Fálkinn


Fálkinn - 28.01.1944, Blaðsíða 3

Fálkinn - 28.01.1944, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 Theodór Árnason: Seyðisfjörður í gamla daga VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavik. Simi 2210 Opin virka daga ki. 10-12 og 1-6 Blaðið kemur út hvern föstudag Allar áskriftir greiðis fyrirfram HERBERTSpren/. SKRADDARAÞANKAR Hinir sjerfróðu eiga ekki altaf upp á paliborðið lijá almenningi í þessu landi. Þegar fyrstu búfræð- ingarnir fóru að starfa lijer, lienli fólk gaman að þeim og kallaði þá ,,búslæpingja“ og þóttist fyndið. - Þegar farið var að vinna fyrstu verkfræðileg störf lijer, þóttist sá vísi Pjetur og Páll altaf sjá á því agnúana. Aldrei liefði liann Pjetur eða Páll liaft það svona, lieldur „einlivernveginn öðruvísi." — En hvernig — það er annað mál! Það þögðu Pjetur og Páll oftast um. Að vissu leyti er þetta eðlilegt. Öll sjerfræði er ung i iandinu, og bjer bafði lifað þjóð, sem varð að vera sinn eiginn þúsund þjala smið- ur, og gal verið það meðan alt lijakk aði í sama óhagganlega fari vesæl- dómsins og amlóðabáttarins. Hins- vegar fór svo, þegar atvinnubættirn- ir gerðust margbrotnari, þá þraut speki og brjóstvit Pjeturs og Páls. Pjetur gal ekki orðið vjelstjóri á togara nema liann lærði til þess. Og löggjafarvaldið gerðist svo blá- iegt að banna Páli að stýra skipi á milli ianda, þó að bann þekti á kompás, ef bann kunni ekki eitt- bvað talsvert í 'siglingafræði. En báðir voru þeir sannfærðir um að j)að væri bótfyndni að vera að skifta sjer af þessu. Þeir gátu búið eins vel og búfræðingar — búið af sömu fáviskunni og með sömu rán- yrkju aðferðunum og forfeður þeirra frá uppliafi íslands bygðar — því skyldu þeir þá ekki geta stýrt skip- um og notað brjóstvitið fyrir átta- vita? Stundum er verið að skipa sjer- fróða menn i nefndir til undirbún- ings þeim málum, sem eiga að koma fyrir þing. Svo kemur álitið, og þá fer oft svo, að þeir ósjerfróðu þykj- ast vita miklu betur, og láta brjóst- vitið sitt tæta niður álit, sem þeir sjerfróðu bafa gert. Þeir bugsa ekki út í, að gerðum þeirra svipar dálítið til þess að læknir væri skipaður í hæstarjett til þess að dæma um rjetl gildi bjeraðsdóma eða að lögskip- aðir bundabreinsunarmenn væru gerðir að prófessorum í læknadeibl háskólans. Það er ekkert til milli himins og jarðar, sem íslendingurinn tiefir ekki vit á. Þó að liann bafi aldrei átt i styrjöld þá veit bann miklu meira um bernað en þeir aumingjarnir MacArtbur, Montgomery, Alexander og Eisenhower. Pjetur og Páll telja það klaufaskap, að striðinu er ekki lokið fyrir löngu. Og þeir mega líka vita það. I. IÞItÓTTALIF Á siðasta tugi nítjándu aldar og fram yfir aldamót, var Seyðisfjörð- ur eittlivert mesta, eða jafnvel mesta atbafnapláss á voru landi. Væri nauðsyn á því, að einhver sem myndi uppbaf þessa atbafnatíma- bils og befði fylgst með þróuninni fram yfir aldamót, vildi segja þá sögu i heyranda hljóði, áður cn hún fellur 1 gleymsku. Þegar minst er á þetta merkis- og heiðurstima- bil Seyðisfjarðar nú, er eiginlega aldrei lengra farið en að nefna þrent, sem þessum fádæma miklu atböfnum bafi ráðið i svo litlu plássi og á þeirra tiðar mælikvarða: Otto Wathne, síldina og samgöngurnar. Watbne var norðmaður, sem til Seyðisfjarðar kom af hcndingu, á lientugum thna, fádæma þrekmaður og fádæma djarfur, bagsýnn, og heppinn. I sama mund óð síldin inn í fjörðinn og upp í fjörur. Og Watbne og síldin — það voru þau jarðnesku öfl, sem slcöpuðu sam- göngurnar, póst- og flutningsskipa- samgöngur við útlönd, einkum Nor- eg, sem tóku iangsamlega fram því, sem menn urðu þá við að búa t. ,d. bjcr í liöfuðstaðnum. Og