Fálkinn


Fálkinn - 25.05.1945, Blaðsíða 7

Fálkinn - 25.05.1945, Blaðsíða 7
F Á L K I N N 7 1 Skœðasti gagnrýnandi Idu Lupino or hundurinn hennar, sem hér sést mcð leikkonunni. Hún telur það ■ekki nokkurt vafamál, að hann skilji hvert orð sem sagt er inð hann, „fijrir nú utan það, að hann hefir meira vit á leiktist en margir þeir, sem telja sig vitsmunaverur", segir hún svo. En lwað sem öðru liður þá er .eitt víst og það er það, að hundurinn, sem alltaf er viðstaddur leikœfingar hjá Idu, ræður sér ekki fgrir gáska og gleði, þegar vel gengur, en vælir svo og lætur öllum illum látum, cf mistök verða á. — lda tekur mest tillit til hans allra sinna gagnrýnenda. Tónlist og kvikmyndir Um þessa stúlku vitum við lítið annað en það, að hún heitir Darleen Griffin. Hinsvegar þykjumst við með nokkrum líkindum meiga draga þá ályktun af útliti hennar, að hún muni vera fegurðardrottning ein- lwers landsdhluta. Er hægt að hugsa sér nokkra gildari ástæðu fyrir verð- launagripnum, sem hún heldur á? Þelta er tiskumynd af Alexis Smith. R&ndurnar á btúss-unni eru rauðar, hvitar og dökkbláar. Pilsið er hvítt með fellingum. Joseph Pasternak, sem nú er leik- stjóri og einn af forstjórum eins stærsla kvikmyndáfélags í heimi, kom til Bandaríkjanna frá Ung- verjalandi fyrir 2ð árum og var þá 10 ára gamall. Fyrstu árin vestra vann liann fyrir sér með því að gata leðurólar, en varð síðar einn af atkvæðamestu kvikmyndahöldunum < Bandaríkjunum. Ilér segir liann dá- lítið frá sjálfum sér: „Þegar ég var smápatti og hljóp um göturnar í ungverska þorpinu Silagy-Somlyo, var fólk að spyrja mig: „HvaS ætlarSu aS verða, Jói, þegar þú verður stór — læknir, bóndi eða herma<5ur?“ Eg svaraði alltaf því sama. „Eg ætla aS verða AméríkumaSur." Og loks komst ég til Ameriku. Eg kom til Philadelphiu árið 1921, en þar átti frændi minn heima, i ungverskri byggð. Eg var 19 ára. Frændi kom mér fyrir í verksmiðj- unni sem hann starfaði i, og þar gataði ég ólar og leðurbelti. Eg safnaði dálitlu af peningum og komst loksins til New York. Þar fékk ég stöðu i matsöluhúsi á Sjölta-stræti. Eg átti heima í bak- lierbergi við slátrarabúð og borgaði húsaleiguna með því að reita kjúk- iinga fyrir húsbóndann. Það var víst um það leyti, sem ég fór að fá kvilunyndirnar á lieil- ann. Eg fór til kvikmyndastjórans Allan Dwan og bað um pláss. Hann Joe Pasternak leikstjóri og forstjón hjá Metro-Goldwyn Mayer. var þá leikstjóri Gloriu Swanson og ég þjónaði honum stundum á mat- söluhúsinu. Hann var mjög vand- fæddur og ég reyndi að ná að hjartanu á honum •— gegnum mag- ann. Það tókst, og ég varð leikari - í einn dag. Eg lék ungan hermann. í útlendingahersveitinni frönsku. Svo illa tókst til að þessi ungi hermaður átti að standa út við glugga og gráta, en þótt ég hefði ver ið drepinn var mér ómögulegt að kreysta nokkurt tár úr augunum á mér. Um kvöldið var mér tilkynnt, að ég hefði enga lcikarahæfileika. En þá þyrmdi yfir mig og ég grét — en það var of seint. Eg fór aftur í matsöluhúsið. Carole Landis. — Þér segið- að vatnið sé óholt hérna á StúdentagarSinum. — Já. — Hvaða ráð hafið þið við því? — Fyrst síum við það. — Jæja. — Svo sjóðum við það. — Jæja. —• Svo setjum við ýms hressandi efni i það. — Jæja. —- Og svo drekkum við alltaf bjór. En ég var þar ekki nema stutt eftir þetta. í lýðræðislandi sigrast maður aldrei fyrr en maður hefir viðurkent það sjálfur. Mér tókst að fá að reyna mig aftur hjá Dawn, og árið 1923 varð ég fjórði aðstoð- arleikstjóri hans og nú fór ég að sjá Ameriku. Eg fór víða til að at- huga staði fyrir kvikmyndatökur, frá stórborgunum austur við haf og vestur i fjöll og um gresjurnar og vatnahéruðin og alla leið vestur að Kyrrahafi. Árið 1928 bauð Carl Laemmle, sem þá stjórnaði Universal Pictures mér að fara til Evrópu, sem aðstoð- ar leikstjóri í kvikmynd, sem átti að taka þar. Eg tók þessu boði sam- stundis, sérstaklega af þvi að þarna mundi mér gefast færi á að sjá bernskustöðvarnar mínar og gamla kunningja aftur. Bjóst ég við að verða aðeins fáa mánuði í ferðinni, en í staðinn var ég í Evrópu í átta ár og tók kvikmyndir í Berlín, Wien og Budapest. Eg kom aftur til Hollywood 1941 og þá kom tvennt skemmtiiegt fyrir mig. Eg réðst til Metro-Goldwyn Mayer — og giftist Dorothy Darell. Fyrsta barn okkar fæddist í desem- bcr 1942|. í öllum kvikmyndum sem ég hefi tekið, sérstaklega myndunum, sem Deanne Durbin og Judy Garland hafa leikið i, hefir tónlistin skipað öndvegissess. Þetta cr engin tilvilj- un. Eg lield að tónlistin sé liið eina sanna allsherjartungumál, •—• og tón- listin hafi köllun að rækja, og köll- un, sem geti heyrst uin alla veröld- ina hvernig svo sem tónlistin er túlkuð. — Eg vona að tónlistin i myndum mínum sé ein af leiðunum til að flytja öðrum þjóðum liugboð uin liugsunarhátt Bandarikjamanna.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.