Fálkinn - 24.03.1944, Síða 9
F Á L K I N N
9
„Jeg lærSi rafmagnsfræði," sagði
Costello stutt.
Eftir nokkrar spurningar ennþá
snjeri Kestry sjer að hinum mann-
inum, litlum og feitum manni með
gleraugu. — ,,Þjer eruS hr. Jules
Hammel?“
„Já.“
„EruS þjer í fjelagi viS hr. Cost-
ello?“
„Já.“
„Og kynnum ySar viS Enston er
líkt varið og hans?“
„Já.“
„HvaS voruS þiS aS tala um í
veisluníii í gærkvöldi?"
„YiS vorum aS tala um aö slá okk-
ur saman — ef til vill. Jeg liefi
nefnilega líka mikinn áhuga fyrir
bómullarverslun. Og eitt af fyrir-
tækjum Enstons var bómullariðnaS-
arverksmiðja. Hlutabrjefin hans eru
i háu verSi, en þaS eru okkar ekki.
Við vorum að vona aS fá hann í fje-
lag við okkur.“
„Hvað sagði Enston um það?“
„Hann gaf lítiS út á það. Honum
fansl við ekki geta hoSið fram nægi-
lega góða tryggingu.“
„UrSuS þiS saupsáttir út af þvi?“
„Nei, ef kaupsýslumenn yrðu saup-
sáttir útaf öðru eins smáræði mundu
allir Wall Streetmenn vera óvinir
í dag.“
„VitiS þjer hversvegna Enston
skaut sig?“
„Nei.“
p/"ESTRY liafði ekki fleira að segja
við gestina og sagði að þeir
mættu fara.
„Einkennilegt morð,“ sagði Andy
þegar þeir voru orðnir einir.
„Hvaða morð eruð þjer að tala
um?“ sagði Kestry. „Enston skaut
sig sjálfur."
„Já, það gerði liann,“ sagði Andy
„En samt var liann myrtur. Þessir
tveir menn neyddu hann til þess að
skjóta sig.“
„Hvað eigið þjer við? — með fjár-
þvingun?“
„Nei,“ Andy strauk fingrunum um
hárið. Hann vissi að Enston skaut
sig sjálfur, því að enginn annar hafði
getað gert það. Nema Fowler —
þjónninn hans. En það ljetu þeir
sjer ekki detta í liug. „Jeg held að
þeir liafi þröngvað honum til þess
að gera það.“
„Hvað í ósköpunum eruð þjer að
segja, maður?“
„Enston var fús til að gera allt
hugsanlegt til þess að gleðja börnin
sín.“ Kestry opnaði munninn og
ætlaði að fara að segja eitthvað, en
Andy hjelt áfram: — „Costello og
Hammel urðu að liafast eitthvað að.
„Bómull hefir verið í mjög lágu
verði núna lengi, en lilutabrjefin i
Cosmopolit, fyrirtæki Enstons, voru
i háu vérði. Costello og Hammel
áttu um tvennt að velja, annaðhvort
að þröngva Enston í fjelagsskap
við sig eða að neyða hann til að
l'remja sjálfsmorð, svo að Cosmo-
polit-hlutabrjefin fjellu i verði og
þeir gætu keypt þau fyrir slikk.
Ef þjer lítið á gengisskráninguna í
dag þá munið þjer sjá, að öll hluta-
brjef, sem Enston er viðriðin, hafa
falliS stórkostlega — maður i lians
stöðu getur ekki framið sjálfsmorð
án þess að það hafi áhrif í kaup-
liöllinni. Þegar fyrri leiðin mis-
tókst reyndu Costello að Hammel þá
siðari.“
„Hvaða bölvað bull er þetta?“
sagði Kestry ergilegur.
„Sáuð þjer ljósmyndirnar í stof-
unni?“ spurði Andy.
„Nei, jeg tók ekkert eftir þeim.
„Það voru myndir af fjölskyld-
unni. Á einni þeirra sjest Enston
vera að leika sjer að krakkajárn-
brautarlest. Á annari er hann að
draga upp hringekju. Börnin horfa
á, en það er greinilegt aS Enston
er sá sem skemtir sjer best. Hann
var alltaf að kaupa leikföng handa
börnunum. Og hann liafSi sjálfur
gaman af leikföngum."
„En hvaS kemur þetta eiginlega
morSinu við?“
„Costello er meistari i að smíða
allskonar rafmagnsleikföng og þess-
háttar,“ sagði Andy. „Það var vindla-
kveikjarinn lians, sem vakti athygli
mína á þessu. Og pappírsaskjan á
borðinu í svefnherbergi Enstons. —
Fowler sagði, að annarhvor Hammel
eða Costello hefðu komið með hana.
Hafið þjer hana hjerna?“
„Já, einhverstaðar í liúsinu. Jeg
skal láta nálgast hana.“
Kestry liringdi og von bráðar var
komið með öskjuna. Hún var alveg
mátúlega stór.
„Þeir gáfu honum skannnbyssuna
i öskjunni,“ sagði Andy.
„Og svo skaut hann sig án þess
að vita hvaS Iiann vár að gera?“
„Já, einmitt," svaraði Andy. —
„Hann vissi ekki hvaS hann var að
gera.“
„Nei, nú eruð þjer að lilaupa á
yður,“ sagði Kestry háðslega.
