Fálkinn


Fálkinn - 22.09.1944, Blaðsíða 9

Fálkinn - 22.09.1944, Blaðsíða 9
FÁLKINN 9 samhent og leggjast bæði á eitt, og þá tekst margt. Helga vann ekki í ullarverksmiðj- unni fyrstu árin eftir að hún giftist. En þegar elsta telpan var orðin svo stór að hún gat haft gát á yngri systkinunum sínum, þá fór Helga að spunavjelinni á ný. Það var svo inikið, sem þurfti til heimilisins, eins og vita má. Munnarnir margir og húsaleigan há. Og ekki hefði mikið orðið afgangs til fata, af þess- um sultarlaunum hans Eðvards vesa- lingsins. En Helga hafði ekki ennþá lært að kunna við sig í borginni. Á hverju vori fær hún heimþráarkast, og þá liefir hún allt á hornum sjer, bæði gagnvart krökkunum og karl- inum og yfirleitt allri veröldinni. Það er ekkert spaug að vera nálægt henni þá, 'Og ómögulegt að mæla hana málum! Hún verður að fá að rasa og rausa þangað til kastið er liðið hjá. Og þá kemur liún til sjálfrar sín aftur og stritar enn meira en nokkurntima áður. En eitt vorið var kastið enn alvar- legra en nokkru sinni fyrr. Krakk- arnir læðast fram lijá lienni á kvöld- in, og Eðvard reynir að fela sig bak við dagblaðið sitt og segir ekki orð. En það veit sá sem allt veit, að liann er orðinn þreyttur á þessu sífelda nöldri og ja'gi. Nú hefir hún látið dæluna ganga í lijerumbil liálf- an mánuð! Svo áð það væri timi til kominn að hún færi að átta sig! Skrambans leiðindi að hún skuli hafa gaman af að kvelja þau svona, öll hin /~\G EITT kvöldið þraut hann jiol- inmæðina og fleygði frá sjer blaðinu. — Biddu nú hæg, Helga! sagði hann. Nú er hest að þú takir sönsum, þvi að annars skal jeg sýna þjer í tvo heimana! Hann var orð- inn úttútnaður af reiði núna, hann Eðvard, og hann jós yfir hana, svo að glumdi í þilinu. Krakkarnir flýðu á dyr, en hún Helga stóð kyrr. Stóð og glápti, hissa og eins og álfur úr hól. — Hvaða maður var þetta? Var það hann Eðvard þetta, sem 'stóð þarna upp í hárinu á henni og bað- aði út öllum öngum og reif kjafl? Voru augun i honum Eðvarði svona græn. Hvað ætlaði liann að gera við stólinn — ætlaði hann að henda honum í hausinn á henni? — Hún varð örvita af hræðslu, og hún þaut fram að dyrum og æddi niður stig- ann. Hann Eðvarð mælti ekki orð frá munni eftir þetta kvöld. Sat einn síns liðs, þögull og stúrinn, liristi höfuðið stöku sinnum, hafði lagt árar í bát og ljet sjer standa á sama um allt. En eftir nokkra daga fór að birta yfir andlitinu á honum aftur. Hann tók minsta angann á hnje sjer og fór að tala — tala um hænur og grísi og önnur furðudýr. Minsti anginn glápti á hann og skildi ekki nokkurn skapaðan lilut, en hinir krakkarnir þyrpíust að honum og vildu heyra meira: — Jú, bíðið þið hæg, sagði pabbinn. Jeg skal segja ykkur meira bráðum! Hinum hafði dottið nokkuð í hug honum Eðvarð, eftir kvöldið, sem hann tók liana Helgu til bæna. Væri ekki best að hún fengi að fara heim til sín, þar sem allt v^r gott? Hún gæti orðið brengluð á sönsunum af þessari eilífu heimþrá. En ekki vildi hann sleppa henni einni. Hann vildi verða henni samferða, jú, bæði hann og króarnir skyldu flytjast heim á bernskustöðvar hennar, sem hún hafði svoddan dálæti á. Þau