Fálkinn


Fálkinn - 22.09.1944, Blaðsíða 6

Fálkinn - 22.09.1944, Blaðsíða 6
6 F Á L K 1 N N - LITLfl SflBfln - Kona lístamannsins Jóhann Scheving þýddi Mireille var af fátæku bergi brot- in og átti enga arfs von. En hún var fögur sem engill, og hefði getað fengið næstum hvaða mann, sem var ef undan væru skildir aðalsmenn og auðjöfrar. En hún valdi Lucien. Hann var efnalaus, og Mireille elskaði hann og snilligáfur þær er hún var viss um að í honum byggju. Hún liafði fegurðina hann gáfurnar, og upp á þetta giftust þau. Þau unnu hvort öðru heitt. En líf þeirra var sultar- líf. Þau liöfðu tæplega til hnífs og skeiðar. Aldrei fjekk liún nýja kápu og sjaldan nýjan kjól. Langir tímar liðu án þess hún fengi skó eða hatt. Þá kom henni stundum í hug kaup- mannssonurinn, er var í búðinni þar sem hún fyrr oft hafði verslað sem ungiingur. Hún vissi að hann var skotinn í henni. Nú var liann orðinn ríkur kaupmaður. Hjá honum hefði hún fengið nóg af öllu, mikið af fínum fötum. En hún unni Lucien, þó var erfitt að búa við þesa fátækt. Veðráttan í París var Mireille ekki holl. Hún hafði alltaf hósta. Og vegna hans var það, að hún fór sjaldan út úr ibúð sinni á Montmarlre, nema þegar hún fór til að kaupa i matinn. S,vo leiddist henni að láta sjá sig í gömlu kápunni. Lucien gerði allt sem í hans valdi stóð til þess að afla þeim meiri tekna. Hann seldi nokkrar vatnslitamyndir og teiknaði myndir af nokkrum ferða- mönnum á hressingarskálanum á Montparuasse. En þetta var aðeins fyrir fæði. Svo þurfti all mikla pen- inga fyrir ljereft og liti, og það sem viðkom málaralistinni. Mireille vildi láta Lucien kaupa allt fyrsta flokks hvað þetta snerti. Hún kvað hann mála til eilífðar frægðar. Trú hennar á list hans var ódrepandi. Lucien var góður við hina heilsuveilu, fögru, konu sína og fór að vilja hennar í hvívetna. En eitt haust varð Mireille svo veik að læknirinn sagði Lucien að hún þyrfti betra loftslag. „Þjer verð- ið að fara með hana til Canarieyja eða suður á Riviera. Lucien sá enga möguleika til þess að svo mætti verða. Nú hafði hann í fyrsta sinn komið litlu mál- verki á hina stóru sýningu. Það var málverk af Mireille. Mál- verki þessu var nokkuð hælt af kunn- áttu mönnum í þessari list. Hann var vongóður og áleit að pantanir mundu koma margar um að mála myndir. Hann mælti við Mireille: „Eftir nokkra mánuði förum við til Riviera. Lucien kraup á knje við rúm konu sinnar og skýrði frá þvi hve yndis- legt væri þar að vera, og hve það mundi bæta heilsu hennar að koma þangað. En hann vissi að þetta voru loft- kastalar og skýjaborgir er hann var að lýsa. Nú kom pósturinn með brjef til Lucien. Hann las það upphátt fyrir Mireille. Hún var föl og mögur en hamingjan ljómaði i augum hennar. Brjefið var svoliljóðandi: Herra Lucien Despoirl Jeg hefi skoffaff yffar úgæta mál- verk á sýningunni, og þar sem jeg í tilefni af afmæli konu minnar vil fá málaða mynd af henni í blóma- garffinum haldandi i sinn Pekings- hund, sný jeg mjer til yffar. Jeg þarf aff fá málverk af konunni minni eins og jeg hefi sagt. Stærff þess skal vera 3x2 metrar, og skal jeg borga yffur 1000 franka fyrir fer- meterinn. Alls 6000 franka, auk þess borga jeg tjereft, liti og annaff er meff þurfa þykir til þesa málverks. Vœnti svarst svo 'fljótt sem viff verffur komiff. Jerome („Banhommte") Mireille reis upp í rúminu og mælti með ákefð: — Loksins, Lucien getum við farið að lifa eins og mönnum sæmir — Loksins! Hún þagnaði og brá vasaklútnum fyrir munninn. Og er hóstakviðan var búin, braut hún klútinn saman, svo blóðið ekki sæist er i hann kom. Hún vildi gleyma öllum óþægind- um. Riviera — höll alsnægtir, við það vildi hún gleðja sig. Lucien svaraði um hæl að hann tæki að sjer verkið. Frúin, er hann átti að mála kom. Hún var glæsileg og vingjarnleg. Uppkastið af málverkinu varð Lucien að gera heima hjá sjer, þar sem hann gat ekki yfirgefið konu