Fálkinn


Fálkinn - 12.05.1944, Blaðsíða 5

Fálkinn - 12.05.1944, Blaðsíða 5
í FÁLKINN J. i J " - Heimþrú. af listaverkum Einars Jónsson- ar en henni. En þetta er hvort i ætt við annað. Náttúra íslands hefir mótað list Einars Jónssonar frá öndverðu. Stuðlahergið kemur fram í verkum hans, línur og form íslenskra fjalla endur- speglast hjá honum. Við höfum eigi síst á stæðu til að unna Einari Jónssyni fyrir það hve ram-íslenskur ifann er i lisl sinni. Og hann er eigi aðeins í samræmi við íslenska náttúru. Dr. Guðmundur Finnbogason hefir hent á, hve mjög hann er skyldur hinum forna kveðskap, sem frá öndverðu hefir verið stolt og heiður þjóðarinnar. Hjer skal eigi farið út í að lýsa verkum listamannsins i Hnitbjörgum. En myndirnar sem hjer fylgja tala sínu máli betur en nokkrar lýsingar. Einar Jónsson er enn i fullu fjöri. Og á þessum tímamótum í æfi hans munu allir íslend- ingar óska þess að hans megi njóta sem lengst við og að hann eigi enn eftir að auðga ættjörð sína með nýjum og fögrum verkum. Kunnir kuikmyndaleikarar 7. CHARLES BOYER. Þessi frægi franski leikari, sem nú virðist vera alfluttur til Ameríku, cr fæddur í Figeac í Frakklandi 28. ágúst 1899, en þar var faðir lians kaupsýslumaður. Að loknu mennta- skólanámi i Figeac fór Boyer til París og stundaði nám við Sorbonne háskólann. Gengdi síðan herþjón- ustu og lagði stund á liljómlist, en kom fram á leiksviði 21 árs og vakti óskifta athygli. Þess er gelið að hann hafi stjórnað leik með jafnöldrum sinum þegar liann var 7 ára gamall. Og í heimsstyrjöldinni síðustu tók hann að sjer að lcenna serbneskum flóttamönnum frönsku og gekk það svo vel að liann lærði sjálfur serb- neskm-En 1G ára var hann þegar hann kom til Parísar í fyrsta skifti og sá vana leikendur á sviði. Eflir fyrsla leik sinn i París fjekk hann hvert hlutverkið af öðru, ljek kíðan í tveimur þöglum mynd- um, en þá tóku talmyndirnar við. Það var árið 1930 sem hann Ijek í fyrstu lalmynd sinni, ,,Barcarole“, sem leikin var hjá UFA í Berlín. Ljek hann síðan í fjölda talmynda, bæði í Frakklandi og Þýskalandi, meðal annars á móti rússnesku léikkonunni Önnu Sten. En fyrsta myndin sem hann ljek i vestan hafs hjet „Big House“ og önnur „The Trial of Mary Dugan“. Þá hvarf hann aftur til Frakklands og Ijek m. a. í „Liliom“, en þar þykir hon- um hafa tekist einna best upp. Af öðrum myndum sem hann hefir hlotið frægð fyrir má nefna „Love- Affair“ og „Garden of Allah“ og „Algiers“. Hefir hann síðustu tvö árin leikið i ýmsum dýrustu mynd- um, sem teknar hafa verið vestan hafs, og þykir einn snjallasti ástar- leikari, sem til er. Þó að Boyer hafi dvalið alllengi í Ameríku heyrist það á mæli lians að liann er Frakki, en franski fram- burðurinn hefir síst orðið til þess að spilla vinsældum hans. Þó að hann sje mikið kvennagull er hann frcmur lítill vexti (5 fet og 9 þuml.), en virðist að vlsu hærri en liann er. í gamla daga þekkti jeg mr. Smithers, sem vann hjerna hjá ykk- ur. Jeg geri ráð fyrir að hann hafi verið reyndur maður, og að hann hafi liaft traust ykkar? Bankastjórinn liorfði rannsóknar- augum á gestinn og mælti lágt: — Já, — honum var treyst, en uú vona jeg að dómstólarnir prófi reyndina í honum. — Gætir þú lærl að elska mig? spurði ungi maðurinn. — Við skulum athuga það, svar- aði stúlkan og varp öndinni. — Jeg var ekki nema þrjár vikur að læra liraðritun.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.