Fálkinn


Fálkinn - 22.10.1943, Blaðsíða 11

Fálkinn - 22.10.1943, Blaðsíða 11
F Á L K I N N U Theadár Árnason: Óperur, sem lifa Tidland (Dalurinn) Efnis-ágrip: Tveggja þátta ópera, með for- leikssýningu, eftir frakkneska tónskáldið og píanósnillinginn Eugen d’Albert (1864—1932), Tekstinn cftir R. Lothar. Frum- sýning í Prag 15. nóv. 1903. í Lundúnum (á ensku) 5. október 1910. Leikurinn gerist í Pyreneafjöllum og dalbygð einni í Kataloniu, á þess- ari öld, og liefst með einskonar for- leikssýningu, í skarði einu í fjöll- unum. Pietro er sauðasmali og hefir allan sinn aldur átt heima í þessum fjöllum, og lítil mök átt við annað fólk, en Nando, fjelaga sinn. Aðeins örsjaldan hefir liann sjeð konur, en hann þráir það mjög, og biður Maríu mey þess lieitt og innilega, að hún sendi sjer góða og fallega stúlku, sem lxann geti síðan reist bú með. Ber nú svo við, eitt sinn, að hús- bóndi Pedros kemur til hans, til þess að sjá livernig fjeð er á sig komið lijá honum, eða það lætur hann í vcðri vaka, en i för með honum er falleg unglingssúlka, sem hann leiðir sjer við liönd. Tjáir hús- bóndinn Pedro aö þessa stúlku skuli liann fá að eiginkonu, ef liann vilji flytja til bygða, úr fjöllunum, og taka sjer bólfestu einhversstaðar nálægt myllunni. Pedro er það ó- kunnugt, þegar honum eru gerð þessi kostaboð, að Marta þessi, sem hon- um er nú boðin, liefir verið og er frilla Sebastians, og að sá refur tek- ur aðeins til þessa bragðs til þess að bjarga lieiðri Mörtu, og sjálfs sin, þá ekki siður, — Pedro er sakleysið sjálft og auðvelt á hann að leika. Hefst svo fyrsti þáttur og gerist í myllunni. Ýmsum er kunnugt um mök Mörtu við Sebastian, og þó einkum öllu þjónustufólki hans og starfsmönnum, öðrum en Pedro, sjálfum tilvonandi eiginmanni henn- ar„ og auðvitað er þessu fólki hin mesta skemlun að þessu, og þó eink- um heimsku og grandvaraleysi Ped- ros. En nú stendur svo á, að Sebastian ætlar að giftast dóttur efnaðs bónda þar í sveitinni, og hefir nú hug- kvæmst þetta ráð: að pússa þau saman í hjónaband, Pedro og Mörtu, til þess að reyna að breiða yfir mök sín við hana. En Marta er ekki eins flálynd „inn við beinið“, og ætla mætti. Margt er það í fari Pedros sem henni geðjast vel að og hún virðir mikils, og henni er raun að þvi, að leyna liann sannleikanum og svíkja liann þannig, en þess krefst Sebaslian af henni mjög ein- dregið. Þó finst lienni liún ekki sjá neina leið út úr þessum vandræðum sínum og liefir eklci kjark í sjer til að játa sannleikann fyrir Pedro. Og svo eru þau gefin saman og brúð- kaupsveislan lialdin af mikilli rausn og með miklum hávaða. Pedro, sem enn veit ekkert um það, sem allir vita aðrir, tekur heillaóskunum, sem honum eru fluttar í skopi með fögn- uði, og hyggur sjer vera mikill sómi sýndur. Sebastian ætlar sjer að eiga vingott við Mörtu, eftir sem áður, þó að hún sje nú gift, en hún gabbar hann með ýmiskonar brellum, sem konur einar kunna, og blekkir einn- ig bónda sinn. í öðrum þætti kemur ný persóna á vettvang. Er það Nuri, ung sveita- stúlka, sem er ástfangin af Pedro, án þess að hafa látið á því bera, og kemur af hendingu að honum, þar sem hann er einn, og fer að skrafa við liann um daginn og veg- iiin. Marta kemur að þeim og verð- ur ofsalega afbrýðisöm. Hún rekur Nuri á brott, og Pedro fer út með henni. Marta er nú mjög miður