Fálkinn


Fálkinn - 22.09.1944, Blaðsíða 11

Fálkinn - 22.09.1944, Blaðsíða 11
F Á L K I N N 11 Hetjusagan at Sam Logan. SAM LOGAN nefnist 22 ára gamall flugmaður frá Kansas, U.S.A. í júní í fyrra var hann sendur i flug- vjelasveit, sem átti að taka á móti 50 japönskum Zero-flugvjelum, yfir Russeleyjum í Kyrrahafi. Sjálfur flaug hann á Vaught Corsairflug- vjel. Þetta var annað skifti sem Sam var í orustu. í fyrra skiftið hafði hann skotið niður japanska vjel yfir Bougainville. En í þetta skifti var hann sjálfur skotinn niður. Hann lenti í návígi við Japana i 20.000 feta hæð. Alt í einu fór vjel hans að hristast ákaft. Sam leit aftur og sá þá að stjelið var i tætl- um. Hann skreið upp úr sætinu og tók í handfangið á fallhlífinni. Hún opnaðist og fór að síga hægt og hægt, en loftið i kring var hrannað af drynjandi flugvjelum og vjelbyssu kúlnahríð. Nú fyrst hófst æfintýrið í alvöru. Zero-fvjelin, sem hafði skotið á hann steypti sjer yfir hann og skaut af vjelbyssunni. Sam tók í fallhlifar- taugina við og við til þess að hrað- inn yrði sem ójafnastur, svo að erfiðara væri að hitta hlifina. Enda misti Japaninn marks. En svo flaug hánn i hring og bjó sig undi" nýja atlögu. Sam var furðulega rólegur. Hann tók eftir öllu og hugsaði skýrt um allt — hraðann og hvernig vjel ó- vingrins ljeti að stjórn, bjarma- hringinn af skrúfunni á vjelinni. En nú skaut Japaninn ekki — liann var búinn með skotfærin. Hvað fetlaði hann sjer þá? Þarna stakk hann sjer niður að Sam. Og nú Skildi Sam. Hann dokaði við eina eða tvær sekúndur, greip fast i snúruna á fallhlífinni og reiknaði út fjarlægðina. Svo lyfti hann sjer og baðaði út fótunum. Skrúfuvængj- irnir, sem Japaninn hafði ætlað að nota til að brytja hann i smátt, vældu undir honum. Hann var svo nærri fjandmanninum, að hann hefði getað sparkað í vjelina hans. Zero-vjelin rjetti sig aftur og flaug krappan boga til þess að geta gert nýja atlögu að honum. Sam tók í snúruna til þess að hraða fallinu og vjelin kom aftur æðandi að hon- um. Svo fann hann högg og ákafan sársauka. Hann leit niður fyrir sig. Hægri fóturinn var farinn af honum og blóðið fossaði úr stúfnum. Japaninn gerði nú fjórðu atrenn- una og Sam barðist enn upp á lif og dauða.Hann hafði mist annan fótinn en hvorki dómgreindina nje íhyglina. En nú bar þarna að am- eríkanska vjel og Japaninh flýði. Og Sam Logan fjell áfram niður á við. Maður, sem flugvjelaskrúfa sker fótinn af þar ' sem hann hangir í lausu lofti, missir meðvitundina af ákomunni eða blóðmissinum — og þegar hann kemur til jarðar blæðir honum til ólífis eða hann druknar. Sam Logan gerði hvorugt. Hann var með fullu ráði og æstur i skapi — langaði til að lifa til þess að liefna sín á Japananum. Hann dátt ofan í tjörn og vatnið litaðist ráutt kringum hann. En hann óttaðist það ekki. Hann hafði lært hvað liann átti að gera, og það gerði hann. Hann náði í gúmmí- bátinn og bljes hann upp. Og svo komst hann upp i hann. Svo reyrði hann snæri eins fast og hann gat um lærið fyrir ofan hnje. Blóðrás- teptist. Sam brosti. Og svo náði hann sjer í súlfattöflu og morfíntöflu. Lagðist svo fyrir og beið. Hvað lialdið þið að liann hafi verið að hugsa um? Hann var að hugsa um mann, sem heitir Alexis de Seversky, því að hann mundi að Seversky liafði mist fótinn í sið- ustu heimsstyrjöld, en varð einn af duglegustu flugmönnum veraldar, Græskar með sítrón. Vi kg. græskar, 250 gr. sykur, 1% Græskarið er skrælt og kjarninn tekin burt. Það er hreinsað vel úr dl. edik, börkur af tveimur sitrónum. Fyltir tómatar. 