Fálkinn


Fálkinn - 27.04.1945, Síða 3

Fálkinn - 27.04.1945, Síða 3
fÁLKINN 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6 Blaðið kemur út hvern föstudag Allar áskriftir greiðist fyrirfram HERBERTS prent. ■•rír nyii* hæitaréttardómarar SKRADDARAÞANKAR í almennum umræðum um lands- ins gagn og nauðsynjar, afkomuskil- yrði jjjóðarinnar og framtíðarkjör hennar gætir mjög ósamræmis, jafn- vel af sama munninum. Okkur hætt- ir til að líkjast manninum, sem ját- aði, að það væri fallegt hjá sér „þeg- ar veiðist“ eða mörgum bóndanum, sem verður bölsýnismáður í rosan- um, en bjartsýnn í þurrki. Svo mikið kveður að þessu, að segja má, að við vöðum ýmist i ökla eða eyru. Víst er þetta ekki nema mannlegt. Veðráttan sjálf liefir áhrif á skap- lyndið og aðstæðurnar ekki síður. „Vex hugur þá vel gengur“. En víst getur þelta verið skaðlegt. Viðburð- anna rás er sjaldnast jöfn, — þar eykur ýmist árvöxtinn eða þá að fjarar á milli. En á meðalrennslinu byggja menn áætlanir, á meðaltalinu. Engum dettur i liug að miða fram- tíðar afkomu sjávarútvegsins við mestu fiskleysisár og markaðskreppu né lándbúnaðarins við bestu sprettu- árin. Skynsamir menn miða við meðalárið og framsýnir menn stefna að því að búa svo í haginn, að þeir standist misæri, með því að eta ekki upp „feitu kýrnar“ jafnóðum og þær koma. Undanfarin ár liafa fært okkur margar feitar kýr og við liöfum etið þær, eftir þvi sem við höfum torgað. Það er ekki forsjálni okkar að þakka, að við eigum talsvert inni af þeim, vestur i Ameriku. Erlendu inneignirnar gætu verið miklu meiri, ef ráðdeild liefði verið beitt þegar frá upphafi ófriðarins, og sjálfir værum við þá miklu betur farnir, því að við höfum að sumu leyti etið okkur til óbóta, eins og hungr- uðum hættir við, þegar þeir komast í æti. Fyrir ófriðinn höfðu verið liér krepputimar, svo að matarlystin — í víðri merkingu — var orðin háslcaleg. Eftir nokkur ár verður skopast að ýmsum þeim „gullasnafyrirbærum“ sem eru að ske á ísladi þessi árin. Samskonar alda reið yfir sum Norð- urlönd i síðasta ófriði, og undir- tektirnar undir liann Bör Börson sýna, að við sjáum það skoplega í þessu. Mikið má vera ef einhver rithöfundurinn er eklci þegar byrj- aður að skrifa íslenskan Bör Börson, áranna 1940 -45. Það væri ofur eðli- legt. Samkvæmt ákvörðun frá í vetur var ákveðið að fjölga dómurum i hæstarétti um tvo, þannig að þeir yrðu fimm framvegis, eins og var í upphafi. En jafnframt hefir Einar Arnórsson dr. sagt af sér dómara- embætti og voru því þrjú embætti laus. Þessi embætti hafa nú verið veitt þeim Árna Tryggvasyni borgardóm- ara, Jóni Ásbjörnssyni liæstaréttar- lögmanini og Jónatan Hallvarðs- syni sakadómara. Árni Tryggvason er Reykvikingur, fæddur 1911 og kandidat í lögum 1936 með hárri einkunn. Síðan lief- ir hann verið fulltrúi lögmannsins í Reykjavík og borgardómari síð- an embættinu var skift i ársbyrjun 1944. Hann hefir og átt sæti i húsa- sem send var til Svíþjóðar upp úr nýjárinu til þess að semja um versl- unarviðskifti íslands og Svíþjóðar, hefir nú lokið störfum sínum og kom heim loftleiðis á mánudaginn var. í nefndinni voru af liálfu Is- lands Stefán Jóli. Stefánsson (form.) Arent Claessen konsúll og ÓIi Vil- hjálmsson framkvæmdarstjóri S. í. S. í Kaupmannahöfn. En af hálfu Svia voru þessir samningamenn: Hermann Ericson fyrrv. verslunar- leigunefnd og í