Fálkinn


Fálkinn - 22.10.1943, Blaðsíða 8

Fálkinn - 22.10.1943, Blaðsíða 8
8 F A L K I N N ARTHUR OMREi Töfrakoffortið AÐ var farið að harðna 'skrambi mikið í ári fyrir mjer. Jeg hafði herbergiskytru í Brooklyn og þrammaði um göturnar í New York til þess að leita mjer að atvinu. Þetta voru svo erfiðir tímar sem framast geta orðið, tímar langra biðraða við gjafstofnanir brauð- bita, grautarslettna og laps- kássa. Manni getur fallist hugur við að sjá þetta i fjarlægð. En jeg átti ennþá tíu dollara í vas- anum, svo að jeg var svo fínn að ennþá spurði jeg ekki eftir starfi í öðrum greinum en þeim, sem jeg taldi mig eiga heima i. Jeg fór að svífa í himinháum lyftum frá klukkan níu á morgn- ana til klukkan fjögur síðdegis. Fyrsta kastið ljet jeg fúslega fleygja mjer út i anddyrunum á skrifstofunum — það gerðu ýmsir óþvegnir vikapiltar, gúmm ítyggjandi stelpur eða dyraverð- ir í negramynd. En bráðlega lærði jeg öll brögðin og lyga- sögurnar þeirra. Og það verð jeg að segja mjer til hróss, að það var frjálsmannlegur, ung- ur maður, sem talaði við for- stjórana inni í því allrahelg- asta. En gallinn var sá, að ekki varð nein staða úr þessu samt. Nýtt starfsfólk var óþarfi á þeim krepputímum, og allir rjeðu mjer til að ferðast vestur á bóginn. En jeg gat bara elcki sjeð að það hefði neinn tilgang, þegar fjöldi fólks hópaðist vest- an að til New York og stóð þar i biðröðum til að bjarga sjer. Jeg var fremur lágkúruiegur og ringlaður þar sem jeg stóð fyrir utan dálitla liandkofforta- verslun i Bovery ldukkan fimm síðdegis. Þarna voru notuð liand koffort til sölu, af ýmsumt særð- um og gerðum, og jeg stóð og góndi á þau, aðeins til þess að hafa eitthvað til að góna á. Þarna var iítil brún handtaska úr leðri, sem mjer reyndar hefði þótt gaman að eiga. Hún var ekki stærri en venjuleg skjala- mappa, og mundi vera einkar lientug fyrir smádót, handa manni, sem var á vappi allan daginn. Lítill og skorpinn maður um fimtugt kom fram í dyrnar og kíkti á mig. Nafnið Jones stóð á glugganum, svo að mjer fanst auðvitað að þetta mundi vera vera Jones sjálfur. Og enda hlaut þetta að vera, því að þeg- ar einhver viðskiftavinur kom inn i búðina þá var þar ekkert rúm nema handa honum sjálf- um og þeim, sem var við af- greiðsluna. Hann skaut til mín leðurbik- ar með teningum í fram á disk- inn svo að við gætum kastað teningum um koffortið. Þetta gerðu þeir þá í öllum tóbaks- búðum og ýmsum fleiri búðum líka. En mjer liafði ekki dottið í liug að þeir gerðu það í koff- ortabúðum. Þessu var þannig hagað, að ef gesturinn vann þá fjekk hann vindil í kaupbæti.En ef hann tapaði varð liann að borga tvöfalt. Jeg hafði tekið eft- ir áður, að gestirnir töpuðu í 7—8 tilfelium af tíu, hvernig nú sem á því hefir staðið. Nú kostaði þetta smákoffort aðeins einn dollar. Jeg stóð þarna og hugsaði um tíu doll- arana mína og biðraðirnar við brauð-, graut- og lapskássubúð- irnar. En teningarnir urðu yf- irsterkari. Jeg leit á þá og svo ljet jeg slag standa. Það urðu sjö lijá mjer. Hann þuldi langa romsu eins og negrarnir eru vanir að gera, og svo kastaði hann. Sex. Koffortið var mitt. Hann rétti mjer það ofur mak- indalega og spurði svo hvort við ættum að kasta aftur. Jeg var til í það og fjekk sjö augu upp. Hann romsaði gömlu sær- ingaþuluna og kastaði, en fjekk aðeins fimm. Svo grettist gula eltiskinnsásjónan á honum dá- lítið, ,og hann tók upp stóran vöndul af skitnum dollarasðl- um og rjetti mjer þann allra óhreinasta. Við köstuðum þrisv- ar sinnum enn, en þá hafði hann fengið sig ánægðan. Jeg hafði ekkert samviskubit af að liafa á burt með mjer koffortið og dollarana fjóra, því að vönd- ulinn, sem hann liafði í vasan- um var drjúgur, og svo var búð- in hans troðfull af fallegum koffortum. Hann sagði að jeg væri mesti heppnismaður og stóð í dyrunum og gretti sig á eftir mjer þegar jeg labbaði niður Bovery. TEG þrannnaði beint yfir ^Broadway og beint inn í smá- rjettakrá. Fjekk mjer flesksneið með eggi og kaffi