Fálkinn


Fálkinn - 28.01.1944, Blaðsíða 14

Fálkinn - 28.01.1944, Blaðsíða 14
14 F.ÁLKINN SEYÐISFJÖRÐUR. Frli. af bls. 3. frjetti um afmælisdag Hrólfs. Ein- hversstaðar birtist eitthvað af þessu, fyrir iöngu, en jeg ætla samt að láta fjúka hjer fáeina kafla úr þvi. Þá er svo komið, að þeir Hhólfur eru búnir að æra ungu mennina, jafn- aldra sína í kaupstaðnum með i- þróttaáhuga sínum, og nú er búið að stofna leikfimisfjelag, sem víst var búið að starfa einn eða tvo vetur innan húss, undir stjórn upp- gjafaliðþjálfa, dansks, sem Jörgen- sen hjet og var bakari. En í þessu gamla gulnaða handriti mýiu segir svo, m. a.: „Jeg krýp á stól út við gluggann, þar sem jeg liafði skemt mjer við að horfa á djarfa skíðaleikni Frið- riks og annara pilta og drengja. í Bjólfs-brekkunum, vetur'nn áður. — Næst húsinu er brunntorgið með vatnsdælunni. Þangað sækja kon- urnar vatn á öilum timum dags. Þetta er einskonar samkomustað-ir, þar sem dægurmálin eru ræddd og krufin til mergjar. Einkum hneyxlis málin, ef einhver gerðust slík. Öðru meginn við torgið, á vinstri hönd mjer, er bakariið, og þar er Jörgensen. Hann kemur oft fram í dyrnar, mjelugur, snöggklæddur með uppbrettar ermar. Þrekinn og saman rekinn, vel meðal maður á h.eð, handleggirnir kraftalegir og hend- urnar eins og sleggjur. Rúgbrauðin eru lika altaf vel hnoðuð Iijá bon- um. Hann er snoðkliptur, með jarpt alskegg, snyrtilega klipt i odd. Oft- ast er hann brúnaþungur og byrst- ur bæði i máli og á svip. En rftir að jeg fór að stálpast og kynnasl honum, Ijek mjer grunur á þvi að oftast væri þetta uppgerð, — jeg held að hann hafi altaf verið skelli- hlæjandi „innvortis.“ Nú koma ungir menn úr ýmsum áttum, í livítum buxum og ermalaus- um skyrtum, hlaupa yfir torgið og safnast í hóp á grasbala, sem er litlu fjær. Tveir koma með ein- livern óskapnað á milli sín, — bað er „liesturinn“, aðrir koma með stóran stranga, — það er „dýn:.n,“ einn kemur með „stökkflekann" og tveir koma með sína stöngina hver, og á stöngunum eru krossfætur — stökksnúru stengurnar. Jörgensen hverfur inn úr dyrunum, en kemur von bráðar aftur, uppstrokinn eg í bláum klæðisjakka, drifbvitum bak- arabuxum og ber sig all hermanniega Þegar liann er kominn til piltarna, heyri jeg inn um opinn stofugluggan óminn af hvellri rödd hans — skip- an! Piltarnir taka viðbragð, skipa sjer í raðir, teinrjettir, með hendur niður með mjöðmunum. En svo fer mjer ekki að litast á blikuna. Þeir fara að sprikla oll- um öngum og baða út höndum, eins og spriklkarlar, og láta i ms- um kjánalátum, — og hann pabbi minn er með í þessu!-----------“ Þarna sá jeg í fyrsta sinn á æf- inni, Ieikfimis og íþróttaæfingu. Jeg vissi ekkert, hvað áliöldin htetu, nje æfingarnar, en þegar til kom skynjaði jeg, óvitinn, að þarna var að gerast eitthvað fagurt — eitt- hvað, sem jeg ætlaði að reyna beg- ar jeg yrði stór —. En langsamlega bar þó meet á einum manni, og þó raunar tveim. Það voru þeir Hrólfur og Friðrik. Hrólfur gerði ýmisleg stökk, sem allir okkar þjálfuðu leikfimisir.enn gera nú að vísu, — „eins og aö drekka vatn úr glasi,“ —- en jeg' skynjaði bara að hann gerði þau fagurlega. Og þetta var ’94! Næstur kom jafnan Friðrik og gerði nú allt eftir Hrólfi, —• jafnvel heljar- stökkið. Eftir því sem þessi stökk urðu erfiðari, týndu þeir tölunni, sem reyndu. Og lieljarstökk gerði enginn eftir Hrólfi nema Friðrik. — Og þegar æfingunum var lokið, og pabbi kom heim, fjeklc jeg skýring- una á þessu öllu, sem jeg skildi þó ekki nema til liálfs, fyrr en siðar. — Veðurblíða var mikil á Seyðis- firði þetta sumar og hin næstu, og endurtóku piltarnir þessar æfing- ar á kvöldin, svo oft sem því varð við komið. En á öðrum stað, á liörð- um leirvelli, liöfðu þeir reist galga mikinn og háan, með fimleikahringj- um i löngum taugum, og til