skyldu vinna í verksmiðjunni, bæði tvö, þau skyldu vinna baki brotnu, þau skyldu spara mat og föt og eldivið í ofninn, þau skyldu leggja margar krónur í sparisjóðinn á hverri viku! Og þá skyldu aldrei líða mörg árin þangað til þau hefðu nurlað svo miklu saman að þau gætu flutt um set og keypti sjer hús og jarðarskika með! IJ ANN lá aftur á bak og var að útlista þetta áform fyrir Helgu eitt kvöldið, eftir að börnin voru sofnuð, og Helga lá fyrir og hlust- aði og horfði stórum augum upp i loftið. En hvað hann Eðvarð var fallegur, og innilegur í málrómnum í kvöld! Og hvað hann hafði ger- hugsað þetta alltsaman! Það var svo ljóst og blát áfram, að unun var að hlusta á það! Ómögulegt? Nei, það var nú eitthvað annað! Hann Eðvarð hafði reiknað það út, hjer- umbil upp á dag, hvenær þau gætu flutt! — Eðvarð, Eðvarð! hvíslaði hún. Var það ekki það sem jeg vissi, að þú mundir finna ráð! Eðvarð strauk henni um kinnina. — Já, heldurðu ekki að þetta geti tekist, Helga? hvíslaði hann í eyrað á henni. — Eða finnst þjer að jeg sje að tala einhverja vitleysu? — Vitleysu? Þú mátt ekki segja svona Ijótt, Eðvarð. Þú skilur þó að þetta tekst. Hvað ætti svo sem að vera þvi til tálma? Hún tók í hönd- ina á honum og þrýsti fast. — Þakka þjer fyrir þetta, sagði hún. — Nei, það verður víst Iítið úr svefni hjá mjer. En í nótt skal það verða yndis- legt að liggja andvaka! "P N NOKKRUM vikum siðar ligg- ur Eðvarð rúmfastur. Hann hefir verið vesæll og hóstandi í nokkur ár og fundist hann vera máttlaus og snerpulaus. Og nú ligg- ur hann þarna og verður minni og minni i rúminu. Einn daginn segir Iæknirinn við Helgu úti i ganginum, að liann muni aldrei komast á fæt- ur aftur. Eitt kvöldið situr Helga á rúm- stokknum hjá horium. Hann er þögul! og hugsandi. Liggur og er að velta einhverju fyrir sjer. Og hann horfii lengi á konuna sína. — Veslings Helga min! Hún lítur niður að honum: — Setlu þetta ekki fyrir þig, Eðvarð, Það rætist úr þessu. Við verðum að fela allt Guðs hendi! Hann reynir að kæfa niðri í sjer hóstann um stund. Svo kemur: — Jeg er ekki að hugsa um sjálfan mig, Helga! Jeg er að hugsa um þig og börnin! Hvað verður um ykk«vr? Helga kann ekki svar við því, svona í svipinn. Verður að hugsa sig um. En svo heyrir hún andvarp frá vöruin þess, sem liggur þarna, og hún rjettir úr sjer. — Góði Eðvarð, það er enginn vandinn fyrir okkur, þú skilur það! Ef ekki verða önnur ráð þá tek jeg börnin með mjer og fer heiml Jeg á skyldfólkið mitt á lífi, svo að jeg fæ alla þá hjálp, sem jeg þarf ineð. Enda kann jeg aldrei vel við mig hjerna i borginni, eins og þú veist. Henni finnst að eitthvað sem lik- ist brosi fari um fölt andlitið, en hún er ekki viss uin það. MÖRG ár eru liðin, síðan hann Eðvarð var lagður í mold. -— Mörg erfið ár. Helga vinnur enn í ullarverksmiðj- unni. Þar er margt orðið breytt. Nýjar vjelar og nýtt fólk. Þegar gömlu vjelarnar fóru að ganga úr sjer voru þær teknar burt og mölv- aðar og seldar sem brotajárn. Þegar fólkið hafði gengið sjer til húðar, var því ekið upp í Nyrðra Graflund og jarðsett þar. Þá leiðina er Tatara-Lina farin fyrir löngu. Nú er það dóttir henn- ar, sem