Fálkinn


Fálkinn - 22.09.1944, Blaðsíða 2

Fálkinn - 22.09.1944, Blaðsíða 2
2 F Á L K I N N Ingveldar Jónsdóttir Langeyrarveg 3 Hafnarfirði, verður 70 ára 27. þ. m. Högni Sigurðsson, Vatnsdal Vest- Elías Jóhannso.n, Óðinsgötu 23 verð- mannaeyjum, verður 70 ára 23. þ. m. nr 00 ára 3. óktóher n. k. Guðmundur Matthiasson, Lindarg. 23 verður 70 ára 22. sept. Niræðnr merkismaðnr Sigurður Kristjánssou bóksali, hinn mikli frömuður íslenskra bók- mennta, verður níræður á morgun, 23. september, en 70 ár eru liðin síðan hann fór að fást við bókagerð, fyrst sem prentari og síðan sem mikilvirkasti og þarfasti bókaút- gefandinn, sem uppi hefir verið á íslandi. Hann skildi jafnan lilutverk og skyldur útgefandans en hirti minna um stundarhag. Meðan hann starfaði ljet liann aðra hafa heið- urinn af Kapítólu-útgáfum, en sjálf- ur rjeðst hann í að gefa út íslend- ingasögurnar og aðrar fornbók- menntir, og seldi tíu arka bækur á 00-75 aura. Hann greiddi götu ís- lenskra samtiðarbókmennta: t. d. má nefna, að rit Einars Benedikts- sonar komu í fyrstu útgáfu á forlag hans. Verður seint metið að fullu það starf sem hann liefir unnið. Því að hann var um sína starfsdaga ein hin merkilegasta lyftistöng íslenskra bók- mennta, maður með háleilar hug- sjónir og maður, sent þor&i að fram- kvæma þær, þó að tvísýnt væri um árangurinn. í fimtán ár hefir Sigurður setið i helgum steini og dregið sig úr miðdepli höfuðstaðarins út í jaðar hans. Hann er enn hinn ernasti bæði á sál og likama og lætur Elli kerlingu lítt fá fangbrögð á sjer. Á þessum merkisdegi í iífi þessa vík- ings hugsa margir vel til hans. Ekki aðeins kunningjarnir, heldur og þeir sem eiga í hillum góða bók, með nafninu Sigurður Kristjánsson neðst á titilblaðinu. Sýfling Briems og Marteins í Sýningarskála Listamanna hafa þeir Jóhann Briem málari og Mar- teinn Guðinundsson myndhöggvari haft sýningu á ýmsum verkum sín- um undanfarið. Af Marteins liálfu eru þarna höggmyndir, en Jóhann sýnir 27 málverk, auk margra vatns- litamynda og litaðra teikninga Það er eftirtektarvert við þessa sýningu undir eins og inn er komið, að tilhögun er með öðru móti en verið hefir á fyrri sýningum i Sýn- ingarskálanurn. Lausi veggurinn, sem að jafnaði tíefir staðið út í þveran salinn og byrgt sýn inn i hann og myndað einskonar forstofu, er nú horfinn, svo að salurinn blasir allur við undir eins og kömið er inn úr dyrunum, og nýtur sin þvi miklu betur. Þá er og hitt, að höggmyndunum er komið fyrir í reglulegan ferliyrn- ing, með breiðu bili frá útveggjun- um, þannig að myndirnar standa frjálst og skoðandinn getur athugað þær frá öílum hliðum. Yfirieitt er fyrirkomulagið þannig, að manni finnst að komið sje í sal á iista- safni, en ekki sýningu, sem aðeins er stundargaman. — Jóhann Briem fer sínar eigin leiðir í iistinni, hefir nokkuð mark- að sjer glögga stefnu frá upphafi og er engum háður. Hann hefir sætt misjöfnum dómum af liálfu leik- manna, og á þar bæði unnendur, hlutleysingja og andstæðinga. En þeir sem vit liafa á virða Jóhann fyrir hæfileika og kunnáttu. Ýmsar myndirnar þarna vekja mikla at- hygli, einkum „Jónsmessunótt", — „Skip með livítum seglum“ og Vega- gerðarmenn. „Á svölum gamla garðs“ heitir lítil mynd, sem einkennilega bjart er yfir. „Halastjarnan" og „Djákninn á Myrkvá“ skera sig að ýmsu leyti úr öðrum myndum þarna. —• Þá má sjerstaklkega geta litlu lituðu teikninganna, einkum flokk- anna, sem væntanlega eiga eftir að prýða bækur siðaimeir. Þær verður mörgum sýningargestum starsýnt á. Myndir Marleins eru flestar and- litsmyndir og í þeirri grein er Mar- teinn snillingur, sem aldrei bregst. Mynd hans af dr. Bjarna Sæmunds- syni mun vera með fallegustu mynd- um þessarar tegundar, sem við eig- um, og eigi standa þær að baki myndirnar, sem þarna eru á sýning- unni, t. d. af Geir Sigurðssyni, Þor- valdi Skúlasyni og Helga Hermann. Þá er myndin af gömlum bónda fram úrskarandi falleg og eins Torsó-in og' Módel-myndin. Það er ekki ó- sennilegt að margir vilji eiga mynd af sínum nánustu, eftir þennan góða listamann, er þeir hafa sjeð sýn- inguna .— Hún hefir verið vel sótt, því að um 1800 manns liafa þegar verið þar. Og enn mun hún verða opin í nokkra daga. NÝ ALUMINIUMBLANDA. Eftir stríðið munu ljettar bifreið- ar, kæliskápar, járnbrautarvagnar og fleira þvi um líkt verða smíðað úr nýrri aluminiumblöndu, sem nú er notuð í flugvjelar og reynist miklu sterkari en þær, sem kunnar voru fyrir stríð. Frú Halldóra Jósefsdóltir Melgötu :> Keflavik, verður 50 ára 2ý. þ. m. Munið að endurnýja áskrift Fálkans um ársfjórðungsskiftin! BETTY GRABLE hln glaða dis segir: „Jeg nota attaf Lux hondsápu. hún hetdur hörundtnu ynd- Islega mjúku og fultegu". Nuddið fyrsl Lux sápustykkinu inilli rakr lófannu nokkrum sinnum og núið svo and litið mjúklega að neðan frá og uppeftii Þvoið yður síðan úr volgu vatni og skolf yður þvl næst úr köldu vatni. HALDIÐ HÖRUNDINU FÖGRU !MEÐ AÐFERD FILMSTJARNANNA — og sparið sápuria um leið. ______ LUX Fegrunarsápa A-LTP 665-«14 filmst jarnanna. \ LEVlíR i'RnDun

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.