Fálkinn


Fálkinn - 22.10.1943, Blaðsíða 12

Fálkinn - 22.10.1943, Blaðsíða 12
12 F Á L K I N N BEDRBE5 5IMEHDH i | Flæmska BUÐIN ist ekki taka nokkra vitund eftir Maigret. Þeir voru nú komnir út í storminn, áin riðaöi í eyrum þeirra og þeir heyrðu hvern- ig prammarnir skeltust saman. Machére gekk liægra megin við Maigret, er flutti sig von bráðar hinumegin, til þess að taka storminn af Maigret, sem hann taldi sjer fremri mann. „Haldið þjer að þau sjeu saklaus?“ „Jeg hefi ekki hugmynd um það. Eigið þjer nokkurt tóbak?“ „Því miður ekki .... Jeg skal segja yður, þeir hafa talað mikið um yður þarna í Nancy. Og því er mjer raun að. Því að þetta Peeters-fólk ....“ En Maigret hafði numið staðar og starði nú á prammana á ánni. Vegna þess að bátaumferðin hafði stöðvast virtist Givet nú vera orðin stærðar höfn. Þarna voru nokkrir stórir,' svartir stálskrokkar. Litlu timburprammarnir norðan að virtust vera eins og olíuborin leilcföng í samanburði við þá. „Jeg verð víst að kaupa mjer húfu,“ tautaði Maigret, sem mátti ekki sleppa hendinni af barðinu á harða hattinum sín- um. „Hvað sögðu þau yður?“ spurði Machére. „Auðvitað að þau væru sárasaklaus?“ Hann varð að lcalla til þess að láta lieyra til sín. Þeir voru um 500 metra fyrir utan bæinn, Givet, en Ijósin þaðan blikuðu eins og stjörnuþoka í fjarlægð. En að balci þeim var flæmska húsið við stormskýjaðan him- inn, o.g lagði daufa birtu úr gluggunum þar. „Hvaðan er þetta fólk ættað?“ „Frá Norður-Belgiu. Gamli maðurinn er fæddur einhversstaðar fyrir norðan Lim- burg, skamt frá hollensku landamærunum .... Hann er tuttugu árum eldri en konan hans, og er kominn yfir áttrætt. Hann var körfugerðarmaður og hafði fjóra menn í vinnu, og hafði verkstæði bak við húsið sitt. Það eru ekki mörg ár síðan hann hætti því starfi. En hann gengur algerlega í barn- dómi núna.“ „Þetta er efnafólk?" „Svo er talið. Þau eiga húsið, og það er vitað að þau hafa lánað prammakörl- um, sem ekki áttu peninga, til þess að þeir gætu keypt pramma sjálfir .... Þau eru ekki samskonar fólk og við. Líta öðruvísi út. Undir öllum kringumstæðum eiga þau nokkur hundruð þúsund franka, en eigi að síður selur gamla konan einiberjabrennivín yfir diskinn. Sonurinn á að verða lögfræð- ingur, auðvitað. Dæturnar leika á píanó og önnur þeirra er yfirkennari í stóru klaustri í Namur .... Það er meira en venjuleg kennarastaða. Hún er einskonar menta- skólakennari.“ Machére benti á prammana. „Helmingurinn af mönnunum um borð í þeim eru flæmskir. Og þenn er illa við að þurfa að breyta háttum sínum, þó að þeir komi í annað land, sjerstaklega að því er drykkj arvenj ur snertir. Frönsku prammakarlarnir ganga á krárnar niður við brúna, en þeir helgisku vilja helst ekki annað en belgiskt brennivín, ef mögulegt er að fá það. Og þeir vilja helst versla við fólk, sem talar þeirra eigið mál. Auk þess getur Peeters Selt franskar og belgiskar vörur jöfnum höndum, af því að húsið hans stendur á landamærunum. Og það er margra peninga virði. Stundum kaupa prammararnir hjá honum vistir til heillar viku eða lengri tima. Það eru viðskifti, sem horga sig, skal jeg segja yður.