Fálkinn


Fálkinn - 12.05.1944, Blaðsíða 2

Fálkinn - 12.05.1944, Blaðsíða 2
2 FÁLKÍNN Biskupinn kominn heim frá Ameríku. Á sunnudaginn var kom lierra biskupinn Sigurgeir SigurSsson heim úr för sinni til Canada og Bandaríkj- anna, en þangað fár liann sem opin- ber fulltrúi rikisstjórnarinnar, m. a. til þess að sitja 25 ára afmæli Þjóð- ræknisfjelagsins. Hefir hann verið á þriðja mánuð í ferðinni og mundi það etnhverntíma þótt skammur tími, meðan samgöngutæki voru seinfærari en nú er — þegar á það er litið live víða hann fór um. En það munar undireins miklu á Amer- ikuför þegar flogið er beint milli íslands og Ameríku, í stað þess að í gamla daga varð fyrst að fara sjóleiðis til Bretlandseyja og sigla þaðan vestur. Biskupinn kann frá mörgu að segja úr þessu mikla ferðalagi og fengu blaðamenn ofurlitið að lieyra úr ferðasögunni á mánudaginn var. Hjer yrði of langt að fara að birla nokkra ferðasögu, enda hafa dagbiöð- in birt jafnóðum frásagnir af komu hans til ýmsra borga og íslendinga- byggða og af viðtökum þeim sem hann fjekk, bæði af hálfu fslend- inga og annara aðila. Rjett eftir að biskupinn kom vestur sat hann þing Þjóðræknis- fjelagsins í Winnipeg, dagana 21.- 23. febrúar, en það mun vera fjöl- mennasta Þjóðræknisjjing sem haldið hefir verið af íslendingum vestra. Að því loknu heimsótti hann flestar /slendingabyggðir í Canada og víða í Bandaríkjunum og var hvarvetna vel fagnað. f Bandaríkjunum heim- sótti liann flestar stórborgir og víða voru þar íslendingar, sem fögnuðu honum, auk annara. Alls kom hann í 12 stórborgir og í ferðinni flutti liann um 50 erindi og ræður og hafði viðtöl við blaðamenn svo liundruð- uin skifti. Það ræður því að líkum að ferðalagið hefir verið erfitt — sífeld langferðalög og þess á milli fundir og önnur samkvæmi. Alls mun láta nærrl að biskupinn liafi ferðast um 24.000 km. í þessari för sinni. Viðtökurnar voru hvarvetna hin- ar innilegustu. Allir kepptust um að sýna lierra Sigurgeir hverskonar sóma, og m. a. má geta þess, að tveir háskólar kjöru liann lieiðurs- doktor. Heimsóknir á ýmsuin stofn- unum tóku sinn tíma, og m. a. kynntist biskupinn kvikmyndaborg- inni Hollywood, meðan hann dvaldi í California. Ilann heimsótti einnig fjöldá ís- lenskra heimila og liafði tal af ís- lenskum námsmönnum við ýmsa háskóía Bandaríkjanna. Og þess má geta að víða skírði liann börn ís- lendinga vestra og í New York 'fermdi liann einnig börn. Sömu- leiðis gaf hann hjón * saman. — Það ræður því að líkum, að biskup- inn hefir eigi setið auðum höndum í ferðinni, þegar hugleitt er það sem áður getur, að hann talaði um 50 sinnum í kirkjum og á mannfund- um. — Biskupinn lætur mjög vel af ferðinni og gleðst yfir því að hafa kynnst Vesturheimi yfirleitt og sjer- staklega Vestur-íslendingum. Þjóð- ernisvitund lieirra og ást til Islands er vel vakandi, jafnvel hjá yngstu kynslóðinni — börnum íslendinga, sem fæddir eru vestanhafs. í>eim fækkar nú óðum meðal íslendinga, sem fæddir eru lijer á landi. en þó má víða liitta þá enn. En allir, bæði ungir og gamlir þurfa margs að spyrja að heiman. Hinar miklu samgöngur og hin nánu kynni, sem hafa orðið yfir hafið síðustu árin hafa stórum aukið áhuga Ameríkumanna yfirleitt fyrir íslandi, og jafnframt orðið (il liess að brúa það djúp, sem oft virtist vera milli Jslendinga austan liafs og vestan. Fjarlægðin hefir rhinkað. Og ef- laust liefir það haft mikil áhrif til aukinnar kynningar er beint stjórn- málasamband var tekið upp og ís- land eignaðist sendiherra í Was- hington og ræðismenn í ýmsum borg- um Bandaríkjanna og Canada. Meðal þeirra Vestur-íslendinga, er biskupinn hitti í förinni, var Arin- hjörn Bardal, fornvinúr Sigurðar heitins Eiríkssonar, föður biskups. Á myndinni sjesf' Bardal vera að afhenta biskupi að gjöf áletraða borðklukku til minningar um Sigurð föður hans. Mcðal þeirra manna, sem einkum greiddu för biskups vestra, var Richard Beck prófessor, forseti Þjóðræknisfjelagsins og einn helsti forvígismaður íslensks þjóðernis í Vesturheimi. Hann er nú væntan- legur hingað heim innan skamms, sem gestur íslands á lýðvcldishátíð- ina 1. júni næstkomandi. Púll Slefúnsson slórkaupmaður fvú Asj/eir Ásgeirsson, bankastjári verð- Pverú, verður 75 úra 18. maí. ur 50 úru 13. maí. Ráðningarskrifstofa landbúnaðarins er tekin til starfa í Alþýðuhúsinu, Hverfisgötu 8—10, í sambandi við Vinnumiðlunarskrif- stofuna og undir forstöðu Metúsalems Stefáns- sonar. Skrifstofutími verður fyrst um sinn ki. 9—12 og 1—5. Sími 1327. Pósthólf 45. Vinnukaupendur og vinnuseljendur, er óska aðstoðar skrifstofunnar um ráðningar og snúa sjer til hennar í því skyni skriflega, gefi sem greinilegastar upplýsingar um allt, er máli skiptir í sambandi við væntanlega ráðningu. Þeir sem ekki geta sjálfir gengið frá ráðningar samningi, verða að fela einhverjum öðrum umboð til þ.ess. Búnaðarfélag Islands TEIKNIPAPPIR í örkum 56x76 cm. UMBÚÐAPAPPIR í rúllum 40 cm. Heildverslun Garðars Gíslasonar Simi 1500

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.