Fálkinn


Fálkinn - 19.05.1944, Side 5

Fálkinn - 19.05.1944, Side 5
F Á L K I N N 5 þekkjanlegar, og gerðu það svo- nefndir ný-Platonistar seint í forn- öld, fremstir þeirra Plotinos og Porphyrios. Á þeim tíma er Róma- veldi allt krafðist einhverra dul- rænna trúarbragða, urðu kenningar Piatons í höndum ný-Platonistanna ekki lengur rökhyggja. Þeir tóku nokkur atriði úr lieimspeki Platons og teygðu úr þeim miklu lengra en Platon hafði nokkru sinni hugsað sjer, gerðu úr þeim sjerstaka tegund dulspeki, sem fyrst var notuð í and- stöðu við kristindóminn, en síðan tekin upp í hann. Það í kenningum Platons, sem olli ný-Platonistunuin mestum heilabrotum, voru rökræð- ur hans um tengsl sálar og likama, holds og anda. Þeir tóku upp þráð- inn, þar sem frá var horfið, og lögðu sjerstaka áherslu á hugmynd- ina um sífellda andstöðu og tog- streitu holds og anda. Sálin, hluti af heimssálinni, sem er Guð, er sífellt að reyna að brjóta af sjer viðjar holdsins og sameinast aftur alsálinni, en er alltaf í þessu lífi jarðbundin af leirnum sem hjúpar hana. Þegar Platonisminn var vakinn aftur til lífsins á fimmtándu öld gátu endurreisnar ný-Platonistarnir ekki skilið á milli kenninga Platons og Plotinos og töldu dulspeki Plot- inos rökrjetta þróun úr heimspeki Platons sjálfs. Það er einmitt þetta viðhorf Platonismans, sem mest á- hrif hafði á Michelangelo, en hann ólst upp í nágrenni við Platónska akademíið í Flórenz, þessi hugmynd um sífellda andstöðu, sífellda bar- áttu hins guðdómlega og jarðneska í manninum. Þetta átti ekki við hann vegna þess að hann væri djúpskyggn eða lærður heimspekingur, heldur vegna þess að þar var gefin i skyn barátta,.sem háð var með ægimætti í brjósti hans sjálfs. Og' það er þessi sjerstaka baráttukenning sem Michel- angelo leitasl sífellt við að tjá í öllum sínum höggmyndum. Það er þessi hugsun, sem gæðir myndir hans hinum sjerstæða þrótti þeirra, svo að menn skynja þar orkuna og á- tökin. Þegar við athugum Þrœlana tvo i Louvre sjáum við að þeir streitast i blindni, ekki þó við ytri öfl, heldur einhverju, sem býr i þeim sjálfum. í öllum mannamynd- um Michelangelos, hvort'heldur högg- myndum eða málverkum, má skynja sál, sem er ofviða jafnvel þeim glæsi- lega iíkama, sem hún hefir tekið sjer bólfestu i. Og Michelangelo túlkar þessa hugsun um sam- band hins jarðneska og guðdóm- lega á margan hátt. Oft verður úr henni andstæða höggmyndarinnár og bjargsins, sein formið er höggvið úr. í mörgum hálfgerðum myndum Michelangelos liggur við að manni. ægi myndin, sem kann að eiga að tákna sálina, er hún berst við að losa sig úr prisund bjargsins. Það varð ekki hjá því komist að tala svona mikið um Michelangelo, vegna þess að min skoðun er sú, , að ef við skygnumst eftir þeirri heimspeki, sem liggur til grund- vallar í verkum Einars Jónssonar, komumst við að þeirri niðurstöðu, að sjónarmið þessara tveggja manna sé furðu líkt. Með þessu er ekki sagt að Einar Jónsson hafi orðið fyrir miklum áhrifum af höggmynda- stil Michelangelos eða hugmyndum hans. Það er svo skammt síðan að hin Platónska uppistaða í verkum Michelangelos var skýrð til hlítar að Einari hefir varla verið sjer- staklega kunnugt um hana. En mjer finnast í verkum Einars Jónssonar, eins og verkum Michelangelos, sje þetta sama efni, andstaðan- og tog- streitan milli þess guðdómlega og jarðneska í manninum. Þetta sjónar- mið kemur þegar fram i Alda Ald- anna, sem hann byrjaði á 1894, en þar sýnir listamaðurinn okkur múg manna, hjálparvana og á ringul- reið, sem brýst í blindni upp á við til ljóssins. í myndinni Dögun, sem gerð var á árunum 1897 til 1906, er ekki aðeins um að ræða íslenska jijóðsögu, nátttröllið sem nemur stúlkuna á brott og verður að steini er dagur ljómar, heldur einnig upp- haf mjög merkilegrar hneigðar i list Einars. Þar er fyrsti vottur þess hve heillaður hann er af andstöðu forms og þess