félagsdómi siðan 1. okt s.l. Jón Ásbjörnsson verður aldurs- forseti í hæstarétti er hann tekur sæti þar, því að liann er nú rösk- lega 55 ára. Stúdent varð hann 1910 og kandidat í lögum 1914, hvorttveggja með mjög hárri ein- kunn. Varð yfirréttarlögm. stuttu eftir að hann varð kandidat og hæstaréttarlögmaður 1922 og hefir rekið málflutningsstofu alla tíð á- samt Sveinbirni Jónssyni og síðar Gunnari Þorsteinssyni. Jón er lands- kunnur fyrir starf sitt í þágu Hins íslenska fornritafélags og hefir verið formaður þess og aflfjöður frá fyrstu tíð. Jónatan Hallvarðsson er 41 árs, tók stúdentspróf 1925 og lagapróf málaráðherra, (form.) Sverre Sohl- man, Thorsten Petterson, Leif Bel- frage og O. Leffler, sem allir gegna mikilverðum störfum, vitandi að verslun og iðnaði Svia. Á leið utan stóð nefndin við i London og hafði þar viðræður við fultrúa Hollensku stjórnarinnar um verslunarviðskifti Hollands og ís- lands eftir stríð, en samninganefnd- in við Breta hélt þeim viðræðum síðan áfram. Sviþjóðarnefndin kom 1930. Varð þá fulltrúi lögreglustjór- ans í Reykjavik og síðar settur lögreglstjóri í Reykjavík 1936 til ’40, en liafði áður dvalið erlendis um hríð (í Danmörku og Þýskalandi) og kynnt sér meðferð sakamála og réttarfars. Þegar lögreglustjóraem- bættinu var skift var hanni settur og síðan skipaður sakadómari og hefir gegnt þvi starfi síðan. Hann hefir og verið formaður ríkisskatta- nefndar siðan 1935 og sáttasemjari ríkisins siðan 1942. Við þessa embættaskipun hafa losnað tvö meiriháttar .embætti i Reykjavík: sakadómarans og borgar- dómarans. — Hér birtast myndir af hinum nýju hæstaréttardómurum, í stafrófsröð. þangað 4. febrúar og hófust nú fundir með sænsku nefndinni, sem stóðu fram í apríl. Verslunarsamningur hefir aldrei verið gerður milli íslands og Sví- þjóðar fyrr, því að þó að allmikil viðskifti liafi verið á milli þjóðanna hafa aldrei þær hömlur lagst þar á, að ríkisvaldið liafi þurft að greiða úr. Nú hefir hinsvegar verið gerð- ur samningur við Svía, því að þaðan má vænta að liægt verði að fá marg- ar af þeim vörum, sem íslendinga vanhagar mest um,, til þess að fram- kvæma margt af því, sem nú er ráð- gert til umbóta, bæði til sjós og lands. En margir renna hýrum aug- um til viðskifta við Svía þegar um hægist. En talsverðir erfiðleik- ar eru nú sem stendur á útvegun þaðan, eigi síst þar sem Svía van- hagar mjög um efni til margs af því, sem við viljum fá, t. d. eik i vélbáta. En þrátt fyrir þetta reyndust Svíar hinir liprustu í sam.ningunum og hafa nú fengist rífleg útflutn- ingsleyfi fyrir allskonar véluin, er Svíar framleiða og annálaðar eru fyrir gæði, og ennfremur fyrir álit- legum skipafjölda. Þannig hafa feng- ist útflutningsleyfi fyrir 50 vélbát- um, auk þeirra 45, sem þegar liafa verið leyfðir og nú eru í smíðum, og fyrir 28 skipum úr járni og stáli, nfl. allt að 20 dieseltogurum og átta flutningaskipum, upp að 2700 smálesta stærð nettó, svo farmar- lega sem Svíar fá innflutning á plötujárni. — þá miá og nefna timh- ur og timburhús, pappír o. fl. Frh. á bls. Í4. Miðdegisveisla í Strand Hotel. Frá vinslri: Arent Claessen, Herman Eriksson, form. sænskn nefndarinnar, Gjöres, inatvæiaráðherra, Stefán Jóli. Stefánsson, Per Albin Hanson, Vilhjálmur Finsen og Óli Vilhjálmss. Samniiiganefnd ríkisstjórnarinnar

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.