Fálkinn


Fálkinn - 25.05.1945, Blaðsíða 10

Fálkinn - 25.05.1945, Blaðsíða 10
10 F Á L K I N N YNGftll &l#&NftyRNIN Sagan um túlipanana Nú sk;il ég segja þér sögu, sem þú þekkir víst ekki. En þú þekkir túlípana — og finnst þér þeir ekki vera fallegir? En einu sinni í gamla dag voru þeir ekki nærri eins fallegir og nú. Þeir voru ekki stærri en holtasól- ey, þó að þeir væru marglifir — bæði gulir, grænir og mislitir. í þá daga var fullt af álfum hér á jörðinni, og þeir áttu svo annríkt við að hugsa um öll blómin, sem þeim liafði verið trúað fyrir. Ein af álfameyjunum hét Lukka, og hún liafði svo gaman af að gera öSrum gleði og liugga þá, sem hrygg- ir voru. Einu sinni þegar álfarnir voru skriðnir ofan í blótnabikatana og farnir að sofa, heyrði Lukka að klukkublómið hringdi svo rauna- lega. „Hvað ertu að segja? spurði hún Og hlustaði. „Þetta er svo raunalegt!“ svaraði klukkublómið. — „f litla liúsinu niður við ána er lítil telpa, sem er svo góð við alla. Hún heitir Elsa.“ „Er það nokkuð raunalegt?" spurði Lukka. „Nei, en nú kemur það,“ sagði klukkublómið og hringdi áfram. „Manuna hennar er veik — hún liggur í rúniinu og kemst ekki á fætur af þvi að þær eru svo fátæk- ar.“ „Eg skil ekki þetta,“ sagði Lukka. „Jú, það er ekki nema einn lækn- ir, sem getur læknað móðurina, hann á heima langt i burtu, og ef hún á að komast til hans verður hún að fá vagn, sera gctur ekið með hana langar leiðir — og hvar á hún að fá peninga til þrss? „Eg ætla að sjá hvort ég get ekki hjálpað,“ sagði Lukka undit eins, og svo fór hún niður að ánm til að gá að livort þar væri ekkert, sem hún gæti siglt á. Pílviðurinn óx á árbakkanum og liún tók eitt af löngu, mjóu blööun- um af bonum og lagði það á vatn- ið. Svo hljóp hún út á blaðið og sigldi af stað, eins og þetta væri besti bátur. Gullsmiður flaug með til að sýna henni hvar húsið var, og hún kom þangað í tunglsljósi. „í nótt get ég víst ekki gert neitt!“ sagði Lukka. Þakka þér fyrir fylgd- ina, Gullsmiður minn, nú ætla ég að reyna að sofna.“ En það var hægar ort en gert, því að hún sá ekkert blóin til að sofa í. Þau voru öll svo lítil. En lienni datt nokkuð i hug. Hún tók töfrastafinn sinn og snerti við einum túlípananum, svo að hann fór að vaxa, þangað til blómið var orðið svo stórt, að hún gat vel lagst fyrir i því. Þar lagðist liún svo fyrir og svaf ágætlega. Morguninn eftir vaknaði Elsa litla og leit út, nei, en hvað veðrið er gott! Það var bara svo leiðin- legt að hún marnrna hennar skyldi liggja í rúminu, og geta ekki kom- ið út i blíðuna, sér til hressingar! „En ég ætla nú út og tína blóm, mikið af blómum og setja inn til mömmu!“ hugsaði Elsa með sér og stökk fram úr rúminu. „Þá verð- ur það nærri þvi eins og mamma sé í garðinum.“ Hún tíndi prímúlur og áriklur, páskaliljur og livítasunnuliljur, og svo rak hún augun í túlípanana. „Hvað er nú þetta?“ sagði liún forviða. „Svona stóra túlípana liefi ég aldrei á æfi minni séð!“ Lukka hafði nefnilega stækkað marga, til þess að geta valið um og séð í hverjum væri best að sofa. „Eg má til að taka þennan túlí- pana og sýna henni mömmu!