hliðar, leikfimis-stöng úr járni. Þangað fóru piltarnir ýmist á undan eða eftir æfingunum á grasbalanum. Þar sá jeg til þeirra einhverntíma um þetta leyti, — og það þótti mjer ægileg- ar aðfarir, einkum að sjá til þeirra Hrólfs og Friðriks í hringjunum, sveiflunar voru svo langar, og liátt farið i loft upp á báða bógana. Það má geta því nærri, að þetta vakti áliuga lijá drengjunum, sem á þetta horfðu. Og á daginn var ekki annað gert en að reyna að leika íþróttirnar, sem þeir liöfðu sjeð til ungu mannanna kvöldið áður. Fyrst um sinn varð jeg að láta mjer nægja að vera „hlutlaus áliorfandi“ — en jeg dróst brátt inn i þennan súg, og raunar löngu áður en mig gat grunað, að mjer veittist sú dýrð. Fln það er nú önnur saga. Einhverntíma á þessu tímabili kom Axel heitinn Tuliniús, siðar for- ingi islenskra skáta, til Seyðis- fjarðar, setlur sýslumaður í N-Múla- sýslu og bæjarfógeti á Seyðisfirði, — beint frá kóngsins Ivaupmanna- höfn, bráðfjörugur og iðandi allur af íþróttaáhuga. Mun íþrótta-<afrekin og áhuginn hafa náð hámarki sínu á meðan hann dvali á Seyðisfirði, (eitt eða tvö missiri). En annars var íþróttastarf hans mest á Eski- firði, því að þangað fór hann og' bljes íþróttaáhuga í Eskfirðingana. Þáttur þeirra Hrólfs og Jörgen- sens var merkur að mínu viti, og ætti að vera skráður miklu ítar- legar en jeg get gert. Naut þeirra beggja við, að minsta kosti til 1905. Þegar jeg kom fyrst í barnaskólann, um aldamótin, var búið að gera leikfiini að námsgrein í skólanum, og var Jörgensen kennari. En þegar Helgi Valtýsson kom að skólanum, 1904, sá eldheiti áhugamaður, dró Jörgensen sig í lilje, en Helgi tók við, og var einnig merkur hans þáttur í íþróttalifinu þar eystra. Jörgensen var strangur kennari. En það var gaman að hlýða skipun- um hans. Þær voru snöggar og hvellar eins og svipusmellir. Það var eins og þær væru magnaðar einhverju fjörkyngi, sem rafmagnaði neniendurna og Ijetti þeim allar hreyfingar — — “ segir loks í þessu gamla liandriti mínu. Um Hrólf vil jeg að endingu geta þess, að sennilega hefir ■ slcauta- íþróttin verið lians besta iþrótt. Jeg sá fyrst til hans kornungur, á skaut- um á Fjarðará, hjá brúnni. Það var dásamlegt! Jeg man það. En þá var jeg óviti. En jeg sá liann líka síðar, á Garðstjörninni, — stórri istjörn — þar sem hann hafði nægilegt svig- rúm, og jeg hefi engan íslending sjeð fara jafn fagurlega á skautum og Hrólf, — en við töldum liann og teljum íslending — nje leika jafn- erfiðar listir á skautum. Friðrik heitinn gerði að vísu flestar eða allar skautalistir Hrólfs eftir lion- um, en þó tæplega eins Ijettilega. F’riðrik var hinsvegar djarfastur allra ungra manna á skíðum, en skíðabindingar þektum við varla nema af afspurn, fyr en H. Valtýsson kom í hópinn, og eigi kunnum við lieldur að „stökkva“ — en gerðum það þó, og sennilega mjög svo klaufa ■ lega. Hjer verð jeg nú að nema staðar, um þetta efni. í dag er Hrólfur okk- ar sjötugur. Áður var liann spengi- legur og fagurlega vaxinn, mikill um brjóst, teinrjettur og mjór um mittið. Nú er liann all feitlaginn. En liann er enn frár á fæti og ljettur í lund, og liefir lífið þó ekki alltaf brosað við honum. Og til skanuns tíma hefir hann gert hinar ótrú- legustu stökkþrautir, ef honum liefir legið á að bregða því fyrir sig, t. d. meðan liann var á Reyðarfirði og var þar m. a. afgreiðslumaður póstskipanna. Gerði hann sjer þá oft lítið fyrir, að stökkva af skipum á land, slík stökk, sem fáir ungir menn vildu leika eftir honum. Jeg á Hrólfi, persónulega mikið að þakka og þó nokkuð margir fullorðnir menn aðrir, eru enn á lífi, sem liann vakti íþróttaáhuga hjá ungum, niinn- ast hans í dag með virðingú og þakklæti. /4. janúar 1944 Theodóv Árnason FRÁ LIÐNUM ÁRUM. Frh. af bls. 11. 