Fálkinn


Fálkinn - 25.05.1945, Blaðsíða 8

Fálkinn - 25.05.1945, Blaðsíða 8
8 F Á L K I N N ÞRÍBURARNIR EFTIR KRISTIAN ELSTER [ EINNÍ af nafnlausu smugunum * fyrir neðan Árgötu stóð hús, sem ekki var stærra en svo, að þar rúmaðist ekki nema búðarhola, ein stofa og kompa. Og samt var þetta eina húsið i þessu sundi, því að liúsið sem stóð við hliðina á því, taldist til Árgötu og hin til Strand- götu, en hinumegin var aðeins skíð- garður, svo að fólk skyldi ekki detta í ána. í raun og veru var þetta sund ekki annað en gata yfir lóð- ina, sem lá milli húsanna tveggja, og þessvegna var það nafnlaust og var livergi til í bókum bæjarstjórn- arinnar. Og húsið var ekki nema skúr, einskonar angi út úr stórhýs- inu við Árgötu; einn af verkamönn- unum þar liafði orðið fyrir slysi einu sinni, sem hafði kostað hann augað, fótbrot og liandlömun. Hann fékk óðalsrétt á skúrnum og hreiðr- aði um sig þar. Tvær ástæður voru til þess að hann fór að versla þar. í fyrsta lagi hafði hann gifst stelpu þarna úr sundunum; hún liafði verið i mjólk- iirbúð áður. Og svo' var hægurinn hjá að ná í sitthvað smávegis hjá kaupmanninum, nokkrar ölflöskur og sódavatn, pylsubita og annað nasl. Það var ekki tekið hátíðlega, maðurinn hafði slasast í vinnunni. Þarna stóð litla húsið og ljósið úr glugganum þar var eina götulýs- ingin í sundinu eftir að dimmt var orðið á kvöldin. Þá var búið að loka stóru búðunum. Aðeins einar dyr voru á húsinu, frá götunni gegnum búðina, og aðeins einn gluggi út að sundinu. Og húsið var svo sigið, að giugginn var ekki nema eitt fet frá jörðu. Gluggasýn- ingin var ákaflega látlaus og alltaf eins: tóm límonaðiflaska. Hinir tveir gluggarnir, stofuglugginn og smá- auga á kompunni vissu út að bletti, sem var í miklum lialla upp að bakgörðunum við lágu liúsin í Árbrekku. Svo að þó að litla hús- ið væri ekki burðugt til að sjá, þá var það samt heimur út af fyrir sig, og engir nágrannar, sem gátu hnýst i það, sem gerðist þar inni. Og engir gestir komu þar nema þeir, sem ætluðu að kaupa ódýrt öl eða smygl- að brennivín, og svo krakkarnir úr nágrenninu að kaupa brjóstsykur, þegar þeim áskotnuðust aurar. Og það var ekkert freistandi að liafa langa viðdvöl þar. Þarna var fýlu- lykt frá ánni, allt var þvalt þegar komið var við það, saggi á veggj- unum og óþefur af skít, gömlum görmum, matarleifum en mest þó af síld og vondu kaffi. EGAR þau liöfðu verið gift nokk- ur ár eignaðist konan þribura. Engin börn voru fyrir og engin komu á eftir, og allir spáðu þrí- burunum skammra lifdaga. En þeir dóu ekki, píslirnar, en ólust upp á vatnsgraut, vatnsblandi og öli, og þó að þroskinn færi hægt þá skrimtu þau að minsta kosti. Fyrstu árin var alltaf einhver organdi i stofunni, en oftast orguðu þau öll. Svo dó maðurinn og konan sat eftir ein m!eð þríburana og litlu búðarholuna og það var ekki oft sem dyrabjöllu- garganið kynnti gestkomu. Það var enginn vandi að sjá af liverju þau lifðu; lnin linuplaði óspart, kvendið, og verslunin gaf ofurlítið i aðra hönd, sérstaklega á þeim varningi, sem hún hafði fengið ódýrt. Það var ekki hægt að segja að hún vanrækti börnin sin, enda var hún mögur og sísvöng, gömlu auka- störfin hafði hún orðið að leggja á hilluna fyrir löngu, til þess að geta séð um börnin. Og ekkert þeirra gat hrokkið upp af. Þegar þau stækkuðu l'engu þau að vera í búð- inni og „hjálpa til“, og þá henti það sig, að fólk kom í búðina, að- eins til að sjá þríburana. Lítil voru þau börn, litlaus á hörund og hárið skolgrátt, höfuðstór. Hann sem var talinn elstur var ólilcastur hinum, liann var ofurlítið stærri en þau, ekki þó rneira en svo að liann varð að standa fast