Fálkinn


Fálkinn - 25.05.1945, Blaðsíða 6

Fálkinn - 25.05.1945, Blaðsíða 6
c F Á L K I N N / - LITLfi SflGfin - Stein Balstad: Gestaboðið mikla Gamansaga. SVONA svart haustkvöld haföi Grösett aldrei lifað, Hann stóð við ána og starði út í Hólm. Þar var bærinn, eins og æfintýri og Ijós í hverjum glugga á stórhýsinu. Hann gat ekki haft augun af þessu. Svona mikla ijósadýrð á jafn dimmri nóttu. Það var veisla að Hólmi í kvöid — hann Slarkerud var að gifta einkadóttur sína. En Grösett var ekki boðinn, liann var víst eini maðurinn í sveitinni, sem hafði verið settur hjá. Lengi liafði verið kalt milli hans og Slarkeruds, þeir fóru livor i ann- ars taugar. Þá sjaldan þeir hittust lentu þeir i óbóta skömmum. 1 fyrstu liafði það verið öfundin, sem eitraði þá — tveir stórbokkar rúmast ekki í sama poka. Hvorugur gat séð hinn sér fremri í sveitar- stjórn eða sóknarnefnd, báðir vildu vera fremstir. Ekki var það annað en þráinn að þeir fóru i mál útaf óskiftunni á Vesturteigi. Það fór alla ieið til hæstaréttar, en hvorugur varð feitur á þvi samt. Jú, víst var þetta til skammar, Grösett varð að játa það. Þeir voru skyldir og samgiftingar í ættunum, svo langt sem; munað varð. Hann sneri við og þrammaði heim götuna úr bátsvörinni. Stað- næmdist um stund á túninu; svo gekk hann inn. 1 eldliúsinu var fans af kvenfólki að baka og brasa, en í stofunni voru þrjú langborð dúkuð, og eins var i stóru stofunni uppi á lofti. En ekki hafði verið kveikt — það þurfti ekki að láta loga i hverjum glugga eins og á stóð. Hann staulaðist út í myrkrið aft- og út í piltahúsið, þar sátu vinnu- mennirnir þrír og reyktu. Þeir voru nú oftast háttaðir um þetta leyti, en í kvöld vor þeir að bíða eftir einhverju. „Jæja, piltar, nú látum við siag standa.“ Grösett liló þarna sem liann stóð með úrið i hendinni, svo kink- aði hann kolli og fór á undan út. Piltarnir flýttu sér á eftir; en urðu að biða um stund þegar út kom, til þess að venjast myrkrinu, áður en þeir færu niður í bástvörina við ána. Þegar þangað kom settust þeir bak við naustina, en fátt var sagt. Gunnar á Kvarnarbakka taut- aði eitthvað því að hann botnaði ekkert í þessu. Grösett rnundi ekki hætta fyrr en hann væri búinn að koma þeim og sjálfum sér í tukt- húsið. „Það verður vist glatt á hjalla í nótt, piltar,“ sagði Kalli gamli og liló. „Og varla drepumst við úr þorsta i nótt, ef ég þekki hann Grösett rétt.“ Gunnar svaraði engu, hann kveikti bara i pípunni, og svo sátu þeir þarna, hálfkaldir og þögðu, og störðu norður á túnið, þar sem gamla lilaðan stóð. /'^LRÖSETT gekk varlega norður þýfið á túninu, en loks komst liann upp að hlöðunni. Hún liafði staðið þarna ónotuð í mörg ár, en hann hafði varla tímt að rífa hana heldur. Svo fór hann inn í hlöðuna, rótaði saman i kös rusli, kvistum og skræln uðu lyngi, svo kveikti hann á eld- spýtu og bar að. Síðan liypjaði hann sig út og lieim að bæ. Þar leit liann aftur. Nú, ætlaði þetta ekki að duga? — —- .