formlausa, en það einkennir svo mörg af síðari verk- um hans. Mjer finnst það merkilegt, að Einar skuli eftir þrjátiu ár koma aftur að sama viðfangsefni i mynd, sem enn er ófullgerð. Þetta viðfangs- efni, mótuð myndin, sem stígur smámsaman fram úr formlausum steininum, eins og sálin gæti að lok- um kastað af sjer leirhjúpi sínum, kemur áþreifanlegast í ljós í hinu mikilúðlega höfði, kallað Hvíld, sem er gert á árunum 1915 til 19,35. Og enn er það eftirtektarvert að lista-' maðurinn liefir nýlega lokið högg- mynd um sama efni. Þessi sama hugsun er sifellt tjáð og á rnargan hátt. Hlekkjuð mynd Guðmanns hins unga, sem berst við að losa sig úr höndum tröllanna, er ef til vill skýrasta og beinasta tákn hinnar sífelldu en oft árangurs- lausu baráttu sálarinnar að losa sig úr viðjum. Þetta viðfangsefni lausn- arinnar kemur fyrir aftur og aftur; einkum þó í síðari verkum hans. Hin mikla mynd, sem kölluð er Úr álögum, er ekki aðeins mikilfeng- leg, rómantísk túlkun á sögunni um sankti Georg og drekann, heldur dásamleg táknmynd um sigur ljóss- ins á myrkrinu, anda Guðs á liinu illa. Drekinn kemur aftur fyrir í ýmsum öðrum myndum Einars, á- vallt i sama táknræna skilningnum: Fornsögulegt skrýmsli á kafi í forn- aldarleðju. Honum verður að granda, fyrr nær mannssálin ekki takmarki sinu. Tilbrigðin yfir þetta efni eru jafn fjölbreytt og hin ótrúlega auð- legð Einars að verkefnum, en aldrei er brugðið eða hvikað frá megin- hugsjóninni, fremur en hin innilega dulræna trú Einars Jónssonar sjálfs liefir nokkru sinni breyst eða brugð- ist. Það er þetta grundvallaratriði, þessi hugsjón, semjifir í öllum verk- um hans og allsstaðar er tjáð, sem við verðum öllu öðru fremur að skilja til hlítar, þegar við rannsök- um verk hans. En til þess að skilja listamanninn út í æsar verðum við einnig að bera skyn á margt annað. Mótunaraðferð Einars er í sjálfri sjer nægilegt efni viðtækrar og heill- andi rannsóknar, til þess að meta listamanninn að verðleikum. Við athugun á liöggmyndastil hans verð- ur þess fyrst vart, eins og jeg hefi áður sagt, hversu mjög liann ein- beitir sjer að áhrifum línu og út- línu. Maður veitir því strax eftir- tekt í lág-ínynd l^ans af Fœðing Psyche, hversu heildarálirifin skap- ast af hreyfingu hvassra brúna og samstilltum útlínum. Um standmynd- ir hans má drepa á það, að liann hirðir lítið um algöra skipulagn- ingu myndarinnar í rúminu. Óllu heldur velur hann sjer eitt eða fleiri sjónarmið, að hætti endurreisnar- myndasmiðanna, allt til Michel- angelos: Byggir frá þvi verk sitt, og krefst þess að áhorfandinn skoði það einmitt frá þvi sjónarhorni. Einar Jónsson er sjötugur í dag en því skyldi enginn maður trúa, svo ungur er hann i anda og útliti, og svo fjarri er því, að nokkurrar hrörnunar verði vart i hugarfari hans eða leikni 'lianda hans sje minni en áður, eins og sjeð verður líka á þeim inyndum, sem hann vinnur að. Þess er ekki að vænta að list Einars Jónssonar, hvorki höggmynda stil hans nje heimspekinni sem undir býr verði gerð skil í fimmtán mínútna útvarpserindi. Þar getur ekki orðið um annað að ræða en benda i áttina. Enn er eftir að skýra nákvæmlega og skilgreina manninn sjálfan og list hans. En það skal sagt hjer, að þetta verður að gera, því að enginn vafi leikur á því, að Einars Jónssonar verður lengi minnst i sögu höggmyndalistarinn- ar. Sjómenn! Verkamenn! Fyrirligjandi: Karlmannaf öt, ágæt efni og fyrsta flokks snið. Rykfrakkar Regnkápur Taubuxur ReiSjakkar ReiSbuxur Sportblússur, alsk. Sportpeysur, alsk. Enskar húfur Hattar Manchettskyrtur ' Hálsbindi Flibbar Vinnuskyrtur Sokkar Nærföt Vinnufatnaður, allar tegundir. Vinnuvettlingar Oliukápur fyrir fullorðna og börn Olíuhattar Drengjaskyrtur Leðurblússur Leðurjakkar Svefnpokar Bakpokar Tjöld, allar stærðir, smekklegt og gott úrval. Geysir h.f. Fatadeildin j

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.