilja. Þess vegna för- um við með hann eins og hvern annan af þessum eiturnöðrum. Það er aðeins eitt, sem getur bjargað honum. Við gefum honum tækifæri lil að bjarga lífi sinu, þótt við mynd um aldrei gefa gamalli nöðru það. Tillaga mín er sú, að ef hann segir okkur núna strax hvar fjelagar hans hafast við, svo að við getum upp- rætt þá fyrir fult og alt, þá slepp- um við honum frjálsum til að fara hvert sem hann vill. En ef hann er nógu vitlaus til að neita, þá fær liann að gjalda verknaðar síns eins og hinir. Finst ykkur ekki jeg gel'a lionum gott tækifæri til frelsunar?“ Hópurinn rak enn upp öskur iii samþykkis og byssurnar geltu eins og þeim væri þegar bejnt að fang- anum. En drengurinn lireyfði sig ekki þrátt fyrir það, hvorki í andlit- inu eða skrokknum, sem sýndi að hann hafði heyrt ógnunina um lif- lát hans. Ræðumaðurinn gekk fast að hon- um og hristi axlir hans. „Þú heyrðir hvað jeg sagði,“ Iireytti hann út úr sjer. „Nú geturðu valið urn í siðasta sinn. Nú segir þú okkur annaðhvort hvar óaldarflokk- urinn heldur sig eða þú verður hengdur upp. Fljótur nú!“ En liann hefði alveg eins getað talað til trjágreinarinnar, sem reip- ið lá yfir. Ekki svo mikið sem titr- ingur á augnalokunum sýndi að drengurinn liafði heyrt til hans. „Þá er komið til ykkar kasta!“ æpti ræðumaðurinn æstur, „látið hann nú finna hvað mjótt reipi get- ur verið sterkt, piltar. Takið á!“ Lykkjan kiptist saman með titr- ingi miklum, sem lyfti fanganum hátt upp í loft. Þá glumdi alt í einu skot frá ytri brún mannsafnaðar- ins, sem sneyddi sundur reipið, og skelti drengnum á jörðina með há- vaða miklum. Mannfjöldinn leit óttasleginn við. Loftárásirnar á Berlin gerast nú tiðar, þá að enn liafi höfuð- borg Þýskalands ekki sœtt jafn þungum búsifjum og ýmsar þýskar stórborgir aðrar, svo sem Hamborg eða stóriðnaðar- borgirnar i Ruhrhjeraðinu. Það eru einkum Mosquito-flugvjel- arnar, sem notaðar eru til árásanna á Berlin, og hjer á mgnd- inni sýnir teiknarinn hvernig hann hugsar sjer að svona árás líli út. Fram að 2. sept. hafði 6000 smálestum verið varpað gfir Berlin á þessu ári, en síðan hafa nokkrar loffárásir bæst við. VINNUKONHJAL: — Hann Frank sagði, að jeg liti svo vel út. — Hvenær? — í dag. — Nei, jeg meina — hvenær leistu vel út? *_____ Prófessorinn: — Skelfing finst mjer bragðið að ábætinum skrítið í dag. Frúin: — Er það furða. Þú hefir troðið pönnukökunni undir hökuna og ert að jóðla á pentdúknum. Frúin: — Heyrið þjer, Ella. Þjer hafið sett fingraför á hvern einasta djsk og bolla. Ella: — Þarna sjáið þjer. Sýnir jietta ekki, að jeg hefi ekki slæma samvisku. llans: — Getur hún unnusta þin þagað yfir leyndarmáli? Krans: — Já, því máttu trúa, Hans. Við vorum trúlofuð i tvær eða þrjár vikur, áður en jeg vissi nokkurn skapaðan hlut af því!

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.