Fálkinn


Fálkinn - 25.05.1945, Blaðsíða 9

Fálkinn - 25.05.1945, Blaðsíða 9
FÁLKINN 9 T'\ANÍEL fór aldrei út. En liann þrammaði um gólfið, fim.m skref fram og fimm til baka. Hann þoldi ekki loftið hérna lieima, sagði liann. Á hverju kvöldi taldi hann pen- ingana sína aS bræðrunum ásjáandi og þeir störðu á, svo að augun ætluðu út úr tóttunum, og alltaf endaði liann meS aS segja: „Eg á miklu meira fyrir vestan — og þið skuluð ekki fá grænan eyri.“ Þegar liðnar voru nokkrar vikur fór hann að kvarta og kveina, liann var veikur; maginn var í ólagi og hann gat ekki lireyft sig nema með kvölum, guð mátti vita hvort hann þyldi að fara vestur. Það var verst með alla peningana fyrir vestan, sem hann mundi missa; því ef liann kæmist ekki vestur í haust, mundi allt fara til fjandans; og svo taldi liann peningana sem liann hafði og andvarpaði, „lielmingi meira,“ bara að liann hefði heilsu til að komast aftur til Ameriku. Og alltaf starði hann illmannlegumi augum til Lúð- víks, þangað til hann skalf á stóln- um og var komirin í keng af hræSslu. Eitt kvöldið sagði Daníel og dró seiminn: „Þú gætir farið vestur fyr- ir mig, Lúðvík, — og gengið frá þessu fyrir mig, úr því að ég er veikur. Því aS ef ég dey jsá verða það alla jafna þið, sem erfið mig,“ Og eftir þetta endurtók liann á liverju kvöldi: „Þú gætir tekið fötin mín og passann minn, og l’arareyri gætir þú fengið bjá mér. Allir mundu halda að það væri ég þegár þú kæmir vestur, — og það er ekki annað en sækja peningana. Sjáðu, nú skal ég skrifa héimilisfarigið handa þér. Og þegar þú kæmir heim með peningana, gæti Iiugsast að eitthvað kæmi í þinn hlut.“ Og eitt kvöld lét hann Lúðvík fara i fötin sín, setja upp húfuna og horn- spangagleraugun og svo gengu þeir báðir fyrir spegilbrotið og Daníel deplaði augunum. „Það er enginn sem getur séð að þetta sé ekki ég, því að þú ert flón og ég er vitur, en það ber maður ekki utan á sér, — ekki einu sinni i Ameríku. EN UM þessar mundir fóru þeir Pitter og Lúðvík að fara á ein- mæli frammi í búðinni og piskra, meðan Daníel var á fimm skrefa göngunni inni í stofunni. Þeir kink- uðu kolli hvor framan í annan og gáfu hvor öðruin olnbogaskot og hvísluðu aftur og tóku ekki eftir að Daníel liafði staðnæmst og stóð á lileri i dyragættinni og glotti. Lúðvík og Pitter stóðu fast sam- an, nú skyldu þeir sýna, að það væri ekki Daniel einn sem liafði vit í kollinum, það ætlaði Lúðvik að sanna. Og þeir pískruðu um framtíðina. Lúð.vík skyldi koma hélm aftur og segja, nei, hann hefði ekki fengið peningana, svo skyldu þeir fara úr bænum og eiga góða daga. Og eitt kvöldið komu þeir saman framan úr búðinni og voru mjög liátíðlegir, jú, þeir liöfSu orðið sammála Lúðvík skyldi fara vestur, úr því að Dariiel væri svona veikur, þeir voru þó alla jafna bræður og meira að segja þríburar. En Lúð- vik yrði að fá ríflegan farareyri. OG EINN góðan veðurdag fór Lúðvik í fötunum Daníels, með liúfuna og gleraugun, og enginn gat séð hvort það var Lúðvík eða Dan- íel, sem fór. En það var Lúðvík, og Pitter fylgdi honum á bryggjuna. Daniel lá veikur og gat elcki fylgt. En þetta var síðasti veikindadag- ur Daníels. Og eftir þetta taldi liann ekki peningana sína svo nokkur sæi. Hinsvegar fór hann nú á kreik og lét sjá sig úti, hann tólc við búð- inni og rak allt í stærri stíl en áður. Seldi margt skrítið, gamalt rusl og nýjan varning, þetta var umboðsverslun, nýmæli í bænum, og margt annað hafðist hann að. Hann ferðaðist um sveitina, keypti ýmislegt gamalt silfur, sem hann seldi enskum laxveiðimönnum. — Hann fór að kaupa síld, lagði pen- inga í skútu, og fólk fór að tala um hann. Daníel, sagði það, hann Daníel á víst peninga, við höfum víst haft liann fyrir rangri sök, hann er dugnaðarmaður liann Daníel. En hann flutti ekki úr stofunni, og þeir átu graut og drukku kaffi og átu brauð