sína. Hví- líkur munur á Mireille og hinni hraustu frú með hundinn. MireiIIe þoldi ekki hávaðann í þeim. Hund- urinn gellti, konan hló. Lucien gerði fáeina frumdrætti, svo ljet hann frúna fara. Er Lucien kom inn i herbergi konu sinnar var mjög af henni dreg- ið. Hann sá að það var ástæðulaust að tala um þetta næsta vor, nýtt líf hjer á jörð eða frægðarvonir. Mir- eille var að kveðja þennan heim. Hún sagði lágt: „Vertu sæll litli góði Lucien“. Svo hvarf sál liennar á braut út í óvissuna, eilifðina, eða...... Lucien varð hálfærður í bili. Hann kraup við rúmstokkinn og hrópaði hástöfum á konuna dánu er hann unni hugástum. Hann hrópaði kjökr- andi: „Mireille, Mireille! Elsku Mir- eille! Þú ert ekki dáin! Ekki dáin í sama augnabliki og framtíð okkar var- tryggð. Komdu aftur til mín Mireille, Mireille!“ Hann talaði og kallaði á hana langa stund. Hann var úrvinda af sorg og örvæntingu. Hann reikaði um herbergið án þess að vita i þennan lieim eða annan. Hann opnaði dyrnar á vinnustofu sinni. Þar var ljós. Hann hafði gleymt að slökkva þegar frúin fór. Hann sá i anda sig og Mireille i höll við Miðjarðarhafið. Nú varð honum litið á hið stóra ljereft er mynd frú- arinnar skyldi málast á. Og nógir voru litirnir. Hann greip málaraáhöld- in. Hann fann að andinn var kom- inn yfir hann. Listagyðjan hafði heimsótt hann. Hann hrópaði: „Mir- eille! Hvar ertu? Því kemurðu ekki? Samstundis birtist Mireille bros- andi, fögur, blómleg og undur fögur. Hún var klædd í yndislegan kjól auðsjáanlega frá Paquin. Hún mælti: „Fer kjóllinn ekki vel? „Þú ert ljómandi,, elskan mín, svaraði Lucien. „Þú ert eins og ný- útsprungin rós. Stattu þarna á svöl- unum, snúðu nokkuð meir í áttina til mín. Þetta er ágætt. Þín unga fegurð. og hið eilífa bláa haf, það á vel saman. Nú get jeg skapað lista- verk. Listaverk sem aldrei fyrnist.“ — Tveimur dögum síðar brutust nágrannarnir inn til hans. Og það mátti ekki seinna vera. Lucien iá meðvitundarlaus á gólfinu. En hann hafði málað hið fræga málverk af Mireille. Hann var fluttur á sjúkrahús. Og um margra vikna skeið var ekki hægt að sjá hvort hann fengi sæmilega heilsu aftur. En hann náði sjer aðeins liið ytra. Kjarkur hans var lamaður, frægðarlöngun hans horf- in. Er vorsýningin var opnuð sáu allir að Lucien hafði málað meistara- verk. Það var myndin af Mireille. Myndinni liafði liann gefið lieitið „Kona listamannsins“. Alltaf stóð stór hópur sýningagesta fyrir fram- an þetta málverk. Myndir af þvi komu í fjölda blaða. Fyrsta sinn á æfinni gat Mireille sýnt fólkinu sjálfa sig klædda í yndislegan sum- arkjól, er hún aldrei hafði eignast. Málverkið „Kona listamannsins'* var selt Luxemburgarsafninu fyrir hátt verð. Peningana notaði Lucien til þess að útbúa leiði Mireille og setja minnismerki á það. i Hann hætti að mála. Þegar hið mikla tækifæri kom til að græða fje, hafði hann enga ánægju af ]oví. Mir- eille gat ekki notið þess með hon- um og þvi var það honum enskis virði. Hann vann aðeins fyrir lífs- nauuðsynjum sínum og bjó í Mont- martre og Montparnasse. Er menn spurðu Lucien um það hversvegna að hann hefði ekki hag- nýtt snilld sína, svaraði hann með því að hafa yfir erindi eftir Alfr^d de Musset er byrjar þannig: „’Beatrice Donato, etc.“ ^/«//«//«//*/ Breskur gistihúsarekstrarskóli heldur' uppi þriggja ára námi fyrir mát- sueina en tveggja ára skóta fyrir veitingaþjóna. Kenslan er aff miklu leyti verkleg. Matsveinarnir verða aff kunna full skil á smúrjettum, súpum, fisk- rjettum, ketrjettum og ábætirum, en þjónarnir að vita mismun á rjettum ýmsra þjóffa og úr hvaöa landi efnin í þá koma; ennfremur að setja saman matseðla, kunna aö dúka borff fyrir allskonar tækifæri. Á efri myndinni er veriff aö kenna þjónalærlingum aff dúka borff — þeir eru að læra að brjóta pentudúkana. En á þeirri neffri sjást ungir drengir vera

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.