sín og fer til Tómasar gamla, til þess að leita lians ráða og atbeina, en þegar liann segir, að henni sje liollast það ráð að játa sannleikann hreinskiln- islega fyrir Pedro, tekur hún þvi fjarri því nú óttast hún enn frekar en áður, að hún myndi þá missa Pedro algerlega. Hann kemur nú aft- ur og kveðst hafa verið að hugsa ráð sitt, og hafa komist að þeirri niðurstöðu, að sjer sje hentara að eiga lieima uppi í fjöllunum, en þarna niðri í dalnum, það eigi ekki við sig, andrúmsloftið í bygðinni. Marta biður hann: „Æ, tak þú mig með þjer!“ En Pedro er nú fróðari en hann liafði verið, rýkur alt i einu upp, og gengur að Mörtu með hníf í hendi, en þá er komið að þeim, og því afstýrt, að hann grandi henni. Gera þau síðan með sjer eins- konar griðasamning, Marta og Pedro og hugsa sjer að flýja frá Sebasfian. En í svipinn verður ekki af þvi, vegna þess, að nú kemur Sebastian sjálfur og ineð lionum allmargir þorpsbúar, sem liyggjast nú að hafa nokkra skemtun af því, hvernig mál- um er nú komið. Sebastian er að gutla á gitar og skipar Mörtu að dansa fyrir fólkið. En Pedro flýgur á hann í bræði, og tekur um kverkar honum og hygst að kyrkja hann. Þorpsbúum líst eklci á leikinn, og sjá ekki annað vænna, en að skilja þá, og bjarga Sebastian. í þriðja þætti gerist það fyrst,, að riftað er trúlofun Sebastians og bóndadótturinnar, vegna þess að hún hefir komist að liinu sanna um mannefni sitt og mök hans við Mörtu. Þegar hann svo hittir Mörtu næst og ætlar að fara að láta vel að henni sem áður, vill hún hvorki sjá hann nje lieyra, og kemur honum þetta ærið spánskt fyrir. Hann verð- ur loks svo æstur að hann æílar að beita hana ofbeldi. Eri Marta æpir þá á lijálp, og Pedro kemur askvaðandi inn til þess að lijálpa henni, og er enn með liníf sinn reiddan. En þeg- ar liann sjer, að Sebastian er vopn- laus, fleygir liann hnífnum og ræðst á óvin sinn með berum hnefunum. Hefst nú all ægilegur atgangur, en Pedro hefir i fullu trje við Sebastian og fleygir honum loks, eins og dulu, út í liorn. Aftur koma nú þorps- húar að þeim, og eru til þess komnir að hæða Pedro, en verður svo hverft við, er þeir sjá hvernig sakir standa, að þeir verða orðlausir af ótt. Pedro hreytir i þá ögrunarorð- um og fyrirlitningar og segir meðal annars: „Hvi hlægið þið ekki nú!“ Síðan vippar hann hinni fögru, ungu brúði sinni upp á öxl sjer og skálm- ar af stað til fjallanna sinna og frels- isins þar. STJÖRNUSPEKI. Frh. uf bls. 6. um jörðina l'rá vorhnút, þegar sól er i hvirfildepli á miðjarðarlínu á vorjafndægrum og liggur um 23 stig og 27 mínútur norðurbreiddar, það- an til hausthnúts, þegar sól er i hvirfildepli á miðjarðarlínu á haust- jafndægrum og liggur um 23 stig og 27 mínútur suðurbreiddar til vor- linúts á ný, er skift í tólf 30 stiga jafnlöng svið og hefst þessi dýra- hringur á depli þeim, þegar sólin er í hvirfildepli á vorjafndægrum á miðjarðarlínu og þá hefst stjörnu- árið eða um 21. marz ár livert. Eru sjerhver þessara tólf hluta þessa dýrahrings nefndir sama nafni og fastastjörnuskipanirnar, sem áður er getið, og eru nöfn þeirra þessi, Hrútur, naut, krabbi, tvíburi, Ijón, mey, vog, sporðdreki, skotmaður, steingeit, vatnsberi og fiskar. Þessi dýrahringur er þvi ekki staðbundinn, borið saman við fasfa- stjörnuskipanirnar. Hann færist aft- ur á bak eftir þeim sem svarar ná- lægt 