og kartöflur eins og áður. Pitter fékk ekki að vera í búðinni, hann annaðist búverkin, sauð matinn, lagði í ofninn og hjó í eldinn. Fyrst í stað var liann alltaf m'eð íbyggilegt bros á vör- um og hristi stundum höfuðið, þeg- ar liann hélt að enginn sæi til. Hann tautaði við sjálfan sig, jú, jú, nú skyldi hann snúa á Daníel, djöfla- merginn þann, nú færi Lúðvík bráðum að koma heim. En svo liðu mánuSir. Pitter varð heimskari og heimskari á svipinn, stundum stóð hann og glápti, og á kvöldin áður en hann háttaði, ljreifaði liann sig út í búðardyrnar, stóð þar i svarta myrkri, hluslaði og lagði kollhúfurnar og hlustaði aftur — kom enginn inn í sundið? Og einn dag tók hann í sig kjark og spurði Daníel: „Hvað skyldi vera orðið af honum Lúðvík?“ En Daníel liló og rak út úr sér tung- una. AÐ liðu fim.m ár. Á þeim tíma varð Daníel ríkur inaður, allir hræddust hann og hötuðu liann, en ríkur var hann. Hann bjó enn i gömlu stofunni, sem varð æ hrör- legri. Hann lifði eins og áður, eyddi ekki eyri í óþarfa, hann tímdi ekki að sjá af brauðmola ofan í liungr- aðan flæking, hann styrkti hvorki heimatrúboð né bænahús, og mó- gráu fötin, sem hann gekk i, hafði hann keypt fyrir slikk á uppboði eftir dauðan taugaveikissjúkling, — Daníel var hvorki lieigull né lijá- trúarfullur. En ríkur var liann, og fólk heilsaði honum kurteislega: því að það voru margir, sem skuld- uðu honum peninga, og nafn lians var djöfull, okrarinn og maurapúk- inn, en það eru allt nöfn, sem: mað- ur nefnir með gætni. Pitter visnaði og gekk saman, varð hálf vitlaus, ranglaði um og tautaði. „Bráðum kemur hann LúSvik heim — þá skuluð þið nú sjá....“ Svo var það einn dag i apríl, það var lilýtt veður og gekk á skúrum, og í rökkrinu heyrðist súgur af flugi farfuglanna yfir hafinu, inn yfir bæinn og i sveitina. Það var komið kvöld en búðin var ennþá opin, bræðurnir sátu í stofunni, Daniel með viðskiftabækurnar sinar, Pitter með ekki neitt. Þá var gengið um búðardyrnar og i sama bili, sem Daníel var að standa upp til að fara fram, opnuðust stofudyrnar og maður kom inn. Bræðurnir störðu á hann. Maður- inn vatt af sér votu úlpunni og fleygði af sér húfunni. Hann tók af sér hornspangagleraugun og lagði þau á borðið. Svo tók hann stól og settist og starði á hina tvo. Það var Lúðvík. Hann var visinn og hafði gengið saman. Andlitið orðið ofur lítið, kinnbeinin útstæS, og háriS dottiS af honum. Augun lágu djúpt og ein- hver ohugljái á þeim, slokknuS og vilt í senn. Hendurnar æðamiklar og titrandi. Hann var ekkert líkur Daníel. Þegar liann talaði var röddin mjó, ógreinileg og hás, og oft varð hann að standa upp til að ná and- anum. Og sífellt starði hann á Dan- íel með hatursfullu augnaráði, og kroppurinn skalf. „Já, — þú kunnir lagið á því,“ sagði hann veikburða og tók önd- ina á lofti, „það fór eins og þú ætlaðist til. Þeir tóku mig undir eins og ég kom í land. Og það stoð- aði ekki þó að ég vildi vinna eið að því að ég — ég væri ekki þú. það dugði ekki, nei, passinn þinn, fötin þín og — nokkuð af stolnu peningunum þínum. Og ég var al- veg eins og þú i sjón — en ég tal- aði ekki ensku eins vel og þú. Eg bað og bað, en þeir hlóu. Skrifið þið heim og spyrjist fyrir, sagði ég. Þá lilóu þeir ennþá meira og sögðu að það væri alger óþarfi. Þeir dæmdu mig í fjögurra ára tukthús og lokuðu mig inni í klefanum, sem þú hafðir strokið úr. En þeir gættu mín vel. Eg vildi komast heim til þess að koma þér í tukthúsið. Eg á ekki langt eftir, en þó langar mig til að lifa svo lengi, að ég fái að gægjast gegnum lúkuna og sjá þig i klefanum. Og siðan skaltu fá að brenna i belvíti til eilífðar nóns. Pitter hlustaði á og hakan á hon- um skalf, hann botnaði ekki i neinu nema hann vissi að Lúðvik var kominn heim peningalaus. En Dan- íel yppti öxhuri og brosti. „Vesling- urinn hann er orðinn brjálaður, greyskömmin, — vertu liægur, pisl- in, þá skal ég gefa þér eitthvað að éta, — flýttu þér, Pitter, sérðu ekki að hann bróðir hinn er soltinn. Jæja, þú hagaðir þér svo illa að þú lentir i tukthúsinu — já, það var þér líkt, þú hefir hnuplaS siðan þú hættir að skríða. Og lík- lega hefir þú stolið peningunum mínum líka?