Fálkinn


Fálkinn - 27.04.1945, Qupperneq 6

Fálkinn - 27.04.1945, Qupperneq 6
6 F Á L K I N N Cerani og laut áfram fullur eftirtektar. Övvq ekki, muldraði Morton og gretti sig. — Fullkominn fyrirmyndar drengur. Við livað skemmtið þér yður eiginlega? Cerani stóð upp. — Blóð, svaraði hann þung- búinn. Og — — Það gleður mig, tók Morton fram í fyrir honum, allt að því alúðlega. Þér skuluð fá að sjá eins mikið rautt og yður langar til. .. . Setjið þessi gleraugu á yður.......... ítalinn gerði eins og honum var hoðið og Morton liallaði sér aftur á hak í stólnum og kveikli i vindli og hlés þykkum reykjamekki upp í loftið. —Ilvað sjáið þér nú? spurði hann. — Furðulegt, muldraði ítal- inn. Það er eins og hylgja af glitrandi endurskini dansi fyr- ir augum mínum, svo undar- lega skýr...... — Sjáið þér reykinn frá vindl inum mínum, spurði Morton æstur. — Nei, svaraði Cerani, undr- aiuli. Allt blandast saman í eina gagnsæja, rauðleita..... — Já, tók Morton fram í fyrir honum. Það er síðasta furðu- verk veraldarinnar. Rauða þok- an. III. Rauða þokan. — Nú jæja, hvað álítið þér? spurði Morton og rétti fram höndina, til þess að taka við þessum undarlegu gleraugum. ítalinn yppti öxlum og skaut fram neðri vörinni. — Fallegt leikfang, tautaði hann. Morton leit með andúð en þó reiðilaust á starfshróður sinn. — Eg hélt að þér væruð skarp skyggnari, sagði liann rólega. — Gott og vel, ég skal útskýra þetta allt fyrir yður. En fyrst verð ég að fá mér whisky. Haf- ið þér peninga á yður? Eg er búinn með þá, sem ég liafði. Cerani lagði nokkra dollara- seðla á borðið og Morton hrifs- aði þá og stakk þeim kæru- leysislega í vasa sinn. Svo hall- aði hann sér yfir borðið að ít- alanum. — Getið þér útvegað mikið af peningum? spurði hann. — Ilvað mikið? — Okkur vantar hundrað þúsund dollara, sagði Morton hugsandi. — Eg liugsa að það dugi. Með þeirri uppliæð mun- um við geta náð okkur í nokkr- ar miljónir á örstuttum tíma. Cerani leit livasst á mann- inn hinumegin við borðið. — Eg liefði sagt hverjum öðr- um, sem kom með svona uppá- stungu að fara til lielvitis, sagði liann hlátt áfram. En ég veit hver þér eruð. Og án þess að skjalla sjálfan mig, held ég að mér sé óhætt að segja að ég sé góður starfskraftur í þágu stjórnleysisstefnunnar. — Og menntun mín er ekki af lakara taginu, ég liefi marga góða og örugga þræði i liendi mér. En ég held mig við jörðina. Það er — eins og þér segið — ekki mikið hugmyndarflug í hausn- um á mér, það er ég fús til að viðurkenna. En svo mikið vit liefi ég, að ég sé að það eru hugsjónir, sem reka allt áfram í heiminum. Og það er ekki eilífl líkamlegt strit og erfiði, heldur kjarni stærstu hugsjóna mannanna, sem mark- ar áfanga framþróunarinjnar. Þér, James Morton, eruð maður hinna miklu hugsjóna. Eg hefi lesið bækurnar yðar „Siðfræði afbrotanna“ og „Undirstaða sjálfsálitsins“. Þær eru orðnar Biblían okkar, sem erum utan við mannfélagið..... Jæja, við skulum láta yður liafa þessa 100.000 dollara. — Hvenær? — Þeir eru nú ennþá í ein- hverjum banka eða skartgripa- verslun. En þér skuluð fá þá. Eg á kunningja niðri á Bowery, sem geta ráðið ]já þraut. — Það er golt. En svo þarf ég líka þrjátíu stálábyggilega menn, lielst kunnuga og vana á sjó. Cerani hleypti brúnum. — Það er nú verri sagan, sagði hann. Áhyggilegir menn vaxa ekki á trjánum nú á dög- um. Auðvitað gæti ég týnt þá saman, laglegan hóp af ofstæk- ismönnum, sem liafa lnigrekki til að þegja og deyja i þágu sam ábyrgðarinnar, en í þá verður að ná í ýmsum löndum. Það