Fálkinn


Fálkinn - 22.10.1943, Blaðsíða 3

Fálkinn - 22.10.1943, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 Ágrip af sötju og starfi K. F. D. H. í Vaínaskógi Flntt á vioslDliátíð sumarskóla skógarmanna í Lindarrjóðri 1943 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavik. Sirni 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6 Blaðið kemur út hvern föstudag Allar áskriftir greiðist fyrirfram HERBERTSpren/. Skraddaratiankar. Sá er fyrsti gallinn á litlu þjóð- fjelagi, að þar þekkja svo að segja allir hver annan. Og illmennin nota sjer það og leyfa lyginni lausan taum- inn. Ekki þarf að fara mörg ár aft- ur í tímann til þess að minnast ó- fagurra viðburða — að svokallaður þingmaður, svífðist ekki að sletta þjófsökum á látinn andstæðing, eða reyna að níða andstæðinga sina niður með þvi, að afi þeirra hafi dæmt ranga dónia. Þessi orð hljóða eins og ljau væru aftan úr forneskju, enda eiga þau þar lieima. Það er ekki þessháttar orðbragð, sem bætir þjóðina eða eflir, heldur dregur það hana aftur á bak í sauröld og svartadauða. Menningu íslands hefir stórlega far- ið fram síðan Viðeyjarprentsmiðjan var til. Og þetta vita allir læsir ís- lendingar. En liinsvegar hefir sið- gæðinu farið furðu litið fram. Það vex máske nokkur ár, eins og trjá- jurt, sem gróðursett hefir verið á skjólgóðum stað. En sá er munurinn, að vísirinn í skóginum nýtur þess, sem hann þarf. En menningarvisir- inn stendur á bersvæði. Að honum er ekki aðejns leyft, heldur líka skylt að ráðast. Máltækið segir eitthvað um að einu gildi hvaðan gott komi, — og er þetta þjóðlega hugsað og talað. En nú eru til á íslandi menn, sem hugsa sem svo, að einu gildi hvaðan gott komi, og segja svo: Ef þetta er ekki frá mínuni flokki þá skal jeg berjast á móti þvi. En ef það er maður úr mínum flokki, þá skal jeg berjast fyrir þvi. Svo er nú það. Og það er enginn, sem vill bera skraddaranum á brýn, að hann ljúgi því, sem hann vildi sagt hafa. Meðan Alþingi er afdrep hræsnara, lausagopa og froðusnakka, þá er „ísafold illa stödd“. En það er þjóðin sjálf og flokksstjórnirnar, sem ráða, hvort betur ræðst eða miður. Jeg, sem þetta skrifa, get ekki úr flokki talað. Jeg hefi ekki kosning- arrjett í mínu eigin móðurlandi. Þessvegna skora jeg nú á „háttvirta kjósendur“ að undirbúa sig vel unair næstu kosningar á íslandi. Aðeins með þvi, að koma til dyr- anan eins og maður er klæddur, en hvorki láta Dani, Breta, Ameríku- menn eða Þjóðverja hafa þar nokk- ur áhrif á. Koma aðeins til dyranna, eins og maður, sem kemur til dyr- anna. Eins og íslenskur bóndi aust- ur í öræfum. Það er sjálfstæði. Það má segja, að „mjór sje mikils vísir“. — Það þótti tiðindum sæta, er Hvalfjarðarbáturinn lenti í Saur- bæ fyrir 20 árum og sjera Friðrik Friðriksson stje þar á land með dá- lítinn drengjahóp og hjelt upp í Vatnaskóg, þar sem liann liafði val- ið sjer stað í fögru rjóðri, er liann siðar nefndi Lindarrjóður. Mátti segja, að þeir væru land- nemar og frumbyggjar á þessum slóðum, og ættu því við ýmsa örð- ugleika að striða í fyrstu, en fyrir eldmóð og áhuga forgöngumann- anna sigruðust þeir á öllum örðug- leikum. Hafði sjera Friðrik sjer við hönd ágæta samstarfsmenn svo sem Hróbjart Árnason, Kristján Sighvats- son, Ingvar Árnason o. fl., en i Reykjavík liafði liann einnig ágæta styrktarmenn, svo sem Harald kaup- mann Árnason og marga fleiri. — Sjera Friðrik kom þá þegar heim til mín, því að við vorum skóla- bræður og góðkunningjar og fjekk hann aðstoð til þess að koma far- angrinum á ákvörðunarstað. Mjer var hin mesta ánægja að komu sjera Friðriks