Fálkinn


Fálkinn - 22.09.1944, Blaðsíða 4

Fálkinn - 22.09.1944, Blaðsíða 4
4 FÁLKINW CLAUD GOLDING: SYKURRÓFNARÆKT í BRETLANDI kandbúnaður Breta hefir tekið miklum breytingum vegna stríðsins. Bretar verða að búa að sínu og framleiða sjálfir margt af því, sem þeir óður fluttu inn.Þannig hafa þeir margfaldað sykurrófnarœktina. Bifreiðar, sem eru að afferma sykurrófnafarma, sem þær hafa sólt til hændanna. Rófurnar liggja i garði sykurgerðarinnar þangað til verksmiðjan fer að vinna úr þeim. ALDREI hefir það orðið jafn bert og í þessari styrjöld hve Bretar eru háðir öðrum þjóðum bvað mat- væli snertir. 1 síðasta striði og þvi núverandi hefir það verið mikið kappkostað að sjá þjóðinni farborða með því að auka ræktun landsins sem allra mest. Þær væri merkileg saga sem segja mætti um þessa viðleitni og árangur hennar. Hjer skal vikið að einni grein þessarar sjálfbjargarvið- leitni, nfl. sykurrófnaræktinni. 1 dag rækta ■ 50.000 enskir bændur sykurrófur til þess að sjá hinum 18 sykurgerðum Englands fyrir hrá- efni, en þær framleiða um 560.000 smálestir á ári, eða um þriðjung þess, sem leyfilegt er að nota í Bretlandi samkvæmt núgildandi skömtunarlagi. Sparar þessi fram- leiðsla ekki lítinn skipastól. En gildi sykurrófnauppskerunnar má eigi eingöngu miða við sykur- inn, sem úr þeim er unninn. Því að úr rófum eru einnig unnar verð- mætar fóðurtegundir. Maukið, sem eftir verður þegar sykurinn er skilinn frá, inniheldur mjög auð- meltanlegt kolvetni og er notað handa kúm í stað rófna og káls, vegna þess hve gott það er til mjólk- ur. Einnig er það notað til þess að fita naut og sauðfje, sem slátra skal. Sykurrófnakálið, sem er skorið af i görðum, áður en rófurnar er sendar í sykurgerðirnar, hefir 50% meira fóðurgildi en sami þungi af fóður- rófum. Það er auðugra af proteíni en grænkál og má nota það handa allskonar búfjenaði. Loftslagið í Bretlandi hefir reynst einkar hentugt fyrir sykurrófnarækt. í venjulegu árferði heldur rófan og kálið áfram að þroskast þarigað til um miðjan nóvember, og i mildum vetrum mánuði lengur. En þessu er ekki svo varið, hvorki annarsstaðar í Evrópu nje í Bandaríkjunum; þar er gróðrartíminn miklu styttri. Reyndir menn telja, að hægt sje að fá 12—14 smálestir af rófum af hverri ekru. Miðlungs sykurinnihald rófanna er um 17%, svo að ekran gefur af sjer 1 %—2 smálestir af hreinsuðum sykri. Sykurrófan er einkum ræktuð í Skotlandi og einnig i mörgum greifa dæmum í Englandi og Wales, en þó er hún hvergi meiri en í Austur- Angliu. Best þylcir að hafa 25-32 cm. milli plantanna. Upphaflega er sáð í raðir með 46 cm. millibili, en eftir að plönturnar eru nýkomnar upp er þeim skift út með höndunum og grefi, þannig að áðurnefnt bil sje milli þeirra. Sú fjarlægð þykir gefa besta upskeru. Sykurrófan er lík hnubbaralegri gulrófu að lit og lögun og ræturnar eru langar og miklar — þannig gengur aðalrótin oft nokkur fet ofan í jarðveginn, og út frá henni sægur af smærri rótum. Mesta vinn- an er við að lúa garðinn, sjerstak- lega fyrri hluta vaxtarskeiðsins. Meira en hálf öld er síðan faraið var að rækta sykurrófur i Englandi. Um 1870 var fyrst reynt að vekja bændurna til umhugsunar um þessa ræktun. Tilraunir voru gerðar, en þær mishepnuðust, og menn komust að þeirri niðurstöðu, að loftslagið væri hagstætt fyrir þessa rækt, einkum vegna sólarleysis. Þegar jeg var barn sá jeg oft bændur á bernskuslóðum mínum hrista höfuð- ið þegar minst var á sykurrófur. Þá var það trú manna, að þær gætu ekki þrifist í Englandi. Það inætti eins vei reyna að rækta melónur þar undir beru lofti. — En í byrjun þess- arar aldar fóru bændur að hugsa ráð sitt á ný. Það frjettist að þýskir bændur hefðu stóraukið sykurrófna- ræktina með því að taka upp val á fræi og notfæra sjer ýmsar niður- stöður vísindanna. Og nú datt suinum í hug, að yfirbuga mætti örðugleilc- ana, sem loftslagið olli i Englandi. Jarlinn af Denbigh varð fyrstur til að hefja tilraunir í nýjum stil. Hann sáði sykurrófum í nokkrar ekr- ur á búgarði sinum í Warwickhire og komst að raun um, að þessar róf- ur voru mjög ríkar á sykur. Árið 1910 var Sykuiræktarsambandið stofnað, og farið að gera marghátt- aðar tilraunir á mörgum stöðum í senn. En eigi að síður ríkti mikið og almennt sinnuleysi í málinu. Þannig var það hollenskt fjelag, sem fjekk sjerleyfi til jiess að setja upp fyrstu sykurgerðina, í Cantley i Norfolk. Næstu árin var fram- leiðslan ekki meiri en svo, að hún hefði varla nægt í sælgæti handa 'einum barnaskóla. Svo kom stríðið 1914-18 og þá sást hversu þjóðinni kom illa að eiga sykurframleiðsluna undir öðrum þjóðum. Nú fjekk ráða- mikill flokkur innan þingsins áhuga fyrir sykurmálunum og Sykurrófna- ræktarfjelagið var stofnað til þess að vekja áhuga l'yrir málinu og halda upp áróðri fyrir framgangi þess. Á kreppuárunum 1925-1935 var Hjer sjást mörg þúsund sykursekkir í geymslu einnar sykurgerðarinnar i Suðukatlar f enskri sykurgerð. Þar er sykurleðjan eimd þangað til hún Bretlandi — allt úr enskum sykurrófum. verður að sýrópi, en það krystallast t sykur.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.