Fálkinn


Fálkinn - 22.09.1944, Blaðsíða 12

Fálkinn - 22.09.1944, Blaðsíða 12
12 F Á L K 1 N N Pierre Decourelli: 19 Litlu ílakkaramir og fús til að gera okkur smágreiða. Við lyftum þjer upp í glugga, sem er fyrir ofan dyr. Síðan lætur þú þig síga niður, flytur slána til hliðar og opnar hurðina. En þú mátt ekki gera hávaða. Verki þínu er þar með lokið og þú mátt lilaupa burtu. Þú bíður okkar við endann á þessari götu. Skilurðu mig? — Hvað ætlið þið að gera á meðan, spurði drengurinn. — Við ætlum auðvitað inn í húsið, en þig varðar ekkert um það. , — Ætlið þið að stela? — Hvað kemur þjer það við? — Jeg vil ekki hjálpa ykkur til að stela. — Hvað segirðu? — Jeg vil það ekki. — Jeg segi þjer einu sinni ennþá, að þú átt að skriða inn og opna. Skipstjórinn varð svo ófyrirleitlegur á- sýndum og rödd hans svo ógnandi, að Gal- gopinn gat ekki á sjer setið að segja: — Gerðu að minsta kosti út af við hann hjer. — Nei, ekki hjer, en fyrir framan húsið, ef hann ekki hlýðir. Hann dró upp langan beittan liníf. Fan- fan stóð þráðheinn. Hann titraði af geðs- hræringu og nasavængir hans þöndust út. Hann var að kafna, en hann hvikaði hvergi, þó að hann sæi hnífinn, því að hann vissi að hann liafði á rjettu að standa, liann var ekki hræddur. — Annað hvor hlýðir þú, eða — gættu þín, sagði skipstjórinn. Hann greip í hönd drengsins og dró hann að sjer. Þeir höfðu farið úr skónum og læddust hljóðlega inn i bæinn. — Hjer er það, sagði Galgopinn litlu sið- ar og benti á hús nokkurt. Skipstjórinn athugaði allar aðstæður. — Komumst við hvergi annarsstaðar inn? Galgopinn beygði sig niður og skipstjór- inn stökk fimlega upp á bakið á honum. Hann náði upp í gluggann . Hann var enga stund að skera rúðuna úr og þrýsta lienni inn. Það gekk eins og í sögu. — Nú kemur að þjer, sagði skipstjórinn og stökk niður. Hann gekk til Fanfan og tók hann upp. — Nú lyfti jeg þjer upp, sagði hann stutt lega — og svo skriður þú inn, en gætu þess að gera ekki hávaða. — Jeg er búin að segja ykkur að jeg geri það ekki. — Þú gegnir og gerir það strax. — Nei, nei, slepptu mjer, ef þið meiðið mig, hrópa jeg á hjálp og kem upp um ykkur. Drengurinn hækkaði rödd sína og ætlaði að framkvæma hótun sína. Hann fjekk hnefahögg í andlitið, og Gal- gopinn flýtti sje að vefja sjalinu um höfuð honum, svo að óp hans heyrðust ekki og hratt um leið skipstjóranum til hliðar. Hann gekk ósjálfrátt að einum gluggahleranum. Hann varð fljótt rólegur aftur. — Þetta er hundaheppni, sagði hann, - gluggahler- inn er laus. — Getur það verið? — Já, þeir hafa gleymt að loka honum. Láttu drenginn eiga sig og við skulum hafa hraðan á að skera úr rúðurnar, svo skríð jeg inn. — Hefirðu lyklana? — Já. — Mundu að skrifborðið stendur til vinstri í stóra herberginu, þegar þú gengur inn. — Já. — Þú mátt gera hvað sem þú vilt við gamla manninn, en alls ekki drepa hann. Það er of mikil áhætta. — Jeg skal gera mitt besta. Líttu nú eftir drengnum og gættu þess að hann æpi ekki. Fanfan lá hrejdingarlaus. Hann var ekki meðvitundarlaus. Hann fann hvernig blóð- ið vætlaði úr nefi lians niður í munninn. Svo heyrði liann óljósan hávaða, stutta viðureign, hálfkæft óp og svo korraði í ein- hverjum. Síðan var allt hljótt. — Hver skollinn, hvað var þetta, hvíslaði Galgopinn. — Flýtufn okkur í burtu, þetta er í lagi, hvislaði skipstjórinn. Drengurinn fann að honum var lyft upp, og þeir hentust áfram yfir stokka og steina. Eftir klukkustund köstuðu þeir mæðinni svolitla