mun taka að minnsta kosti eina tvo mánuði að safna þeim saman. — Það er ágætt, tautaði Mor- ton. Hundrað þúsund innan 14 daga og þrjátíu menn innan tveggja mánaða. Síðan sat hann þögull i nokkrar mínútur. Það var eins og liann hefði gleymt öllu í kringum sig. Varir hans bærðust án afláts og livöss augu lians flöktuðu af einu og á ann- að. Það var eins og hann gerði yfirlit yfir þægilegar og yfir- gripsmiklar liugsanir. — Það hlýtur að heppnast, sagði hann .skyndilega. Það er enginn efi á þvi. Svo hallaði hann sér að Italanum og rödd hans var hörð og liás. — Þér töluðuð um leikfang. Já, . . James Mortons-leikfang er nytsamt leikfang. En ég er ekki viss um að saga afbrot- anna vilji samþykkja þann dóm. Nú skuluð þér heyra. . . . Eg var á Nýfundnalandi í sumar við rannsóknir á ljósbrotum í þoku. Það er mín sérgrein. Og mér er óhætt að segja, að ég fór þangað einungis í þágu vísind- anna. Dag nokkurn gerði ég tilraunir með þennan nýja málm, sem Ramsey fann 1919 og þær sýndu alveg undraverð- an árangur. Við viss skilyrði, sem er mitt leyndarmál, öðlast þessi málmur kraft til að rjúfa alla ljóstáhnun. Hann myndaði geisla, sem minntu mann á gammageisla Birkelands, en þeir liöfðu annan eiginleika, er gerðu mig undrandi. Það kom í Ijós að þessir geislar lýstu tálmunarlaust gegnum þoku og reyk. — O-lió! Nú skil ég, tautaði — Þessir nýju geislar geta þó ekki alveg eytl reyk og gufu, hélt Morton ál'ram, heldur breyta þeir öllum ljóstálmunum í ljósrauða þoku, sem er gegn- sæ. Eg gæti náttúrlega útskýrt málið fyrir yður, en þér munduð samt sem áður ekki skilja það. En þér munuð nú ])egar fara nærri um, að upp- finningin er dásamleg. Mér varð það allt í einu Ijóst að ég gæti orðið einn af mestu velgjörðar- mönnum mannkynnsins, en ég skifti fljótt um skoðun. Það situr ekki á James gamla Mor- ton að vera mannvinur og heiðursborgari í New York. . . . Þá venti ég mínu lcvæði í kross og leit á málið frá annari hlið. Og þá birtust mér hræðilegar fjarsjónir — fjarsjónir, fjand- samlegar þesari veröld, Cerani, sem við lifum og öndum í. . . . Hlustið þér nú á! Þokan er enn ein af bölum sjófarenda, liún er jafnvel verri en stormar og ís. Ilún hylur stærstu hafskip i hinni þvölu ógn sinni.. Hvað rnundi nú gerast ef dag nokk- urn kæmi bátur, sem á væri áhöfn, sem sæi í gegnum svört- ustu þoku.... Jú, þessi bátur mundi geta leikið sér að þess- um stóru risurn, sem fálmuðu sig pípandi áfram á liægagangi. IJann mundi geta ruglað þessa voldugu hryndreka með fölsk- um merkjum og fengið þá til að stansa. ... Já, og hann múndi geta rænl þá tommu fyrir tommu, án þess að þeir gætu lireyft hönd sér til hjálpar. .. . Hafið þér séð þokuna á Ný- fundnalands-miðunum. — Hún grúfir þar yfir hérumbil helm- inginn af árinu og getur verið svo svört, að sá sem stendur við stýrið, sjái ekki á áttavit- ann á stjórnpallinum. Skiljið þér nú af hverju ég vil ná í liraðskreiða snekkju og þrjá- tíu óða djöfla, sem ekki liræð- ast vald nokkurs djöfuls í ver- öldinni. Augu Ceranis ljómuðu. — Jæja, sagði hann snöggt. Þér eruð mikill maður. Þetta eru áform, sem liæfa yðar snilli gáfum. En hvað ætlið þér svo að gera við risann, þegar þér hafið rænt hann? Morton brosti. Það var grimd- arlegt og illilegt bros, gular og hvassar úlfstennur hans sáust í gegnum það. Hann stóð á fæt- ur og benti með þumalfingrin- um til jarðar, eins og róm- versku keisararnir gerðu þegar þeir dæmdu skylmingamenn frá leiksviðinu til dauða.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.