Fálkinn


Fálkinn - 03.03.1944, Blaðsíða 5

Fálkinn - 03.03.1944, Blaðsíða 5
F Á L K I M M i) isl lil að lenda eða fœri af rjettri ieið. Þetla varð þó ekki og 10. des. 1919, kl. 3 síðdegis lenti vjelin í Sidney eftir fjögra vikna ferð frá Rnglandi. 1 CÍAMALLI V.JLL. Meira en átta ár liðu þangað til flogið var frá Englandi til Ástralíu á skemri tíma en þetta. Það gerði fieert Hinkler; vjel hans var Avro- Avian með 80 ha. loftkældum Cirr- ushreyfli. Flaug hann einn og var 15 og hálfan dag á leiðinni (7. - 22. febrúar 1928). Hinkler týndi líl'i fimm áruhi siðar, er hann var að reyna að endurbæta þetta met sitt. Þá fór hann frá Englandi 7. jan. 1933 og sagði ekki af ferðum hans fyr en fjórum árum síðar, er lík hans fanst hjá flakinu af flugvjel hans í Tuscanhæðum. Amy Johnson Mollison, sem nú er látin fyrir nokkrum árum. Met Hinklers stóð I mai 1930, þeg- ar Amy Johnson gerði áfangurs- lausar tilraunir lil þess að ryðja þvi. Hún flaug ein, í gamalli vjel er hún nefndi Jctson, frá Croydonflug- .velJinum við London til Port Dar- win á 1914 degi fyrsta konan, sein vann það þrekvirki. Tit Rangoon komst hún á skemmri tima en nokkur á undan henni, en þar skemdist vjelin í lendingu. Fór þá dýrmætur timi til spillis i viðgerð og auk þess var veður óhagstætt það sem eftir var leiðarinnar. KAPPFLUGIÐ MIKLA. Frægasta kappflug heimsins var James oy Amy Mollison, sem fluff’.i hvort eftir annaö frá Englandi til Capetawn og byrjuðu kappflugið mikla til Ástralíu og komust þá í einni lolu frá Englandi til Bagdad. James Mollison er 38 ára. kgl. IioUenska flugfjelagsins, sem fyrir slyrjöldina hjell nppi flugferðum milli Hollands og Java. Afríku fyrr en 17. febrúar 1920, en Ein af hinnm stórn flugvjelnm háð milli Englands og Ástralíu. Mac Robertson, ástralskur sætinda- kongur lagði fram verðlaunin. Flugið liófst morguninn 20. okt. 1934 i Mildenhall, 90 km. frá London Sextíu og fjórár flugvjelar liöfðu innritast en af þeim tögðu aðeins luttugu af stað. James og Amy Moilison (áður Johnson) urðu fyrst af stað í De Havilland Cometflugvjel sinni og vöktu alheimsathygli l'yrir að fljúga viðstöðulaust til Bagdad. En ör- skamt á eftii' þeir C. \V. A. Scotl og T. Gampbell Black i samskonar flugvjel. Scott og Black ftugu viðstöðulausl frá Bagdad til Altahabad og komust nú frarn úr Mollisonhjónunum. Vegna illviðris urðu þeir að fljúga niður við sjávarborð um 2200 km. vega- lengd. Frá Singapore til Port Dar- win var skyggni svo slæmt að þeý' höfðu ekkert nema mælitækin til að styðjást við og á leiðinni yfir Timor- haf bilaði einn hreyfillinn. Þrátt fyrir þc’ssi áföll og ýms fleiri komu þeir til Port Darwin 52 timurn og 35 mín. eftir að þeir ljetu í loft í Mildenhall'. Höfðu þeir bælt metið um meira en helming, því að það gamla var 109 tímar. Eftir að þeir liöfðu lireinsað vjel- ina í Porl Darwin flugu þeir til Melbourne og var þá einum tíma fátt í þrjá sólahringa siðan þeir fóru frá Englandi. Þótti þetta undur- samlegt þrekvirki. Önnur vjelin í þessu 19.700 km. kappflugi kringum liálfan hnöttinn var hollensk að gerð en smíðuð í Ameríku. Stýrðu henni þeir