Fálkinn


Fálkinn - 28.01.1944, Blaðsíða 4

Fálkinn - 28.01.1944, Blaðsíða 4
4 F A L lv I N N Stjörnuturninn í Greenwich ALAN HUNTER segir í eftirfarandi grein sögu og frá starfi beirrar vísindastofnunar, sem íslendingar hafa þekst lengs<, cn það er stjörnturninn í Greenwich, skamt fyrir utan London. Um eitt skeið voru að vísu lengdarstig á hnettinum miðaðar við eyna Ferro, en sá baugur gengur um mitt ísland. En nú eru allir lengdarbaugar taldir frá Greenwich. Áður hefir verið sagt hjer frá kgl. stjörnufræðingnum í Greenwich, sir Harold Spencer Jones, en hjer segir frá ýmsum fyrirrennur- um hans og stofnuninni sjálfri. . Þessi mynd er af byggingu Greenunchstjörniiturnsins, sem var fnll- gerður 188!). Tnrninn ú bygginynnni, sem kíkirarnir miklti ern undir. er iOO enskum álnum fyrir austan Greenuiich-bauginn. Stóra-Bretland hefir nærfell þrjú hundruð ár haft konung- legan stjarnfræðing og átl stofn- un handa honum að vinna við. Upphaf þessarar stofnunar má rekja lil þess að hin milda sigl- ingaþjóð Bretiands þóttist ekki geta án þess verið að hafa stofn- un, seni gæti reiknað út og húið til töflur handa farmönnum, sem þeir gætn notað til þess að finna hvar þeir væru staddir hnettinum. Til þess þurfti ekki aðeins tæki lil staðarákvarðana heldur fyrst og fremst ákveð- inn depil, sem allir útreikningar miðuðust við. Eitt aðal starf konunglega stjörnufræðingsins i Greenwich er enn hið sama og það var á dögum Charles konungs annar's — sem kvað svo að orði i kon- ungsbrjefi, er hann gaf út árið 1675, samtímis því að liann skip aði opinberan stjörnnskoðara, að verlc hans skildi vera það, að „finna hina langþráðu lengd- argráðu á sjó, til þess að gera siglingarnar fullkomnar.“ Þannig er saga kgl. stjörnu- fræðingsembættisins hvorki meira nje minna en saga sigl- inga Breta, sem si og æ hafa verið að nema ný og ný heims- höf og hafnir. Aðvitað höfðu menn i þús- undir ára kunnað ýmsar aðferð- ir til að ákveða hnattstöðu skipa með miðunum við gang tungls og stjarna. En sá var þó ljóður á því ráði að enginn algild regla var til um þetta, því að menn vissu ekki til hlítar um gang himintungla, sem farmennirnir notuðu einkum sem „’leiðar- stjörnu". Þessvegna varð að taka saman „stjörnufræðilega tíma- skrá“ og til þess var hinn fvrsti konunglegi stjörnufræðingur i Englandi skipaður. Þegar skipa skildi í þetta vandasama embætti varð fyrir valinu tuttugu og álta ára gam- all klerkur, John Flamsteed að nafni, og þelta nafn Iiefir orðið ódauðlegt sem heiti hústaðar þess, sem kgk stjörnufræðingur inn á heima í . Það heitir Flam- steed House, í Greenwich. Það var hinn stórfrægi húsa- meislari, höfundur St. Pauls- kirkjúnnar í London, sir Christ- opher Wren, sem ráðlagði kon- unginum að reisa stjörnuturnin í Greenwich en ekki í London. Annars mundi hann sennilega iiafa verið reistur í einum stóru görðunum inni í London, nfl. Hyde Park. Það vildi svo til að konungs- fjölskildan átti lítið hús á Iiæð einni í Greenwicli, og hjer varð stjörnuturnin til áður en ár var liðið. Voru viðirnir i bygging- una teknir úr varðmannshúsi við eill liliðið á Tower í London og fluttir á bátum niður eftir Thames til Greenwicli, en járn og blý í liúsið var tekið úr Til- bury-virki. Nokkur hluti kostn- aðarins við bygginguna var feng inn með jiví að selja púður, sem konungurinn álti, — en hafði skemst, svo að það þótti ekki nýti til hernaðar. Þegar Charles konungur og ráðunautar lians reistu