Fálkinn


Fálkinn - 12.05.1944, Blaðsíða 10

Fálkinn - 12.05.1944, Blaðsíða 10
10 F Á L K I N N YHSftll U/fiHMfMIÍll Eplakjarnin kynjafulli GarSyrkjumaSurinn lijet Grefill Grefilsson og það var gott nafn, sém hæfði lionum vel. — Þvi að garðyrkjumaðurinn verður að vera við að grafa jörðina, sagði hann, annars er ekkert gagn í honum. Vitanlega verður hann að kunna margt annað, en hann verður þó fyrst og fremst að kunna að grafa. Grefill var kunnandi garðyrkju- maður í allan máta, og liann var upp með sjer af því. Nú hafði hann eignast stóran garð, og i einum út- jaðri garðsins stóð fallegt hús, sem hann hafði byggt sjer. Það var ekki sjertega stórt, en livað átti liann við stórt hús að gera? Það var nógu stórt handa honum og henni Maríu, konunni hans. En það var bara eitt við hann Grefil, sem ekki var honum til liróss — liann leit dálítið stórt á sig. — Hann þóttist alltaf vita betur en allir aðrir. — En þetta er nú líka eini gall- inn á honum, livað hann er ánægð- ur með sig, sagði María við góða vinkonu sína. — Ef jeg gæti bara vanið hann af þvi þá væri ekki hægt að hugsa sjer betri mann. — Hmm, já, ætlarðu að reyna að venja hann af því? spurði vinkonan, sem vissi jafnlangt nefi sínu, og svolítið lengra. — Hver veit nema jeg geti hjálpað þjer — en jeg er ekki viss um að þú fellir þig við aðferðina, sem jeg ætla að nota. Svo töluðu þær betur um þetta, María og vinkonan, og þegar María kom heim til mannsins sins liafði hún þrjú epli meðferðis — Þú skalt smakka á þessum epl- um sagði María. Þau eru svo Ijóm- andi góð. Grefill smakkaði á þeim og sagðist aldrei hafa smakkað betri epli. Sig langaði til þess að eignast epla- tje af þessari tegund, svo að hann gæti fengið nóg af svona góðum eplum. — Það er svo sem Iiægur vandi fyrir þig að eignast það, sagði Maria — en það er dálítið sjerstakt, sem þarf til þess að rækta þau. Ef þú tekur kjarna og setur liann í mold i jurtapotti og lætur hann vera þar i rrránuð, þá verður hann að fall- egu trje, sem þú getur gróðursett í garðinum hjá þjer að vori og svo færðu epli af trjenu á næsta ári. —■ En lijerna eru þrír kjarnar — einn í hverju epli, sagði Grefill — Jeg get gróðursett alla kjarnana þrjá. — Nei, það er nú einmitt vanda- málið. Ef þú gerir það, þá skeður dálítið, sern þjer er ekki vel við — jeg get ekki sagt þjer hvað það er, en það er alls ekki skemmtilegt. Garðyrkjumaðurinn hló og sagði: — Vertu nú ekki svona mikill bjáni, María mín. Þegar einn kjarninn verður að einu trje þá verða þrír kjarnar að þremur trjám. Það get- ur hvert barnið skilið. Konan reyndi að gera lionum skilj- anlégt að það væru galdrar í þessu, en Grefill var nú ekki alveg á þvi að láta undan, og þegar hann hafði etið eplin þrjú, tók hann urtapott og setti kjarnana í liann. Svo setti hann pottinn í gluggakistuna áður en hann fór að hátta, og hlakkaði til þegar hann sæi koma upp af fræunum. — Það er spretta í þessu, sagði hann ánægður og lagði sig. Morguninn eftir kom hann niður í stofuna og varð forviða þegar hann sá að komið var dálítið trje í pottinn, ineð blöðum og blóm- hnöppum. — Tarna var skrítið, sagði Grefill og klóraði sjer í linakkanum. Þetta kallar maður nú vöxt. En María hristi höfuðið og sagði: — Bara að þú iðrist ekki eftir þetta Grefill. Mjer finnst það svo kynlegt. En nú ætla jeg fram í eldhús og steikja flesk. Þau steiktu sjer nefni- lega fleskbita á hverjum morgni og fengu sjer svo kaffi á eftir. En hún var varla komin fram í eldhúsið þegar eplatrjeð tók nýjan fjörkipp. Blómhnapparnir urðu að blónnim, þau visnuðu og duttu af, en litil græn epli komu í staðinn, og trjen óxu og greinarnar stækkuðu svo að trjein fyltu alla stofuna. Grefill hafði farið upp á loft. En nú heyrði liann að brast og brakaði i öllu húsinu, og svo sá hann grein með hálfþroskuðum eplum koma upp úr gólfinu. Eplatrjeð var orðið svo stórt, að það var að sprengja húsið utan af sjer. Eplin stækkuðu og stækkuðu og greinarnar urðu lengri og gildari, og nú lyfti trjeð þakinu af liúsinu, og þó togaði Grefill í það eins og hann gat. María hjelt pönnunni fyrir utan húsvegginn, svo að ekki skyldi koma múrdust i matinn. Hún hristi höfuð- ið og sagði: — Atti jeg ekki von á þessu? Þetta kunni aldrei góðri lukku að stýra. Loksins hætti trjeð að vaxa, en það var fjöldi af fullþroskuðum eplúm á þvi. En húsið var gereyði- lagt. Grefill æddi um og tautaði og veinaði. Hvar átti hann nú þak yfir höfuðið, úr þvi að trjeð hafði eyðilagt húsið? — Jeg sagði þjer að þú ættir að gera eins og jeg vildi, sagði María. — Viltu riú játa, að þú