Fálkinn


Fálkinn - 25.05.1945, Blaðsíða 3

Fálkinn - 25.05.1945, Blaðsíða 3
FÁLKIN N 3 FORSETIÍSLANDS SJÁLFKJÖRINN Síðastliðið laugardagskuöld var útrunninn frestur iil forseta- frambcðs. Aðeins einn maður var í kjöri, núverandi forseti Islands, Sveinn Björnsson, og er hann því sjálfkjörinn forseti Islands til næstu fjögurra ára, frá 17. júni líl'iö til jafnlengdar 19ð9. Lcikfclag' Reykjavíkur: »<2IFT Gerald Forb&s, kirkjuorganisti (Lárus Pálsson), Nancy Holmes (Jó- hanna Lárusdóttir), Hennj Ormarog d (Brynjólfur Jóhannesson), Fred Dyson, blaðamaður (Haukur Óskar sson). EÐA ÓGIFT« Eftir J. B. Pricitley VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM fíitstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Simi 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6 Blaðið kemur út hvern föstudag Allar áskriftir greiðist fyrirfram HERBERTSprenf. SKRADDARAÞANKAR „Það er óvandaðri eftirleikurinn“, er jafnan haft að orðtaki þegar rætt er um endurgjaldið fyrir drýgðan verknað. Og víst er um það, að sá sem upptökin á að illum verknaði á líka sökina og verður að svara til hennar, alveg á sama hátt og sá er upptök á að því, er gott er, á heiðurinn skilið, þó að hann njóti lians ekki nema stundum. Því að maðurinn er gleymnari á það, sem vel er gerl en hitt, sem illa er gert. Nú þykist margur eiga sökótt við marga. Og ofsinn er svo ríkur í sumum þeirra, sem þykjast þurfa að Þefna, að þeir biða ekki dóms og laga, heldur gera þeir sjálfum sér lög, taka sjálfum sér dómsvald og fi’amkvæmdir. Þannig var í Grikk- landi i vetur, þannig hefir viða verið. Jafnvel meðal siðmenntustu þjóða lieims, en það eru Norður- landabúar eins og stendur, hefir komið fyrir atburður, sem varðaði Island og særði livert það lijarta, sem ann því sem íslenslct er, vegna þess að sá maður sem var sviftur lífi tyrir ofstæki, er siðaðir menn telja sér vansæmd að, var einn þeirra fáu, sem undanfarið þrjátíu ára skeið Þefir aukið liróður íslands á erlend- um vettvangi. — Samið hefir verið um vopna- hlé á vigstöðvunum við Atlantshaf. En sumir aðiíar, þeir sem telja sig til hinna sameinuðu þjóða, virðast ekkert liafa lært. Þeir virðast hafa gleymt hverju þeir voru að berjast fyrir, á sömu stundu sem Þjóðverj- ar voru að leggja niður vopn. Og jafnvel meðal hinna mestráðandi á hnettinum gerast þegar ljósir þver- hrestir, sem skapa öllum friðarvin um áhyggjur. Fyrir hverju var verið að herjast? Var ekki verið að berjast fyrir því að öllum eða sem flestum liði vel? En eru ekki nú þegar komnir fram menn, með landakröfur fyrir ríki sitt, menn sem ekki geta beðið friðarfundarins væntanlega, heldur vilja taka sjálfir sinar sneiðar, og annara áður en skift er, eins og liegar erfingi stelur af dánarbúi áður en haldinn er skiftafundurinn. Ofríki og ágirnd eru líklega skað- legustu hneigðir mannsandans. í raun og veru er þetta livorttveggja bað sama. Það má húast við, að þessar hneigðir, bæði efnislega og andlega — verði verstu keldurnar, þegar farið verður að ræða um frið- inn. Priestley kynntumst við fyrst á íslensku leiksviði þegar Indriði Waage var maðurinn, sem sagði: „Eg hefi komið liér áður.“ Það leik- rit verður flestum sem sáu svo minnisstætt, að ef þeir þekktu ekki þennan höfund að ýmsu — t. d. því, sem hann segir í breska út- varpið stundum — mundi þeim þykja ótrúlegt, að hann hefði sam- ið leikinn: „Gift eða ógift“. En þeim, sem hafa kynnst manninum betur, þykir þetta vera sjáifsagður hlekkur í lians miklu gullkeðju. „Gift eða ógift“ er með öllum þeim einkennum, sem Priestley mega best prýða. Hnyttni hans í tilsvör- uin er máske heldur síðri, en í fyrr- nefndu leikriti. En í staðinn liefir hann luigsað um það mest, að halda sér víð gömlu kenninguna um að allur leikurinn yrði að gerast á sama sviði og í sama umhverfi. En Priestley þarf ekki nema eina stofu til að leika sér að, jafnvel þegar hann fer út i 100% gaman. T. d. er þarna í leikritinu ungur organisti nýfluttur inn i þræla- liald venju og tiltekta. Hann sést á götu með einskonar líknardótt- ur eins bæjarfulltrúans. Þetta þyk- ir grábölvað, og kemst vitanlega út um allan bæ. Og þeir bæjar- fulltrúarnir ákveða að reka organ- istann, því „vei þeim, sem hneyksl- unum veldur.“ Svo illa vill til, að þennan dag, sem sóknarnefndin ætlar að reka organistan úr stöðunni, eiga þrenn lijón silfurbrúðkaup. Það eru bæjar- fulltrúahjónin tvenn og svo einn Framhald á bls. 1).

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.