stendur við spunavjelina í hennar stað. Helga var orðin lotinn í herðum og hærugrá. Ójá. Það er eklcert til- tökumál. Hún hefir orðið að ganga gegnum margt, veslingurinn. Fvrst þetta með hann Eðvarð, sem ekki gat átt samleið með henni lengur Og svo börnin, sem fóru sömu leið- ina og hann, hvert af öðru. Nú átti hún aðeins elstu dóttur sína eftir. Guði sje lof samt, að hún skyldi fá að halda henni, og að hún var jafn skikkanleg og einbeitt stúlka og liún var. Eitt vorkvöld sitja Helga og dótt- ir hennar saman í stofunni. Þetta hafði verið fagur dagur, boðberi þess að sumarið væri i nánd. Þá segir Helga: — Nú dettur mjer nokkuð í hug, telpa mín! Nú höfum við stritað hjerna i svo mörg ár, án þess að taka okkur nokkurntíma hvild. Held- ur þú að við hefðum ekki gott af að Ijetta okkur upp? Mig hefir svo oft langað til að koma heim á æsku- stöðvarnar og hitta frændur og vini. En alltaf hefir eitthvað orðið því til fyrirstöðu. Eigum við ekki að biðja um leyfi i nokkrar vikur og fara þangað i sumar? Dóttirin lítur um öxl. Vill ekki láta móður sína sjá að hún brosi. Og Helga tekur ekki eftir neinu, en heldur áfram: — Þú getur liaft gaman af að sjá hvernig umhorfs er í sveitinni — þú, sem hefir varla komið út fyrir bæinn. Ja, það er annað líf þar, það segi jeg þjer satt! Þú sjerð muriinn. Jeg get aldrei skilið, hvernig fólk fer að þvi að lifa i þessum við- bjóðslega bæ. Að minsta kosti gæti jeg aldrei vanist því. Nú brosir dóttirin aftur og í þetta skifti gleymir hún að snúa sjer und- an. Og Helga sjer þetta bros. — Og liún starir agndofa á dóttur sina og strýkur sjer um augun. Æ — ojæja! Hvað er jeg að bulla. Drottinn minn. En eftir örlitla stund stendur hún upp og er liarðari i horn að taka: — Hlæ þú eins og þú vilt, telpa min, en jeg skal nú fara samt. Og viljir þú ekki koma með mjer þá fer jeg ein! Jeg hefi farið þesa leið áður svo jeg rata! — Þú skalt ekki ganl- ast að henni móður þinni, því að hún fer ekki með hjegóma! Það skal ekki fyrr grænka brekka en jeg fer mina leið! Nú veistu ]>að. I^EI, hún Helga fór ekki með lije- góma. Því að um vorið fór hún heim. En liún fór ekki langt. Hún brunaði ekki norður byggðirnar á gljáandi járnbrautarteinunum. Hún ók hægt og rólega gegnum þröngar krókóttar götur. Hún nam ekki staðar i fallegum dal með tærri á og grænum blrki- skógum. En það var þarna eitthvað í áttina. Því að Akursá er ekki langt frá þarna. Og það er talsvert af birkitrjám á Nyrðra Graflundi líka. ÁRÁS Á JÁRNBRAUTARBRÚ. Aldrei hafa árásirnar á samgöngu- kerfi Þjóðverja verið eins liatram- ieg og daganna næstu fyrir inn- rásina í Frakkland, 6. júní. í sum- um þessum árásarferðum notuðu sprengjuflugvjelarnar nýja aðferð: að fljúga um það bil jafn lágt og markið var, stefna á það með fullri ferð og sleppa svo sprengjunni, sem þýtur áfram í sömu átt og flug- vjelin fer og hittir inarkið með mikilli nákvæmni. En á síðustu stundu sveigir vjelin upp á við, yfir markið. Þetta kalla Bretar „bizz- bombing" og sýnir teikningin Mosquitoflugvjel, sem gerir þess- háttar atlögu að járnbrautarbrú i Belgíu. ) 1

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.