Fálkinn


Fálkinn - 22.09.1944, Blaðsíða 8

Fálkinn - 22.09.1944, Blaðsíða 8
8 F Á L K I N N OSKAR BRAATEN: HEI Það er í verksmiðjunni, í mið- daghvíldinni. Það af fólkinu, sem eigi hafði hirt um að skreppa heim hefir sumt fleygt sjer á gólfið, bak við vjelarn- ar sínar, og stungið klútaböggli und- ír höfuðið á sjer. Það eru eldri stúlk- urnar. Þœr ætla að reyna að fá sjer blund áður en hjólin fara að snúast aftur. En ungu stelpugæksnin þjóta um eins og tryppastóð og hringsóla urp gangana. Sumir þeirra hafa sjeð sjer færi að laumast inn í geymsluskál- ann, til strákanna, meðan verkstjór- inn sje í matnum. Og að innan það- an heyrist hviss og hlátur. Við einn gluggann í verksmiðju- salnum stendur ung stúlka alein. Hún gægist út undan sjer, hvort nokkur sje nærri. Svo opnar hún gluggann, stingur höfðinu út og andar að sjer sterku, hreinu vor- loftinu. — Nei, nei, þvílíkt veður í dag! Sólin vermir eins og á miðju sumri, og hvít ský sigla norður á bóginn, undir háum bláum himninum! . . Hún leggur lófann á múrvegginn undir gluggakarminum. Hann er heitur og hlýr og hún lætur hend- urnar hitna í sólinni. Trjen tvö niðri í „garði“ verk- smiðjustjórans eru með blaðhnöpp- um á þurrum greinunum. Og nokkur vesældarleg strá eru farin að vaxa við trjáræturnar. En það er ekki þetta eitt, sem hún stendur og horfir á. Hún horf- ir á mynd af dal með skógi, sem er bústnari en trjen þarna niðri. Og á á, sem er miklu tærari en Akursáin. Og litinn, gráan bæ, sem bakar sig í sólinni. Hún reynir að festa í huga sjer myndina af þessum litla, gráa bæ. Reynir að komast innfyrir þröskuld inn, fara inn í baðstofu og heilsa kærum verum og kunnugum hlutum. En það er svo erfitt. Hávaðinn kring- um hana truflar hana. Hún vaknar og uppgötvar að þarna sjer hún ekkert nema þökin á sótugum verk- smiðjuhúsum. Þá lokar hún glugg- anum og dregur andann djúpt, nokkrum sinnum. Svo fer liún frá glugganum og sest á kassía við vjel- ina sína og bíður þess að klukkan verði 2. Hún vinnur sitt verk þennan eftir- miðdag eins og hún er vön. Stöðv- ar vjelina og hnýtir saman þræðina sem slitna. Stingur inn tómri spólu þegar ein er orðin full. Það gengur sinn vanagang alltsaman. En það er einhvernveginn svoddan kæru- leysi gagnvart vinnunni í henni í dag. Hún fylgist ekki með. Nei, liug- ur hennar er langt i fjarska frá öllu sem nefnist spunavjel og bómullar- þráður. 'T’ ATARA-LÍNA, sem er við vjelina beint á móti, er að gægjast til stúlkunnar. Hún talar nokkur orð til hennar við og við, en þau drukkna MFERÐIN í vjelaskröltinu. Þá læðíst hún til hennar, meðan verkstjórinn er öðru að sinna i hinum endanum á vjela- salnum: — Hvað gengur að þjer núna, Helga? segir hún. — Þú ert svo dapurleg. Helga svarar ekki. Þá leggur Tatara-Lina höndina á handlegginn á henni: — Er það vorieiði, sem gengur að þjer. Er kvillinn sá nú kominn í þig aftur? Æ, vertu .ekki svona stúrinn, barn! Hvað kemur sólin og vorið þjer við? Kemur það jojer við livort lieldur er sumar eða vetur? Fer ekki jafn- vel um þig hjerna inni livort heldur skafrenningur sópar göturnar eða sólin bakar húsveggina? Þarft þú nokkuð að hugsa um veðrið. Það er meira bullið. Rfettu nú úr þjer og hugsaðu um eitthvað skemmtilegt! En þessi orð bitu ekki á Heigu. Hún snýr sjer bara að liálfu undan og starir fjarrænu augnaráði fram- undan sjer: — Jeg fer heim aftur! segir hún. Það fer bros um andlitið á Tat- ara-Línu: — Nei, nú brá mjer, ætl- arðu að gera það? Jæja, telpa mín. Gerðu það bara. En flýttu þjer, áður en það verður of seint! Helga horfir á hana: — Of seinl? Hvað áttu við með því? Lína er hætt að brosa: — Á við? Það skal jeg segja þjer. Jeg fór líka heim hjerna einu sinni. Fór heim i sveit á hverju guðsgrænu vori. Þegar dagarnir lengdust og loftið varð hlýtt og sólin hækkaði á lofti — þá ferðbjó jeg mig. Og jeg fór! Ójú, minstu ekki á það. En það er að segja: jeg fór bara í huganum! Sjálf komst jeg aldrei lengra en hjerna i spunastofuna! Og svoleiðis mun þjer fara líka, Helga. Þú hefir farið lieim á hverju vori í þessi þrjú ár, sem þú hefir verið hjerna í borginni. Þú „fórst“ í fyrra og þú „ferð“ í vor, og þú munt líka „fara“ að ári og hitt vor- ið, og kanske nokkrum sinnum oft- ar. En samt verður þú hjerna og grær fastar og fastar með hverju árinu. Og einn góðan veðurdag, þegar hárið á þjer er orðið grátt og bakið farið að bogna, þá getur vor- ið komið en þú ferð ekki neitt, því að þá skynjar þú livorki sól eða sumar. Og þá er þjer borgið. Helga rjettir úr sjer: — Svoleiðis skal aldrei fara fyrir mjer! segir hún ákveðið. Jeg skal komast heim. Eftir nokkrar vikur fer jeg! Jeg skal lifa eins ódýrt og hægt er, jeg skal spara og spara eins og hægt er! Og þegar sumarið kemur fyrir fullt og allt þá er jeg komin langt burt hjeð- an. Því að jeg þoli ekki borgar- vistina lengur! Jeg verð að komast heim! — Ojæja, sagði Tatara-Lína. Far þú bara, Helga: En gætu nú að vinnunni þinni. Sjáðu, þarna slitn- aði þráður! Fagurt sumarkvöld tveimur mán- uðum síðar. Piltur og stúlka ganga í liægðum sínum upp götuna. Bæði eru stúrinn. Segja ekki neitt. Þau ganga langt uppeftir og beygja út af veginum út i móa. Og svo verður fyrir þeim teigur með háu grasi. Þar setjast þau. Allt í kringum þau eru liópar af ungu fólki. Piltarnir bölva og skatt- yrðast yfir spilunum, stúlkurnar masa og syngja. Af hól einum í fjarska heyrast seiðandi skjálftatónar úr draggargani. En þau sitja hljóð, bæði tvö. Hann rennir augunum niður til borgarinnar og árinnar og verk- smiðjanna þarna niður frá. Hún hefir týnt nokkur blóm og er að fitla við þau í fanginu á sjer. Aðeins stöku sinnum verður henni litið á andlitið á honum. Hann er svo skrítinn í kvöld. Situr þarna svo hljóður — hann er víst að hugsa. Það fer að skyggja þarna kring- um jiau og stúlkurnar standa upp og færa sig nær götunni. Draggarg- anið þagnar. Það eru komin háttu- mál — þarna megin í bænum líka. Helga tekur saman hlómin og ætlar að standa upp, hún líka: — Það er víst best að komast Iieim! segir hún. —- Maður verður svo þreyttur á morgnana! — Ekkert ’liggur á, Helga! Við liöfum einhverntíma verið seinna a ferli! Hann snýr sjer og lítur feimnis lega á hana: — Hefirðu hugsað um það, sem jeg spurði þig um síðast? Ætlarðu að gera það, sem jeg bað þig um? Hún bítur sundur strá. Svarar ekki. -r- Eða kanske að þú þorir það ekki? Þú ert kanske hrædd um, að jeg píni úr þjer liftóruna? Helga litur alvarleg í augu hon- um: — Þú veist vel að það er ekki það, Edvarð! Þú mundir alltaf verða góður við mig, jeg veit það! Hann brosir kalt. — Nei, nei. Það verður ekki við því gert. Það eru víst aðrir sem þú hugsar um! Og ekki vil jeg vera Þrándur i götu — hvorki hans Svenska-Pjeturjs nje hans Hilmars á Brunabakka! — Jæja, við skulum þá komal En nú var það Helgu hlutskifti að liafa afturá. — Farðu ekki