“ sagði Elsa. Og svo tók hún nokkra af þeim stóru. Lukka litla lá enn og svaf í túlí- pananum sínum — hún vaknaði loks við mannamál. „Mikið eru þeir fallegir!“ sagði móðir Elsu. „Hvar náðirðu i þetta, telpa?“ „Þeir voru niðri í garði — og það eru fleiri þar,“ svaraði Elsa. Lukka lá grafkyrr og þótti vænt um að blómbikarinn var ennþá al- veg lokaður, svo að mæðgurnar gátu ekki séð hana — fólk verður stund- um svo hissa þegar það sér álfa! „Settu blómin þarna á borðið við gluggann," sagði móðirin, og Elsa setti þau i glas, svo að móðir hennar og fólk, sem gekk fyrir glugg- ann gat séð öll fallegu blómin. — Þegar Elsa var farin i skólann og móðir hennar tólc að blunda, flaug Lukka upp úr túlípananum og faldi sig bak við lauf á vínviðn- um, semi óx upp við húsvegginn. Rétt á eftir gekk kona framhjá. Henni varð litið inn í gluggann: „En hvað þetta er stór túlípani!“ sagði hún. „Hvaðan skyldi hann vera?“ Margir fleiri gengu hjá og allir furðuðu sig og sögðu: „En hvað þessir túlípanar eru stórir og fall- egir! Hvaðan skyldi konan hafa fengið þá?“ Ein af konunum fór inn, og spurði móður Elsu, livort hún vildi selja sér stóru túlípanana. Þá var Elsa komin heim úr skólanum; hún varð glöð þegar hún heyrði að konan vildi kaupa blómin. „Yið eigum fleiri úti í garðin- um!“ sagði hún, „kotnið þér bara og sjáið!“ Konan fór út í garðinn og klapp- aði saman lófunum af undrun þegar hún sá alla fallegu, stóru túlípan- ana, innan um algeng blóm. „Eg vil selja blómin en ekki lauk- ana,“ sagði Elsa þegar fólk kom og bað um blómlauka. Og hún gætti þess vel að enginn skyldi ná í þá. Nú fréttist um þessi sjaldgæfu blóm og margir komu og vildu kaupa, en Elsa vildi nauðug selja. Undir eins og fólk sá, hve sjald- gæf og dýr þessi blóm voru, varð það enn sólgnara i að ná í þau, og ríkur maður bauð mömmu Elsu svo mikla peninga, að þær gátu lifað á þeim í mörg ár. „Þá seljunt við blómin, mainma," sagði Elsa. „Og þú ferð til læknis- ins fræga sem getur læknað þig!“ En þess þurfti ekki. Því að frétt- in barst og frægi læknirinn kom sjálfur til að kaupa blóm. Og nóg var til. Þvi að Lukka var alltaf í garðinum, og snerti við nýj- um túlípönum um leið og þeir sprungu út, svo að þeir urðu stórir. Nú lofaði læknirinn að hann skyldi lækna ntóður Elsu, ef hún gæfi sér tvo túlipana. Þá fékk hann strax og hann hjálpaði níóðurinni til heils unnar. Hún lcomst á fætur og gat sjálf farið út í garðinn sinn. Og nú voru þær glaðar. En þetta áttu þær að þakka lienni Lukku litlu, sem hafði látið stóru túlípanana vaxa einmitt í garðinum þeirra. — — Og nú veistu, hvernig það vildi til, að túlípanarnir eru svona stórir og fallegir. Adamson dustar gólfteppi. I-------------------------------’ S k r í 11 u r. . . ! —. ■ . ... ........I Stúdentinn (að ljúka við bréfið): „Eg sendi þér hérmeð þessar fimtiu krónur sem ég slculda þér, en nú er ég þvi miður búinn að loka bréf- inu. og raimvera. mér eldspýtu, Billi. — Gerðu svo vel. — Hvaða skrambi! Eg hefi gleymt sígarettunum mínum heima—. — Láltu mig þá fá eldspýtuna aftur. — Þadí stendur á þessu sjóveikis- meðali að maður eigi að taka það inn eftir mat svo að þú verður að flýta þér ofan og borða fgrst.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.