með lieitu brauði. Tuttugu og fimm cent. Síðan fór jeg inn í næstu vindlabúð til að fá mjer vindil. Jeg spurði eftir ákveðinni teg- und. Kaupmaðurinn var í þess- um svifum að kasta teningum við nokkra gesti, en sagðist ekki liafa þetta merki. En hann hefði aðra 5-centa vindla, sem væru betri. En nú varð jeg uppástöndug- ur og sagðist mega fullyrða, að einmitt þessi vindill væri sá besti, sem völ væri á fyrir þetta verð, og að hann væri lítill kaupmaður, úr því að liann hefði ekki þá tegund. Hann lioppaði upp eins og jeg hefði skotið hann í bossann og svo glápti hann á mig eins og naut á nývirki. Og svo glápti hann á handkoffortið mitt. — Þetta er lúalega að farið, af sölumanni. Koma lijer og segja, að jeg sje lítill kaupmað- ur. Og nefna annan eins roð- njóla af vindli. |Frá ljelegum hratvindlagerðarmanni úti í Harlem. Negravindill. Hamp- njóli — Og að leyfa sjer að koma hjer og ætla að selja með slíkum formála. Látast ætla að kaupa þennan vindil. Og lialda síðan ræðu um, að þetta sje besti vindill í heimi. Fyr má nú rota en dauðrota. Þetta geng- ur alveg fram af mjer. Ef allt er undir frekjunni komið þá efast jeg ekki um, að þjer farn- ist vel. En í þessari verslun skaltu ekki selja einn einasta af þessum hampnjólum þínum. Ekki einn! — Jeg sel ekki vindla. En mjer þykir þessi vindill góður. Og jeg er enginn vindlasali. -— Jeg skal veðja dollar um, að þú hefir vindla í þessari sýnishornatösku þinni. — Jeg er ekki kominn hingað til að veðja. Og jeg hefi engan vindil í handkoffortinu mínu. Þetta er 'ofurvenjulegt hand- koffort og það er ekki nema klukkutími síðan jeg keypti það. Nú færðist fjör í þessa tvo gesti, sem höfðu verið að kasta teningunum. Það var gagn í þessu. Ný aðferð til þess að spila upp á. Þeir naga vindil- stúfana sína og brosa. Annar rjettir fram liöndina. Báðir að- ilar eiga að leggja fram pen- ingana. Heiðarlegur leikur. Veðj ið þið bara! Afhendið þriðja manni peningana. Þessir tveir náungar eiga að vera dómarar. Gerið þið svo vel. Veðjið þið bara. Þvi hærra því betra. — Jeg veðja fimm dollurum um, að þú ert með vindla í handkoffortinu. Hann tekur seðlavöndulinn upp úr buxnavasanum og rjetl- ir fram höndina, með fimm dollara seðli. Allir þessir náung- ar í borgunum liafa seðlavöndul í buxnavasanum — allir eru þeir f j árliættuspilarar. Nú sagði jeg blátt áfram að jeg vildi ekki veðja. Það er vit- að mál, að jeg hefi ekki neina vindla í sýnisliornakoffortinu. (Jeg er sniðugur og segi með vilja: sýnisliornakoffortinu). Þú tapar bara. — Tíu dollara. Hann tekur vöndulinn aftur upp úr buxnavasanum og bætir öðrum fimm dollara seðli við. Gestirnir, sem vildu vera dóm- arar, fara að verða dálítið ergi- legir í framau. Og livað er jeg eiginlega að blaðra. Ér það ekki jeg sjálfur, sem hefi byrjað? Þetta eru þrautslyngir náung- ar. En þeir liafa ekki sjeð við mjer. Þeir halda að jeg sje bjálfi. — Ertu enskur? Já. — Jæja. Þá skilurðu, að úr því að þú átlir upptökin þá dugar þjer ekki að heykjast. Jeg dreg upp tíu dollara og legg i lófan á öðrum. Svo opna jeg handkoffortið. Annar „dómarinn“ réttir mjer tuttugu dollax-ana og er hinn skikkanlegasti. Veðmál er veð- mál. Alt í lagi. Gefið þjer svo vel. Jeg er bjálfi. En jeg vann. Alt í lagi. Gestirnir glotta að kaup- manninum fyrir innan diskinn. Jeg hraða mjer út. Reyndar keypti jeg fyrst þrjá góða liav- annavindla og rjetti sínum hvern. Það er eitthvað á þá leið, sem maður á að haga sjer. Hann, fyrir innan diskinn, fær líka sinn. Hann á líklega versl- unina. En — það er víst ein- hvernveginn svona, sem það á að vera. ETTA var nú ekki óbeisið. Jeg þramma upp Broadway, hlæjandi. Jeg er saddur, mjer líður vel og liefi grætt dágóða fúlgu. Jeg hefi rjett furðanlega við ú tveimur klukkutímum og get lialdið áfram að leita mjer að atvinnu nokkrar vikur enn. Og svo fer jeg þar að auki að hugsa um, livort maður ætti ekki að athuga þetta nánar. Það er ekki langt á milli tó-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.