Fálkinn


Fálkinn - 22.10.1943, Blaðsíða 14

Fálkinn - 22.10.1943, Blaðsíða 14
14 FALKINN SÆNSK KVIKMYND Nýjar stórmyndir, sem væntan- lega munu verða sýndar hjer bráðlega eru þegar fullgerðar. SÍÐAN stríðið skall á hafa sænsk- ir kvikmyndaframleiðendur eigi setið auðum höndum, en látið frá sjer fara ýmsar eftirtektarverðar kvikmyndir. Þær hafa eigi að- eins verið eftirtektarverðar sakir hins háa listræna mælikvarða, sem lagður liefir verið til grundvallar þar, heldur eigi að síður vegna hins, að þær hafa dirfst að segja mein- ingu sína um málefni, sem ef til vill mundu verða þyrnir í auga sumra erlendra þjóða, er þær fjalla um norræn efni og baráttu norrænna þjóða gegn erlendum kúgururri hæði fyr og síðar. Fyrir nálægt ári liðnu lcom myndin „Far þú í nótt“ fram á sjónarsviðið, en sú kvikmynd end- urspeglaði hina dramatisku sögu baráttu, er sænskir bændur háðu til þess að verða frjálsir á 17. öld, er frelsi þeirra var í voða vegna á- gengni útlendra fógeta. Þessi mynd er ennþá sýnd á sænskum kvik- myndahúsum. í iok ágústmánaðar í ár kom önnur kvikmynd fram á hvíta tjaldinu í kvikmyndaleilchús- um Svíþjóðar, og efni hennar er frásögn af hreystilegri og harðri baráttu bræðraþjóðar einnar, sem Svíþjóð á, og sem hefir verið her- numin af einu af stórveldunum, er nú eigast við í stríði. Myndin heit- . ir „Þar brennur eldur“ og hefir orð- ið stórkostlega eftirtektarverð. Hún byrjar á því að sýnt er dag- legt lif leikara við þjóðleikhúsið í þessu norræna landi, sem við er átt. Hermálafulltrúi erlends rikis er ást- fanginn af ungri og geðslegri leik- konu, sem er fremst í flokki stall- systra sinna við þetta leikhús. En um þessar mundir er hún að leika Rosaiind í hlutverki í leikriti Shake- speares: „Skógarlíf“. Viðtal þeirra, úr gamla leiknum, varpar nýrri, töfrandi birtu yfir efnið — og sam- band þess við núverandi ástand í heiminurn. Hermálafulltrúinn segir við leikendurna, að honum sjeu þeir kærir, og bvður þeim heim til sín eftir frumsýninguna. En rjett í því að veisla hans á að hefjast, fær hann tilkynningu frá sendilierra sinum um það, að landið eigi að takast hernámi í fyrramálið, og að það muni koma sjer vel, að gestir hans verði kyrrir hjá honum, til þess að draga athygli allra frá því, að nokk- ur hætta sje á ferðum. Hann býður við þesari ráðagerð um, að hann eigi að gerast einskonar Júdas i þessu lilutverki sinu, en verður að hlýða gefnum fyrirskipunum. Sam- kvæminu er tæplega lokið, þegar árásin er gerð á hið varnarlausa landi. Hinn göfugi vinur gerist alt í einu bitur fjandmaður. Innrásar- herinn óskar að fá starfslið Þjóð- ieikhússins til afnota, þegar í stað, til þess að hann megi yfir því ráða, en þeiri beiðni er svarað með blá- köldu nei-i. Af því leiðir, að leikhús- stjórinn er fangelsaður þegar í stað, en lítilsvirður dóni er settur i hans stað. — En þrátt fyrir þetta hefir hatrið og fyrirlitningin blossað upp víðsvegar um landið; frelsisást þjóð- arinnar verður ekki bæld niður. — „Aldrei skulu þeir merja okkur“ verður orðtak þjóðarinnar. Hin unga primadonna verður ein af fyrstu fórnarlömbum árásarrikisins. Hún er skotin banasári í sama augnabliki og hún er að lesa upp i leynisendi útvarpsins, „Frelsis-sendistöðin“, fallegt kvæði, þar sem þjóðin er hvött til þess að gefast aldrei upp gagnvart andliti myrkra'veldanna —- aldrei láta eldinn hætta að loga. Þetta gerist á sama stað sem elsk- hugi hennar var til þess kvaddur að láta skríða til skarar. Aldrei er í myndinni, sjerstak- lega á það minst, livaða land hafi átt kvæðið, sem hún las upp, en enginn er þó í vafa um hvaðan það sje.. í lokaþættinum sjest fjöldi af ungu fólki, sem hefir flúið yfir landamærin til nágrannaþjóðarinn- ar, sem enn nýtur þess að hún á frelsi og stendur og bíður, þráandi þess að þjóðin bak við snævi þakin fjöll —- hinumegin — fái að njóta þess lika. — — — Gustav Molander hefir haft á hendi leikstjórnina að þessari mynd. Hann hefir unnið það starf með al- gjörri kunnáttu og listfengi, og i hlutverkin hefir hann fengið ýmsa ágætustu leikendur Svíþjóðar. Sá sem leikur leikhússtjórann, er frum- höfundur kvikmyndanna sænsku, Victor Sjöström, sem byrjaði tilveru sína með því, að leika og stjórna „Terje Viken“ — kvæði Ibsens, Þor- geiri í Vík. Leikur hann þjóðleik- hússtjórann með afbrigðum vel. — Lars Hanson, sem — eins og Sjö- ström — hefir dvalið árum saman i Hollywood, leikur hernaðarmála- fulltrúann, og nær þar hámarki þess fruntaskapar, sem þjóð hans getur sýnt, með innblæstri