Fálkinn


Fálkinn - 22.09.1944, Blaðsíða 10

Fálkinn - 22.09.1944, Blaðsíða 10
10 F Á L K I N N \ VNGffll kLf&N&HSINÍN Hlaupahjólið. Jeg hefi nú svo oft sagt ykkur sitt af hverju um Lísu og Lása, eins og þau eru venjulega köliuð, þó að að þau heiti raunverulega öðrum nöfnum, en þau eru miklu leugri og erfiðari, svo að þið þurfið ekki að muna þau. Og alltaf >;ru sögurnar um eitthvað vitlaust, sem þau tóku upp á. — Yiltu ekki segja eitthvað fallegt um okkur? spurði Lísa hjerna einn daginn, þegar jeg kom til þeirra. — Hvað ætti það nú að vera? spurði jeg alveg hissa. Lísa sat um stund og hugsaði sig um — það var víst ekki hlaupið að því að finna eitthvað fallegt um þau, en loks datt henni nokkuð i hug. — Þú ætir að skrifa um þetta með hlaupahjólið, sagði Lási. Og nú ætla jeg að gera það. HJaupahjóið var -svo skelfilega fallegt og stóð í búðinn hjá frú Holm, en þar var hægt að fá margt keypt, allt frá leikföngum og ullar- garni og upp í brjóstsykur og smá- kökur. 1 samfellda viku hafði hlaupa- hjólið verið æðsta þrá tviburanna, og á hverjum degi, þegar þau komu úr skólanum, litu þau vonaraugum inn í gluggann, þar sem hjólið stóð i allri sinni dýrð. — Það er leiðinlegt að við skul- um vera tvíburar, sagði Lási einn daginn, þegar þau slitu sig loksins frá glugganum og hjeldu áfram heim. — Hversvegna? spurði Lísa for- viða. Henni hafði alltaf fundist gaman að vera tviburi, og hafði aldr- ei orðið vör við, að Lása þætti það miður. — Skilurðu það ekki, að ef við ættum sinn hvorn afmælisdaginn þá væri kanske ekki langt þangað til að annaðhvort okkar ætti afmæli, annaðhvort þú eða jeg. — Og svo gæti jeg óskað mjer hlaupahjólsins, og við gætum notað það bæði, sagði Lisa áköf. — Alveg rjett, sagði Lási. En nú er svo skelfing langt þangað til við eigum afmælisdag. — Hversvegna safnið þið ekki aurunum ykkar, úr því að ykkur langar svona mikið til a'ð lignast hjólið? spurði Kamma gamla. — Hvað heldurðu að það stoði? sagði Lisa gröm. Þessa smáaurn sem við fáum í verðlaun fyrir eink- anirnar okkar. — Það er ekki annar vandinn en að fá betri einkanir, sagði Kamma. Tviburarnir sneru sjer burt — hvað þýddi að vera að tala nm svo- leiðis vitleysu? Nei, þá var skárra að gera það sem hún digra Berta bakarans stakk upp á. — Ef þið hjálpið henni mömmu ykkur með húsverkin, þá getið þið kanske eignast aura fyrir það? \ið hjálpum til í búðinni á laugardags- kvöldum og fáum aura fyrir. Þetta leist þeim vel á og næsta dag ætluðu þau að gera út af við móður sína með sífelldum spurning- um um, hvort það væri ekki eitthvað sem þau gætu hjálpað til með. En þó að þau reittu arfa - mamma sagði að vísu, að þau skildu arfann eftir en tíndu gulræturnar burt, en ekki gat Lísa gert að þvi — þetta var óþekkjanlegt sundur! -- og hlypu inn i bæ, þegar eithvað þurfti að sækja, fengu þau enga peninga fyrir, því að hún mamma þeirra hjelt að þetta væri ekki nema hugul- semi og að þau ætluðust ekki til að fá neitt fyrir það. — Tuttugu og sjö aurar, sagði Lísa eitt laugardagskvöldið og horfði 'á dálitla hrúgu af