Fálkinn


Fálkinn - 12.05.1944, Blaðsíða 14

Fálkinn - 12.05.1944, Blaðsíða 14
14 F Á L K I N N. Rúnki rommbúðingur og fíör júnior (Arsæll Pálsson og W. NorðfjörðJ. ALT í LAGI, LAGSI. Frh. af bls. S. Mammoni sínum, að liami gleymir alltaf að hann sje harðtrúlofaður nema unnusta hans, Svana (Inga Þórðardóttir minni hann á það. En foreldrar hennar eru Hálfdán Theódórs miðstöðvarkyndari (Har. Á. Sigurðsson) og Kálína kona hans (Emilía Jónasdóttir). Loks her að geta þeirra sem koma við sögu í fyrsta þætti. Esekiels Kvist, sem er skrifstofustjóri hjá Jóni Span, i bóm- olíuhlutafjelaginu Híbó (Jón Aðils). Þetta fólk er hinn eiginlegi „grund- völlur“ í leiknum, en þar með er eigi allt upptalið. Lárus Ingólfsson bregður sjer í mörg gerfi að vanda, syngur margar vísur, þar á meðal fyrirtaks vísu um hann Jón bróður sinn, sem lánið ljek alltaf við, og svo syrpu laga, einskonar „sam- fellda dagskrá". Og þá ber eigi að gleyma ísak Hólmfast lireppstjóra og mjólkurnefndarformanni (Gunn- ari Bjarnason), sem sendur er norð- Gunnar fíjarnas. sem Isak Hólmfast. an úr landi tii þess að athuga svind- ilbraskið hjá Jóni Span. Sú athugun verður til jDess að rjettara þykir að láta Esekiel skrifstofustjóra hverfa ofan í kjallara um sinn og gerast miðstöðvarkyndari, en Hálfdán gamli kyndari er dubbaður upp í skrifstofu stjóra. En dóttir áðurnefnds hrepp- stjóra, úngfrú Ýsa ísax (Aurora Hall- dórsdóttir) er kvennasíðuritstjóri í Reykjavík og kemur þarna mikið við sögu. Það fellur vel á með þeim henni og Esekíel skrifstofustjóra og þau syngja og dansa saman eina skemtilegustu vísuna i allri revyunni og fara í „mömmuleik“. Fjöldi annara leikara kemur þarna frain. Hermann Guðmundsson söngv- ari leikur þarna sendisveitarritara, sem er nokkurskonar aukakærasti Svönu litlu Hálfdánardóttur, Wil- helm Norðfjörð kemur fram sem hinn alkunni Bör Börsson og svo sem Eyvindur, á móti Ingu Þórðar- dóttur sem Höllu, í herinileik að síðasta þætti Fjalla-Eyvindar, sem vakti óskiftan hlátur. En jiað sem mestu skiftir er, að tilsvörin eru meinfyndin, þó að oft hafi „meira eitri verið spúð“ á náungann en í þetta sinn. Þessi revya er í rauninni græskulausari en ol't áður, en hún er eigi að síður engu ófyndnari. Og hún er alveg prýðilega leikin og vel sett á svið, svo að enginn vafi er á að hún á langa lífdaga fyrir höndum. Höfundarnir, sem hal'a tekið sjer samheitið „Fjalar- kötturinn“ eru þeir Emil Thorodd- sen, Indriði Waage og Ilaraldur A. Sigurðsson — fyndnir menn, glögg- ir á liað sem vel fer á sviði, og samhentir í verkum sínum. Hljóm- sveit undir stjórn Tage Möller ann- ast hljóðfæraleikinn og tekst það vel. Leiktjöld og búningar er prýði- legt, ekki síst í síðasta þætti. Hefur Lárus Ingólfsson málað tjöldin, en Indriði Waage á hugmyndina að búningunum. Ásta Norðmann hefir samið og æft dansana. íþróttanefnd Hafnarfjaróar. Blaðið hefir verið beðið að birta eftirfarandi: — Síðastliðið haust kaus bæjar- stjórn Hafnarfjarðar og iþróttafjelög bæjarins, íþróttanefnd, til þess að vinna að bættum skilyrðum til úti- íþróttaiðkana í bænum, en öll skil- yrði til slíkrar starfsemi hafa verið mjög slæm undaiifarið. Hefir nefndin nú ákveðið að festa kaup á landi í bænum eða í nágrenni hans, en til slíkra framkvæmda þarf mikið fje. Hefir ijiróttanefndin ákveðið að stofna til happdrættis og munu i- þróttafjelög bæjarins sjá um sölu miðanna, sem munu verða boðnir nú næstu daga Hafnfirðingum og öðrum þeim, sem áhuga hafa á í- þróttamálum. Ákveðið er að dráttur i happdrætti þessu fari fram 1. júní næstkomandi Hallaór Jónsson, bóndi að Litlabæ ú Grimstaðal:., verður 85 ára 14 maí. Sigurhans fí. Vignir, Ijósmyndari, verðnr 50 ára i dag (12. maí) Jóhc.nn fí. fíuðnason, bygyingur- fulitrúi, Suðurgötu 100, Akranesi, verður fimtugur 12 mat. < ( Skipsfílt. !! Carbolin, Cuprinol, ,, Blakkfernis, < > Koltjara, «> Hrátjara, ;; Bik, 3; Verk, j; Plötublý, < i * :: Verslnn 0. Ellingsen h.f. (Framkv.stj.: Jón Sveinbjörnsson) Laugavegi 159 framkvæmir allskonar: vjelaviðgerðir rafmagnssuðu og rennismíði. Einnig máimsteypu. Áhersla lögð á vandaða vinnu. Drekkið Egils ávaxtadrykki og verður undir engum kringumstæð- um frestað. Skorað er á alla Hafnfirðinga og aðra þá, er íþróttum unna, að styrkja þetta nauðsynlega málefni með liví að kaupa miða i nefndu happdrætti. Hafnarfirði 5. maí 19kk. íþróttanefnd Hafnarfjarðar.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.