liafir verið of einþykkur? Já, nú viðurkendi hann það loks- ins, og upp frá þessu mundi hann þetta í hvert skifti, sem hann ætlaði að gera eithvað, sem aðrir rjeðu honum frá. Honum tókst að koma sjer upp nýju liúsi — og hann gróð- Vinur: — Þeir segja að nýfæddi strákurinn sje líkur þjer? Faðir: — Eini svipurinn, sem jeg sje er sá, að við erum báðir sköllóttir. Vngur faðir (í morugunmálið, við koun sína) : — Það hlýtur að vera kominn fótaferðatími. Frúin: — Af hverju lieldur þú það, elskan mín? Faðir: — Af því að barnið er sofnað. — Er' barnið yðar farið að læra að tala, frú? — Nei, við erum sem stendur að kenna ]>ví að jiegja. Skólastjórinn var að kenna börn- unum, að þau ættu að hugsa áður en þau töluðu. Hann sagði þeim, að það væri góð regla að telja upp að fimtíu, áður en þau segðu eitl hvað rjett og vel hugsað, en upp að hundrað, ef að það væri sjerstaklega mikilsvert, sem þeim dytti í hug. Svo var það daginn eftir, að hann stóð í kennslustofunni, beirit fyrir framan beran arineldinn, og var að tala við börnin og fræða þau. Þá tók liann eftir þvi, að börnin voru ÖII að bæra varirnar samtímis, og flýttu sjer. Og svo kvað aljur fjöld- inn upp úr: — Nítulíu og átta — niutiu og níu — hundrað. Það er kviknað í frakk- anum yðar kennari. Gjaldkeri einn í sveitaþorpi vestur í Ameriku, hafði áður verið „dóm- ari þar á staðnum" eins og segir í „Æfintýri á gönguför" — eða með öðrum orðum birkidómari. En nú var hann fjehirðir í sparisjóðnum í Núpaskyttuhreppi — þar vestra. Og svo kemur þarna einhver fram- andi, vaðandi inn í sparisjóðinn, á skítblautum skinnsokkum. —■ Þessi ávísun sem þjer sýnið, er i lagi, sagði aurahöfðinginn við aumingja sveitamanninn. — En þjei verðið að sýna sönnun fyrir þvi hver þjer sjeuð, því að annars má jeg ekki horga út peningana. Gesturinn veit vitanlega undireins hver þessi bankagjaldkeri var. Og hann svaraði: — Jeg hefi sjeð yður hengja mann á minm sönnunar- gögnum, herra dómari. — Það getur vel verið, svaraði dómarinn. En þegar við innleys- um ávisanir, sem eru stórar, og erfiðar að borga, verðum við að vera varkárir. ursetti fjölda af nýjum eplatrjám af kjörnunum, sem liann fjekk úr epj- unum. En nú gætti hann þess vel, að gróðursetja aldrei nema einn kjarna á sama stað. Því að liann langaði ekki til þess að verða fyrir óhöppum aftur. Negrinn kom á íundarstað, og ætlaði að halda guðrækilega ræðu. En áður en liann byrjaði sagði hanri: — Bræður og systur. Jeg hefi með mjer þrjár ræður. Ein þeirra kostal- fimm dollara, önnur tvo og sú þriðja einn. Nú ætlar meðlijálparinn að ganga á milli ykkar með samskota- diskinn, svo að jeg geti sjeð hverja af rœðunum jeg á að halda. Spánverji, Ameríkumaður og Skoti sátu sarrian og ræddu um, hvað bei'- mundu gera, ef þeir vöknuðu við það einn góðan veðurdag að j>eir væru orðnir milljónamæringar. Spánverjinn sagðist mundu byggja hringleikahús fyrir nautaat. Amerikumaðurinn sagðist mundu fara til París og skemta sjer. Skotinn sagði að hann munrii taka sjer blund aftur, og reyna livort hann hefði ekki grætt nýja miljón þegar hann vaknaði næsta. — ítalskur bananaræktunarmaður hafði sótt um borgararjettindi í Bandaríkjunum og var að ganaa undir yfirheyrslu þá, sem þessu fylg- ir. Fyrsta spurningin, sem lögð var fyrir hann var þessi: Hve mörg fylki eru í Bandarikj- unuin? — Jeg veit það ekki, herra dóm- ari, svaraði ítalinn. — Nú spyr jeg yður: Hve margir bananar eru í ein- um klasa? — og þjer vitið það ekki. Þjer þekkið yðar starf og jeg þekki mitt. Vinurinn: — Þetta iagast allt. Þú gleymir henni bráðum. Svikinn elskhugi: — Nei, mjer er ómögulegt að gleyma henni. Þú ættir að vita hve margt jeg liefi keypt lianda henni - upp á af- borgun. — Þú segist ætla að giftast stúlku, sem hefir 50.000 dollara árstekjur af eigum sínum, og svo ætlarðu að telja mjer trú um, að þetta sje sprotlið af ást? — Já, vist er það. -— Jeg elska peninga. Hann var ungur og angurblíður og hafði lengi þjáðst af vonlausri ást — hætti að horða og liætti að sofa, varð fölur og stúrði. — Hvað gengur að þjer drengur minn? spurði faðir lians einn dag- in n. — Jeg get varla sagt þjer það, svaraði pilturinn hikandi. -— Je- je- jeg bað hennar loksins — og fjekk hryggbrot. Og svo grjet hann. — Ursum, sursum, svaraði faðir- inn hughreystandi. — Þetta fer allt vel áður en lýkur. Þegar stúlka segir nei, ]>á meinar hún ofl já.. — Það getur verið, sagði sonur- inn, og þurkaði sjer um augun. — En hún sagði ekki nei. Hún sagði: Farðu til helvítis, rökkurinn þinn.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.