stund. — Jæja, sag5;i Galgopinn. — Hann er dauður. — Hvert þó í logandi. — Jeg gat ekki annað, fjelagi sæll. Jeg fór hljóðlega að öllu og lyklanir gengu að. — Nú og hvað svo. — Rjett i því kom gamli heimskinginn og truflaði mig. Hann hafði byssu í hend- inni. Jeg neyddist til að verja mig, það skifti engum togum, þá sat hnífurinn á kafi í hálsi hans. Þetta bragð kenndi vesalings Bamboula mjer í Cayenne, það korraði varla í honum. Þetta var meistara- lega hitt. — Náðirðu nokkru? — Já, það er í vasa mínum. Það er mest allt í reiðu peningum. Yið getum svei mjer lifað kongalífi um stund. — Það var verst að þetta skyldi koniu fyrir, sagði Galgopinn aftur. — Hugsaðu ekki meira um það. Þorpararnir náðu heim til sín fyrir dög- un. Zephyrine brenndi blóðugu fötin og stráði sandi á gólfið. Karlmennirnir sváfu. Fanfan lá fölur með galopinn augu, hann var íárveikur. XIV. Hjartagóða konan. Helena hafði komið til Penhöet buguð á sál ogdíkama. Böndin sem tengdu hana við lífið virtust geta brostið þá og þegar. Moutlaur greifafrú hafði viðurkennt sak- leysi hennar, en hún hafði aldrei kraft til að segja hin örlagaríku orð, sem færðu henni mann hennar aftur. Nú var öllu lokið, hin kalda hönd dauð- ans hafði lokað að eilífu vonunum, sem sannað gætu sakleysi hennar. Samt hjelt liún dauða lialdi í vonina um að kraftverk mundi gerast. Brjefin, sem d‘Alboise hafði lofað að senda henni, komu ekki. Hún afrjeð þvi að skrifa hinum unga liðsforingja. Hún liafði fengið vitneskju um að hann væri eklci lengur í Tours, en liafði verið sendur í sjerstökum erindagerðum til nýlendunnar Cayenne. Brjefið var sent á eftir honum, en ekkert svar kom. — Reyndar var svar frá hon- um ekkert þýðinarmikið sem sönnunargagn í málinu. Hún frjetti ekkert frá Carmen eða Ramon. Hún skrifaði þeim einu sinni ennþá, en brjefin voru send aftur. Þá leitaði hún til lögfræðings síns. Hann sagði henni, að Moutlaur liefði búist við dauða móður sinnar á hverri stundu og hefði því gert allar nauðsynlegar ráðstafan- ir. — Hefir honum þá ekki verið tilkynnt lát móður sinnar? — Jeg hefi að minsta kosti ekki gert það, þvi að jeg hefi enga hugmynd um dvalar- stað hans. — En máglcona min og Saint-Hyrieiz, þjer hljótið að hafa skrifað þeim. Hafa þau ekki heldur svarað? Hann hugsaði sig um stundarkorn, og svipur hans bar þess vott að hann hafði sorgarfregn að færa. — Ilafið þjer ekki frjett það? spurði hann loksins og leit í blaðahrúgu. — Jeg hefi ekkert brjef fengið frá mág- konu minni. — Hræðilegir atburðir hafa gerst í Cay- enne og ef þjer viljið vita nánar um þá getið þjer lesið grein í þessu blaði. Hann rjetti Helenu blaðið og benti henni á greinina. Hún hafði ekki lesið blöð í langr an tíma og fylltist skelfingu er hún las frá- sögnina um uppreisnina. Nöfn hinna föllnu voru í blaðinu og þar á meðal Firmin de Saint-Hyrieiz og kona hans. Hún yfirgaf lögfræðinginn hrygg i bragði vegna hinar sorglegu frjettar. Verðskuldaði hún svona þunga refsingu, livað hafði hún brotið af sjer? Nú var Carmen dáin, sem befði getað bjargað henni með einu orði. Greifafrúin er einnig dáin. Hún hafði sann- færst um sakleysi hennar á dauðastund- inni. Nú var öll von úti. Ramon hafði sagt við hana: — Þú getur leitað lians i fangelsum. Hún átti því að leita barns síns meðal úrhraksins. Hjer hafði hún nægilegt verk að vinna, til þes að lífið yrði henni ekki eins óbæri- legt. Hún fór fyrst á fund yfirmanns fangelsis-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.