Fálkinn - 27.04.1945, Qupperneq 2
2
F Á L K I N N
Bronté-
§^§tnrnar
Eftír Augiistus flnir.
Á fyrra helmingi 19. aldar var það fátítt, að konur legðu
fyrir sig ritstörf, en þó var það svo, að þrjár systur á af-
skektu prestsetri: Charlotte, Emily og Anne Bronte, gerð-
ust allar atvinnurithöfundar og sendu frá sér fögur
skáldverk. „Jane Eyre“ eftir Charlotte og „Wuthering
Heights“ eftir Emily Bronté eru enn taldar með bestu
skáldsögum á enska tungu.
TDRONTE - systurnar Charlotte,
Emily og Anne lifðu fábreyti-
Iegu og einmanalegu lífi, en létu
samt eftir sig rit, sem gleymast aldr-
ei. Skáldgáfa þeirra var svo ótvíræð
að hún hóf þær yfir hversdagsleik-
ann, og braut af þeim þær viðjar,
sem konum þeirra tíma voru áskap-
aðar.
Umhverfi þeirra mætti virðast illa
fallið fyrir alla skapandi hugsun.
Þær ólust upp í skuggalegu húsi,
prestsetri, sem stóð í eyðilegum
móajaðri í Norður-Englandi. Móðir
þeirra var látin, en presturinn, fað-
ir þeirra, liafði strangan aga á
þcim; dætur vorrar aldar mundu
vafalaust kalla liann harðstjóra. En
samt var margt vel um þann mann,
og stúlkurnar fengu bráðan þroska
og urðu hugsandi, við uppeldi það
er liann veitti þeim. Allar voru þær
lingerðar, líkamlega, en þó töfrandi
í framkomu; það var eins og sálin
hæri likamann ofurliði. yvær elstu
systur þeirra þriggja, sem hér verða
nefndar, dóu innan við fermingu.
Þær þrjár, sem lifðu voru einstæð-
ingar, og áttu fáa kunningja, en
hinsvegar kom þeim mjög vel saman,
og máttu ekki hver af annari sjá.
Ef til vill hefir einstæðingsháttur-
inn aukið þeim hugmyndaflug og
innsýn. Charlotte, sú elsta, hafði
skrifað yfir tuttugu handritabækur
áður en hún varð fimtán ára.
Engri þeirra datt i hug, framan
af, að þær gætu séð sér farborða á
lífsleiðinni með því að skrifa. Þeim
fannst, að ef þær giftust ekki, yrðu
þær að lifa á því eina, sem þá stóð
ungum stúlkum af þeirri stétt til
hoða; með þvi að gerast heimilis-
kennarar. Þéssu starfi gegndu þær
allar þrjár á ýmsum lieimilum; en
þær langaði til að vera saman, svo
að þær afréðu að stofna heimavist-
arskóla heima hjá sér. Nú hófst
undirbúningurinn undir þetta, og
Charlotte og Emily réðust i að fara
til Briissel til þess að læra útlend
mál. Rétt fyrir miðja öldina þótti
það óviðeigandi og enda gapasþap-
ur, að ungar stnlkur færi utan fylgd-
ar laust, en vafalaust þroskaði þessi
ferð þær mjög. En svo kom óhapp
úr óvæntri átt, og kollvarpaði áform-
um þeirra um skólann.
Branwell bróðir þeirra hafði lent
i svalli og kom nú heim, bilaður á
heilsu. Varð nú ómögulegt að setja
skóla á prestsetrinu. — Stúlkurnar
gerðu allt sem i þeirra valdi stóð
til að lijálpa bróður sínum, en liann
dó eftir nokkur ár, bilaður maður.
En þá voru þær farnar að semja
sögur, eins og þær höfðu iðkað svo
mjög sem unglingar, og nú var þetta
alvara. Gætu þær haft ofan af fyrir
sér með skáldsagnagerð og ljóða-
gerð? Fyrsti árangurinn var kvæða-
safn, sem út kom árið 1846.
Safnið kom út undir dulnefni, svo
að það leyndist, að konur áttu lilut
að því. Fjárhagslega varð þessi út-
gáfa systrunum til vonhrigða, því að
ekki seldust nema nokkur eintök.
Þær afréðu því að spreyta sig á ó-
hundnu máli næst, og notuðu gerfi-
nafn sem fyrr. Vildu ekki láta gagn-
rýnendur hlífa sér vegna þess að
þær væru konur. Fyrsta sagan eftir
Emily nefndist „Wutliering Heights'*
og er nú á dögum talin ein besta
skáldsagan á enskri tungu. Þetta er
ástriðufull saga, sem gerist á lieiða-
roóum, eins og umhvefið var, sem
sagan var skrifuð í, og lyndisein-
kunnir persónanna draga dám af um-
hverfinu. Anne samdi söguna „Agnes
Grey“, sem að vísu er geðþekk bók,
en persónurnar daufgerðari en i
sögu eldri systranna. En fyrsta sag-
an eftir Charlotte var „Jane Eyre“ og
útkoma liennar varð bókmennlavið-
burður. En jafnframt vakti hún
hneyksli lijá mörgum, sem fannst
lýsing sögunnar á lífi ástfanginnar
konu of berorð. Og aðrir urðu ofsa-
reiðir því að þeim fannst gæta í
sögunni uppreisnaranda gegn heldra
fólkinu. Sumir töldu hana níð um
kvenfólkið. En glöggir og gáfaðir
menn, eins og skáldið Thackeray
viðurkenndu að hér væri uro merki-
legt skáldrit að ræða.