leikgáfu sinn- ar. Aðal kvenhlutverkið leikur Inga Tidblad (besta leikkona Dramatiska Teatern á undanförnum áratug). Og má nærri geta, að hlutverkinu er óhætt í hennar liöndum. Augu henn- ar geisla stundum af ánægju þeirri, sem elska og ástúð ein getur fram- kallað, en þau brenna líka af heift og ógn og ofsa. Og þau lokast, eins og andi heilags elds sje að slokna. Karl Ragnar Gierow hefir samið leikinn, eftir hugmynd Gösta Stev- ens. Gierow hefir verið maður á liraðri framfarabraut. En hann hefir gert handritið að ýmsum bestu sænsku myndunum, sem fram hafa komið á síðustu árum. Iðnsýningí Stockholm Steinsteypa, sem hægt er að saga eins og timbur, en er þó ljettara en vatn, var meðal þess, sem mesta athygli vakti á iðnaðar- málasýningu í Stockholm í sumar. Fyrir stríðið voru haldnar í Stock- holm og Göteborg stórar iðnaðar- sýningar á ári hverju. Þetta hefir verið dregið saman, en í sumar sem leið var þó haldin iðnsýning í Stockholm, sem var á stærri mæli- kvarða væri en áður. Hún var köll- uð „St. Eiriks-sýningin“, en eins og kunugt mun vera öllum, sem Stock- liolm þekkja, er St. Eirikur vernd- ardýrlingur borgarinnar, frá fornu fari. Einkunnaorð sýningarinnar voru þessi: „Gegnum krepputíma — til friðarins“. En tilgangur sýn- ingarinnar var sá, að gefa almenn- ingi yfirlit um hversu sænslcum iðn- málum hefði orðið ágengt í þvi að komast yfir örðugleikana, en um leið að sýna hvað gera skal til þess að undirbúa þjóðina undir friðar- tímana, sem koma skulu. Nálægt 225 fyrirtæki sýndu fram- leiðslu sína þarna, en þriðjungur þeirra var frá vjelfræðitækninni. Meðal gerfiefna á sýningunni má Gerist áskrifendur Fálkans nefna nýtt efni, líkt gúmmí og heit- ir „Modotex“, sem ætlað er til þess að geta komið í stað leðurs i skósóla og þvi um likt. Meðal annara hluta á sýningunni voru ýms efni til bygg- inga og svo einangrunarefni t. d. steyptar liellur, nefndar „Siplorex“, sem eru svo mjúkar, að hægt er að saga þær með venjulegri timbursög, en þó ljettari en vatn. Þarna var lika sýndur ryðhreinsari, sem etur á burt alt ryð, og. hefir reynst að vera örugt hreinsunarlyf á járn, áður en það er málað eða málmhúð- að. K. F. U. M. Frh. af bls. 3. Það má öllum vera gleðiefni, að þótt síra Friðriks hafi ekki notið við um skeið, er starfi hans lialdið áfram af ágætum mönnum, og fje- lagið hefir með hverju ári eflst og dafnað, svo sem raun ber vitni. Hjer er kominn veglegur sumarskáli, sem getur rúmað fjölda manna og veitt skógarmönnum ágætt húsaskjól og allan aðbúnað, þótt úti geysi regn og stormur, ólíkt því, sem var í fyrstu. Það hefir þvi sannast hjer, að „mjór er mikils vísir“. Núver- andi forstöðumenn K. F. U. M. þeir Magnús Runólfsson og Ástráður Sig- ursteindórsson, guðfræðingar, auk margra annara góðra styrktarmanna liafa lijer lialdið uppi merki fyrir- rennara þeirra, síra Friðriks, og hans góða og heillarika starfi í þágu æskulýðsins. Þess er enn mikil þörf, að beina ungum drengjum inn á kristilega og trúarlega braut á þess- um byltinga og umbrota-tímum. Jeg veit um unga drengi, sem þrá að fá að dvelja hjer um tíma, og jeg veit, að þeir geta haft milcið gagn af dvöl sinni hjer, og þau hollu og kristilegu áhrif, sem þeir verða hjer fyrir, geta liaft ómetanleg áhrif á liinar ungu sálir þeirra, og mótað lifstefnu þeirra. Er það huglieil ósk mín og hinna fjölmörgu unnenda K. F. U. M„ að fjelag þeirra megi blessast og blómg- ast í framtíðinni, og að því megi auðnast að leiða hina ungu æsku á rjetta leið, vekja sanna kristlega trú í hjörtum þeirra. Það varðar svo miklu, að „undirstaðan rjett sje fundin“ og hinum ungu sje beint á rjettar brautir þegar i æsku, og er þeir eldast munu þeir ekki víkja af hinum rjetta vegi. Drottinn hefir blessað hið kær- leiksríka starf, sem hjer hefir verið unnið á liðnum árum, verkin sýna merkin, og vjer viljum biðja þess, að hann megi vera hjer enn með i verki á komandi árum, og starf K. F. U. M. bæði hjer i Lindarrjóðri sem og annarsstaðar, megi bera blessunarríka ávexti og árangur í framtíðinni, til sannra heilla fyrir æskulýð landsins. Einar Thorlacius. Yélaverkstæði Signrðar Sveinbjörassoiiai* Sími 5753 — Skúlatún 6 — Reykjavík Tekur að sjer viðgerðir á bátamótorum, alt að 25 hestafla. Prufukeyrum og innstillum vjelarnar að við gerð lokinni. Með þessu er hægt að gera gamla vjel sem nýja. Sendið mótorana í heilu lagi, til þess að hægt sje að gera þá í stand fullkomlega. Kanpi einnigr notaða mötora.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.