“ Lúðvík baðaði út höndunum og dró að sér lappirnar, hann gapti svo að sást ofan í kok á honum, tungan stóð stinn i kjaftinum á lion urn og titraði, það var eins og hann hefði krampa. Svo fór allur búkurinn að skjálfa og hann sagði með hreimlausri rödd: „Eg sat í sama klefanum og þú, svo að þú veist hvernig mér hefir liðið. Eg sat þar i fjögur ár ■— en þú straukst eftir nokkra mánuði. En nú skaltu fá að sitja inni það sem eftir er æfinnar. Þú skalt deyja þar, þú — — eli — -—- “ Daníel hristi höfuðið. „Haldið þið ekki að drengurinn sé orðinn bandvitlaus! Pitter, reyndu nú að flýta þér svolitið, gefðu honum Lúðvík greyinu síld, hann hefir gott af því.“ O NEMMA næsta morgun fór Dan- ^ íel til lögreglustjórans. Sagði bonum að bróðir sinn væri lcominn heim frá Ameríku, honum mundi hafa vegnað bölvanlega þar vestra, hann hefði setið í tukthúsinu og væri nú orðinn brjálaður, og héldi að hann væri Daníel og Daníel væri liann, og væri engu tauti við hann komandi. Hvað ætti hann að gera við aumingjann? Og þegar LúSvík kom til lögreglu- stjórans tók hann ofur vingjarn- lega á móti honum og sagði, jú, jahá, jietta væri ákaflega leiðin- iegt, — það var svo sem auðséð að maðurinn var vitlaus.’ En LúSvík fór frá lögreglustjóran- um til sórenskrifarans og þaðan ór hann lil amtmannsins, og liann leitaði uppi prófastinn og biskup- inn, og hann gekk hús úr húsi til þess að fá fólk til að trúa því, sem hann sagði. En fólk gat ekki stillt sig um að hlægja, fyrr mátti nú rota en dauðrota, jafnvel þó að þrí- burar væru, — að Lúðvík skyldi lialda að hann væri Daníel. — •—• Svo kugkvæmdist Daniel að gera sér ferð á konungsfund og bera vandkvæði sín upp fyrir lionum. En þá tóku þeir hann og settu liann á vitlausraspítalann. Þegar þeir sóttu hann öskraði liann og klór- aði og beit, og tveir menn urðu að beita valdi við liann þó litill væri. Og allar kerlingarnar og krakkarn- ir í sundinu horfðu á og krakkarn- ir blístruðu og hrópuðu húrra. En Pitter liafði gengið út á blettinn bak við húsið, og þar skálmaði hann fram og aftur og hristi höfuðið og vingsaði handleggjunum - liann var eins og hrakinn krummi, sem liopp- ar á haugnum. Lúðvík dó á geSveikrahælinu nokkrum mánuðum seinna. Það síðasta sem hann huggaði sig við var að Daniel mundi áreiðanlega kvelj- ast i helvíti til eilífðar. En daginn sem það fréttist að Lúðvík væri hrokkinn upp af, skeði nokkuð hræðilegt. Það var Daníel, sem sagði Pitter látið, og Pitter tautaði eitthvaÖ i barminn, augun stóðu freðin í tóttunum, hann stóð og starði inn í eitthvað sem var flóknara en svo að hann gæti áttað sig á því. Daniel fór inn i kompuna og lagði sig, og þegar Pitter varð var við að hann var liáttaður, slag- aði hann fram í búðina og náði í stóru viðaröxina sem lá þar, þvi að nú ætlaði hann að drepa Daniel. En hann var svo vitlaus að vekja bróður sinn fyrst og segja við hann að nú skyldi hann biðja fyrir sér og játa syndir sýnar. „Því að nú ætla ég að drepa þig,“ sagði Pitter. Daníel vatt sér fram úr bælinu, rauk út á götu á náttskyrtunni og öskraði eins og svín til slátrunar leitt — og Pitter á eftir honum, og efst í sundinu hjó hann lil lians, það var bara máttlaust högg i aðra öxlina. Svo kom fóllc þjótandi að þeim og tók Pitter og setti hann inn og af því að hann gat ekki sagt annað en það að liann licfði ætlað sér að drepa Daníel vegna þess að Lúðvílc hefði dáið, var hann lok- aður inni æfilangt. Og þá var aðeins einn eftir af þríburunum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.