Fálkinn


Fálkinn - 22.09.1944, Blaðsíða 3

Fálkinn - 22.09.1944, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MBÐ MYNDUM fíitstfóri: Skáli Skúlaaoa. Frcunkvjtfóri: Srarar Hjalteetod Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavik. Simi 2210 Opia virka daga kl. 10-12 og 1-6 Blaðið kemur át hvern föstudag Allar áakriftir greiðis fyrirfram H ERB KRTSpren t. SKRADDARAÞANKAR Enginn dómur skal í þessum hug- leiðingum skraddarans lagður á það, hverjir eiga sökina á þeim eilífu og ósættanlegu deiluni, sem jafnan eru með þjóð vorri. Lesandinn er þeðinn að spyrja alþingismanninn sinn að því. Hver veit nema hann viti það. Því að sjálfur hefir hann, eða flokkur hans, reynst ómegnandi þess, að koma á laggirnar ríkis- stjórn, sem hann gæti annaðhvort verið aðili að eða andstæðingur að. í vinnudeilunum eru þó aðeins mót- herjar, því að ekki er hægt að líkja núverandi ríkisstjórn við sáttasemj- ara, nema máske að því leyti, að aðilanir eru oftast ósáttir við hann. Stjórnin eða öllu heldur Alþingi, býr til svo margar nefndir. Mætti ieyfast að stinga upp á einni enn, það er að segja, ef hún er kosin til að gera eitthvað meira en ekki neitt. Það mætti kalla liana friðar- nefnd, því friður er svo fallegt orð, ekki síst núna. Þessi nefnd ætti að vera skipuð með því fororði, að hún lyki aldrei störfum sínum. Á tímum ófriðar yrði hún sáttanefnd, en það hlutverk æhi að vera aulcavinna, og mætti gjarn- an borga það með eftirvinnukaupi. Aðalhlutverkið yrði það, að sjá um að ekki þyrfti að stofna til vinnu- deilu eða úlfúðar. Þessi nefnd reyndi að gera einn alsherjargrundvöll fyrir atvinnumálum þjóðarinnar, finna þá vísitölu allra vísitalna, sem atvinnu- lifi þjóðarinnar hæfir. Því að ísland verður að byggja framtíð sína á þvi, að þjóðin geti lifað skuldlaust út á við, þó að ekki komi heimsstyrj- öld 20. - hvert ár. Að öðrum kosti erum við mesta „ófriðarþjóð“ i heimi. Eins og stendur höfum við styrjaldir að atvinnu. Það er sann- leikurinn, sem við verðum að horf- ast i augu við. Væri full ástæða til að fara að líkja okkur við Basil Zaharoff, cða þessháttar kumpána, en þó er sá munur, að við heýjum aðeins borgarastyrjöld, þó að við lifum á stórveldastríðum. En „oft veltur lítil þúfa þungu hlassi.“ Við þurfum að sljetta þúfuna okkar og reyna að muna. „Að íslendingar viljum vjer allir vera.“ Muna, að það er hægt að lifa i friði í strjál- býlasta og hlutfallslega auðugasta landi Evrópu. Marlene Kvikmyndin er orðin svo stór þáttur í skemtanalífi almennings að það er enginn furða, þó að þeir blaðalesendur, sem alist hafa upp við kvikmyndir frá barnæsku, liafi áliuga á að fræðast eitthvað um þá, sem hæst ber á í ríki kvikmynd- anna. Vísindamennirnir og listamennirn- ir berjast alla æfi fyrir frægð og ná henni ekki að jafnaði fyrr en þeir eru orðnir aldurhnignir eða jafnvel komnir ofan fyrir grafarbakkann. En kvikmyndin getur gert sína þjóna heimsfræga á nokkrum nánuðum. Þannig var það með Marlene Diet- ricli. Hún þurfti ekki nema eina kvikmynd til þess að verða lieims- fræg. Myndin var „Blái engillinn“„ þar sem liún ljek