8 tómatar, 2-3 laukar, 25 gr. smjör- líki, 5 sneiðar franskbrauð. Lok er skorið af tómötunum og holað inn- an úr þeim. Laukur og fransbrauðið er slcorið í teninga og brúnað í smjörinu, ásamt þvi sem tekið er innan úr tómötunum. Salt og pipar látið út í og tómatarnir fylltir með þessu. Lokið látið á. Þá er tómötunum raðað í eldfasta skál og bakaðir i ofninum í 10 min. Egg og tómatar. Egg eru harðsoðin og rauðan tek- in úr. Tómatsultan lijer að ofan látin i holuna, eggjunum raðað á fat, og látið i ofnin 5-10 min. Tomatar með hrærðum eggjum 0-8 tómatar, 4 hrærð egg, 8 mat- skeiðar mjólk eða rjómi, salt, pipar og hökkuð steinselja. Lok er skorið af tómötunum og tekið innan úr þeim. Eggin eru hrærð með mjólk- inni, salt og pipar látið i, þetta látið í tómatana og saxaðri steinselju stráð yfir. Hitað í ofni í 10 mín. Ristaðar fransbrauðssneiðar látnar á fat og 1 tómat á liverja sneið. Sumarrjettur. 6 tómatar, 1 agúrka, 4 egg, 8 mat- skeiðar mjólk, 6-8 reyktar sildar, salt og pipar. Tómatarnir og agúrkan er skorin í sneiðar látnar á fat og sildin ofan á. Eggin hrærð með mjólk, og salti og pipar. Þessu helt yfir og fatið latið í ofninn i 15 mín. Saft og sultur Bláberjasaft. 1 1. bláber, 250 gr. sykur. Beriu eru hituð þar til þau bresta. Þá er saftin mæld og sykurinn látinn út i og soðið i 5 min. Froðan tekin af og saftin látin á heitar flöskur. Lokað. eigi að síður. Því skyldi ekki hann, Sam Logan, geta fengið gerfifót og farið að fljúga aftur. Og í næsta sinn sem hann hitti Zero-vél, þá .... Hátt á lofti liringsólaði njósnar- flugvjel. Ilún hafði sjeð manninn í bátnum, en vissi ekki hvort hann var vinur eða óvinur. Sam tók málmspegil og sendi merki um hver hann væri. Flugvjelin kom nær, hún var ineð flotholtum og lenti hjá honum. Eftir klukkutíma var Sam kominn á spítala. Og nú liefir hann fengið gerfifót og er farinn að fljúga aftur. Krækiberjasaft. Berin eru hituð, færð upp á grisjað ljereft í gatsýjunni og undin í ljereft- inu milli handa sjer svo lengi sem nokkur safft kemur úr berjunum. Þá er saftin mæld og sykur látin út i, 350 gr. sykur móti 1 1. saft, og saftin soðin í 5 -10 mín. Froða tek- in of og saftin látin á flöskur, sem strax er lokað. Ribsberjasaft. 3 kg. ribsber, 1,6 I. vatn 250 gr. sykur i hvern liter af safti. Berin eru látin í pott með vatni og vin- sýru, hrært vel , og svo látið standa óhreyft í jvo daga. Þá eru berin síuð og saftin mæld. Sykurin látin í og hrært vel i 5 mín. Látið á flöskur og lokað. Rabarbarasaft soðin. Leggirnir eru skornir niður og soðnir í 2 <11. vatns á hvert kg. leggi. Saftin er síuð og mæld og soðin með sykri 5-10 mín (1 I. saft, 300 gr. sykur). Froðan er tekin af og látin á volgar flöskur. Bundið yfir. Rabarbarasaft. 