Fálkinn


Fálkinn - 12.05.1944, Blaðsíða 6

Fálkinn - 12.05.1944, Blaðsíða 6
6 F Á L K I N N - LiTLfi snsnn - JAKOB FRÍMANN : Gatið á rúðunni EF AÐ BÓKIN hefði ekki legið á gólfinu við hliðina á mannin- um í stólnum, og ef hann hefði ekki verið með kringlótt gat á enninu, mundi engum liafa dottið annað í hug en að lninn sæti þarna og væri að hvíla sig. En maðurinn var stein- dauður. A einni rúðunni i glugganum beint á móti manninum, var líka gat, álíka stórt og gatið á enni mannsins. Þetta var það fyrsta, sem lögreglu- könnuðurinn tók eflir. Auk lians voru tveir lifandi menn i stofunni. Annar var Bergström, hægri liönd hins látna, sá sem liafði kallað iögregluna. Hann var ósköp óveru- legur maður, sem virtist taka sjer afar nærri hvernig liúsbónda hans hafði reitt af. En hinn var Borg, bifreiðastjóri hins látna, sem Bergström hafði kallað til, niður í bílskúrinn, þegar hann sá hvernig komið var. Hann var iiundslegur á svipinn, og eins og rekinn upp i hrútsliorn — morð- ið hafði auðsjáanlega ekki liaft vit- undar áhrif á hann. Honum virtist standa alveg á sama um það. Lögreglukönnuðurinn yfirheyrði Bergström fyrst. — Þjer heyrðuð skothveli, og gler brotnaði, og flýttuð yður þá hingað inn. Var það ekki svo? — Jú, og þegar jeg sá hvar for- stjórinn sat þarna í stólnum, þá hjelt jeg fyrst í stað að ekkert væri að, en svo tók jeg eftir að bókin lá á góifinu. Þá datt mjer fyrst í hug að forstjórinn hefði sofnað, en svo kom jeg nær, og sá það að ógurlegur atburður hafði gerst. Lögreglumaðurinn snjeri sjer þvi- næst að bifreiðastjóranum. — Og hvar voruð þjer þegar þetta skeði? — Jeg geri ráð fyrir að jeg hafi verið í bílskúrnum. — Þjer „gerið ráð fyrir“? — Já, jeg var ýmist utan bilskúrs- ins cða innan, svo að jeg veit ekki hvort jeg liefi verið úti eða inni þegar þetta skeði. — Heyrðuð þjer skothvellinn? — Jeg heyrði alls ekki neitt fyrr en hann Bergström þarna kom æðandi út, og sagði að það væri búið að myrða forstjórann. — Mjer finnst það einkennilegt hvað yður finnst það alveg gilda einu, sem skeð hefir. — Hversvegna ætti mjer ekki að standa á sama um það. Iiann var asni, ef satt skal segja, og mesti viðbjóður. Hann setti út á allt, sem jeg gerði, og hann lækkaði líka við mig kaupið, svo að eiginlega hefði jeg átl að fara frá honum umsvifa- laust. Jeg hafði enga ástæðu til þess að láta mjer lika vel við hann. Lögreglukönnuðurinn kinkaði kolli Hann hafði heyrt forstjórans getið, að hann væri mesti harðjaxl og erfiður í umgengni. — Eiga fleiri heima hjerna á heimilinu? spurði hann svo. — Ekki nema konan mín, sagði Bergström. Hún var hjerna uppi á lofti. Hún er veik. Jeg vil ekki ónáða iiana. — Það er best að hún komi niður samt. Jeg verð að yfirlieyra ykkur öll. Bergström liikaði við. — Jeg vildi helst að hún l'engi að sleppa við það núna. Hún er.... veik. Bifreiðastjórinn fussaði og kveikti sjer í vindlingi. Lögreglukönnuður- inn þagði. En alit i einu kom hánn áuga á eitllivað, sem lá hjá stól myrta marinsins, og hann beygði sig og tók það upp. Þeir tveir hinir góndu á hann þeg- ar hann gekk út að glugganum og fór að athuga gatið á rúðunni. Svo leit liann snöggt við og sneri sjer að Bergström": — Maðnrinn hefir ekki dáið fyrir kúlu„ sem hefir farið gegnum rúð- una, sagði liann. Gatið á rúðunni varð ekki til fyr en eftir morðið. Bergström náfölnaði. -- Bergström jeg verð að taka yður fastann, sem