daðursdrósina og kippli fótunum undan smáborgar- Leikflokkur Marlene Dietrich: Sitjandi frá viitstri: Söngvarinn Craig Mathues, Lin Mayberry leikkona, Marlene Dietrich, Mandy Kaye. Stand- andi Jerry Cummings og Joey Faye. Marlene Dietrich i hópi íslenskra blaöamanna. anum, barnakennaranum, sem Emil Jannings ljek af eigi minni snilld en liún. En enginn skyldi halda að hún hafi unnið þennan sigur undirhúnings- laust. Það var margt búið að drífn á daga hennar áður. Þegar hún var barn langaði hana til að verða fiðluleikari og var byrjuð að læra. En þá sneri hún á sjer úlf- liðinn, svo illa að hún varð að leggja þetta nám á hilluna. Líklega hefir þetta atvik ráðið þvi að hún varð heimsfræg leikkona. Marlene Dietrich er gerfinafn, eins og svo margt listafólk notar. Rjettu nafni heitir hún Maria Magda- lena von Losch, og var faðir henn- ar liðsforingi i prússneska hernnm. búsettur i Weimar, hinum fræga bæ Goethcs, og þar fæddist Maria Magdalena 27. desember 1904. — Faðir hennar féll á austurvígstöðv- unum í siðustu heirnsstyrjöld og fluttist liún þá með móður sinni til Berlin. Eftir að liún varð að hætta fiðluleiknum lærði hún jöfnum höndum söng og leiklist og gekk á ieikskóla Max Reinhardt. Hjá hou- um fjekk hún lika fyrsta hlutverk sitt á leiksviði, i „Taming of the Slirew" eftir Shakespeare. Næstu árin ljek hún jöfnum höndum á leiksviði og i kvikmyndum. En fyrsta stóra lilutverk hennar á leik- sviði var í „The Great Baritone" árið 1925, og síðan komu ýmsir söngleikir. Og loks var það að hún Ijek i „Blái engillinn“, eins og áður segir. Eftir þann leik var hún orðin sú stjarna, sem skærust þótti á kvik- myndaheimi Evrópu. Þetta var rjelt fyrir 1930. Síðan hefir hennar nær eingöngu verið getið í sambandi við Ameriku- kvikmyndir frá Paramount og Uni- ted Artists. Þar liefir hver stór- myndin rekið aðra og allar munu þær hafa verið sýndar lijer á landi, og fólk man eftir þeim. „Marocco“, „Shanghai Express", „Tlie Blonde Venus“, „The Devel is a Woman“, Songs og Songs“, , Scarlett Empress“ og „The Lady is Willing,“ sem nú er verið að sýna í Nýja Bió. Þar ieikur hún á móti Fred MacMurray. Síðasta mynd hennar er austurlanda- myndin „Kismet“, sem sagl var frá hjer í blaðinu fyrir nokkru. Var töku hennar lokið á siðasta ári. Siðan hefir Marlene Dietrich ckki leikið í neinni mynd og œtlar ekki að gera fyrr en stríðinu er lokið. Marlene Dietricli giftist Rodolph Sieber og eiga þau eina dóttur, sem nú er 19 ára, og er þegar farin að leika, jafnframt námi sínu. Spá margir þvi að liún muni á sínum tíma verða jafn dáð og móðirin. þó að nafn hennar verði annað. Forsiðan og myndirnar hjer eru teknar af Jóni Sen og Friðrik Clausen getur fólk sjeð iivernig Marlene Dietrich litur út, utan leiksviðsins, hafi þeir eigi vilað það áður. Þvi má bæta við, að liún er 5 fet og 5 þuml. (enskir) á hæð, vegur ná- lægt 120 pund og hefir glórautt hár og blá augu. Marlene Dietrich og Lin Mayberry i hópi blaðamanna. Frá v.: Lt. Zim- koff, ritstjóri, B. Guðmundsson, Svava fíagnars og Jón Magnússon.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.