“ Stormurinn þrýsti yfirfrökkunum þeirra að fótunum. Það var svo hvast að sælöðrið dundi á þilfarinu á hlöðnu prömmunum. „Þau eru svo frámunalega sjervitur. Þeim finst það gera mun, að þessi búðarhola þeirra getur ekki beinlínis kallast drykkju- krá. Hver sem vill getur fengið sjer í staup- inu þar, en samt sem áður heitir þetta ný- lenduvörubúð; og kvenfólkið fær sjer neð- an í því líka, þegar það kemur að versla .... Það er áfengisverslunin, sem borgar sig best, þó að Peeters vilji aldrei viður- kenna, að hann reki drykkjukrá.“ „En þetta Piedbæufsfólk?“ „Það er gjörólíkt hinu .... Hann er næt- urvörður í verksmiðju. Dóttir hans var skrifari í sömu verksmiðjunni. Og strák- urinn vinnur þar líka.“ „Er eitthvað í hann varið?“ „Þvi er vandsvarað, en jeg efast um það. Hann virðist ekki vera neinn iðjumaður, ef marka má af þvi hve miklum tíma hann eyðir á billiardstofunni í Café de la Maire .... Hann er allra snotrasti piltur, enda veit hann af því.“ „Og systir hans?“ „Germaine? .... Hún hefir verið með fjölda af strákum í eftirdragi. Ein af þess- um, sem oft eru að kyssa pilta í skúmaskot- unum, skiljið þjer . . . . En hinsvegar er eng- inn vafi á því, að Joseph Peeters á króann hennar. Jeg hefi sjeð hann og enginn getur annað sagt, en að haun sje líkur honum . . Og svo ber vitanlega alt að sama brunni — Germaine kom í flæmsku búðina að kvöldi hins þriðja, og siðan hefir enginn sjeð hana.“ Machére var elckert smeykur við að segja það, sem honum bjó í brjósti. „Jeg hefi leitað hátt og lágt. Jeg fjekk meira að segja liúsameistara til að hjálpa mjer og við gerðum uppdrátt af húsinu eftir máli. Jeg gleymdi aðeins einu: þakinu .... Undir venjulegum kringumstæðum mætti að vísu ætla, að ekki væri fundið upp á því að geyma lík uppi á þaki. En af þessum ástæðum kom jeg aftur þangað í kvöld .... Jeg fann vasaklútinn, en ann- að ekki.“ „En hvað er um ána Meuse?“ „Einmitt! Jeg ætlaði að fara að minnast á ána. Jeg býst við að yður sje kunnugt um, að þegar fólk druknar í henni finnast líkin nær altaf við stíflurnar. Þær eru tíu, stíflurnar milli Givet og Namur. En svo kom þetta flóð, og sumar stíflurnar flutu á burt. Flóðið kom tveim eða þrem dögum eftir að ,glæpurinn var framinn .... Það væri tími til kominn, að þeir færu að gera eitthvað í því máli, því að stíflurnar bila nærri því á hverjum vetri. En þeta er mergurinn málsins. Og ef Germaine Pied- Haldiö áfram þessari FILMSTJÖRNLJ FEG RUNAR-S NY RTINGU Haldiö fast viö þá fegrunar-snyrtingu, sem byggist á sápu og vatni. ems og kvikmyndadísirnar gera. ■Eörist ekki þó að stu-ndum sje erfitt að ná í Lux handsápuna, því þjer getið gert hana tvöfalt cndingarbetri en hingað til Hið ilmandi löður þessárár sápu ei sv'o miklu ríkara cn venjulegra sáputegunda, að þjer fáið nægilegt löður eftir eina stroku með sapustykkinu, til þess að þvo hcndur yðar og handléggi jalnvel þó'að vatnið sjc hart E! vatníð er mjúkt ntegir þetta á andlit og háls líka Forðist eyðslu—geymiö Lux handsápustykkið þurt, og þá endisl það miklu lengur Walter Wanger-st|arnan IOAN BENNETT HANDSÁPAN X-LTS 640 4-939 /./U’£/v-framleiösla

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.