Seyðis- fjörður gat þá jafnvel niiðlað öðrum landslilutum af sinum „auði“, eða öllu beldur alsnægtum á þessu sviði, því að skip Wathnes, og síðar Tliore skipin líka — fóru til Norðurlands- hafna og jafnvel ReykjaS'íkur. T. d. á meðan á Búastríðinu stóð, fengu höfuðstaðarbúar oftar en bitt nýjustn frjetlirnar um gang þess, frá Seyðis- firði. Það var því einkennileg til- viljun, að sæsímasamliandinu við út- lönd skyldi einmitt verða liagað þannig (1906), að erlendu skeytin komu fyrsl lil Seyðisfjarðar, þ. e. sæsimaendinn var tekinn þar í land og skeytin „umrituð“ norður um land til Reykjavíkur, og mun svo vera enn(?) En um alll þetta ætla' jeg ckki að fjölyrða í þessum greinaflokki. Seyðisfjörður var um ýmislegt ann- að en Wathne, síld og samgöngur, á undan öðrum kaupstöðum lands- ins, og um margt annað að minsta kosti sambærilegur, mjer liggur við að segja við liöfuðstaðinn, á þessu Rolf Joliansen, ungur. tímabili. Jeg ætla að drepa á nokk ur atriði af því tæi, og skal þá fyrst telja fram íþróitalifið á Seyð- isfirði. en íþróttaaldan, eða endur- reisn íþróttalífs á íslandi, sem nokk uð kvað að, tel jeg að raunveru- lega bafi byrjað á Seyðisfirði, ein- mitt á þessu sama tímabili (uml890) og jeg tel ennfremur, að það hafi verið fáeinir Austfirðingar, sem fluttu með sjer til Reykjavíkur, fyrsta íþróttaneistann, sem orðið g'at að báli, (1906) sem síðan liefir logað æ skærar og með æ meiri sug fram á þennan dag'. Og mikið furð- ar mig á því, að íslenskir íþrótta- frömuðir binnar yngri kynslóðar, sem belst liafa orðið opinberiega, skuli ekki enn bafa lagt það á sig, að rannsaka, livernig var um þessa sterku íþróttaöldu á Seyðisfirði á þessu tímabili, þegar ládeyða var hjér i liöfuðstaðnuni, og lítið að- bafst (1890—1906). Jeg liefi áður (1938) gefið þeim tilefni til þess, að rannsaka þetta og láta skrásetja, af manni eða inönnum, sem þeir álíta lil þess liæfa.1 Þvi að sannarlega er þessi þáttur Seyðisfjarðar jafn- vel merkari en uppbaf íþróttabreyf- ingarinnar i Reykjavik, röskum liálf- um öðrum áratug síðar. Og íþrótta- frömuðurnir á Seyðisfirði eiga það skilið, að þeirra sje minst á meðal Sbr. fáeina sundurlausa „iþrótta þætti," sem jeg skrifaði í sunnu- dagblað Vísis vetnrinn 1938 - '39. A. Jörgensen, bakari. bestu íþróttamanna, sem við böl'- um átt til þessa. Astæðan lil þess að þetta rifjast enn upp fyrir mjer í dag er sú, a í dag á sjötugsafmæli, sá maður, sem jeg ætla að bafi verið lang-fjölhæf- astur íþróttamanna á íslandi þá. Hann er að vísu norskur að ætt, en kom til Seyðisfjarðar 14 ára gamall, 1889, alskapaður íþrótta- maður, en varð brátt svo alíslenskur, sém nokkur erlendur maður getur orðið. Þetta er Rolf -eða Hrólfur Jobansen, eins og við nefndum bann jafnan. Svo að segja strax eftii að bann kom til Seyðisfjarðar, urðu þeir vinir, liann og sá bagi og liagsýni Seyðfirðingur, Friðrik lieit- inn Gíslason úrsmiður. Hann var naður kappgjarn, og í bonum kveikti Hrólfur þegar eldlegum ábuga á i- þróttum, og aldrei bætti Friðrik lieitinn fyrri, en bann ijek liverja þá íþrótta-list, sem Hrólfur sýndi honum í hvert sinn. Ekki nær mitt minni um þessa „dýrlinga“ mina lengra en aftur til 1894. Þá var jeg á fimta árinu. Það er lygilegt en satt, að jeg man greini- lega eftir þeim — og fáeinum ung- um mönnu niöðrum, fyrst eitt logn- vært vorkvöld þetta ár. Fyrir all-löngu bripaði jeg upp endurminningar um þetla kvöld og innan uin gulnuð blöð, með ýmis- konar pári, fann jeg þetta klór í dag, •— jeg gerði að því leit, þegar jeg Frli. á bls. 14. Friðrik Gislason Frá Seyðisfirði um aldamótin

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.