strax, segir hún. Þú mátt ekki segja svona Ijótt, Eðvard. Þú veist vel að jeg kæri mig kollótta um hina strákana. En jeg vil ekki giftast hjerna í borg- inni, það liefi jeg sagt þjer! Jeg fer heim í vor, og verð heima! Og stig aldrei fæti mínum lijer í borgina framar, því að hjerna afber jeg ekki að lifa! Hann snýr sjer frá henni, talsvert móðgaður ennþá. — Nei, þú átt vist einhvern í heimaliögunum, sem bíður eftir þjer! Hún svarar ekki undireins. Þessi orð verða henni umhugsunarefni um sinn. Nú rifjast upp endurminii- ingar frá þvi að hún var lieima. Og hún eygir andlit á pilti, tvö ang- urvær augu, sem horfðu dapurlega á hana, þegar hún var að kveðja og fór í borgina. Hún stendur upp: — Þó svo væri? segir hún hljóðlega, — þó svo væri að einhver biði' eftir mjer heima? Á jeg að standa þjer skil á því? — Nei, Helga, þú veist vel að svo er ekki. Þú hefir ekki heitið mjer neinu! — Það fannst mjer líka, Eðvard! En komdu nú, það er framorðið! Og svo gengu þau niður sama veg- inn og þau komu. ,Niðri á veginum nemur Eðvard staðar aftur. — En hversvegna fórstu ekki í vor, Helga? Þú talaðir um það í vetur, að þú ætlaðir heim undir- eins og snjóa leysti. Rödd Helgu var vesældarleg: — Það var svo margt til að liamla því! segir hún. -— Það er í svo mörg horn að líta. En lijereftir ætla jeg að spara hvern eyri sem jeg get, svo að jeg geti keypt mjer falleg föt áður en jeg fer. Jeg vil ekki koma heim snauð og nakin, skilurðu! Það er eins og sólskinsrák færist yfir andlit Eðvards: — En hugsaðu þjer ef eitthvað kæmi fyrir næsta vor, líka? Þá brosir hún örugg, hún Helga. —- Nei, vertu ekki að þessu bulli, Eðvard! Kæmi fyrir? Jeg get ekkí hugsað mjer að neitt gæti komið fyrir. Nei, góði! Næsta vor fer jeg heim, liverju sem tautar. Jeg er ekki þannig, að jeg láti mig, þegar jeg hefi tekið eitthvað í mig! "p1 N VETUR kemur eftir sumar. Og vetrarkvöldin hennar Helgu urðu löng, þegar liún sat heima í kompunni sinni. Hún fór að labba út á kvöldin. Varð að sjá fólk. Og hún og Eðvard voru oft sam- an. Henni fannst gaman að vera með honum. Hann var ekki eins uppveðraður og hinir piltarnir. Hann var svo einlægur, og gaman að tala við hann! Hún hugsaði til hans þegar hún var að hátta á kvöldin, og hann var það fyrsta sem hún minntist, þegar hún vaknaði á morgnana. En þegar liðnir voru tveir mán- uðir af jólum hafði þunglyndið náð yfirhöndinni á henni. Og hún lá andvaka fram á miðjar nætur og bylti sjer og sneri. Og ný kom bráð- um sumar í sveitinni! hugsaði hún. Og jeg, sem ætlaði að fara heim í vor Að hún skyldi vera svo lieimsk að haga sjer svona! Tatara-Lína hafði ekki augun af henni á daginn. Og einn daginn, þegar Helga var raunaleg fremur venju, fór hún til hennar. — Þú ert að liugsa um að komast heim, sje jeg! sagði liún. Já, þá verðurðu svei mjer að láta hendur standa fram úr ermum, því að nú fer að styttast til Jónsmessunnar. Helga hjelt áfram sinu verki, án þess að líta við. Eftir dálitla stund kom það: — Þú ert að tala um ferðalag, Lína! En þú sjerð víst hvernig ástatt er fyrir mjer. Jeg get ekki komið heim svonal Jeg verð að biða þangað til í sumar. Það getur margt skeð þangað til. Um haustið giftust þau, hann Eð- vard og hún Helga. Á RIN líða.---------Helga og Eð- ■*'*• varð berjast i bökkum, dag frá degi. Þetta er eilífur þrældómur og oft er sorti framundan, en þau eru

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.