3 kg. rabarbari, 2,6 1. vatn, 12 gr. vinsýra 125 gr. sykur. Brytjaðir leggirnir eru látnir í pott með vatninu og vnísýrunni Breitt yfir pottinn og látin bíða i 5 daga. Diskur er látinn liggja ofan á pottinum til þess að halda rabar- baranum niðri i vatninu. Eftir þenn- an tíma er saftin siuð og látin standa um stund og síuð aftur. Þá er sykr- inum hrært út i, látinn renna og saftin látin i flöskur. Ósæt rabarbarasaft. Leggirnir eru soðnir í svo miklu vatni að fljóti vel yfir. Saftin undin úr leggjunum og látin á flöskur. Notuð í súpur og grauta, einnig góður svaladrykkur með sykri og vanillc. Rabarbaramauk. 1 kg. rabarbari, Vj kg. sykur, van- ille. Leggirnir eru skornir í smá bita og sykri stráð yfir hvert lag i skál- inni. Látið standa til næsta dags, hrært upp og látið á krukkur. Bund- ið yfir. Þessi rabarbari er ágætur í kökur t. d. formkökur, smákökur, í ábætisrjettá, súrur og grauta. Rotvarnarefni látið i sje það geymt lengi. Rabarbarasúra. Rabarbarinn er brytjaður og fleg- inn. 1 kg. leggir í 3 1. vatn, og einn sitrónbörkur. Þetta er soðið þar til leggirnir eru meyrir. 35. gr. kartöflu- mjöl hrært út í. Borðað með tvíbök- um. Bláber. 750 gr. bláber, 400 gr. sykur. Berin eru látin yfir eld ásamt sykr- inum, látin sjóða hægt og froðan tekin ofan af, soðið i 15 mín. Þá eru berin færð upp á gatasigti, og þvínæst látin i hreinar krukkur, en saftin soðin i 10-15 min. Pott- urinn tekinn af og saftin látin rjúka. Hellt volgri yfir berin og bundið yfir. Heil jarðarber. Vi kg. jarðarber, 375 gr. sykur, 3 teskeiðar edik. Berin eru lögð í skál og sykri stráð á milli laga. Þetta látið biða næsta dags. Þá eru berin sett yfir eld og suðan látin koma upp þrisv- ar með stuttu millibili. Látið á hreinar heitar krukkur og bundið yfir. Jarðarber. 1 kg. jarðarber, safi úr 2 sítrón- um, 600 gr. sykur. Berin eru skoluð og þeim helt í gatasikti. Þá eru þau látin í pott ásamt sitrónusafanum, og soðin við vægan hita í 5 mín. Sykurinn látinn smátt og smátt út í og soðið enn í 2 - 3 min., tekið af eldinum, látið í krukkur og bundið yfir. Á þennan liátt halda jarðaberin best hinum fagra rauða lit sinum. Sólber. % kg. sólber, 300 gr. sykur. Berin eru þveginn vandlega og íátin í pott ásamt sykrinum og soðin í 10 mínútur. Froðan tekin af og berin látin í heitar krukkur. Lög- urinn, sem soðin er örlítið lengur,, látin yfir berin. HRÁSULTUN. Auk þess sem lirásultun er bæði ljettari og ódýrari en niðursuða er hún lika hollari þvi liin dýrmætu bætiefni haldast óskemd, og sultan verður ferskari og bragðbetri. En hún geymist ekki eins vel. Ribsber. 750 gr. ribs, 275 gr. sykur. Berin eru þvegin og látin á gatasikti. þá eru þau marin i skál, þar til lögn- um er náð. Sykur og rotvarnarefni látið út i lögin og hrært i 5 mín. Látið á flöskur og bundið yfir. Hrásultuð sólber. Vi kg. sólber, 375 gr. sykur, 1 mat- skeið edik. Berin eru látin í skál og stráð á þau sykrinum. Edikinu rennt yfii, breitt yfir skálina og lnin látin standa á köldum stað. Hrært við og við frá botninum, því sykurinn sækir niður. Þegar sykurinn er bráðinn og jafn eru berin látin á krukkur og bundið yfir. Krækiber í sykri. Krækiber eru vandlega týnd og skoluð. Góð súrmjólk eða skyr, sem þynt er með vatni, er látið í dunk og berjunum hrært saman við. Á þennan hátt má geyma berin óskemd svo lengi sem vill.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.