hjá hinum til þess að munurinn sæist, en þó var hann kallaður ,,risinn“. Hann var svo heimskur að sagt var að hann yrði aldrei svo gamall, að hann lærði að telja upp að tíu. — „Hann liefir lagt allt í vöxtinn“ sagði móðirin afsakandi. Hin tvö gat enginn lifandi maður þekkt i sundur, það voru bara þau sjálf, sem vissu að þau voru ekki alveg eins, sagði fólkið í sundunum. En þó var einn munur á þeim. Sá sem var talinn yngstur hafði fengið gáfurnar fyrir alla. Frá því að hann var svo lítill að liann náði með nefið upp á röndina á búðarborðinu prettaði hann smákrakkana þegar hann atti að gefa til baka, og tók tvöfalt verð al' drukknum mönnum, sem keyptu öl. Og ágóðanum stakk hann alltaf í eigin vasa. Greindur var hann, ekki tjáir að neita því, en hann var slægur og vondur. Þá sjaldan þeir voru úti að leika sér og aðrir strák- ar ertu þá þrjá vegna þess að þeir voru þríburar, gekk Daníel, en svo hét sá yngsti þeirra, jafnan í lið með strákunum og æpti á bræður sína og gaf þeim langt nef. Og ef einhver reyndi að erta hann, þá stóð það ekki lengi, því að Daníel var bráðeitraður í kjaftinum. Og ef þeir hótuðu að flengja hann, keypti hann sér grið með brjóstsykri, sem hann liafði stolið í búðinni frá móður sinni og sagði: „Þið skuluð heldur flengja bræður mína.“ En hann hafði vit í kollinum. — Bræður hans lærðu aldrei neitt. Þeir gerðu heldur aldrei neitt. — Eftir að þeir fermdust kom það fyrir að þeir unnu handarvik, svo sem að bera koffort fyrir ferða- menn, róa út á víkina til fiskjar, en þeir voru einhvernveginn of litlir til alls, líka „risinn“. Þeir héldu sig i búðinni og spiluðu á spil. En Daníel var sístarfandi, ekki þó svo að neinn tæki eftir því, nei, það gerðist allt í laumi, en varð samt árangursmikið. Einu sinni lá við að hann væri gómaður. Það hafði verið stolið peningum í pappírsverslun ungfrú Arnesen, og ungfrúin þóttist hafa séð hann. Hann sneri sig út úr þvi, spurði hvort hún þyrði að sverja að hún gæti þekkt hann frá hinum bræðrunum, en það gat liiin vitan- lega ekki. Þannig gat liann lagt svolítið til hliðar og fannst lífið hafa tilgang. O VO dó móðir þeirra og þribur- ^ arnir sátu eftir með húsið og búðina. Þetta var gott lifibrauð og samkomulag bræðranna var ágætt. Einkum voru máltíðirnar uppbyggi- legar. Pitter, risinn, annaðist mat- seldina, það vár sama viðurværið á hverjum degi: brauð og kaffi, grautur og kartöflur. Daníel sat í gamla sófanum, prýði stofunnar, sem hann liafði fundið á háalofti einu eitt dimmt kvöld, sett undir hann tóman kassa, en göt voru á þessu liægindi eftir fjaðrir, sem gengið höfðu upp úr. Pitter og Lúð- vík horfðu í sifellu á Daníel — hverju liann tæki upp á næst. Dan íel strauk sér um lærin og lijalaði skrækri röddu, kinkaði kolli til þeirra og brosti náðarsamlegast; það var aðallega um það hvað þeir væru ljótir, sem hann talaði. Ur skólanum mundi hann allt, sem þá sveið undan; livað þeir voru litlir og púkalegir, ekki yxi þeim skegg, rauðeygðir voru þeir, lyddur og ó- menni, viðbjóðslegir kroppinbakar. Allt þetta útmálaði hann og þó var hann alveg eins sjálfur. Og svo rakti hann æfiferil þeirra, livað þeir hefðu verið heimskir í skólanum og þeg- ar þeir gengu til prestsins, hann hló dátt að fábjánasvörunum hans Pitters: „Manstu, Pitter,“ sagði hann „Já þá varstu nú vitlaus.