1. Á fyrri hluta búskaparára föð- ur míns (1819—83), sagði liann, að hann hefði eit árið mist úr pest lömb þau er liann setti á vetur, öll nema 2 hrúta. 2. Árni bróðir minn, lireppstjóri á Reynifelli (d. 1891), sagði mjer, að eitt sinn er liann gekk til lamba á Keldum, eftir hrímfallsnótt, fann hann dauð úr pest 13 lömb, sem öll láu saman í einum hóp, eins og virtist að þau höfðu lagst fyrir um kvöldið áður. 3. Er ekki frá fyrstu hendi, og kann því að vera eilthvað ýkt. En er þó a. m. k. góð dæmisaga um tvenskonar lundarfar, og að menn eru oft misjafnlega skaðasárir. Heimildamaður minn var lika greind ur prýðilega og merkisbóndi, Kol- beinn Eiríksson í Stóru-Mástungu (d. 1913). Hann sagði svo frá: Ein- hverju sinni, fyrir fellirinn, i haust- smalamensku á Keldum, fundust 30 kindur dauðar úr pest, frá föður inínum. Og þá er þær voru taldar saman.hafi hann sagt: „Já, nokkrar 30 má psetin drepa, til þess að gera mig sauðlausan". Jafnframt þessu, sagði Kolbeinn, að sjer dytti altaf í liug annað dæmi: Eitt sinn um haust kom sjera Jó- hann i Hruna í liúsvitjún til Bjarna er var merkur stórbóndi og sauða- maður í Tungufelli. Sá prófastur þá tvo sauði pest-dauða þar á stjelt- inni, og mælti við Bjarna: „Er pestin nú farin að drepa lijá þjer, Bjarni minn?“ Bjarni svaraði: „Já, það koma nú ekki lengi tveir i Tungufelli“. Lækning. Einstöku men voru að reyna ýmislegt kák lil varnar pestinni. inngjafir og blóðtökur. Bn alt mun það hafa reynst mjög árangurslítið. Talið var betra að liýsa fje og gefa því vel á vetruin, en þó drapst það líka í húsum inni. En við liýsingu og gjöf var sá kostur, að með sí- feldri aðgæslu mátti oft sjá veiki kindanna, og farga þeim áður en þær urðu sjálfdauðar. Það var fyrst, laust fyrir síðustu aldamót, sem rofaði til um varnir gegn bráðafárinu. Þá var lekið tií að reyna bólusetning með tilbúnu efni úr nýrum pestdauðra lcinda. Gekk það að vísu skrikkjótt i fyrstu, svo sumt dó af bólusetningunni, en liinu, meirihlutanum var þar með bjargað. Og brált tókst að yfirstíga misfellurnar, með sjerstökum dugn- aði og áhuga Magnúsar dýralæknis Einarssonar, og framleiðanda bólu- efnisins, Jensens læknis í Kaup- mannahöfn. Við aidamótin Var á- hættan orðin lítil. Og eftir áð svo að segja annarhver maður fór að geta bólusett hjá sjer og nágranna sínum, má heita að pest þeÁsi sje alveg úr sögunni. -— Geta mætti þess máske um leið — þó lítt sje frjettnæmt eða fróðlegt: Á frúmbýl- ingsárum sínm lærði sá er línur þessar ritar, bólusetningu lijá M. E. dýralækni rjelt fyrir aldamótin. Og bætti því svo á búskaparönn (eftir hrun 13 húsa m. m.), að bólusetja á fáum árum 18 þúsund fjár (18105) í 18 hreppum í 3 sýslum. — Voru þá svefnnætur stuttar öðru livoru. Pestin lagðist mest á Vænstu lömbin og unga fjeð. En þótt bænd- ur margir lilytu búsifjar miklar af völdum pestarinnar og yrðu jafnvel nærfelt sauðlausir, urðu þeir samt að bjarga sjer sjálfir. Engum datt þá i liug að varpa allri þörf sinni á sjóði lands eða ríkis, og áliyggjum sínum á aðra. Menn kunnu þá að gera ineiri kröfur til sín en annara, og að leggja harðara að sjer en nú gerist. V. G. SÍMON DALASKÁLD gisti eitt sinn á bæ á Suðurlandi. Dóttir bónda var ung og ógefin, en talinn hinn besti kvenkostur. Hafði Símon glöggt auga í þessu efni, enda var liann talinn kvenhollur í frek- ara lagi. Fólkið svaf alt í baðstoí- unni, og er bóndadóttir fór að hátta um kvöldið kvað Símon vísur þess- ar: Með þvi nú er komið kvöld og kærstur liðinn dagur, rennur undir rekkjutjöld röðull klæðafagur. Sál mín brynni af Sjafnareld, sæl um njólustundir, ef hjá mjer rynni hýr í kvöld liringasólin undir. — Maður sem mætir altaf stund- víslega tapar aldrei neinu við það. — Ekki nema halftíma, sem liann bíður i hvert skifti eftir þeim sein liann á að mæta.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.