og nábýli hans, og heim- sóttuin við hvorn annan, er tæki- færi bauðst. Var sönn unun að sam- ræðum hans og glaðlegu viðmóti. Á sunnudögum kom liann ætíð með allan drengjahópinn til kirlcju og messaði oft, eða þá að jeg var fyrir altari, en hann stje í stólinn. Ferð- ir voru þá venjulega sjóleiðis og hafði hann fyrir sið, ef bíða þurfti að ganga i kirkju og flutti þá fagra ræðu, mintist hins mikla trúarskálds Hallgríms Pjeturssonar, sem um skeið var perstur hjer og allir minn- ast með lotningu og aðdáun, vegna hinna dýrlegu og ógleymanlegu sálma hans. Hann gleymdi ekki að útlista þelta fagurlega fyrir hinum ungu lærsveinum sínum, og er jeg viss um að þeir eiga fagrar endur- minningar frá þeim guðræknisstund- um, sem og dvöl sinni í Vatnaskógi. En livað er að segja um hina ungu drengi, sem voru í Vatnaskógi undir handleiðslu sjera Friðriks og aðstoðarmanna hans. Því er skjót- svarað, að þeir voru mjög prúðir, sátu stiltir í kirkjunni, sungu og hlýddu með athygli á það, sem fram fór. Einnig veitti jeg hinu sama athygli, er jeg var gestur í tjöldum þeirra, og einnig er þeir voru að leikum. Varð jeg aldrei var við ljótt orðbragð eða ósátt, eins og stundum má sjá og heyra á götum og að leikum barna i Reykjavík. En livernig var sumarskóli drengj- anna í Vatnaskógi? Því er best svar- að með því, að jeg sá sjera Friðrik eitt sinn faðma lítinn dreng, eins og væri hann faðir hans. Hann var öllum drengjunum sem góður faðir, og drengirnir elskuðu hann og virtu og lilýddu því fúslega leiðbeining- um lians og þeim reglum, sem settar voru. í þessum sumarskóla lærðu þeir fagra siði og prúðmensku, söng og leikfimi, bera virðingu fyrir fán- anum og hlýða á Guðsorð. — Jeg fann, að sjera Friðrik var okkur prestunum til fyrirmyndar, hvernig við ættum að koma fram við spurn- ingabörn vor, og eins er vjer værum að liúsvitja á heimilunum, svo að öll feimni barnanna hyrfi, og þau yrðu okkur vinveitt, og jafnvel hlökkuðu til heimsóknar okkar. Já, hann var hverjum föður til fyrir- myndar með börn sín. Jeg hef oft liugsað og sagt, að Saurbær væri ekki nema hálfsjeður, fyrr en komið væri í Vatnaskóg. Jeg söðlaði stundum hest minn og fór þangað ýmist einn eða með öðrum á fögrum sumardegi. Mjer fanst að þá ljetta af mjer öllum áliyggjum hversdagslífið og jeg vera svo frjáls og ljettur í lundu í þessari in- dælu kyrð, og jeg geta hljóður not- ið þéssarar miklu náttúrufegurðar, sem Vatnaskógur hefir að bjóða, og enda mun hefjast á hærra og æðra svið. Jeg skil því vel, að skáldandi Hallgríms Pjelurssonar hefir liafist hátt á slíkum hrifningarstundum, við þessi skilyrði, og sama máli gegnir um síra Friðrik Friðriksson. Síra Friðrilc hefir vígt og helgað Lindarrjóður. Báðir þessir andans menn liafa dvalið hjer og helgað staðinn. Hjer ríkir kyrð og friður, langt frá skarkala, ys og þys borg- arlífsins. Hjer er staður til helgra og háleitra. hugsana og tilbeiðslu. Hjer andar guðs blær og hjer fær andinn hafist hátt í bljúgri bæn og ákalli. Hjer er lieilagur staður og vjer tökum undir með skáldinu: Hjer andar guðs blær og hjer verð jeg svo frjáls, í liæðir jeg berst lil Ijóssins strauma, æ lengra, æ lengra að lindum 1 himinsbáls, uns leiðist jeg í sólu fegri drauma. Frh. á bls. U. Einar Erlendsson, húsasmíöameist- ari, varð 60 ára 15. þ. m. Frú Þóra Jóhannsdóttir, Þingholts- strœti 15, varð 65 ára 19. þ. m. Egill Denediktsson, framkvæmdastj., Tjarnarcafé, varð 50 ára 18. þ. m. Kristján Eriendsson, trjesmíðameist- ari og kaupmaður i Eikarbúðinni, verður 40 ára 23. þ. m.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.