Fálkinn


Fálkinn - 22.09.1944, Blaðsíða 1

Fálkinn - 22.09.1944, Blaðsíða 1
38. XVII Reykjavík, föstudaginn 22. sepí. 1944. Marlene Dletrich I Reykjavík Síðan stríðið hófsl hafa ýmsir inerkir gestir komið hingað til íslands, en fæstii hafa. haft langa viðstöðn. Og um komn jfœstra þeirra var vitað fyrr en þeir voru farnir aftur. Þannig gerði Hollandsdrotting ekki vart vrð sig þegar Inin var hjer á ferð- inn. Hinsvegar hafa þau Clmrchill gamli og Marlene Dietrich hæði verið svo náðng að sýna sig hann á svölinn Alþingisháss- ins, en hún í sainkomuhúsum hersins, Tri- poli og inni á Hálogalandi. Þar hafa nokkr- ir útvaldir, og nokkrir, sem hafa hermanna- kynni, fengið að sjá þessa dis úr riki.kvik- myndanna Því að Marlene Dietrich er ekki komin hjer til að sýna sig íslendingum, heldur til að skemta hermönnum frá Bandaríkj- linum. Hún er ein þeirra mörgu, sem ferð- ast laiul úr landi milli bækistöðva amerík- anska hersins og syngur og leikur fyrir hermennina. Fjöldi leikara í Bandaríkjun- um vinnur þetta sama verlc hið fræga (ólk, sem áður hafði laun á borð við kon- unga, vinnur nú þegnskylduvinnu, allt til þess að vinna striðið. Því að einn þátturinn í hernaðinum er sá, að sjá um að hermönn- unum leiðist ekki. Marlene Dietrich hefir verið á ferðah.gi mestan hluta þessa árs. í janúar fór hún í sex mánaða ferð til herstöðvanna í Afríku og Asíu. Eftir stutta viðdvöl heima lagði hún upp í ferð þái, sem hún er nú í, og fór þá fyrst til Labrador og Grænlands, og þaðan hingað. Með henni eru í ferðinni söngvarinn Craig Mathues, sem er fararstj., Lin Mayberry, svipbrigðaleikkona af Ijett- ara taginu, pianistinn Jerry Cummings og gamanleikararnir Mandy Kaye og Joey Faye. Hópurinn er í þann veginn að leggja upp til Englands og síðan eitthvað lengra. Hver veit nema hann e.ndi þessa leið í Berlín! — A öðrum stað í blciðinu segir ýmislegt frá Marlene Dietrich, sem áður hefir ekki verið sagt frá í blöðunum hjer.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.