grunaðan um þetta morð, — þjer hafið sjálfur sagt, að bifreiðastjórinn hafi ekki verið hjer inni i húsinu, þegar það bar að. Þessvegna kemur ekki til mála að hann liafi framið það. Bergström hörfaði tvo skerf aftur á bak, en nam staðar þegar lögreglu- könnuðurinn stakk hendinni ofan i vasann. — Hversvegna haldið þjer að jeg hafi gert þetta? sagði hann. Þjer hafið engar sannanir gegn mjer. — Jeg held það vegna þess, að það eru leifar af púðri innan á rúðunni. Og það sannar, að einhver hefir skotið gegnum rúðuna innan frá, til þess að þannig skildi líta út sem skotið, er varð forstjóranúm að bana, hefði komið utanfrá. Lögreglukönnuðurinn tók nú upp úr vasanum það, sem hann hafði hirt upp af gólfinu við stólinn. — Það var kvenvasaklúlur, merktur bókstafnum K í eitt hornið. Bergström greip báðum höndum um eitt borðsliornið og hrópaði: — Já, það var jeg, sem drap harin. Hann iagði konuna mína í einelti, og þessvegna drap jeg hann. Hann var þorpari. Jeg kom lieim fyrir kiukkutíma og þá var konan mín hjerna inni. Jeg varð viti mínu fjær. Þau sáu mig ekki og jeg flýtti mjer að ná í skammbyssuna niína, sem lá í skúffunni í náttborðinu mínu. Þegar jeg kom hingað aftur sá liann mig og tók upþ skamnibys.su úr skrifborðsskúffu sinni og skaut — en jeg skaut fyrst. Bergström tineig niður í stól. — Lögreglukönnuðurinn leit lil bílstjór- ans og liann aftur til Bergströms — nú var meðaumkvun i augna- ráði hans. Og svo fór liann út. — Þetta er liart fyrir yður, sagði innboðsmaður laga og réttar, en þjer verðið að koma með mjer samt. Og svo verður rjetturinn að teiða málið til lykta. — Hversvegna ætlar þú að gift- ast yfirlögregluþjóninum? — Jeg má til. Það er brot á lögum að sýna lögreglunni mótþróa. ThEodúr Rrnason: r Operur, ERnnni Efniságrip: Fjögra-þátta ópera eftir ítalska tónskáldið Verdi. Textinn stíl- færðnr upp úr harmleik Victurs Hugo, „HernanV'. Frumsýning í Feneyjum 9. rnarz 184-b. Þegar óperan var fgrst sýnd í Paris (18b6), varð það að sainkuinn- lagi við Hugo, að psrsónurnar voru látnar vcra ítalskai• í stað spanskra o. s. frv. en Jjví hefir ekki verið sinl. síðan. Verdi átti í talsverðum erjum út af þessari óperu, og var jafnvcl meira tekið eftir lienni þéssvegna, þegar til kom, en ef til vill liefði annars orðið. Var óperan fyrst sýnd í Feneyjum (1844) eins og getið er um hjer að framan, og þá tekið með fádæma fögnuði. En þegar átti að fara að sýna liana annarsstaðar t. d. í París, reis frakkneska. skáldið Victor Ilugo upp „á afturfótunum“, og heimtaði að hún yrði bönnuð. Textinn var saminn upp úr harm- leik Hugos, „Hernani," og þótti Hugo sjer mjög misboðið með því, hvernig með lians verk væri farið. Varð mikill liávaði út af þessu, og jafnvel málaferli, þó tókst um síðir að sefa Hugo og ná sættum við hann. Og varð þetta til þess eins að vekja feikna mikla athygli á óperunni. Varð hún þegar mjög vin- sæl og er enn, enda er hún ástriðu- þrungið snilldarverk frá hendi tón- skáldsins, og hefir á sjer öll bestu og göfugustu einkenni Verdis. Leikurinn gerist í Aragon á Spáni, árið 1519. Konungurinn liefir gert Ernani, son hertogans af Segorbiu, útlægan, en hann liefir síðan gerst foringi illræmdra ræningja. Hann er ástfanginn af Elviru, ungri mey af spönskum aðalsættum, sem einnig ann honum. En þegar liann frjettir að hún sje lieitin Don Gomez de Silva, öldruðum aðalshöfðingja, á- kveður hann, að