„Ivomið þjer og borðið hádegis-
verð með mjer,“ sagði Andy. „Jeg
veit af nýjum stað.‘
, „Gott og vel.“ Keslry tók hattinn
sinn og þeir fóru niður og náðu í
bifreið. Andy nefndi staðinn, sem
ekið skyldi á. Bifreiðin nam stað-
ar fyrir utan hús eitt í Park Avenue.
Þeir fóru inn i lyftunna og Andy
sagði eitthvað við lyftudrenginn sem
Kestry lieyrði ekki.
Japani í einkennisbúningi tók á
móti þeim.
„Lögreglan!“ sagði Andy og ýtti
honum til litiðar. Og svo fóru þeir
Kestry inn i skrifstofu eina án þess
að nokkur fengi ráðrúm til þess að
stöðva þá. Sá japanski kom á eftir.
„Afsakið þjer — en Costello er
ekki heima.“
Andy svaraði elcki. Hann litaðist
um' í stofunni og augun námu stað-1
ar við gamalt skrifborð. Það var
slitið og skaddað og á þvi lá hönk
af rafleiðsluþræði, skrúfur og alls-
konar verkfæri. Andy opnaði skúff-
urnar. Þar var fullt af allskonar
verkfærum. Ein skúffan var tæst,
en Andy tók sporjárn og sprengdi
hana upp umsvifalaust.
Upp úr skúffunni tók hann for-
niklaða skammbyssu. Hún var ná-
kvæmlega eins og sii, sem Enston
hafði skotið sig með. Andy reyndi
á gikkinn. Svo miðaði liann skamm-
byssúnni þannig að hlaupið stefndi
beint á augað og þristi á gikkinn.
„Einmitt svona liefir Enston hald-
ið skammbyssunni,“ sagði liann.
„Hvað í ösköpunum meinið þjer
með þessu,“ sagði Kestry óþolinmóð-
ur.
„Þelta er leikfang Enstons,“ sagði
Andý. Hann gægðist inn í lilaupið
og þrýsti á gikkinn — þrýsti og
sleppti á víxl. Eittlivað suðaði inn-
an í byssunni, eins og hjól færi að
snúast, þegar þrýst var á gikkinn.
Kestry starði inn í lilaupiS og sá
Hann sá kvikmynd, er sýndi dreng
lítin ljósblett inni i svörtu opinu.
sem var að skjóta á innbrotsþjóf
með grímu fyrir andlitinu. Þetta
var lítið leikfang en skrítið. Eftir
tíu mínútur hvarf ljósbletturinh aft
ur.
„Þetta er gjöf Costellos til lilta
drengsins hans Enston,“ sagði Andy
rólega. „Hann uppgötvaði þetta sjálf-
ur og smíðaSi byssuna sjálfur. —
Þekkið þjer ekki þessi vasatjós, sem
starfa án rafhlaða? Maður þrýstir
fingrinum á fjöður og þá fer svo-
lítil rafmagnsvjel af stað. Costello
smíðaSi þessa rafmagnsvjel og kom
henni fyrir í skeftinu á skammbyss-
unni. Og svo kom liann fyrir ofur-
lítilli filmræmu. Þetta var skemti-
legt leikfang og þeir fóru meS það
til Enstons. Þegar hann neitaði að
ganga í fjelag við þá sýndu þeir
honum leikfangið og sögðu að dreng
urinn hans ætti að eiga það. En áður
en þeir fóru höfðu þeir skifti á
leikfanginu og annari skammbyssu
með kúlu i.“
„En þeir gátu átt á hættu að það
yrði sonur Enstons, sem yrði fyrir
skotinu,“ sagði Kestry.
„Sei, sei, nei. Þeir vissu upp á
hár að Enston mundi fara að fikta
við leikfangið undireins og liann
væri kominn upp aftur. Og til vonar
og vara mintu þeir liann á það áður
en þeir fóru. Svona gerðist nú þetta.
Jeg er ekki aniiað en vesætl lögreglu-
söguhöfundur, Kestry. En — blind
hæna getur líka fundið byggkorn.“
Kestry brosti súr á svipinn og
tók símann.
Flestir þeirra þýsku striðsfanc/a, sem fluttir eru til Uret-
lands, hafa verið teknir á þýslaim skipum, sem beðið hafa
lægri hlut l viðureigninni við bandamenn. — Myndin sýnir
þýska fanga, sem verið er að leiða í tand í enskri höfn. Er
bundið furir augun á þeim svo að þeir sjái ekki hvert þeir
fara. Þessir fangar voru leknir scytján saman, af þýsknm kaf-
báti sem skolinn var l Atlantshafi
TEKNIR TIL FANGA VIÐ ORTONA.
Orustan um bæinn Ortona á Adriahafsslrönd varð ein sii
snarpasta, sem 8. herinn hefir háð á Ítalíu, og voru það Canada-
menn sem báru þar hita og þunga dagsins. — Iljer á myndinni
sjást tveir þýskir fallhlífahermenn, sem teknir voru höndum
í viðureigninni. Annar þeirra er með járnkrossinn.