50 sek. á ári hverju. Hann fer því liringinn á nálega 25920 ár- um. Er það tímabil nefnt sjöstirn- isárið og er þekt meðal Afríkusvert- ingja og íbúa á eyjum i Kyrrahafi. Er að líkindum komið til þeirra frá menningu, sein er fyrir löngu liðin undir lok. Stjörnuspekingurinn Max Heindel hjelt því fram í bók sinni Simplified Scientific Astrology að þessir tveir dýrahringir hefðu staðist á árið 498 e. Kr. En nú, árið 1919, stæði vorhnúturinn, þegar sól er í hvirfil- depli á miðjarðarlínu, þar sem mið- jarðarlína og sólbraut skerast, og bæri við 10 stig og 15 mínútur í fastastjörnuskipaninni fiskar. Síðan eru liðin 24 ár og ætti liann því að vera nálægt 9 stigum 55 mínútum í fiskum. Stjörnuspekingar ganga þó ekki að öllu leyti fram hjá fastastjörnuskip- ununum. í sambandi við lireyfingu vorhnútsins og ferðalags hans fra:n lijá fastastjörnuskipununum hafa verið gerðar mjög markverðar at- huganir og hefir Max Heindel einn- ig gert slíkar athuganir og mun jeg ef til vill koma að því efni siðar. Meira. BOULDER-STÍFLAN. Boulderstíflan í Arizona var talin mesta mannvirki síðari alda, þegar hún var fullgerð, árið 1938, en síð- ar hafa Ameríkumenn ráðist i enn risavaxnari mannvirki. Stíflan er yf- ir Colorado-fljót, milli vesturjaðars Arizona og suðurmæra Nevada, og er í lögun likust skeifu, sem er 360 metra löng og 222 metra há neðan úr botni og upp á efstu brún, enda hæsta stífla veraldar. Uppistaðan við stífluna getur geymt 1328 biljón rúmmetra af vatni (eða sem svarar tveggja ára rensli fljótsins) og mynd- ar stærsta stöðuvatn, sem gert hefir verið af mannahöndum og er 175 kílómetra langt, en ummál þess er yfir 800 kílómetrar. En dýpt vatns- ins er um 200 metrar. Með þessari uppistöðu er hægt að sjá Los Ange- les fyrir neysluvatni gegnum pípur yfir þvera Californiu, framleiða meiri raforku, en fæst úr Niagara- fossunum og Muscle Shoals sam- anlagt, og að auki veita á landsvæði og varna árflóðum í dalnum fyrir neðan. 3.500.000 rúmmetrar af steypu þurfti í fyrirhleðslu þessarar ár, sem er afrensli landsvæðis, sem er þrefalt stærra en Þýskaland. Áður en stíflugerðin hófst varð að veita Colorado úr farvegi sínum á staðn- um, en með því að fljótið liggur þarna í gljúfri varð að bora fern jarðgöng gegnum fjallið fyrir fram- renslið. Þegar stíflugerðinni lauk var þessum jarðgöngum lokað og nú rennur vatnið gegnum pípur að raf- orkustöðinni. — Stíflan og önnur mannvirki í sambandi við liana kostuðu 165 miljón dollara. HANN VILL SOFA Á NÓTTUNNI. A. T. Hastings majór, sem vann úgætt afrek i orustunni á Bismarcks- hafi kom nýlega i heimsókn til Gary Coopers í Hollywood. Ekki var hann fáanlegur til þess aff fara út 'og skemta sjer á kvöldin, en svaf i staSinn tólf tima, hverja nóttina eftir aSra. SagSi hann þaS vera ,,mesta lúxusinn, sem hægt væri aS veita sjer, þegar ma&ur væri i frii.“ ÖSru máli var aS gegna um annan mann, sem kom til Ilollywood i frí- inu, John Ford kaptein. Hann fór á skemtistaS til þess aS vera þar meS fjölskyldu sinni, og dvaldist þar lengstum ásamt konu sinni og syni, Patrick Ford, sem er merkisberi i hernum. Frú Ford er varaformaS- ur i hressingarhælisnefndinni, sem starfar fyrir hermennina, en maSur hennar er kunnur kvikmyndastjóri og hefir unniS ver&laun fyrir vel gerSar myndir.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.