“ Honum var dillað og liann smjattaði og tísti og át þess á milli mest og það besta af matnum, valdi úr þær fáu kartöflur, sem ekki voru skemmdar, las borðbænina upphátt aftur á bak, og stóð upp og fór inn í kompuna til að fá sér miðdagslúr. Og hinir þorðu ekki að byrja að borða fyrr en hann var farinn. Pitter og Lúðvik áttu að hugsa um búðina; en nú komu þangað fáir nema krakkapíslirnar af götunni, er gerðu sér það til erindis að erta Lúðvílc og gera hann svo vondan að liann liljóp á eftir þeim eða að narra Pitter til að gefa skakkt til baka. Yæri Daníel heima þorði enginn kraltki að koma í búðina. Krakkarnir sögðu að hann liefði einu sinni liorft svo fúlmannlega á dreng, að það dró úr honum all- an mátt, svo liræddur varð hann. En Daníel var sjaldan heima, liann hafði sinna starfa að gæta, þau voru margskonar og fóru sívaxandi; þyrfti einhver að losna við einhvern dýrgrip svo að lítið bæri á, var gott að eiga Daníel að. Hann fór að koma sér í „viðskiftasambönd" í næstu bæjum, og rak mikil við- skifti. En svo fór lögreglan að ranka við sér og Lindás lögreglu- þjónn benti honum einu sinni og sagði: „Þú ættir að fara varlega, Daníel, annars tökum við þig einn daginn.“ Daníel afréð að bíða ekki þess dags, en fór til Ameríku. Pitter og Lúðvik hýrnuðu á brún- ina. Þeir hristu liöfuðin og brostu Ekki voru þeir svona gerðir, ónei. SVO liðu fimm ár. Lúðvik sá um búðina, Pitter hafði hlaupa- vinnu við og við, barði gólfteppi, lijó í eldinn hjá fólki, þvi að það var hann, sem liafði kraftana. — Báðir hnupluðu litilsháttar, þeir komust af og lifðu rólegu lífi, bær- inn liafði alveg gleymt þeim. Eitt lcvöld -—- það var meira að segja laugardagskvöld ■—- sátu þeir í stofunni og létu sér líða vel. Pitter dottaði og Lúðvík las i gömlu blaði, sem liann hafði fundið. Rigning var úti. Þá var barið á gluggann út að götunni — þrjú föst högg. Þeir litu báðir upp, voru liissa. Þá v'ar barið aftur, þrjú samskonar högg, og nú urðu þeir hræddir, — þeim fannst þeir þekkja þessi liögg. Svona hafði Daníel barið forðum, þegar liann kom seint heim úr viðskiftaferðum á kvöldin. Og enn var barið, þétt og reiðilega, með neglurnar að rúð- unni. Pitter stóð upp og opnaði búðardyrnar. Lítill væskill smaug inn um dyrnar og áfram inn í stof- una. Þar fór hann að þramma um gólfið, fram og aftur, aftur og fram, eins og hann hafði vanist forðum, fimm skref fram og fimm til baka. Svo tók liann eftir glugganum, fór að leita að vindutjaldinu, sem ekki var þar lengur, tók blaðið af Lúð- vík og breiddi fyrir gluggann, og sneri sér svo glottandi að hinum. Þetta var enginn annar en hann Daníel. Hann var í regnfrakka, köflóttum fötum, sem voru ol' stór honum, en sterk og góð, sixpensara á hausn- uin og með hornspangagleraugu. Hann starði lengi á þá, hló, hristi hausinn, þrammaði enn fram og aftur og fleygði sér svo í sófann. Pitter og Lúðvík sátu eir.s og mýs livor á sínum stól og horfðu skellc- aðir á hann. Daníel lá lengi kyrr eins og hann svæfi. Svo stóð hann upp, teygði úr sér, settist alveg upp, glotti til þeirra tók síðan gylt peningaveski upp úr vasanum og fór að raða dollara- seðlum á borðið, það var stór ht'úga. Og þegar liann hafði talið seðlana stakk liann þeim i veskið aftur. stakk því í vasann og lineppti að sér jakkanum og sagði svo glottandi: „Ekki skuluð þið fá einn eyri af þessum peningum. Og ég á meira fyrir vestan.“ Svo hallaði hann sér aftur í sóf- anum og starði upp í loftið. Bræð- urnir sátu eins og brúður, þegjandi og heimskir, og störðu á hann. Ekki heyrðist nokkurt liljóð, nema rigningin á glugganum og lágt suð í olíulampanum. „Annars,“ sagði Daníel og góndi upp í loftið, „ætla ég að vera heima nokkrar vikur. En ég verð að fara vestur aftur. Eg á verslun sem ég þarf að selja.. Það verða helmingi meiri peningar en þetta, sem ég hefi liérna - og þið skuluð lieldur ekki fá neitt af þeim.“ Bræðurnir svöruðu engu, en það fór lirollur um þá.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.