skerast þar í leik- inn, og hafa meyjuna á brott með sjer, ef þess sje nokkur kostur. Þegar hæst stendur undirbúning- ur undir brúðkaup de Silva og Elviru, kemur Carlos Spánarkonung- ur inn í herhergi brúðurinnar, tjáir henni ást sína og freistar að hafa liana á brott með sjer, úr kastala föður hennár. Hún æpir upp, og koma þeir á vettváng, Ernani og Sílva. En Ernani var þá þangað kominn sömu erinda og konungur. Silva skorar þegar báða keppinauta sína á liólm, en í sömu andránni þekkir hann konung sinn, og fellur til fóta honum og biður sjer griða, og bregst konungur við ljúfmann- lega. Þegar komið er að þvi að giftingar- athöfnin fari fram, kemur Ernani fram á sjónarsviðið, duibúin sem pílagrimur. Hyggur hann að Elvira sem lifa hafi haft sig að fífli, rífur af sjer dulbúninginn í viðurvist Silva, og krefst þess af jjótta og þjósti, að hann framseljf sig konunginum. —• Silva neitar því í fyrstu, með þeim forsendum, að Ernani sje gestur sinn, en þegar liann svo þykist sjá það, þau Elvira og Ernani fella enn liugi saman, verður hann tryllt- ur af afbrýðissemi og hygst að jafna um við Ernani. Konungur kemur nú til sögunnar og krefst þess að Silva sje liand- tekinn, ef hann framselji Ernani ekki, en Elvira gengur þá. fratri fyrir konung og biður þeim háðum griða, Siiva og Ernani, af svo mikl- uni innileik, að konungur kemst við og heitir þeim báðum griðum, en tekur iiana á brott með sjer sem gisla eða tryggingu fyrir hollustu Silva við sig. En ekki er konungur fyrr úr augsýn, en Silva skorar á Ernani til einvígis við sig. Ernani kveður þvert nei við því, að fara til hójfn- göngu við iiinn aldraða verndara sinn, en býðst hinsvear til þess að gefa sig af fúsum vilja fram við konunginn, þó með því skilyrði, að liann fái að sjá Elviru, áður en hann sje tekin af lifi. Þegar honum er tjáð, að konungurinn liafi liaft hana á brott með sjer, verður Erii- ani æfur og vilt nú konung feigan. Hann stingur upp á þvi við Silva, að þeir sverjist í fóstbræðralag um það að bjarga Elviru og ráða niður- lögum lconungs. Býðst hann til þess að láta sjálfur lífið, hvenær sem Silva óski þess, ef hann vilji veita sjer og mönnum sinum lið. Og til þess að binda þetta fastmælum afliendir hann Silva lúður, sem liann segir honum að þeyta, ef hann óski þess að hann haldi þetta lieit. Konungur hefir fregnað af ráða- gerðum þeirra Ernanis og Silva, og situr fyrir þeim með valið lið, í graflivelfingu í Aquisgrana. — En hann hefir fregnað að þar muni þeir ætla að draga saman lið sitt, eða ræníngjanna og liðsmarina Silva. Þegar uppreisnarmenn þessir eru komnir allir, gengur konungur fram með sína menn. Dæmir liann ræn- irigjanna og aðra óbreytta borgara til fangelsisvistar, en aðalsmennina íil JífJáts. Ernani krefst jjess, sem rjettborinn dðalsmaður, að hljóta sama dóm og þeir. En þá snýst kon- ungi alveg hugur í öllu Jies.su máli. Kveðsl liann lieldur vilja stjórna riki sínu með ástríki og rjettsýni i garð þegna sinna, en með Íiarð- neskju. Gefur liann ölium uppreisn- armönnunum upp sakir, og sam- þykkir ráðahag Jieirra Elviru og Ernanis. En þá verður SiJva æfur af af- brýðissemi í annað sinn. Hann kemur dulklæddur í brúskaupið, og þar þeytir hann hornið, sem Ern- ani liafði gefið lionum. Ernani viil eki ganga á eið sinn, Jætur ]>egar failast á sverð sitt, og dcyr í örmum Elviru.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.