Fálkinn


Fálkinn - 12.05.1944, Blaðsíða 4

Fálkinn - 12.05.1944, Blaðsíða 4
4 F Á L K I N N Einar Jónsson sjötugur Víðfrægasti og vinsælasti lipta maður Islands, Einar Jónsson frá Galtafelli, fyllti sjöunda tug æfi sinnar í gær. Því að „Þjóð- hátiðarárið“ og á lokadaginn er hann fæddur og nær æfi Iians yfir merkilegt skeið í sögu landsins, og má það teljast ein- kennileg tilviljun, að ísland skyldi eignast þennan mæta son einmitt árið 1874, þegar veru- lega fór að rofa til eftir margra alda myrkur. Það hefði verið skemtilegt, að ástæðurnar hefðu verið dá- lítið öðruvísi í Hnitbjörgum í gær, en raun ber vitni. Safn Einars hefir verið lokað al- menningi síðan skömmu eftir hernámið 1940 og er það enn. Og nú loks Iiefir verið ráðist í að framkvæma aðgerðir á hús- inu, sem nauðsynlegar voru orðnar fyrir mörgum árum. Starfa margir menn að því að múrhúða húsið og ef allt geng- ur tafalítið má gera ráð fyrir að. viðgerðinni verði lokið á miðju sumri. Og þá er þess að vænta, að safnið verði opnað almenningi á ný. En þó að safnið hafi verið lokað almenningi um skeið og hljótt um það, hefir listamað- urinn í Hnitbjörgum ekki ver- ið óstarfandi. Sí og æ starfar hann að nýjum verkefmim og sífelt fjölgar listaverkum hans. Fyrir nokkru var svo þröngt orðið í Listasafninu, að byggja varð viðbótarbyggingu austan við safnið, en nú er hún orðin full líka. Er áformað að byggja aðra tilsvarandi byggingu við suðvesturhornið. „Skáldið í Hnitbjörgum“ hef- ir Einar Jónsson oft verið nefndur og er það síst rang- nefni. Það mun hafa verið Bjarni heitinn frá Vogi, sem nefndi hann „leirskáld“ og sneri þannig við merkingu orðs- ins. Einar Jónsson er djúpvitur maður, sem hvorki er háður stefnum eða „ismum“. Hann hefir frá öndverðu farið sinu fram, hvað sem hver sagði, og oft orðið að þola andblá’stur fyrir. En hann hefir sigrað. Hann hefir verið hugsjónum sinum trúr og þessvegna er hann nú virtur og elskaður meira en nokkur annar lista- maður íslenskur. Úr safni Einars Jónssonar. „Lampinn“ blasir við á myndinní. Og vissulega á liann eftir að hafa áhrif á alla þá, sem fegurð unna, um margar ókomnar ald- ir. Þess bæri að óska, að land- ið og þá sjerstaklega liöfuðstað- urinn eignaðist fleiri af mynd- um hans í bronse, svo að þær gæti blasað við sem víðast, und- ir berum himni, almenningi til íhugunar og unaðar. En fyrst og fremst ber að óska þess, að safnið i Hnitbjörgum verði opnað á ný sem allra fyrst. íslendingar hafa eigi kunnað að meta Einar Jónsson sem skyldi. Hinsvegar hafa útlend- ingar kunnað það. Þeir eru orðnir • margir útlendu ferða- mennirnir, sem liafa látið svo ummælt, að þó að náttúra Is- lands sje fögur og sjerkennileg þá hafi þeir orðið enn hrifnari Úr álögum. Myndin er gerð á áninum 1916—27.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.