Fálkinn


Fálkinn - 28.01.1944, Blaðsíða 5

Fálkinn - 28.01.1944, Blaðsíða 5
F Á L K i N N Til hægri: Myndin er iekin nndir hvelfingu stjörnuturnsins og sýn- ir mann kikja á stjörn- urnar í einum af kík- irum stofnunarinnar. Til vinstri: Þetta er kgl. stjörnufræ ð i ngu r- inn í Greenwich, sir Itarold Spencer Jones, sem gegnt hefir starf- inu síðan 1933. hann tókst að loknm að full- nægja kröfu þeirri, sem gerð var al" konungi í stofnbrjefinu ffrá 1675, „að gera siglingalistina fullkoihna“. -• Sjómannaalmanakið eða „Nautical Almanac*' var mesta afrek Maskelynes. En eigi skiftir minna máli sú ákvörðun hans — sem fyrirrennarar hans höfðu hummað fram af sjer að gefa út reglulega skrár um athuganir stjörnuturnsins í Greemvich. Það var i tíð Maskelynes, sem enskuin manni, að nafni Harri- son tókst að smíða „Tímatelj- ara“ sinn, eða kronometer: klukku, sem getur gengið rjett um horð í skipi, þó að liún sje sifellt í ójafnvægi. Fyrir þetta fjekk Harrison 20.000 sterlings- punda verðlaun, sem má heita slórfje á þeirri tíð. Stjörnuturninn í Greenwich cr sá staður, sem kunnur er um allan heim vegna þess að ,,MeðaItími Greenwich“ er mið- aður við liann meðal farmanna um allan heim og flestir upp- drættir miða og við liann. Sain- kvæmt alþjóða samþykkt, sem gerð var árið 1883, var það tek- ið í lög, að lengdarhaugur sá, er gengur um Greenwich skyldi vera „null-baugur“ og allar lengdir á hnettinum taldar fra honum. Þessi baugur er þvi grunnlína allra fjarlægða lil austurs og vesturs, á sama hátt og miðjarðarbaugurinn er grúnn iína allra fjarlægða til norðurs og suðurs. Stundatal allra staða á hnettinum miðast því við Greenwich ,og sá tími gefur til kynna samnefnara þess tíma, sefn ákveðinn viðburður gerist á, þó að hann gerist hinsvegar á misinunandi tíma sólahrings- ins, eftir þvi hvar staðurinn er. Hilið milli hverra tveggja lengd- arstiga er í tíma fjórar mínút- ur, þannig að klukkustundar tímamunur verður milli hverra 15 lengdarstiga. Á tímum út- varpsins má heita að það sje nausynlegt hverjum eistaklingi að gera sjer þetta ljóst. Og tíma- merkinu frá Greenwich er nú úlvarpað um allan heim frá énska útvarpinu, með sex stutt- um tísthljóðum. Vjelin sem út- varpar þessu heimsfrægu liljóð- um er í heinu sambandi við klukkuna í Greenwich, en þar hefir núverandi kgl. stjörnu- meistari, sir Ilarold Spencer Jones unnið mikið að því að gera merkið sem nákvæmast. Sir Harold er heimsfrægur vísindamaður,* en hjer verður iítið frá honum sagt, vegna þess að grein um hann hirtist hjer í blaðinu ekki alls fyrir löngu. Hann hefir gegnl þessu emhætti sínu í tíu ár, en áður liafði liann verið stjórnandi stjörnuturns- ins á Góðrarvonarliöfða í Suður- Afríku. Meðal afreka hans í sljörnuvísindum má nefna, að hann hefir reiknað fjarlægð jarðarinnar frá sólu nákvæmar en nokkur maður á undan lion- um, en sú fjarlægð cr einskonar undirstaða allra annara mæl- inga í himingeiminum og nefn- ist „Solar Parallax“. Hann komst að þeirri niður- stöðu að sólin sje 93.005.000 míl- ur frá jörðinni, og getur ekki skeikað meiru á þeirri mælingu en 10.000 mílum of eða van. Fyrir þetta afrek fjekk hann liinn fræga heiðurspening kgl. stjarnfræðifjelagsins — úr gulli. í samhandi við þennan úl- reikning má minnast jiess að stjörnuturninn í Greenwich lief- ir ávalt lagt megináherslu á að álcveða með sem mestri ná- kvæmni stöðu sólarinnar, tungls ins og stjarnanna. h'ALLEG BÓK. Gimsteinn meðal bóka hefir ný- lega áskotnast Britisli Muscum i Lon- don. Er það svokallaður Bohuns-salt- ari, sem undanfarið hefir verið í eigu hertogans af Rutland. Var salt- arinn seldur fyrir 5.000 sterlings- pund, cn þrír aðilar lögðu fram and- virðið, nfl. Listaverkasöfnunarsjóð- urinn enski, 3000 pund, Bókasafns- vinafjelagið 500 pund og Britisli Mus- eum sjálft 1.5000 pund. Hjer birtist mynd af einni síðu Þetta liefir verið langt og erf- ilt verk, og almenningi finst það ef til vill óþarft, en það er ckki eitl einasta skip er um liöfin siglir, sem ekki nýtur góðs af þessu starfi stjörnuturnsins í Greenwich. bókarinnar, sem sýnir ljóst livítikl listaverk hún er. Myndirnar allar eru gerðar með mörgum litum og afar skýrar og slilhreinar. Ljet Humphrey de Bolnin, 7undi jarl af Ilereford skrifa saltara þennan fyrir sig, og er hann eitt af mörgum listaverkum i bókagerð, sem sú ætl safnaði að sjer, og þykir safn þetta eitl liið besla dæmi um bókagerð enskra list- manna frá 14. öld miðri og fram á 15. öld.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.