Brátt barði mótlætið að dyrum
hjá systrunum á nýjan leik. Emily
varð veik og mótstöðuafl hennar gat
ekki unnið hug á sjúkdóminum. —
Anne hafði haft þol til að skrifa
aðra sögu, „The Tenant af Wildfell
Hall“, en dó svo á næsta ári. Nú
var Charlotte ein eftir í gamla liús-
inu, ásamt föður sínum. Hún hélt
áfram að skrifa, en nú var ekki til
að dreifa hjálpinni, sem hún hafði
notið frá systrum sínum. Samt samdi
hún tvær sögur: „Shirley“ og „Vill-
ette“ eftir dauða þeirra.
<►
<►
<►
<►
<►
<►
<►
<►
<►
<►
Bronté-systurnar. Frú vinstri: Annc,
ir Patrick Branwell Bronté,. bróður
Gallery í
Emily og Chartolte. Myndin er eft-
þeirra, og er geymd ú National
London.
Þessar sögur lýsa báðar konum,
sem eiga mátt til þess að hugsa og
taka ákvarðanir af eigin ramleik. Og
segja má um allar sögur Charlotte,
að þær hafa mætt nokkrum mót-
blæstri vegna þess að þær lýstu
sjálfstæðari konum, en góðu hófi
þótti gegna i þá daga. Charlotte
hafði sýnt sama sjálfstæði í lífinu,
er hún vísaði á hug fleiri en einum
biðli, og liún var orðin yfir 37 ára
er hún giftist. En tæpu ári síðar
fylgdi hún systrum sínum i gröfina.
Æfisaga Bronte-systranna er eink-
ar heillandi. Þær liorfðust ótrauðar
í augu við lífið, og þær sigruðu. Þær
leituðu ekki verndar i höfn lijóna-
bandsins, en trúðu á sinn eigin
mátt. Lífið bakaði þeim liarma og
vonhrigði, en þær notuðu reynsluna
sem ívaf í hinar ágætu sögur sínar.
Bronté-áystranna er ekki að'eins
minst sem rithöfunda heldur og
FÁNI FÆREYJA.
Færeyingar hér í hæ, buðu blaða-
mönnum til kaffidrykkju á Borg síð-
astliðinn miðvikudag, fyrir frum-
kvæði Sámals Davidsen hlaða-
manns. Tilefnið var það, að þann
dag, 25. apríl, voru fimm ár liðin
síðan færeysk skip fóru fyrst að
nota færeyska fánann á skipum sín-
um. Ástæðan var sú, að Danmörk
var þá hernumin og á valdi Þjóð-
verja, svo að eigi þótti hlíta að fær-
eysk skip sigldu undir danska fán-
anum. Með samþykki Breta tóku
Færeyingar þá upp fána sinn sem
siglingarfána og liafa haldið þvi
síðan.
Það voru Færeyskir stúdentar í
Kaupmannaliöfn, sem fyrstir tóku
upp kröfuna um sérstakan fána
fyrir Færeyjar, og má vera að fána-
mál íslands hafi haft álirif í þá átt.
Færeyski stúdentinn Liisberg gerði
tilögur þær að gerð fánans, sem síð-
ar náðu samþykki Færeyinga.
sem ungra kvenna, sem sigruðu án
annara hjálpar og sýndu fyrstar þá
leið til frelsis og jafnréttis, sem
enskar konur njóta nú.
Þegar þjer notið Lux-spæni
þá munið að mæla þá ná-
kvæmlega. Ein sljettfull mat-
skeið i 1 lítra af vatni gef-
ur ágætt sápulöður.
Mælið vatnið lika. Ef þjer
notið meira vatn en þjer
þurfið, þá verðið þjer lika
að nota meira Lux.
Safnið þvottinum saman.
Þvoið ekki blúsur, nærföt,
sokka og þessháttar hvað
út af fyrir sig. Það er hag-
feldara að þvo alt í sömu
lotunni. Vindið blúsurnar
og nærfölin upp úr sápu-
löðrinu fyrst, síðan ullarföt-
in og loks sokkana. Allt i
sania sápulöðrinu.
Þetta eru einföld ráð, en
með því að fara eftir þeim
sparið þjer mikið af Lux,
hinu dýrmæta þvottaefni.
LUX
EYKUli FNDJNGU
FATNAfíARINS
X-LX 619-786 A LEVER PRODUCT