—- Jú, nú sá liann logana sleikja hlöðubitana, og svartir reykja mekkir gubbuðust út úr lilöðunni. Og svo varð húsið alelda á svip- stundu. Grösett gat eklci liaft augun af jiessu, en svo vaknaði liann af draumnum við að hann heyrði liróp og köll handan yfir ána. Þá hló hann. Já, nú skyldi verða gesta- boð — að honum heilum og lifandi! Vinnumennirnir þrír niður við ána höfðu staðið upp og ldustuðu. Þeir heyrðu smella i árakeipum — liratt róið á mörgum bátum. En nú fór að birta svo frá bálinu að vissast var að fela sig inni í naustinni, annars mundu þeir sjást. ARNA var stór bátafloti á ánni og nú tók sá fyrsti niðri við land. Fimm eða sex karlmenn hlupu út og upp krókótta götuna. Svo kom bátur eftir bát. Og þegar allir úr þeim voru komnir upp að bruna- staðnum læddust vinnumennirnir út. Svo gengu þeir að bátunum og hrintu hverjum eftir annan á flot — þeir voru yfir tuttugu. Áin var lygn þarna og straumurinn mundi bera þá yfir til hins bakkans og skila þeim þar ósködduðum, nokkru fyrir neðan lendinguna. Það var orðið mannmargt við úthlöðuna. Þarna stóðu karlmenn- irnir i einni bendu, skröfuðu og hlógu, — það lá vel á þeim. Léns- maðurinn og Slarlcerud sjálfur voru þarna í hópnum —- og svo brúð- guminn! En þarna liafði enginn neitt að gera — eldurinn hlaut að gleypa hlöðuna. Best var það að ekki þurfti að óttast um húsið og heimahúsin —- hlaðan stóð svo langt frá. Og meira að segja stóð vindurinn af bænum. Grösett gekk þarna milli manna og liafði orð á því að þeim veitti ekki af að koma inn og fá sér i staupinu fyrir alla fyrirhöfnina — það væri annað en gaman að vera ónáðaður svona í hrúðkaupsveislu. Sumir þökkuðu gott boð og hypjuðu sig inn í húsið; en Slarkerud sagði þvert nei, og hann vildi ekki heyra nefnt að neinn af gestunum færi inn hcldur. Það var í Hólmi, sem verið væri að halda veislu, en ekki liér, og hann ætlaði sjálfur að sjá sínum gestuin fyrir mat. og drykk. Að svo mæltu þrömmuðu þeir, hann og Ijensmaðurinn niður að á. Hinir dokuðu aðeins við en flýttu sér svo á eftir. Það voru ekki nema verstu slarkarar sem þorðu að fara með Grösett. Þegar þeir komu inn stóðu þeir og gláptu------Jú, liér hafði óneitanlega verið búið undir veislu — ekki lakari en þá hjá Slarkerud. Þeir höfðu ekki rennt niður nema tveimur staupum þegar Slarkerud birtist og var svo reiður að skeggið hristist. „Larfurinn þinn!“ Meira gat hann ekki sagt, en stóð þarna með kreppta hnefana. „Hvað gengur að þér Slarkerud, er kamarshurðin læst?“ Grösett var bliðan sjálf. „Þú lendir í tukthúsinu, það skal ég sjá um.“ „Þér veitir ekki af brennivins- staupi, Slarkerud, ef þú ætlar að flytja mig -svo langa leið í nótt.“ Grösettt helti í glas, en Slarkerud lést ekki sjá það, hann sneri sér að hinum karlmönnunum og sagði með grautartón: „Það er ekki einn einasti hátur við balckann við kom- umst ekki yfir aftur.“ „Ha, ekki einn einasti bátur við bakkann?“ Þeir gláptu á hann. „Þið skiljið víst livernig í þessu liggur?“ „í þessu liggur?“ Nú kom ofsinn í Slarkerud á ný og hann lirópaði svo að hvein í öllu: „Grösett hefir kveikt í hlöð- unni sjálfur til þess að gabfia okkur, og svo hafði hann menn við ána til að stela bátunum!“ Grösett hneggjaði: „Mér leiddist, sérðu, eitthvað varð ég að gera til þess að ná i félagsskap." „Þú ert dæmalaus, Grösett!" sagði einn af mönnunum og gat ekki stillt sig um að hlægja. „En hvað verður um kvenfólkið?“ „Kvenfólkið verður að bjarga sér eins og best gengur i nótt, austan við ána, og við karlmenirnir verðum að bjarga okkur hérna að vestan- verðu.“ „Þú verður að sýna lítillæti, Slarkerud,“ sagði Grösett og klapp- aði á öxlina á honum. Svo fóru þeir út fyrir dyrnar. Þeir sáu svarta skugga norður á túninu. Grö- sett kallaði: „Ykkur verður kalt úti, piltar, hann er napur. Komið þið inn i hlýjuna.