Par- meenteer og Moll og voru sex manns og 30.000 scndibrjef innanborðs. Vjelin kom við á átján fyrirfram ákveðnum stöðum, eins og um á- ætlunarflug væri að ræða, en var samt ekki nema 90 tíma og 18 mín. á leiðinni. Frá hagnýtu sjónarmiði var þetta flug, eins og vjelarinnar sem fjekk 3. verðlaun, engu minni virði en hinnar fyrstu. Turner og Pangborn hjetu þeir sem hrepptu þriðju verðlaun og not- uðu þeir stóra áætlunarflugvjel. Þeir voru 93 tíma og G mínútur. Mollisonlijónin gengu úr kappleikn um í Alláhabad en engin hinna þátttakendanna komst leiðina á skemri tíma en gamla metið var. Tveir enskir keppendur, Gilman og Baines fórust á leiðinni, skönnnu eftir að þeir liöfðu lagt upp frá Róm. FLUGIÐ í AFRÍKU. Flugvjelin lagði ekki undir sig þá komst Alan Cobliam fljúgandi frá London til Capetown, en það er um 13.000 km. leið. Var liann 94 stundir á flugi, en alls tók ferðin þrjá mánuði. Cobliam var ekki að reyna að setja nýtt met; liann var gerður úl af flugfjelaginu Im- perial Airways til þess að kynna sjer leiðina og flugskilyrðin frá Cairo til Höfðaborgar. Hann notaði De Havilland „50“-fIugvjel með 385 ha. Jaguarhreyfli, loftkældum. VatnskæJdir hreyflar höfðu gefisl illa í Afríku. Á suðurleiðinni fór Cohliam sjer að engu óðslega, tók myndir og skoðaði cins marga lendingarstaði og hann gal komist yfir. Hréyfillinn reyndist ágætlega. í bakaleiðinni frá Höfðaborg l'laug liann á 9(4 degi til Kairo, en það eru 8800 km., og þaðan til London á sex dögum. STÆRSTI FLUGBÁTUR í HEIMI. Næsta ár fór Cobham, sem síðan var gerður sir, nýja könnunarferð til Afríku. Var liann nú í flugbát úr málmi eingöngu (Sliort Singapore) með tveimur 050 ha. Rolls Royce Condorlireyflum. Vjelin vóg tíu smá- lestir fulllilaðinn og var stærsta sjó- flugvjel, sem þá hafði verið smíðuð Frú Cobham var farþegi í þessari 30. 000 km. flugferð. Lagt var upp frá Rocliester 17. nóvember 1927 og flogið um Mar- seilles og Malta til Benghazi i porð- ur-Afriku. Þaðan til Alexandriu, um Victoriavatn, Tanganyika og Nyassa og um Beira á austurströnd Afríku. Frá Beira var flogið yfir sjó til Capelown og þaðan til Portu- gal með mörgum viðkomustöðum, Leiðangurinn kom aftur til Roc- hester eftir sjö mánuði og hafði elck- ert orðið að á allri leiðinni. Þótti liafa tekist að sýna að flugbátar væru lientug samgöngutæki á lang- leiðum. Einnig liafði Cobham safn- að fjölda upplýsinga um Afríkuflug. FRÆGIR METAMEISTARAR. Áberandi i metaflugkeppni tij Capetown voru .1. A. MoJlison og Amy Jolinson, sem um eilt skeið var kona lians. 1 mars 1932 flaug Mollison, sem þá var metliafi á leiðinni frá Englandi til Ástralíu, til Capetown á fjórum dögum og 17(4 tíma í Puss Motli flugvjel með 120 ha. Gipsy-lireyfli. í nóvember sama ár lækkaði Alny Jolinson þetta met um 10 og hálfan tíma, og flaug hún í samskonar vjel. Og i maí 1930 flaug saina konan leiðina á þremur dögum og 10% tíma. Slór farþegavjcl yfir skýjunum. í framtíðinni verður flogið miklti hterra en ná, spá þeir fróðu. Þar er mótstaða loftsins minni og flug- hraðinn verður þvi meiri.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.