koparpeningum, sem hún hafði eignast alla vikuna. — Þrjátíu og tveir! sagði Lási. — Jeg keypti bara lakkrís fyrir fimm aura, þessvegna á jeg fimm aurum meira en þú. En þessir 59 aurar, sem þau áttu til samans, náðu skamt fyrir hlaupa- hjólinu, og þau andvörpuðu við til- hugsunina um, að það hlyti að líða vikur og mánuðir þangað til þau hefðu sparað nóg fyrir hjólinu. En samt dró glugginn þau að sjer með ómótstæðilegum krafti og þar stóðu þau og horfðu á hjólið. En svo sagði Lisa; — Heyrðu þetta er skritið. Hurð- in hefir ekki verið opnuð. Nú sá Lási þetta líka. Hurðin var læst, og þó var aldrei meira að gera hjá frú Holm en einmitt á laug- ardögum. — Bara að hún sje þá heima? Eða kenske að einhver hafi ráðist á hana, sagði Lási, sem kunni mikið af ræningjasögum. En Lísa skautst inn um dyrnar bakamegin. Þær stóðu opnar i hálfa gátt og svarti kötturinn hennar frú Holm mjálmaði óvær í eldhúsinu. — Það er best að athuga hvað er á seyði, sagði Lási, og svo fóru þau inn. Þar sat frú Holm í hæginda stól, náföl og tekin. Hún gat ekki staðið upp, og allt var þarna á tjá og tundri. — Getum við hjálpað yður nokkuð, fru Holm? spurði Lísa — Eruð það þið, börn? Það var gott að þið komuð — jeg vissi ekki mitt rjúkandi ráð. Jeg hefi snúið á mjer fótinn og meitt mig, svo að jeg kemst ekki úr sporunum — og mig langar svo mikið í tebolla, og kisa þarf að fá mjólkina sína.... og svo er það búðin.... Haldið þið ekki að krakkarnir hafi fengið nóg að hugsa um? Lisa var ekki lengi að búa til te, en Lási flýtti sjer til læknisins. Hann kom eftir hálftíma, þtgar sjúklingurinn hafði fengið teið og börnin hjálpað henni í rúmið. Lási opnaði búðina og var fimur að afgreiða. Ef það var eitthvað, sem hann vissi ekki um þá spurði hann frú Holm, sem lá í stofunni bak við. Hún brosti þegar liún sá hvað hann var kaupmannslegur. Svo komu þau líka daginn eftir og hjálpuðu gömlu konunni, en á mánudaginn kom systurdöttur frú Holm til að annast sjúklinginn og búðina. En næsta laugardag komu tvíburarnir aftur til að vitja um frú Holm, sem nú var orðin sæmilega hress og farin að ganga um. — Mikið hafið þið verið góð og hjálpleg við mig! sagði hún. Ef þið hefðuð ekki komið þá veit jeg svei mjer ekki hvernig farið hefði fyrir mjer. Jeg gat ekki hreyft mig. — Okkur fannst rjettara að gá hvort nokkuð hefði orðið að, úr því að búðin var ekki opin, sagði Lási. — Jeg sá að þig komuð hjerna að glugganum á hverjum degi — var það nokkuð sjerstakt, sem þið voruð að horfa á í glugganum? — Það var lilaupahjólið, sagði Lísa. — Þá er best að þið hafið það með ykkur! Þið megið eiga það fyr- ir hvað þið voruð hjálpleg og góð við gamla ósjálfbjarga konu, sagði frú Holm. S k r í / Monte Carlo. — Fyrirgefið þjcr, hvar getur maður fengið að spilc langhund? Bölsýnismaðurinn. tl u r. — Nú verð jeg að vekja hana. Við erum þegar búin að aka tveimur stöðvum of tangt. Celloleikarinn: — Nit verðurðu að Ijúka við að sanma þennan kjól, Emma. Jeg má iil með að fara að œfa míg. Hlje.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.