stjörnu- turn sinn í Greenwich fór jiví fjarri að þeir gerðu sjer i Iiug- arlund, að London mundi vaxa svo ferlega, sem raun varð á og þenja sig alla leið austur að liinu litla jiorjii Greenwich, og að iðjuver mundu rísa upp, sem orðið gætu lil þess að trufla mælingar og athuganir stjörnu- fræðinganna. Þó að Greenwich veri ávalt aðsetur stjörnuvísinda nútímans jiá verðnr stjörnuturn- inn samt fluttur fjær London, á annan hentugri stað, undir eins og styrjöldinni lýkur. Verður |)á valin staður, jiar sem loftið er tærara og þár sem hin við- kvænni athugunartæki stjörnu- turnsins truflast ekki af raf- magnsöldum frá iðjuverum og áhöldum í London og grend. Fyrsti konnnglegi stjörnu- meistarinn tók lil starfa í hinnm nýreista stjörnuturni í júlí 1676 rjettu ári eftir að hornstein- inn að stjörnuturninum hafði verið lagður. Það kom hrátt á daginn, að John Flamsteed var rjettur maður á rjettum stað. Hann kunni mikið í stjörnu- fræði enda hafði hann gert skrá yfir stjörnugeiminn, og enn- fremur liafði liann samið tölur um hreyfingar tunglsins og plá- netanna. Þá kom sjer það eigi síður vel að Flamsteed var afbragðs vjelsmiður. Þó að honum Iiefði verið fenginn stjörnuturn lil umráða, jiá fór j)ví fjarri að hann fengi tæki lil íannsókna sinna. Hann varð sjálfur að sjá sjer fyrir tækjum, og sum þeirra smíðaði hann sjálfur. Á næstu tólf árum eða þar um bil gerði Flamsteed eigi færri en 20.000 stjörnumælingar af hinni stökustu vandvirkni og aleinn endurskoðaði hann töflur þær um gang himintungl- anna, sem þá voru í notkun. Þess má og geta, að Flamsteed gerði fyrir Isaac Newton ýmsa þá útreikninga sem urðu lil þess að Iiann fann þyngdarlögmálið. Edmund Ilalleij varð eftir- maður Flamsteeds. Það var hánn, sem átli upptökin að þvi að Newton gaf út „Principia“ sín og hjálpáði honum til þess. Er liklegt að „Principia“ hefði aldrei komið á prent, ef Halleys hefði ekki notið við. Hann varð konunglegur stjörnumeistari ár- ið 1720 og var þá orðinn 64 ára gamall, en hafði lengi unnið að stjörnuvisindum. Þá voru tæki stjörnuturnsins orðin svo úrelt, að Halley varð að endur- nýja þau frá rótum, þau sem eftir voru. En flesl tækin hirti ekkja Flamsteeds og var hún þar í fullum rjetti sínum, því að Flamsteed hafði sjálfur ált flest þau-tæki sem hann notaði. Víðkunnaslur er IlalleV al' halastjörnunni, sem hann upp- götvaði og sem ber lians pafn, og síðasl var í „nágrenni" jarð- arinnar fyrir tæpum fjörutiu árum. Lá braut jarðarinnar gegnum eimþoku þá, sem er í „liala“ stjörnunnar. Reiknaði hann úl hraut stjörnunnar og sagði fyrir, hvenær hún mundi koma næst og stóðusl þeir reikn ingar; en hringferill stjörnunn ar tekur nálægt 7(i ár. Er Hál- leys-halastjarnan kunnust allra halastjarna, sem menn vita ít- arleg deili á í himingeiminum. En Ilalley sem um var sagt þegar hann var ungur: „Ef stjarna lendir á skökkum stað í himing'eiminum, þá er víst að Halley getur fundið liana var kominn yl'ir sextugt þegar hann hófsl handa um miklu merkara visindaafrek en að reikna út braut einnar hala- stjörnu. Þetta verk var hvorki meira nje minna en það, að fylgja braut lunglsins í samfelt átján ár — Iieilt tunglár, eða „Saros“ sem hinir fornu Kaldear kölluðu þau tímabil. Þeir konunglegu stjörnumeisl- arar, sem á eftir komu endur- bættu og juku jafnt og þjetl starf stjörnuturnsins, þangað lil svo var komið að þeim fimta í röðinni Maskelyne hjet

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.