“ Einu og einn kom út úr liópnum, en sumir stóðu kyrrir og rifu kjaft. —- „En sú frekja að gabba alla sveitina!“ En svo tíndust þeir inn, smált og smátt, og Grösett hætti ekki fyrr en allir voru komnir inn, meira að segja Slarkerud og lénsmaður- inn. Snapsinn stóð tilbúinn í glös- unum og maturinn á borðunum, og allir drógu vel á bátinn. Slarke- rud var fúll ennþá, og brúðguminn aumur. En þetta lagaðist smátt og smátt, eftir að spilin og toddýið kom á borðið. Undir morgun lentu Grösett og Slarkerud við sama spilaborðið. Og áður en lauk voru þeir orðnir góðir vinir. Því að þeir gerðu ekki annað en kyssast og grétu innilega. Ný bók Kelvin Lindeman: Þeir áttu skilið að vera frjálsir Búkaútgúfan Norðri, 19/iii. Kelvin Lindeman liefir lengi verið kunnur um öll Norðurlönd, sem einn liprasti smásagnahöfundur og jafnframt skeleggasti blaðamaður Dana, og ýmsar smásögur hans hafa birst í þessu blaði. Hitt er ekki eins mörgum kunnugt, að minsta kosti ekki utan Danmerkur, að hann hefir haft stærri verk með liöndpm, jiar á meðal bók þá, sem Norðri á Akureyri hefir nýlega gefið út á íslensku og nefnist „Þeir áttu skilið að vera frjálsir.“ Þetta er söguskáld- rit, er gerist á Borgundarhólmi skömmu eftir miðja 17. öld, er ó- friðlegast var með Dönum og Svíum, og það er í rauninni saga hins fá- menna þjóðarbrots á hinni afskektu eyju, sem landfræðilega og jarð- fræðilega mætti eins vel eða fremur teljast til Svíþjóðar eins og Dan- merkur, sem liér er verið að segja. Eyjaskeggjar grípa ti! vopna gegn Svíum, án þess að hafa von um að fá hjálp að í þeirri viðureign, og það er sú hetjuvörn, sem sagan segir frá. Bókin kom úl fyrir tveimur ár- um og seldist þá á svipstundu i stærra upplagi en nokkurntíma lief- ir gerst um danska hók. Og það sem olli þessari óheyrilegu sölu var, að hér var slegið á líka strengi og í leikritinu „Nils Ebbesen“ eftir Kaj Munk. Bæði ritin voru sögulegs efnis, en sagan endurtekur sig, og í hinni borgundarliólmsku þriggja alda gömlu smásögu, endurspeglast saga Danan undir þvi liernámi, sem nú fyrir skenunstu hefir verið lélt af Danmörku. Enda varð höfundur- inn að fara liuldu höfði og flýja land til að bjarga iífi sínu. Það leyndi sér hvergi i livaða átt hann beindi örvum sínum og honum skeik aði livergi að hitta i mark. Nasista sveið undan hinu nístandi napra háði hans. Bókin verður áreiðanlega mikið lesin hér á landi, bæði vegna efnis- ins, sem hún flytur, og eigi siður fyrir það, að hún er prýðilega vel samin. Útgáfa og þýðing er vönduð. STJÖRNUHRAP' Það hefir borið við að flugmaður hefir orðið fyrir vígahnetti (meteor) en þeir verða glóandi af núningn- um við loftið, og eru lcallaðir sjörnu- hröp. í Indiana í ,Bandaríkjunum kom líkt fyrir mann, sem var á ferð í bifreið sinni. Vígahnöttur lenti á vagninum fremst og mölvaði liann, en maðurinn slapp óskadd- aður. VELKOMINN VINDUR. Venjulega er fólki fremur illa við rok, en þó eru þeir staðir til í veröldinni, að þar er hverjum stormdegi heilsað með fögnuði, þvi að hann færir björg i bú. Þann- ig er þvi t. d. varið við Fleetwood i Englandi. Þar sópar vestanstorm- urinn jafnan miklu af sandi í land, svo að haugar eru eftir í fjörunni, en fólkið selur liann fyrir gott verð. Sumsstaðar rekur kol á land i storm- um úr neðansjávarlögum, og víða kemur mikill reki á fjörur eftir storma.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.